Morgunblaðið - 25.05.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
37
Minning:
Sigurmundur Guðjónsson,
Einarshöfn, Eyrarbakka
gjarnan til að yfir þeim hefði ver-
ið einhver hulinn kraftur og lán.
Eiginmann sinn Guðmund Kristin
sagði hún hafa verið einstakt
prúðmenni og góðan við börnin.
Árið 1928 brann bærinn á Hurð-
arbaki til kaldra kola á einni
klukkustund. Það var þeim hjón-
um mikil lífsreynsla. Þuríði sagð-
ist svo frá þessum atburði: „Allir
voru í fastasvefni kl. 5 að morgni.
Þá var hnippt í mig harkalega svo
ég hrökk upp af værum svefni.
Einhver blessaður verndarengill
var þar að verki og bjargaði öllum
hópnum. Þegar ég var vakin svona
var eldurinn kominn inn úr veggn-
um. Ég reis fljótt upp og vakti
Guðmund minn. Börnin voru orðin
átta, það elsta 8 ára og það yngsta
á fyrsta ári. Það var logn og glaða-
sól og við bárum öll börnin okkar í
sængurfötunum út á hól og sátu
þau þar á náttfötunum á meðan
bærinn var að brenna, náttúrlega
öll grátandi en við reyndum að
bjarga smávegis á meðan stætt
var, lofuðum Guð hátt og í hljóði
að fá að bjarga börnunum."
Síðan var byggt nýtt hús á
Hurðarbaki og reis það á þremur
vikum með hjálp góðra sveitunga.
Þuríður gekk til allra útiverka
svo fremi sem húsmóðurstörfin
leyfðu. Hún stóð við slátt með
Guðmundi bónda sínum á kvöldin
eftir að börnin voru sofnuð. Hún
hafði yndi af öllum skepnum og
sérstaka ánægju hafði hún af því
að fara á hestbak og vera vel ríð-
andi, átti lengi góða reiðhesta.
Samhent héldu þau bú á Hurð-
arbaki fram til hausts 1954 að
Guðmundur lést. Vorið eftir hætti
Þuríður búskap og flutti til dætra
sinna á Selfossi, fyrst til Sigríðar
og síðan til Jóhönnu þar sem hún
bjó alla tíð síðan.
Þau Þuríður og Guðmundur
tóku virkan þátt í félagsmálum
sveitar sinnar. Hún var formaður
kvenfélagsins í nálægt 20 ár og
heiðursfélagi þar síðar.
Tengdamóðir Þuríðar, Guðrún
Gísladóttir, sem bjó hjá henni, var
frumkvöðull að stofnun kvenfé-
lags í sveitinni og fyrsti formaður
þess. Milli þeirra tveggja var gott
samband og samstarf. Víða í sveit-
inni voru lítil efni og einkar erfitt
sérstaklega þegar fjölgunar var
von á bæjunum. Þá voru ekki
tryggingar sem hlupu undir
bagga, fólkið varð að bjarga sér.
En konurnar voru tryggingar þess
tíma og unnu mikið hjálparstarf í
sveitinni. Þær fundu neyðina og
skildu aðstæður og vissu hvað
þurfti til hjálpar.
Til þess að afla fjár til starfsemi
kvenfélagsins saumuðu þær prjón-
uðu og héldu hlutaveltu, stóðu
fyrir árlegum dansleikjum o.fl. Þó
langt sé liðið og aðstæður breyttar
lifir þessi hugsjón kvennanna enn
og starfsemi kvenfélaganna bein-
ist að viðhaldi lífsins og björgun
mannslífa þó á óbeinan hátt sé.
Eftir að Þuríður fluttist á Sel-
foss fylgdist hún vel með hvernig
búnaðist á Hurðarbaki og í sveit-
inni allri. Hún varð ánægð í seinni
tíð með hvernig þar hefur tekist
til hjá dóttursyni hennar ólafi
Einarssyni sem býr nú á Hurðar-
baki ásamt konu sinni Kristínu
Stefánsdóttur.
Þuríður hafði það lengi fyrir
venju að fara um ákveðinn tíma í
sveitina og dveljast þar. Það veitti
henni mikla ánægju. Aldrei varð
vart við að hún kvartaði yfir
hlutskipti sínu eftir að hún flutti
frá Hurðarbaki. Þó hljóta þau um-
skipti að hafa verið henni erfið.
En eins og áður gekk hún að
hverju dagsverki með jafnaðar-
geði og naut þess að vera til.
