Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
36
Minning:
Þuríður Árnadótt-
ir frá Hurðarbaki
Fædd 4. ágúst 1894
Dáin 15. maí 1985
Langamma mín, Þuríður Árna-
dóttir frá Hurðarbaki, sat á frið-
arstóli á Selfossi öll þau ár sem ég
þekkti hana og hennar naut við.
Allt frá fyrstu tfð man ég faðminn
hennar mjúka og hlýja, látbragðið
snarpa og raustina háu. Hin aldna
kona var miðpunktur hvers sam-
kvæmis, ómissandi með gust sinn
og drifandi lífsfjör. Brosleit augun
sýndu sál sem vildi ekki eldast.
Hún hafði verið valkyrja í sveit-
inni, sinnt bústörfum og stýrt
kvenfélagi af sama óslökkvandi
eldmóðinum. Sem fagiærð sauma-
kona úr höfuðstaðnum sneið hún
og saumaði á sveitunga sína ai-
klæðnaði og veitti tíðum hárskurð
f leiðinni ef karlarnir voru úfnir
orðnir um kollinn Það munaði því
svo sannarlega um hana í Vill-
ingaholtshreppi. Þar sem annars
staðar. Og þó hún lifði i ekkjudómi
á Selfossi í þrjátíu ár fyldi andi
sveitarinnar alitaf. 1 minningunni
stafaði ljómi af nafni bæjarins —
og hennar, enda kenndi Þuríður
sig ætíð við Hurðarbak.
Á áttræðisafmælinu 1974 sam-
einaði hún tryggðina við sveitina
hlýleika sinum til ættmenna vina
og annarra veiunnara sem svo
sannarlega troðfylltu Þjórsárver
hinni góðu konu til heiðurs. Sem
ellefu ára piltungur sá ég hana f
systkinahópi við langborðið, um-
faðmandi frændgarðinn með há-
værum gleðiiátum, óþreytandi all-
an liðlangan daginn. Þá rikti með
sann konungleg stemmning í ver-
inu, glaumur og gleði Hurðarbaks-
ættar kringum afmælisbarnið —
drottninguna í öndveginu.
En oftast hitti ég hana þó, ein-
samla eða í þröngum hóp, á heim-
ili hennar við Birkivelli, hvar hún
naut öruggs skjóls dóttur og
tengdasonar til fjölmargra ára.
Ég held að i eldhúskróknum þar
hafi ég náð við hana nánustum
tengslum andlegum, á milli þess
sem hún hvatti mig til ósleytilegs
kökuáts og ávarpaði kettina.
Hún var ómetanleg ættmóðir
sínum sífjölgandi afkomendum,
sem nú síðast voru komnir vel á
annan tug hins annars hundraðs.
Hver og einn einasti þeirra átti
sér vísan samastað í þessu stóra
hjarta sem og hver vandalaus er
leitaði þar ásjár með vináttu í
huga. Já, svo stór var þesi gamla
kona í öllu, svo einlæg í sinni lífs-
gleði til hins síðasta að undrunar-
efni verður hverjum daufgerðum
meðalmanninum er jafnvel telur
sig ungan og frískan.
Síðasti samfundur okkar
tveggja var nú í april sl. Þá fór
máttur hennar mjög þverrandi, en
það breytti hinu ekki — viðtökur
hennar voru jafn hjartanlegar
sem fyrr, hláturmildin vermandi,
kossamir heitir og faðmlagið
hlýtt. Og á náttborðinu lá himna-
sendingin, bókin sem var hennar
Bibiía siðustu misserin, „Ábú-
endatal Villingaholtshrepps". Það
var henni sannkallaður skemmti-
lestur og drjúg sárabót í heilsu-
leysinu að endurnýja kynnin við
gömlu, góðu sveitungana hérna
megin og handan. Hún hafði lesið
þá bók upp til agna.
Er tímar líða verður minningin
um þessa formóður æ dýrmætari.
Þvi Þuriður frá Hurðarbaki var
einstök — og barn þess tíma sem
aldrei kemur til baka.
Kristinn Jón Guðmundsson
í dag er til moidar borin amma
mín, Þuríður Árnadóttir, fyrrum
húsfreyja að Hurðarbaki i Vill-
ingahoitshreppi. Dagurinn var
orðinn æðilangur svo hún hefur
vafalaust verið hvíldinni fegin
gamla konan. Áðeins munaði níu
árum að hún lifði heila öld. Amma
sá tímana tvenna eins og flestir af
hennar kynslóð. Hún ólst upp i
torfbæ, sá danskan kóng á Þing-
völlum árið 1907 þrettán ára göm-
ul og varð gjafvaxta um líkt leyti
og plágan kom til íslands og fjali
gaus austur í sveitum. Ári eftir að
Island varð fullvalda ríki giftist
hún Guðmundi Kristni Gíslasyni
frá Urriðafossi og lifði með hon-
um í farsælu hjónabandi uns hann
lést fyrir rúmum þrjátiu árum.
