Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 13
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
13
GLÆSILEGIR
TÓNLEIKAR
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Jean-Pierre
Wallez
Síðustu áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands voru
sannkallaðir glæsitónleikar. Efn-
isskráin var mjög góð, einleikar-
inn frábær og hljómsveitin betur
mönnuð en oft áður, með 14
fyrstu fiðlum, tólf í annarri fiðlu,
8 lágfiðlum, jafnmörgum cellóum
og fimm bössum, alls 57 strengj-
um, sem fer að nálgast rétta
stærð strengjasveitar fyrir sin-
fóníuhljómsveit.
Tónleikarnir hófust á Choralis,
eftir Jón Nordal og var þetta fal-
lega verk mjög vel leikið. Annað
verkið á efnisskránni var svo
fiðlu-
konsertinn í
D-dúr eftir
Beethoven.
Fiðlukonsert
þessi er ein-
hver falleg-
asta tónsmíð
meistarans,
ægifagurt
verk og lék
franski fiðlu-
snillingurin Jean-Pierre Wallez
einleikshlutverkið. Leikur Wallez
var í heild bjartur, leikandi létt-
ur og þrátt fyrir að einhverjir
hefðu kosið sér þyngri og alvar-
legri túlkun, verður því ekki neit-
að að leikur Wallez var frábær,
blátt áfram glæsilegur. Síðasta
verkið á efnisskránni var svo
eina sinfónían sem Cesar Franck
samdi. Enn í dag eru skiptar
skoðanir um þetta verk, sem er
býsna vinsælt af hlustendum.
Einn fegursti þáttur verksins er
miðþátturinn, sem hefst á sam-
leik strengjasveitar og hörpu, er
síðar fléttast saman við ein-
leiksrödd fyrir enskt horn.
Daði Koleinsson lék þessa fal-
legu sóló mjög vel. Þá var eftir-
tektarverður samleikur Einars
Jóhannessonar og Josephs
Ognibene í sama kafla, bæði fal-
legur leikur Ognibene og einkar
þýður samleikur Einars, sem
blásarar sveitarinnar mættu
taka sér til fyrirmyndar. í fiðlu-
konsert Beethovens voru t.d. ekki
nægilega skörp skil á milli ytri
marka í styrk hjá tréblásurunum
og í Franck-sinfóníunni voru
básúnurnar allt of sterkar, t.d. í
upphafi Allegro non troppo í
fyrsta kafla.
Fyrir bragðið var þungamiðja
hljómsins í undirröddunum mun
meira en eðlilegt er og á köflum
heyrðist illa til efri raddanna.
Þetta varð mjög áberandi í
Franck-sinfóníunni, vegna þess
hve lúðrarnir eru mikið notaðir í
þykkri raddskipan.
Þessir erfiðleikar voru mest
áberandi í síðasta kaflanum og á
einum stað var þessi styrkleika-
þraut mjög erfið. Það er í niður-
lagi verksins, þar sem „piston"-
trompettinn er með langar nótur
á móti hörpu, strengjum, klarin-
etti, túpu og pákum. Þessi tónn
má ekki skera sig úr og það er
virkilega erfið tónmyndunar-
þraut, svo sakleysislega sem nót-
urnar líta út á
pappír, að ná
þessum tóni
mjúkum og
veikum, þ.e.
a.s. eins og
stendur, pían-
issimo.
Stjórnandi
tónleikanna
var Jean-Pi-
erre Jacquill-
at og var margt fallega gert í
stjórn hans, sérstaklega í Chor-
alis eftir Jón Nordal, fiðlukon-
sertinum eftir Beethoven og í
öðrum þætti sinfóníunnar eftir
Franck. Fyrir utan glæsilegan
leik á köflum hjá Sinfóníu-
hljómsveit íslands, var leikur
Jean-Pierre Wallez einstaklega
glæsilegur. Þegar svo vel er leik-
ið, eins og hér um ræðir, er í raun
óþarfi að fást um viðhorf til stíls
og túlkunar, sem auk þess að
vera bundin við ákveðin menn-
ingarsvæði, geta heft menn í
endurnýjun tónlistar. Hver nýr
flutningur er í raun endursköpun
verksins og endursköpun Jean-
Pierre Wallez var falleg, þrungin
af leikgleði og tæknilega stór-
glæsileg.
Þessi efnisskrá, auk verks eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og verka
þar sem Einar Jóhannesson og
Pasquier leika einleik, mun verða
uppistaðan í viðfangsefnum
hijómsveitarinnar í ferð þeirri
sem fyrirhuguð er til Frakklands
í boði franska menntamálaráðu-
neytisins í júní næstkomandi.
Stjórnandi verður Jean-Pierre
Jacquillat og óska íslenskir tón-
listaráhugamenn hljómsveitinni
góðrar ferðar og góðs gengis.
Jean-Pierre
Jacquillat
BLÍÐARI LITIR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það verður að teljast rétt
sem Einar Hákonarson listmál-
ari sagði um málverk sín í
blaðaviðtali á dögunum, að
litameðferðin væri orðin blíð-
ari. Það verður og einnig að
segjast um myndmálið því að
yfir því er meiri ró og festa en
áður. Listamaðurinn spennir
ekki upp flötinn í jafn ríkum
mæli og áður og ekki er sami
hraði í formaleiknum. Sýning
Einars Hákonarsonar í Gallerí
Borg bendir í einu og öllu til
þess að hann gerir sér far um
að aga sig enn frekar í meðferð
lita og forma. Fyrir vikið eru
myndirnar máski ekki jafn
spennandi við fyrstu sýn en
aftur á móti tapa þær ekki á
nánari skoðun og það er mikill
kostur og raunar aðal hvers
góðs málverks.
Af sýningunni að marka má
ætla að Einar sé að víkka út
myndsvið sitt og standi mitt í
ákveðinni þróun sem ekki er
gott að segja hvaða stefnu taki.
Það er ekki mikið að gerast á
myndfletinum en litirnir eru
mettaðri og hnitmiðaðri en áð-
ur.
Einar styðst þó við sama
myndmál og áður, og formin
þekkjum við vel úr fyrri mynd-
um hans, en táknmálið er þó
orðið ívið huglægara. Listmað-
urinn leitast við að leysa upp
formið stokka það upp og hér
eru auðsæ bein áhrif frá nátt-
úrunni og umhverfinu líkt og í
fyrri myndum hans.
Það eru 25 málverk á sýning-
unni og langflest eru máluð á
þessu ári en nokkur á því síð-
asta og sýnir þetta afköst lista-
mannsins og virkni hans í
starfi.
Þótt sýningin sé um margt
jafngóð, slétt og felld, þá voru
það nokkur verk er leituðu
meira á en önnur og í þeim
þykir mér sem ýmsir bestu eig-
inleikar listamannsins sem
málara komi fram. Voru það
myndirnar „Stælt á virkum
degi“ (3), „Á Suðurlandi" (7)
„íhugun" (14) og „Kvenþankar"
(19).
Trúlega markar þessi sýning
nokkur þáttaskil í list Einars
Hákonarsonar.
REGAL
Höfum fyrirliggjandi BUICK REGAL,
tveggja og fjögurra dyra, árgerÖ1984
á sérstöku afsláttarverði.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300