Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
Vorsýning
Myndlista-
og handíða-
skóla íslands
í vor verða brautskráðir
54 nemendur Myndlista- og
handíðaskólans sem síð-
astliðin 4 ár hafa stundað
nám í 8 mismunandi deild-
um skólans. Úr teiknikenn-
aradeild útskrifast 8, úr
textíldeild 12, úr keramik-
deild 2, úr auglýsmgadeild
13, úr grafíkdeild 5, úr mál-
unardeild 9, úr myndmót-
unardeild 4 og úr nýlista-
deild 1.
Sýning á verkum þeirra
verður opnuð laugardaginn
25. maí kl. 2 í skólanum í
Skipholti 1. Hún verður opin
um hvítasunnuna frá kl. 2
e.h. til kl. 10 e.h.
Þessa dagana stendur yf-
ir í Helsinki, Finnlandi,
sýning á verkum nemenda
allra Iistaháskóla Norður-
landa. Sjö nemendur
Myndlista- og handíðaskóla
íslands eiga verk á þessari
sýningu. Hún er haldin í
tengslum við ráðstefnu
kennara og nemenda lista-
háskólanna, og fjallaði
ráðstefnan aðallega um
kennslu í listum og sam-
starf skólanna.
Gróðurmottur sem hlífa, binda og breytast í
áburð:
Tilraunir um allt
landið í sumar
Framleiðsla á Kópaskeri ef vel tekst til
ÞEGAR íbúar í Presthólahreppi settust niður og fóru að velta
því fyrir sér hvernig efla mætti atvinnulíf í hreppnum, varð
einhverjum hugsað til rekaviðarins sem gnótt er af við
strendur Axarfjarðar. Oddvitinn, Kristján Árnason, talaði við
Ásgeir Leifsson verkfræðing og bað hann um aðstoð m.a. við
að finna not fyrir þetta hráefni. Ásgeir hafði samband nokkru
síðar og hafði þá fundið fyrirtæki í Ástralíu sem býður uppá
hagkvæma lausn við að rækta upp gras þar sem náttúruöflin
gera mönnum erfitt fyrir.
Hér er um að ræða mottur úr
hálmi sem lagðar eru yfir svæði
sem sáð hefur verið í og gera allt í
senn, hlífa, binda og breytast síð-
ar í lífræn efni — eins konar
áburð. Núna er kominn til lands-
ins gámur með þessu efni og á
næstunni munu áðurnefndir aðil-
ar í samvinnu við Landgræðslu
ríkisins gera tilraunir víðsvegar
um land til þess að skera úr um
hvort motturnar henta íslenskum
aðstæðum. Bf vel tekst til ætla
heimamenn á Kópaskeri að setja
upp verksmiðju og hefja fram-
leiðslu.
„Við fengum gáminn gefins frá
Ástralíu, og erum fyrstu aðilarnir
í Evrópu sem gera tilraunir með
hálmmotturnar," sagði Ásgeir
Leifsson á blaðamannafundi sem
haldinn var til að kynna þessa
nýjung. „Motturnar komu hingað
frá Bretlandi, og höfðu þeir áhuga
á að fá hluta farmsins, en við
sögðumst ekki komast af með
minna." Ásgeir sagði að hugmynd-
in væri að dreifa mottunum sem
víðast í sumar, reyna þær við allar
hugsanlegar aðstæður og vinna
svo úr niðurstöðum af þeim til-
raunum næsta vor. Fjölmargir að-
ilar hafa sýnt málinu áhuga.
Vegagerðin fær hluta, eins mun
Landgræðslan m.a. reyna mott-
urnar í Vestmannaeyjum, milli
Eldfells og Helgafells, þar sem
nær ókleift hefur reynst að rækta
gras vegna uppblásturs og vikur-
foks. „Þeir sem rætt hefur verið
við hafa allir reynst áhugasamir,
og t.d. bað Vegagerðin um meira
efni en við gátum látið þá fá,“
sagði Ásgeir.
Motturnar eru búnar til þannig
að hálmurinn (sem unninn er úr
viði) er bundinn saman með
plastneti. Hver motta er 40 metra
löng og 1,2 m á breidd, og klæðir
70 fermetra. Plastið (polypropol-
en) brotnar niður fyrir áhrif út-
fjólublárra geisla i sólarljósi, og
viðurinn rotnar að nokkrum tíma
liðnum. Grasið sem sáð er undir
motturnar vex upp í gegnum þær,
og veitir þetta notendum frelsi til
þess að velja sér hvaða frætegund
sem er. Að sögn Sveins Runólfs-
sonar landgræðslustjóra er þetta
að vísu um 20 sinnum dýrara en
sáningin ein, en aftur á móti er
árangurinn nærri tryggður. „Ég
geri mér vonir um að hægt sé að
sá og klæða með mottunum
snemma sumars og sjá gróið gras
að hausti,“ sagði Sveinn.