Eftir það bjó hún að mestu hjá
dóttur sinni og tengdasyni á Sel-
fossi, Jóhönnu Guðmundsdóttur
og Sigurði Sigurðssyni.
Amma lifði sin æskuár í heimi
sem ungmenni i dag geta varla
gert sér í hugarlund. Bráðum
verða þeir aliir horfnir sem
þekktu 19du öld af eigin raun eins
og hús. Þá er hætt við að rofni
strengurinn sem tengir okkur við
hið liðna. Slíkt væri afar slæmt
því enginn getur þekkt sjálfan sig
að ráði án þess að hann þekki for-
tíð sína. Þjóð sem gleymir upp-
runa sínum týnir um leið sjálfri
sér. Ég bar gæfu til að búa með
ömmu allan minn barnsaldur og
fæ seint fullþakkað það. Amma
kenndi mér margt og opnaði mér
heima sem ég hefði annars ekki
kynnst. Nú er það orðið næsta
sjaldgæft að þrír ættliðir búi í
sambýli. Áður fyrr nutu hinir
yngstu hins vegar handleiðslu og
samveru þeirra elstu, enda líktust
þeir sjaldnast rótslitnum blómum
eins og svo mörg börn nú á tímum.
Ég held að þessir sambúðarhættir
hafi verið mikilvægari og virðast
kann í fljótu bragði. Þeir tryggðu
samhengið á milli kynslóða og
ræktuðu samkennd sem of lítið fer
fyrir núna. Ég átti því láni að
fagna að kynnast ömmu til muna
og vona ég njóti enn góðs af þvi.
Hún kenndi mér virðingu fyrir því
fátæka en hugrakka fólki sem bú-
ið hefur í haginn fyrir okkur sem
enn höfum ekki hálfnað okkar ald-
argöngu, átti og mikið af kærleika
handa drengstaula, ástúð og skiln-
ing. Það var gott að vera vinur
hennar af því að hún hafði tíma til
að vera manneskja og börn þarfn-
ast einskis annars fremur til að
líða vel.
Amma ól tíu börn og á í dag yfir
hundrað afkomendur. Oft hefur
mér komið í hug að fáir eigi jafn
mikið í samfélaginu og konur eins
og hún. Þær hafa haft djúpstæðari
áhrif með því að vera tii en þeir
sem fara með hávaða á torgum.
Njóta þó minni fjölmiðlafagnaðar.
Þeirra hlutur má samt og mun
ekki gleymast.
Nú, við leiðarlok, langar mig tii
að þakka ömmu samfylgdina. Hún
skiiur eftir sig fallega og dýrmæta
minningu sem ekki fyrnist. Von-
andi gistir hún nú þá vistarveru
sem hún trúði alla tíð að biði
hennar. Með afa.
Matthías Viðar
Þuríður Árnadóttir frá Hurð-
arbaki í Villingaholtshreppi lést
15. maí sl. Það er mér ljúft og
skylt að minnast hennar í fáum
orðum að skilnaði. Amma frá
Hurðarbaki var mikil kona og orð
verða lítils megnug að lýsa ævi
hennar og persónuleika.
Þuríður fæddist 4. ágúst 1894 að
Hurðarbaki í Villingaholtshreppi
og ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um Áma Pálssyni hreppstjóra og
Guðrúnu Sigurðardóttur. Árni
fæddist að Þingskálum á Rangár-
völlum og var ættaður þaðan, son-
arsonur Guðmundar á Keldum.
Hann ólst upp að Flögu í Flóa.
Guðrún var fædd að Lambafelli
undir Eyjafjöllum en ólst upp að
Flókastöðum.
Lífshlaup Þuríðar einkenndist
af mikilli reynslu, stórkostlegum
dugnaði, fórnfýsi, staðfestu og
reisn. Hún átti fullkomna virðingu
allra samferðamanna sinna. Það
var á hana hlustað. Hún var heil í
öllum orðum sínum og gjörðum og
lét ekki glepjast af aukaatriðum
eða fánýtum hlutum. Harðbýlt
land ól af sér fólk sem kappkost-
aði að komast af og gekk ákveðið
til verks í því efni. Árvekni, út-
sjónarsemi, dugnaður og fórnfýsi
var nokkuð sem kom sér vel i
lífsbaráttu þessara tíma. Landið
mótaði manninn og lífið var það
verðmæti sem tilveran snerist um.
