Morgunblaðið - 25.05.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.05.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGPR 25. MAÍ 1985 19 BSRB: Vill að kenn- arar greiði atkvæði um úrsögn á ný STJÓRN BSRB hefur einróma skor- að i stjórn Kennarasambands ía- lands að láta fara fram nýja allsherj- aratkTKÓagreiðshi um úrsögn sam- bandsins úr BSRB. í ályktun, sem samþykkt var á stjórnarfundi í BSRB í g*r, segir að þessi tilmeli séu sett fram vegna ágreinings, sem upp sé kominn innan Kennarasam- bandsins. „Stjórn BSRB leggur áherslu á, að þannig verði haldið á þessu máli, að enginn vafi leiki á um lögmæti ákvörðunar Kennarasam- bands íslands varðandi tillögu um úrsögn úr heildarsamtökunum," segir í ályktuninni. Þá var á sama stjórnarfundi samþykkt eftirfarandi tillaga, einnig með atkvæðum allra stjórnarmanna: „Með hliðsjón af þeim aðstæð- um, sem skapast hafa vegna alls- herjaratkvæðagreiðslu Kennara- sambands tslands um úrsagnar- tillögu úr BSRB, samþykkir stjórn bandalagsins að breyta fyrri ákvörðun um þing bandalagsins þannig að aðalþing BSRB verði haldið í Reykjavík dagana 22.-26. október 1985.“ Áður hafði verið ákveðið að þingið yrði 4.-8. júní næstkom- andi. í fréttatilkynningu frá stjórn BSRB segir ennfremur: „Bandalagsþingum er ætlað að móta meginstefnu í starfi heild- arsamtakanna fyrir þriggja ára starfstimabil. Með hliðsjón af ákvörðun bandalagsstjórnar um breytingu á þingtíma næsta bandalagsþings mun samninga- nefnd BSRB, sem skipuð er full- trúum allra aðildarfélaga banda- lagsins, taka ákvarðanir um kjaramál og samninga á næstu vikum og mánuðum. Undirbún- ingsviðræður hafa fari að fram i samræmi við 8. grein i gildandi samningum, meðal annars með hliðsjón af launaskriði og hækkun á launum félagsmanna i BHM um- fram BSRB—samninga. Á næstu dögum er von á niðurstöðum út- reikninga, sem BSRB og fjármála- ráðuneytið eru að láta gera i þessu sambandi. Hvorugur aðili hefur tekið afstöðu til þessara mála. Þegar þessir útreikningar liggja fyrir verður boðað til fundar í samninganefnd BSRB. Það er hlutverk stjórnar og samninga- nefndar að ákveða um uppsögn launaliðar kjarasamnings frá 1. september næstkomandi skv. heimild i samningi.“ Neytendafélag Reykjavíkur: Könnun á afborgunar- kaupum NEYTENDAFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis er nú að kanna umfang og tilhögun afborgunarkaupa á félags- svaeði sínu. Hringt verður í u.þ.b. 1000 heimili og beðið um svör við nokkrum spurningum. M.a. hvort heimilisfólk hafí keypt eitthvað með afborgunum sl. 12 mánuði. Könnun- inni er stlað að leiða ■ Ijós hversu stór hluti kaupa fer fram með af- borgunum. í frétt frá Neytendafélaginu kemur fram að þar sem hér sé um brýnt neytendamál að ræða vilji félagið koma þvi á framfæri við íbúa höfuðborgarsvæðisins að þeir taki þeim sem könnunina gera með skilningi og þolinmæði. Godard leikur sjálfur eitt af fórnarlömbum tálmyndarinnar Carmen, leik- stjórann Jean-Luc. Carmen snýr aftur Kvikmyndir Árni Þórarinsson Hún heitir Carmen — Prénom Carmen *** Frönsk. Árgerð 1983. Handrit: Anne-Marie Mieville. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Aðalhlutverk: Maruschka Cetmers, Jacques Bonnaffe, Jean-Luc Godard. Jean-Luc Godard er bæði póli- tískur og listrænn prakkari. Þessi útfærsla hans á sögunni um Carmen, sem ekki er aðeins sigild heldur hreint tískufyrirbæri um þessar mundir, er ögrun við efni- viðinn og kvikmyndaformið. Hér er Carmen ófyrirleitinn tækifær- issinni og bankaræningi, sem ekki aðeins vefur lögregluþjóninum, sem ætlar að taka hana fasta (Joseph-Don José), um fingur sér, heldur leiðir grandalausan frænda sinn, kvikmyndaleikstjórann Jean-Luc, sem Godard sjálfur leikur af lunkinni kaldhæðni, á villigötur; notar hann sem skálka- skjól fyrir mannrán á Hótel Int- ercontinental í París. Þeta er skrýtin og síspennandi mynd með snöggklipptum þræði, sem rofinn er í sífellu með innklippum af sjávarbrimi og kammersveit að leika Beethoven. Ekki fyrir allra smekk, en ómissandi til' samanburðar við fágaða erótíkina í tilbrigði Carlos Saura við þessa frægu ástriðu- sögu. ISUZU TROOPER ; .%• NYR OG BETRI BILL 110 hestaffla bensínvél — 5 gíra kassi afflstýri — ný og ffallegri innrétting Lengri og styttri gerö. Diesel Turbo vél Bensínvél 110 hestöfl Fjórhjóladrifinn 4x4 Sjálfstæö fjöörun á hvoru framhjóli Fimm gíra kassi Aflstýri, sem þyngist viö mikinn hraöa Breiö dekk („speed sensitive") Splittaö drif „Spoke"felgur ofl. ofl. Allt aö 45 gráöu klifurgeta 4,8 til 5,4 m beygjuradíus Frábær í ófærum Þolir ótrúlega mikinn hliöarhalla BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 TROOPERSYNING I BILVANGSSALNUM Laugardaginn 25. maí, opiö frá kl. 13.00 til 17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.