Ef tilraunin gefst vel, hefur
Presthólahreppur í hyggju að
koma á fót verksmiðju sem fram-
leiddi motturnar fyrir innan-
landsmarkað. Stofnkostnaður við
verksmiðjuna yrði sennilega um 5
milljónir króna, og til þess að hún
yrði afskrifuð á fimm árum þyrfti
að selja um 400.000 fermetra af
mottum á ári. Miðað við lauslega
könnun sem Ásgeir hefur gert er
markaður fyrir a.m.k þetta magn
á ári. í verksmiðjunni kæmu til
með að vinna 5 menn, og líklega
ynnu þeir einnig að lagningu
mottanna. Motturnar eru sam-
keppnisfærar við torf, auk þess
sem minni mannafla þarf við að
leggja þær. „Mér finnst þetta nú
líka skynsamlegra heldur en að
vera að flytja gróðurmold milli
landshluta,“ sagði Ásgeir.
Morgunblaðið/Júllus
Krístján Arnason, Sveinn Runólfsson, og Ásgeir Leifsson við sýnishorn af
mottunum. I ballanum á milli þeirra er 83 fm motta, ballinn vegur rumlega
20 kg.
í Presthólahreppi búa um 300
manns, flestir á Kópaskeri. Kópa-
sker gegnir þjónustuhlutverki við
sveitirnar í kring, en á síðari árum
hefur rækjuveiði og vinnsla færst
mjög í vöxt. Núna eru íbúar þar
farnir að líta í kringum sig eftir
smáiðnaðartækifærum. „Við bind-
um að sjálfsögðu miklar vonir við
þessa tilraun. Hún er auðvitað
kostnaðarsöm, og vonandi ber hún
góðan árangur. Hinsvegar ef illa
tekst til þá verður að hafa það —
við ætlum að vera vissir í okkar
sök áður en við förum út í miklar
fjárfestingar," sagði Kristján
Arnason oddviti Presthólahrepps
að lokum.
Eiga menn að komast upp
með að svindla í íþróttum?
— eftir Alfreð
Þorsteinsson
í Mbl. 22. maí birtist sjón-
varpsgagnrýni, eða öllu heldur
hugleiðing, eftir Ólaf M. Jóhann-
esson, sem fjallar um slæma með-
mmjsrö kerfisins á kraftlyftinga-
manninum Jóni Páli Sigmarssyni,
í tilefni sjónvarpsþáttar um
„sterkasta mann heims", en þar
bar Jón Páll sigur úr býtum.
Sjónarmið Olafs M. Jóhannes-
sonar eru að mörgu leyti skiljan-
leg. Það er vissulega súrt í broti,
að einhver kunnasti íþróttamaður
þjóðarinnar þurfi að sæta keppn-
isbanni af hendi íþróttahreyf-
ingarinnar. En hér mega menn þó
ekki láta tilfinningarnar hlaupa
með sig ígönur, heldur líta á mál-
ið frá víðari sjónarhorni.
m Sú hryggilega staðreynd blasir
við, að lyfjamisnotkun innan
íþrótta er að verða eitthvert al-
varlegasta vandamál, sem blasir
við íþróttahreyfingunni víða um
lönd íþróttayfirvöld, í samráði við
stjórnvöld og alþjóðasamtök, eins
og t.dL Evrópuráðið, vilja eðiilega
sporna við þessum ófögnuði með
*-V)llum tiltækum ráðum. I því sam-
bandi er lyfjaprófum beitt, svo og
fræðslustarfsemi eftir þvi sem við
verður komið.
Og af hverju er þetta gert? Jú,
menn sætta sig ekki við, að
íþróttahugsjónin sé afskræmd
með því, að einstaka íþróttamenn
séu að hafa rangt við í keppni með
því að auka getu sína með lyfja-
notkun. Með því er einfaldlega
verið að svindla gagnvart öðrum
keppendum og almenningi, sem
oft á tiðum stendur undir kostnaði
við þátttöku íþróttafólksins, t.d. á
ólympíuleikum.
