Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 35

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985 35 Minning: Magnús Sigurðsson garð- yrkjubðndi, Grafarbakka Fæddur 5. ágúst 1914 Dáinn 18. maí 1985 „Frjáls þinn og auðugur andi sér átti og nýtti álfaslot hverjum í hamri og hægindi í skýjum, búgarð hvers í blómsturs bikari miðjum og hvern til viðtals sér valdi af vitringum liðnum.” Þannig kvað hið stórbrotna erfi- ljóðaskáld Bjarni Thorarensen um vin sinn Svein Pálsson lækni lát- inn. En skáldið var einnig amt- maður og valdsmaður síns tíma, sat í dómarasæti, þar sem svo harðir dómar voru upp kveðnir yf- ir meðbræðrum, að þeir hafa stundum gengið hjarta hans nær. Þess vegna flýr andi hans á vængjum skáldgyðjunnar með vini sínum látnum inn í annan vit- undarheim, þar sem æðra líf þró- ast. Nú eru hér í heimi dimmir tímar, ef til vill myrkari en sagan áður kann að greina frá, því meiri nauðsyn að beina huganum í auknum mæli frá kapphlaupi um auð og völd inn á svið ljóssins heima, þar sem æðri menning rík- ir og hjálpar er að vænta. Magnús Sigurðsson, sem hér er minnst, var einn þeirra manna, sem sá þetta og skildi, og slík sjónarmið stóðu að ég hygg djúpum rótum í eðli hans. Magnús fæddist í Miklaholts- helli í Hraungerðishreppi 5. ágúst 1914. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Sigurður Magnússon bóndi og smiður og kona hans Hólmfríð- ur Þ. R. Gísladóttir. Varð þeim ell- efu barna auðið. Þegar Magnús var fjögurra ára, árið 1918, fluttu þau niður á Stokkseyri, þar sem þau áttu heima lengi síðan. Stund- aði faðir hans mikið smíðar, þar á meðal kirkjusmíði. Þegar Magnús óx upp lagði hann gjörva hönd á margt, gerðist fljótt virkur þátttakandi í félags- málum, var formaður Ungmenna- félags Stokkseyrar í fjögur ár frá 1944—1947. Sat í hreppsnefnd 1 sex ár frá 1950—1956. Var ætíð sjálfstæðismaður og sótti lands- fundi þess flokks um árabil. íþróttir stundaði hann af kappi, var í fimleikaflokki heimabyggðar sinnar og hélt sér svo vel, að helj- arstökk fór hann sextugur að aldri. Sjómennsku stundaði hann, var vélstjóri og hafði réttindi tií þess. í sjö ár var hann ráðsmaður barnaheimilisins í Kumbaravogi í Stokkseyrarhreppi, sem síðar var flutt að Reykjahlíð í Mosfellssveit, þar sem hann var áfram ráðsmað- ur í sex ár eða til ársins 1963. Árið 1960 giftist Magnús eftir- lifandi konu sinni, Sigrúnu Tóm- asdóttur frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi, en hún dvaldi þar áfram heima, uns hann hætti ráðsmannsstörfum og flutti þangað árið 1963. Þá gerðist hann garðyrkjubóndi. Þarna er jarðhiti mikill og gott til ræktunar og mun Magnús hafa sýnt mikla kost- gæfni og hagsýni við þau störf. Sigrún kona hans bjó honum gott heimili og þau áttu barnaláni að fagna, þótt ekki sé nema einka- sonurinn, Sigurður Tómas, sem nú hefur lokið lögfræðiprófi og dvelur heima með móður sinni. Á síðari árum tók Magnús að kenna vanheilsu. Fór hann undir læknisaðgerð, sem veitti honum bót um stundarsakir. Magnús barðist oft sárþjáður við sjúkdóm sinn, lengst af í heimahúsum, og stundaði Sigrún kona hans hann af alúð og kostgæfni. Það verður hver reynslunni ríkari, sem það gerir. En síðustu tvær vikurnar var hann þó í sjúkrahúsi, Borg- arspítalanum, þar til yfir lauk og hann skildi við þetta líf þann 18. maí sl. