Morgunblaðið - 25.05.1985, Qupperneq 17
17
kosti sjötíu og fimm prósent
heimsmarkaðarins.
Markmiðið í upphafi var einfalt
og skýrt, að útbreiða amerískan
lífsstíl) The American Way of
Life). Mennirnir vissu, að það var
aðferðin til að selja útflutnings-
vörur. Þeir þekktu líka sinn tíma.
í stað þess að fá sér prentsmiðju
gerðu þeir samning við kvik-
myndaframleiðendur. Kvikmynd-
in var eina tækið, sem kom til
greina.
Þetta dæmi sýnir, hverju
kvikmyndir fá áorkað, þegar
stórhuga menn taka þær í þjón-
ustu sína. Þess vegna mega al-
þingismenn íslendinga ekki kom-
ast upp með að skerða framlög til
Kvikmyndasjóðs í nafni sparnað-
ar. Með því eru þeir að hindra
hugsanlega aukningu á íslenskum
útflutningi.
Með nísku i garð Kvikmynda-
sjóðs er líka verið að reiða öxina
að menningarlegu sjálfstæði ís-
lendinga. Eins og ráðuneytismenn
í Bandaríkjunum gerðu sér grein
fyrir upp úr stríðinu er runnin
upp ný öld hvað varðar upplýs-
ingamiðlun. 1 stað prentlistar er
kvikmyndagerð orðin miðillinn,
sem flytur hugmyndir milli
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
manna. Við lifum ekki lengur á öld
fslendingasagna og þær duga ekki
lengur til þess að sannfæra sjálf
okkur né aðra um það, að til sé
sérstök íslensk menning, sem til-
heyri okkur, nútíma íslendingum.
Eins og kemur í dagsljósið á Al-
þingi, þegar rætt er um ný út-
varpslög, þá hefur orðið tækni-
bylting. Nýja sjónvarpstæknin,
sem er auðvitað ekkert annað en
ný aðferð til að sýna kvikmyndir,
er röksemd fyrir breytingum á út-
varpslögunum. En í öllum þeim
tillögum og nefndarálitum, sem
prentuð hafa verið vegna um-
ræðna um hin nýju útvarpslög, er*
aðeins á einum stað minnst á
framleiðslu innlends efnis. Hins
vegar er mikið rætt um frelsi til
að útvarpa, sem þýðir, þegar
kostnaðarhliðin hefur verið tekin í
dæmið, aukinn innflutning á sjón-
varpsefni. Ef nýr tími er runninn
upp með nýrri tækni, af hverju
ekki að nota hann í þágu okkar
sjálfra til þess að skapa okkar eig-
in menningu? Hvað var það sem
skipti sköpum í byrjun ritaldar
fyrir fslendinga? Var það inn-
flutningur á prentuðu máli?
Um þetta mættu fulltrúar þjóð-
arinnar á Alþingi hugsa næstu
mánuðina, þegar heimili kvik-
myndagerðarmanna fara undir
hamarinn eitt af öðru, vegna þess
að þeir trúðu á íslenskt frumkvæði
í frásagnartæki okkar tíma.
Aðsókn að íslenskum kvikmynd-
um er núna á bilinu þrjátíu til
fimmtíu þúsund áhorfendur. Hún
borgar í hæsta lagi helming kostn-
aðar. Ef dæmið á að ganga upp
fyrstu árin meðan verið er að
byggja upp alvöru kvikmynda-
framleiðslu þarf Kvikmyndasjóð-
ur að geta tekið þátt í fimmtíu
prósent kostnaðar. Þegar myndir
skila hagnaði umfram ákveðið
mark ætti hagnaðurinn að renna
til baka til sjóðsins.
Sjónvarpinu þarf að útvega fé
til þess að það geti keypt og tekið
þátt í gerð íslenskra kvikmynda.
Sjónvarpinu er heimilað að sýna
auglýsingar til þess að afla tekna.