Á Hurðarbaki var Þuríður i
hópi 13 systkina, af þeim komust
12 til fullorðinsára. Tvö þeirra eru
enn á lifi, Guðbjörg og Olafur sem
bæði eru búsett i Reykjavík. öll
voru systkinin dugnaðarfólk með
sterkar taugar til átthaganna, fuli
barnagæsku og léttleika. Þó lík-
amlegt þrek minnkaði kom alltaf
ákveðinn frískleiki fram i sam-
ræðum við þau. Þeir sem áttu við
þau samskipti vita hvað átt er við,
að ekki sé talað um hafi menn set-
ið með þeim að spilum eða fylgst
með því tómstundagamni þeirra.
Á þeim tíma sem Þuríður ólst
upp var skólaganga ekki jafn fast-
ur liður í hversdagslífinu og nú er.
Þrátt fyrir það var hún orðin vel
læs 9 ára gömul. Ég spurði hana
eitt sinn um skólagönguna og hún
svaraði: „Ég var einn mánuð i
skóla áður en ég var fermd, lærði
fljótt að lesa og pára og reikna. Og
Helgakver lærði ég utan að. Ég
átti gott með að læra og það var
undirstaðan að mér þótti gaman
að öllum skepnum og yfirleitt
fannst mér gaman að öllu sem ég
gjörði og þykir enn. Ég held það sé
dýrmætast í lifinu að hafa ánægju
af sinu starfi af hvaða tæi sem er.“
Þessi orð hennar eru mér harla
eftirminnileg og lýsa kjarnanum í
lifsviðhorfi hennar að hafa
ánægju af verkum sínum. Það er i
þessu efni m.a. sem við sem nú
lifum getum lært af þeim kynslóð-
um sem gengnar eru. Að greina
kjarnann frá hisminu og láta ekki
fánýta hluti glepja hugann.
Uppvaxtarárin á Hurðarbaki
báru auðvitað einkenni sins tima
þegar hver og einn á heimilinu
hafði sínum verkum að sinna og
börnin voru þar ekki undanskilin.
Léttir snúningar i fyrstu en fyrst
og fremst þátttaka í lífsbaráttu
heimilisins.
9 ára var Þuríður lánuð sem
vertíðarkona að Syðri-Hömrum í
Holtum þar sem hún var frá ver-
tíðarbyrjun fram að slætti, í þrjú
ár í röð. Ég átti samtal við hana
um þessa óvenjulegu reynslu
hennar á unga aldri og komst hán
þá svo að orði: „Ég var þar til
snúninga, var með í fjósinu,
opnaði hjá ánum á morgnana og
sótti hrossin og snerist eins og ég
gat. Þetta voru fullorðin hjón sem
ég var hjá, Guðrún og Jón, ákaf-
lega gott fólk. Ég var allæs og gat
lesið ýmislegt fyrir gömlu hjónin
og alltaf var verið að finna eitt-
hvað gott fyrir hana Þuru að lesa.
Synir þeirra fóru til sjós en dóttir
þeirra Guðlaug var heima og
hjálpaði ég henni við útiverkin.
Mér leið ákaflega vel, fékk nóg að
borða og allt sem ég gjörði var
með þökkum þegið.“
Að launum fyrir dvölina að
Syðri-Hömrum kvaðst hún hafa
fengið lamb um haustið eftir
fyrsta veturinn. „Þar kom Jón
gamli með lamb út í Dælarétt
handa mér og mikið varð ég nú
glöð og mér heppnaðist það svo
mikið vel. Þetta varð gömul ær og
missti aldrei lamb.“
Þessi gjöf í Dælarétt varð síðan
stofninn að fjárkyni sem hún átti
þar til mæðiveikin herjaði og öllu
fé var fargað.
Þessarar dvalar að Syðri-Hömr-
um minntist hún ávallt með gleði
og kunni margt að segja af fólki
og gangi lifsins þar. Oft voru það
spaugileg atvik sem hún sagði frá
á sinn sérstaka hátt og fékk mann
til að hlægja með sér. í alla sína
frásögn fiéttaði hún næman skiln-
ing á aðstæðum hvers og eins sem
hún sagði frá.
Uppeldi þeirra Hurðarbaks-
systkina var í föstum skorðum og
kirkjuferðir að Hraungerði voru
fastur liður. Þeirra ferða minntist
hún oft og þá hversu Volalækur-
inn var erfiður yfirferðar en jafn-
framt heillandi að takast á við og
gerði ferðirnar spennandi.
