Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 21

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 19fö 21 Rúmenía: Ceausescu skorar á V arsjárbandalagið að minnka herútgjöld HllL mri.uf U »P ^ ^ V Bákwest, 24. mmí. AP. NOCOLEAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, skoraði í gær á Varsjár- bandalagsríkin að skera niður út- gjöld til hermála um 10%. Kvað hann það mundu auka álit banda- lagsins án þess að skerða varnar- mátt þess, að því er fram kom í dag- blaðinu Scinteia, málgagni kommún- istaflokksins, í dag. Ástralir óttast alnæmis- faraldur CiUberra, Áfltnlíu, 4. maí. AP. NEAL Blewitt, heilbrigðisráðherra í áströlsku stjórninni, sagði í dag, að búast mætti við, að alnæmissjúk- dómurinn (AIDS) ætti eftir að láta mikið til sín taka í landinu og hann væri eitthvert alvarlegasta vanda- málið, sem heilbrigöisþjónustan horfðist nú í augu við. Sagði Blewitt, að fyrir lok næsta árs kynnu alnæmissjúklingarnir að verða orðnir 700 talsins og hefði þá fjölgað um 700% frá því sem nú er. „Talið er, að nokkrir tugir þúsunda Ástralíumanna hafi tekið veiruna,“ sagði Blewitt en bætti því við, að aðeins 10% þeirra væru líklegir til að veikjast. Til þessa hafa einkum kynvill- ingar, eiturlyfjaneytendur og dreyrasjúklingar verið í mestri hættu en Blewitt sagði, að sýkin gæti einnig breiðst út með tví- kynhneigðum karlmönnum og konum, sem væru fjöllyndar í ást- um. Ástralska ríkisstjórnin hefur veitt 3,7 milljónum Bandaríkja- dollara til rannsókna á alnæmis- sjúkdómnum og til varna gegn honum. Noregur: Ný lög um fiskeldi Osló, 24. maí. Frá frétUritora MorKunbUósins, J.E. Lnure. 1 NOREGI hafa verið samþykkt ný lög um eldi á fiski og skeldýrum. Verkamannaflokkurinn, Venstre og Sósíalistíski vinstri fiokkurinn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Hefur Stórþingið þrátt fyrir andstöðu þessara Mokka samþykkt að fella niður kröfuna um, að leyfi til slíkrar starfsemi skuli byggt á ríkjandi at- vinnumálastefnu á hverjum stað. I»etta þýðir m.a., að fiskeldið sem at- vinnugrein verður sjálft að sjá um að aðlaga framleiðsluna að eftirspurn- inni. Talsmenn þeirra flokka, sem voru því andvígir að rýmka heimildir til fiskiræktar, sögðust óttast það, að iagabreytingarnar hefðu f för með sér óskynsamlegar fjárfestingar og yrðu til að grafa undan fjárhags- grundvelli framleiðendanna. Umræðurnar um frumvarpið leiddu samt í ljós, að viðtæk sam- staða er fyrir hendi um, að fiskeldi eigi að vera atvinnugrein þar sem eigendur nýrra fyrirtækja standi í tengslum við þau svæði, þar sem þessum fyrirtækjum er komið upp. Samþykkt var, að einn maður eða einn aðili megi ekki eiga meirihluta hlutafjár í fleiri fiskeldisfyrirtækj- um en einu. Eftir sem áður þarf heimild til þess að koma á fót lax- og silungs- eldi. Mun fiskimálaráðuneytið ákveða það á hverju ári, hversu margar heimildir verða veittar. „Ceausescu ávarpaði þing „Sósí- alísku framvarðarfylkingarinnar" og sagði, að sósialísku ríkin gætu tekið frumkvæðið og „skorið niður útgjöld sín til hermála, jafnvel án þess að hafa áður samið um það við NATO-ríkin“, að sögn blaðsins. „Þetta mundi enga hættu hafa í för með sér fyrir varnir landa okkar, en mundi auka álit sósíal- ískra ríkja og herða á friðarbar- áttunni í Evrópu og um heim all- an,“ sagði Ceausescu. Rúmeníuforseti, sem oft hefur greint á við Sovétríkin um utan- ríkis- og hermál, sagði þetta dag- inn eftir að hann skýrði frá því, að Rúmenía hefði farið fram á, að framlengingartími Varsjársamn- ingsins yrði styttri en samþykkt var hjá bandalaginu í vor. Sósíalíska framvarðarfylkingin sendi undirskriftaraðilum Hels- inkisáttmálans áskorun um að stuðla að afvopnun og friði og hvatti samtök í Evrópu og Banda- ríkjunum til að mótmæla vígbún- aðarkapphlaupinu. Sprengingin í Newry Hermaður horfir hér á leifar lögreglubifreiðarinnar, sem IRA á Norður-írlandi sprengdi í loft upp sl. mánudag með þeim afleiðingum að fjórir lögreglumenn fórust. Atburður þessi gerðist rétt fyrir utan bæinn Newry, sem stendur skammt fyrir norðan landamærin við írska lýðveldið. ÞRASTARLUNDUR veitingastofan vid nýju brúna yfir Sogid Verið ávallt vel- komin í Þrastar- lund, veitingastofu í fögru umhverfi og með vinalegu við- móti. Kreditkortin í fullu gildi. Nú opnum viö veitingastofuna við Þrastarlund Ný bensín- og olíustöö Laxveiði- leyfi Hjá okkur fáiö þiö veiöileyfi í Soginu. Uppl. í síma 99-1074. Fjölbreyttar veitingar aö vanda Heitir réttir, samlokur, ham- borgarar, pylsur, ís og sælgæti — ótrúlegt úrval. meö allri þjónustu fyrir bifreiöa- og sumarbústaðaeigendur ^lis PrekkKb TaB sykurlaust Sprlte Fresca nms” rfe&s FANTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.