Af þessum tekjum tekur ríkið af
sjálfu sér söluskatt. Með þvi að
láta þetta fé renna í sérstakan
sjóð handa Sjónvarpinu til kaupa
á íslenskum kvikmyndum og til
þess að leggja í samstarfsverkefni
með kvikmyndagerðarmönnum
mætti stórauka þátt innlends efn-
is í dagskránni. Þá væri líka fyrst
hægt að tala um að Sjónvarpið
rækti hlutverk sitt varðandi ís-
lenska kvikmyndagerð.
Um leið og aukið er frelsi til
innflutnings á útlendu sjónvarps-
efni með nýjum útvarpslögum
ætti að leggja sérstakt gjald á all-
an innflutning á erlendum kvik-
myndum, sem og af myndböndum,
sem rynni í Kvikmyndasjóð og af
sjónvarpsefni f sérstakan dag-
skrársjóð sjónvarpsstöðva og
kvikmyndaiðnaðarins til að efla
innlenda dagskrárgerð. Þetta væri
í samræmi við þá tilhögun að sölu-
skattur af sýningum kvikmynda-
húsanna rennur (samkvæmt lög-
um ef ekki í reynd) I Kvikmynda-
sjóð.
íslensku kvikmyndirnar á að
nýta betur í hinum ýmsu greinum.
Fræðsluyfirvöld ættu að hafa
myndirnar á myndböndum til sýn-
is í sambandi við kennslu. Utan-
ríkisráðuneytið ætti að hafa þær á
myndböndum í sendiráðum Is-
lands til landkynningar. Þær
mætti einnig sýna í tengslum við
(slandskynningar erlendis á reglu-
bundinn hátt, eins og hefur verið
gert.
Kvikmyndagerðarmenn lýsa
eftir stórhuga mönnum á Alþingi
íslendinga, í ráðuneytunum og
ríkisstofnunum, mönnum, sem
skilja sinn tíma og vilja koma til
samstarfs um stórkostlegt verk-
efni. Verkefnið er að snúa vörn í
sókn í fjölmiðlaflóðinu. Um leið og
allar þjóðir (og við líka) opna allar
gáttir fyrir ameríska kvikmynda-
iðnaðinn gerum við átak í ís-
lenskri kvikmyndaframleiðslu og
höldum á loft merkinu frá því,
þegar við vorum öðrum þjóðum
fyrirmynd í því að lesa og skrifa.
Það búast allir við einhverju
skrítnu, jafnvel litlu kraftaverki,
af íslendingum.
(slensk kvikmyndagerð er nú á
viðkvæmu stigi. Ef kvikmynda-
gerðarmenn hljóta ekki skilning
ráðamanna á næstu árum, eru lok
hins íslenska kvikmyrtdaævintýris
skammt undan. Með réttum
stuðningi og svolitlu skipulagi er
hægt að stíga næsta skref í þróun
íslenskrar kvikmyndagerðar. Á
endanum getur hún orðið sjálfri
sér nóg og aflað gjaldeyristekna.
Þangað til getum við huggað
okkur með því, að hún selur að
minnsta kosti fisk.
Höíuadur er formaður Félags
k vikmyndagerðarmanna.
DASAMLEG BORG
SEMÞUATT^H
EKKIAUDVELT MED
EADYFIRGEFABH
Fljúgðu með Flugleiðum til Salzburgar
og aktu á bílaleigubíl um Austurríki og Ítalíu
Þegar til Salzburgar er komið, og bílaleigubíllinn
hefur verið afhentur, þá bíða þín óteljandi
ferðamöguleikar. Þér kann að reynast erfitt að slíta
þig frá Salzburg, sem er ein fegursta borg Evrópu.
En takist það, þá er aðeins fárra klukkustunda
akstur til Vínar, Innsbruck, Mílanó og Feneyja.
Vidkomustaóurá suóurleió