Þuríður var fermd 1908 í Laug-
ardælum af séra ólafi Sæmunds-
syni í Hraungerði, í hópi 14 telpna
og eins drengs. Heima á Hurðar-
baki var hún svo til tvítugs þá
varð löngunin til náms svo sterk
að hún dreif sig til Reykjavíkur að
læra að sauma. Væri hún spurð
um þetta atriði svaraði hún að
bragði: „Já, það var nú svo í þá
daga drengur minn, að maður
varð að geta komið mjólk í mat og
ull i fat annars þýddi ekkert að
vera að gifta sig. Það var enginn
tími til að iiggja í bókalestri. Mig
langaði bara eitthvað að læra og
saumaskapurinn varð fyrir valinu
og það var mitt mesta happ í lif-
inu að ég skyldi læra það. Ég
þurfti mikið á því að halda að geta
saumað, bæði fyrir mig og aðra.
Þá var ekki hægt að fá tilbúna
flík. Ég saumaði giftingafötin á
okkur bæði, fékk blátt siffjot í föt
á Guðmund minn en dömuklæði í
peysuföt á mig sjálfa.“
Þrátt fyrir stórt heimili saum-
aði hún mikið fyrir sig og aðra,
allan algengan klæðnað. f sveit-
inni var það sjálfsagður hlutur að
leita til hennar um sauma og öll-
um var vel tekió og sjálfsagt að
era þetta viðvik að sauma flíkina.
þessum verkum kom vinnu- og
sköpunargleði hennar vel fram.
Árið 1919 giftist hún Guðmundi
Kristni Gísiasyni frá Egilsstöðum
í Flóa. Þau giftu sig í Reykjavík í
kapellu séra Bjarna þar. Sama ár
hófu þáu búskap á Urriðafossi í
Villingaholtshreppi á hluta jarð-
arinnar á móti Einari, bróður
Guðmundar. Á þessum 5 árum
eignuðust þau 5 dætur, Guðrúnu,
sem lést 1965, Eyrúnu sem býr í
Dalsmynni í Villingaholtshreppi,
Sigurbjörgu, Jóhönnu og Sigríði
sem búsettar eru á Selfossi.
Árið 1924 fluttust þau að Hurð-
arbaki ásamt foreldrum Guð-
mundar. Þar eignuðust þau 5 börn
til viðbótar, Guðmund sem býr á
Selfossi, Rúnar og Gísla sem búa i
Reykjavík, Helgu sem býr á Sel-
fossi og dreng sem lést í fæðingu
1929.
Afkomendur Þuríðar og Guð-
mundar eru nú 114, 44 barnabörn,
59 barnabarnabörn og eitt barna-
barnabarnabarn.
Sjálfsagt hefur verið erfitt að
búa á þessum árum og sjá fyrir
stórum barnahóp ásamt því að
sinna skyldum við sveitunga sína.
En lund þeirra hjóna var staðföst
og trúin óbilandi á lífið. Með því
að láta sér ekki verk úr hendi
sleppa komu þau börnum sínum
öllum til manns.
Væri Þuríður spurð um árin á
Hurðarbaki þá svaraði hún því
t
Eiginkona mín, móöir og systir,
SALBJÖRG ÁSTRÓS RAGNARSDÓTTIR,
(Sally Avanariua),
lós* á heimili sinu, Long island, New York, 22. maí.
William Avenariua,
Bára,
William,
Carol Ann,
Finndía Björnadóttir Zuk,
Sigmundur og Hilmar Björnaaynir.
t
Vinkona okkar elskuleg,
HULDA BJÖRGÓLFSDÓTTIR,
Eakifiröi,
lést í Landakotsspitala fimmtudaginn 23. maí sl.
Kjartan Pálaaon, Karl Friörikaaon,
Sigríöur Lovíaa Bergmann.
t
SIGRfÐUR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hnífadal,
sem lést 20. pessa mánaðar veröur jarösungin frá Hnífsdalskapellu
i dag, laugardag 25. mai, kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Fjórðungssjúkra-
húsiö á isafiröi.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ingimar Finnbjörnason.
t
Viö þökkum af alhug öllum þeim er vottuöu okkur samúö vegna
fráfalls
EGGERTS P. BRIEM
fyrrv. fulltrúa,
Sunnuflöt 18,
Garöabaa.
Sigríöur Skúladóttir Briem,
Gunnlaugur Sa. Briem,
Ragnheióur Briem, Guómundur Elíasaon,
Atli Steinn Guómundsson,
Kári Snær Guömundsson.
Ragnar,
Emily,
Nettíe,