I annan stað er lyfjamisnotkun í
íþróttum hættuleg heilsu íþrótta-
fólks, enda hefur hún leitt til
dauða margra íþróttamanna og
valdið heilsubresti annarra. Er
skemmst að minnast þess, að ung-
ur, íslenzkur íþróttamaður viður-
kenndi í blaðaviðtali, að hann
hefði verið tæpt kominn vegna
misnotkunar lyfja.
Barátta ÍSÍ gegn misnotkun
lyfja í íþróttum nýtur sem betur
fer vaxandi skilnings aimennings.
Lyfjaeftirlit ÍSÍ er þó afar veik-
burða miðað við það, sem gerist
erlendis. íslenzkir íþróttamenn,
sem keppa á erlendri grund, eru
ekki ókunnugir lyfjaeftirliti, en
allar reglur i þeim efnum hafa
verið hertar til muna á síðustu ár-
Alfreó Þorsteinsson
„Allir íslenskir íþrótta-
menn veröa að sitja við
sama borð hvað lyfjaeft-
irlit snertir. Þar er því
miður enga undantekn-
ingu hægt að gera.“
um. Engin afrek eða sigrar, sem
unnir eru á ólympíuleikum, Evr-
ópumótum, Norðurlandamótum
og öðrum stórmótum, fást lengur
viðurkennd, nema viðkomandi
íþróttamenn gangist undir lyfja-
próf, þannig, að lyfjapróf eru eng-
in uppfinning ÍSÍ, eins og sumir
vilja halda.
Á síðasta sambandsstjórnar-
fundi ÍSl, sem fer með æðstu
stjórn íþróttamála hérlendis milli
iþróttaþinga, var samþykkt ein-
róma áskorun á fjölmiðla að
styðja við bakið á fSI í þeirri við-
leitni að útiloka lyfjamisnotkun í
íþróttum hérlendis. Sá skilningur
er fyrir hendi í flestum fjölmiðl-
um, en þó ekki öllum, því miður.
Er íslenzka sjónvarpið sér á báti i
þeim efnum. Er vonandi, að við-
komandi aðilar setji sig betur inn
i það alvarlega vandamál, sem
lyfjamisnotkun er, og þeir sýni
skilning á þvi, að allir íslenzkir
íþróttamenn verða að sitja við
sama borð hvað lyfjaeftirlit snert-
ir. Þar er því miður enga undan-
tekningu hægt að gera, jafnvel
þótt um „sterkasta mann“ heims
sé að ræða.
Höfundur a sæli íIramkvæmda
stjórn íþróttasambands íslands og
er jafnframt formaður lyfjaeftir
litsnefndar ÍSÍ.
Tíu þúsund
manns hafa
sótt Kvik-
myndahátíðina
Tíu þúsund manns höfðu
sótt Kvikmyndahátíð Lústa-
hátíðar er Mbl. hafði samband
við framkvæmdastjóra hátíð-
arinnar, Salvöru Nordal, sið-
degis í gær. „Aðsóknin er eins
og við höfðum reiknað með,“
sagði Salvör, „en við gerum
ráð fyrir að fá um það bil sex-
tán þúsund áhorfendur.
Dagskránni hefur verið
breytt töluvert síðustu daga
þar sem við höfum reynt að
gefa þeim myndum sem vin-
sælastar eru meiri tíma. Það
er erfitt að sjá það fyrir hvaða
myndir verða vinsælar en að
þessu sinni eru það Carmen og
Otto er nashyrningur. Hátíðin
verður ekki framlengd enda
lengri nú en venjulega þar
sem hvítasunnan bætist við.
Engar myndanna verða held-
ur sýndar áfram nema hvað
barnakvikmyndin sænska,
Ronja ræningjadóttir, verður
sýnd hérlendis seinna."
Nýlistasafnið:
Hannes Lár-
usson opnar
sýningu
HANNES Lárusson opnar
myndlistarsýningu i húsakynn-
um Nýlistasafnsins við Vatnsstig,
laugardaginn 25. maí kl. 15. Á
sýningunni verða um 20 verk,
sem flest samanstanda af mörg-
um einingum og eru gerð á marg-
víslegan hátt, sum þeirra eru tví-
víð, önnur þrívið. Þar á meðal eru
jafnframt verk sem aðlöguð eru
gefnum staðháttum sýningarinn-
ar en slík verk eru nefnd Inní-
setningar. Sýningin er opin dag-
lega frá 16—20 og frá 14—20 um
helgar, en henni lýkur sunnudag-
inn 2. júní.