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Magnúsi smátt og smátt hin síðari ár. Hann var vel lesinn og fróður um marga hluti, og hann var ekki einn þeirra, sem halda að lífinu sé lokið með þessari jarð- vist. Hann hafði sterka trú á kenningum Helga Pjeturss, var starfandi í félagi Nýalssinna í mörg ár. Og verði honum að trú sinni að starfa þar, sem æðri menning þróast til enn meiri full- komnunar, eða eins og Einar Benediktsson kvað: „Allt líf á himni og mold, sem táknar tunga, öll tíð, öll stjörnuveröld er vor skóli.“ Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. f dag verður jarðsunginn frá Hrunakirkju Magnús Sigurðsson, garðyrkjubóndi á Grafarbakka II í Hrunamannahreppi. Magnús var á 71. aldursári þeg- ar hann lést, en hann var fæddur í Miklaholtshelli í Hraungerðis- hreppi 5. ágúst 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Magn- ússon bóndi þar og kona hans Hólmfríður Þr. Gísladóttir og var Magnús einn ellefu systkina, sem komust upp. Eftirlifandi eru nú átta. Foreldrar Magnúsar voru bæði Árnesingar að ætt og innan þeirrar sýslu lifði og starfaði Magnús alla sína ævi fyrir utan fá ár, sem hann var við störf í Mos- fellssveit. Meðan Magnús var enn á barnsaldri fluttu foreldrar hans að Stokkseyri og sá staður átti greinilega mikil ítök í huga hans, enda fylltu þau ár, sem hann var þar við leik og störf, nær fjóra áratugi. Á yngri árum stundaði Magnús sjómennsku og var einnig um tíma vélstjóri í frystihúsinu á Stokks- eyri. Árið 1949 réðst hann sem ráðsmaður að dvalarheimili barna, sem þá var rekið í Kumb- aravogi á Stokkseyri og þar starf- aði hann til ársins 1956 er heimilið var flutt að Reykjahlíð í Mosfells- sveit, Magnús tók sig þá upp og flutti með. Var hann ráðsmaður í Reykjahlíð til ársins 1963. Magnús giftist árið 1960 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigrúnu Tómasdóttur frá Grafarbakka II í Hrunamannahreppi, og árið 1963 hófu þau búskap á Grafarbakka II. Þau hjónin eignuðust árið 1960 son, Sigurð Tómas, sem á þessu vori lýkur prófi í lögfræði frá Há- skóla íslands. Eftir að Magnús flutti að Graf- arbakka og þau hjónin hófu bú- skap þar varð garðyrkjan starfs- vettvangur hans. Hann hlúði vel að garði sínum og fór varfærnum höndum um viðkvæmar ungplönt- ur sem fullþroskaða matvöru, sem send var á markað. Og þó aðstaða til ræktunarinnar væri ekki alltaf margbrotin náði Magnús góðum árangri við ræktun sína, svo oft vakti eftirtekt. En Magnús var ekki einn við þetta verk. Þau hjón- in fylgdust að í þessu starfi og gengu þar samhent til verks ásamt syni þeirra er starfaði með þeim á sumrum í hléum frá námi. Á hinni hinstu kveðjustund rifj- ast upp minningar liðinna ára um samfylgd þess, sem kvaddur er. Kynni okkar Magnúsar hófust Fæddur 28. júlí 1937 Dáinn 16. maí 1985 í svo skjótri andrá er á æviþráð- inn klippt og kveðjustundin kom- in, en eftir standa ættingjar og vinir harmi lostnir og undrandi. Minningar frá liðnum árum koma upp í hugann og ylja þeim sem þekktu Hávarð, um hjartarætur. Hann var einn af þeim mönnum sem maður bar bæði virðingu og traust til, enda var hann einstak- lega hjálpfús og greiðvikinn. Há- varður var fæddur 28. júlí 1937, var sonur hjónanna Hávarðar Há- varðssonar og Dagbjartar Hann- esdóttur. Hávarður er látinn fyrir allmörgum árum, en Dagbjört lif- ir son sinn og er búsett á Bíldudal. Hávarður tók miklu ástfóstri við heimabyggð sína og vildi fram- gang hennar sem mestan enda var dugnaði hans viðbrugðið. Þess vegna er fráfall hans mikið áfall fyrir byggðarlagið á Bíldudal. Hann var alla tíð mikill athafna- maður og gekk í öll verk með ein- stökum dugnaði. Hann skapaði sér sjálfstæðan atvinnurekstur sem vörubílstjóri og var eftirsóttur við þau störf. Einnig var hann um- boðsmaður fyrir Olíufélagið Esso. En nú er svo sviplega sköpum skipt. Má með sanni segja að þessi sómamaður hafi fallið frá i blóma lífsins. Hávarður hafði staðið í miklum framkvæmdum undanfar- ið, við hús sitt á Bíldudal. Þær framkvæmdir, sem og hans at- vinnutæki, bera þess gleggst vitni, að þar hefur ósérhlífinn hönd ver- ið lögð á plóginn og þrotlaus vinna fyrir um 10 árum þegar ég kynnt- ist bróðurdóttur Sigrúnar, konu Magnúsar, en foreldrar konu minnar búa á Hverabakka, einum svonefndra Grafarbakkabæja. Samgangur milli heimilanna á Grafarbakka II og Hverabakka hefur jafnan verið náinn og þau eru ekki mörg skiptin, sem við fjölskyldan höfum komið í sveit- ina án þess að litið væri inn til Siggu og Magnúsar á Grafar- bakka. Þar hafa jafnt þeir eldri sem yngri fundið fyrir vini, sem miðlað hafa af reynslu og velvild. Oft var setið lengi kvölds að spjalli og þá gilti einu hvort á dagskrá voru dægurmál líðandi stundar eða rifjaður var upp sögu- legur fróðleikur. Þeir sem fóru þar til fundar komu vísari til baka. Magnús fylgd.ist jafnan vel með á vettvangi þjóðmála og hafði ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hann var ekki maður þeirrar gerðar að sitja hjá aðgerðarlaus og láta aðra um að gera hlutina. Á Stokkseyrarárum sínum tók Magnús virkan þátt í félagsmálum staðarins og var m.a. formaður ungmennafélagsins þar um tíma og f hreppsnefnd Stokkseyrar- hrepps sat hann á árunum 1950 til 1956 eða þar til hann flutti búferl- um af staðnum. Sögulegur fróðleikur og sagnir frá fyrri árum voru meðal áhuga- mála Magnúsar og hafði hann gegnum árin dregið að sér ýmsan fróðleik í þeim efnum, og þar á meðat gamlar bækur. Þá flutu legið að baki. Við sem þekktum Hávarð, mun- um brosið hans og lífsgleðina, sem geislaði alltaf af honum. Lundin var einstaklega létt, og bjartsýnin og athafnasemin mikil. Fæstir eru viðbúnir örlögunum. Þau veita oft þung og óvægin högg. En þegar frá líður er það tíminn sem ber smyrsl á sárin. Þá ylja ljúfar og skemmtilegar minningar um góð- an dreng upp huga og hjarta. Þá þökkum við samferðamenn Há- varðar, fyrir að hafa átt samleið með honum á lifsleiðinni. Hinn 6. mars 1959 gekk Hávarð- ur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Steinunni Sigurmundsdóttur frá Bíldudal. Steinunn er dóttir hjónanna Guðbjargar Guðmunds- dóttur og Sigurmundar Jörunds- sonar skipstjóra, sem bæði eru Bílddælingar. Steinunn og Há- varður áttu sérstaklega glæsilegt heimili, þar sem fór saman mynd- arskapur og snyrtimennska utan húss sem innan. Þau eignuðust 3 mannvænleg börn. Þau eru: Sig- mundur f. 23. júní 1959. Hann er rafvirki að mennt. Maki hans er Kristín Fjeldsted. Eiga þau 2 dæt- ur, Sigríði og Steinunni. Eru þau búsett á Tálknafirði; Erna f. 27. desember 1964. Starfar hún í Landsbanka íslands, útibúinu á Bíldudal. Hún er heitbundin Matt- híasi Fossberg. Hafa þau reist sér heimili á Bíldudal; yngstur er svo Hávarður örn, f. 3. júní 1971. Er hann enn í foreldrahúsum. Þau hjónin voru nágrannar mínir í 20 ár vestur á Bíldudal. Alltaf var mikill samgangur á milli heimil- einnig með lausavísur. Magnús var oft glettinn og spaugsamur og lét gjarnan vísur fylgja með í frá- sögn sinni. Einn var sá þáttur í fari Magn- úsar, sem mér er sérstaklega minnisstæður. Það var umhyggja hans fyrir börnum og einstök lagni hans við að fræða þau um undraheima náttúrunnar. Hann kenndi þeim að bera virðingu fyrir því lífi, sem þar hrærist. Þessa nutu meðal annars þrír ungir frændur, eldri barnabörnin á Hverabakka, og þar í hópi var son- ur minn. Það var sama hvort það voru nöfn fugla, plantna eða hvort það voru undraheimar, sem leynd- ust undir steini. Jafnan var Magn- ús reiðubúinn til að líta upp frá daglegu amstri til að leiðbeina og svara spurningum hinna ungu sveina. Við hjónin vorum líka eft- irminnilega minnt á þessa upp- fræðslu er við vorum á ferðalagi síðastliðið sumar með son okkar og náttúra landsins hafði vakið undrun hans. Þá gall við í drengn- um: „Nú þyrfti Magnús að vera hérna.“ Hann vildi greinilega endurgjalda og veita Magnúsi hlutdeild í gleði sinni. En nú hefur Magnús lokið vist sinni í þessum heimi. Sjálfur hafði hann ákveðnar skoðanir um hvað þá tæki við. Við sem eftir lifum þökkum liðnar samverustundir með þeim látna og biðjum góðan Guð að styrkja Sigrúnu og soninn Sigurð Tómas. Tryggvi Gunnarsson anna, sérstaklega á meðan börnin voru yngri og léku sér mikið sam- an. Á sl. ári flutti undirrituð frá Bíldudal til Reykjavíkur, og i mars sl. komu Hávarður og Steina í heimsókn, svo hress og kát. Átt- um við saman notalega kvöld- stund ásamt börnum okkar og vinkonu sem eitt sinn bjó á Bíldu- dal. Voru þá rifjaðar upp gamlar og ánægjulegar minningar frá liðnum árum á Bíldudal. Á kveðju- stund koma upp i huga minn orð skáldsins frá Fagraskógi, en eitt erindi kvæðisins „Kveðja“, hefst með þessum orðum: „Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga“. Steina mín. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari þungu sorg. Einnig sendum við samúðarkveðjur til móður hins látna og tengdafor- eldra. Við þökkum fyrir góða og trygga vináttu á liðnum árum. Sigríður Pálsdóttir og börn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrít þurfa að vera vélrituð og með góðu lfnubili. Minning: Hávarður Örn Hávarðs- son frá Bíldudal **Artline BÆL2000M : r— -*w A^ArtlineB/4LL2000M f|NB tz I Artllne Ball 2000M Kúlutússpennl með stáloddl sem þolir álaglð. Endlngargóður hversdagspenni sem á engan sinn líka. Hægt að velja um 4 lltl. Fæstíflestum bóka- og rltfangaverslunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.