Þegar Þuríður fluttist á Selfoss
færðist hún nær barnabörnum
sínum þó svo sum þeirra, þau
elstu, dveldu hjá henni að Hurð-
arbaki á sumrin og þaðan eru
margar góðar og ljúfar minningar
um rólyndan, geðprúðan afa,
vinnusaman og ákveðinn og röska
ömmu sem var mikilvirk í bústörf-
um. Frá þeim tíma má minnast
sláturgerðar í kjallaranum á
Hurðarbaki þar sem slátrið var
soðið í stórum potti og var vel í
lagt fyrir veturinn af hollum mat.
f mörg ár síðar var það hennar
fasta verk að hjálpa dætrum sín-
um við sláturgerð á haustin. Og
það gekk undan þegar hún tók til
við sláturgerðina. Helstu áhuga-
mál Þuríðar voru ætíð lestur
góðra bóka og ýmiskonar handa-
vinna sem hún undi sér vel við og
hafði mikla ánægju af. Vinnusemi
hennar var söm við sig eftir að
hún flutti frá Hurðarbaki. Hún
sat við hannyrðir og var afkasta-
mikil við þá iðju sína og enn sem
fyrr féll henni ekki verk úr hendi.
Sannarlega skipa amma Þuríð-
ar og langamma stóran sess í lífi
okkar afkomenda hennar. Það er
mikil gjöf að fá að njóta samvista
við ömmu sína svo langan tíma.
Alltaf vorum við aufúsugestir á
Birkivöllum 10 á Selfossi og ávallt
átti amma sætan mola til að
stinga upp í litla munna, fyrst
barnabörnin og síðar þeirra börn.
Heimili þeirra Jóhönnu og Sigurð-
ar, þar sem amma bjó, stóð alltaf
opið öllum gestum hennar og eiga
þau þakkir skildar.
Afkomendahópurinn óx ört en
amma lét sig ekki muna um að
fylgjast með á öllum sviðum og
hélt góðu sambandi við alla sína
afkomendur. Sérstök voru bréfin
hennar sem bárust mér og minni
fjölskyldu þegar við dvöldumst um
tíma erlendis. Hún var fastagest-
ur í öllum barnaafmælum og
heimboðum á hátíðum. Það var
eiginlega ekki afmæli nema amma
væri þar stödd. Það gaf veislunni
ákveðið gildi og virðingu sem ung-
um drengjum og stúlkum fannst
mikið til koma að ekki sé talað um
þegar amma hvatti til spila-
mennsku og fór jafnvel síðust
gesta heim.
Á jólum fengu allir afkomendur
glaðning frá ömmu og heimsókn
til hennar á aðfangadag var fastur
liður í undirbúningi jóla. Allra
þessara samskipta minnumst við
nú með þakklátum huga.
Að leiðarlokum skortir orð en
kveðjan verður ekki flúin. Hún er
þó ekki endanleg en samt sár og
myndar ákveðið tómarúm í þeirri
hugsun sem vani fyrri ára hefur
myndað. Amma skipar sinn
ákveðna sess í hugum okkar og
mun gera um ókomna tíð. í lífs-
hlaup hennar getum við sótt kraft
til nýrra átaka í nútimanum,
minnug staðfestu hennar, áreið-
anleika og kátinu í daglegum
störfum og trúnaðar og greiða-
semi hennar við þá sem minna
máttu sin i lífinu. En umfram allt
hvernig hún setti lífið í forsæti
þess sem barist var fyrir í dagsins
önn. Mikilfengleiki lífsins blasir
hvarvetna við, sér í lagi á fögrum
vordegi og þá opnast skilningur á
þeim háa krafti sem öllu stýrir.
Siguróur Jónsson
Fæddur 4. febrúar 1903
Dáinn 18. maí 1985
í dag er til moldar borinn
tengdafaðir minn, Sigurmundur
Guðjónsson, Einarshöfn á Eyrar-
bakka.
Með fáum orðum vil ég að leið-
arlokum færa honum virðingu
mína og þökk þegar klukkur kirkj-
unnar á Eyrarbakka hljóma
hinstu kveðju frá ástvinahópi
hans og vinum.
Minningar um samverustundir
liðinna ára streyma fram í hugann
og vekja söknuð og trega, en fyrst
og fremst þakklæti fyrir þá gæfu
að hafa kynnst svo sönnum manni
og góðum dreng, sem Sigurmund-
ur var.
Og mér koma í hug hin fleygu
orð, „að þá kemur mér hann í hug,
er ég heyri góðs manns getið, því
að svo reyndi ég hann að öllum
hlutum“. Heiðarleiki og
trúmennska einkenndu öll hans
störf og skaphöfn hans var mótuð
af þeim eiginleikum, er fyrstar eru
taldar til sannra dyggða, svo sem
sannsögli, orðheldni, heiðarleiki
og trúmennska.
í engu mátti hann vamm sitt
vita og þau loforð, er hann gaf,
brugðust eigi, þótt ekki væru
vottfest og þinglýst. Og kunnug er
mér saga frá hans yngri árum, er
hann stundaði sjósókn, bæði frá
Vestmannaeyjum og Eyrarbakka,
að hann gaf formanni, sem hann
réri hjá í Vestmannaeyjum loforð
um að róa hjá honum næstu ver-
tíð, en áður en sú vertíð hæfist,
falaði formaður hann á bát, sem
gerður var út frá Eyrarbakka og
var hart lagt að Sigurmundi að
bregðast loforði því, er hann gaf
formanni sínum í Vestmannaeyj-
um. Þá var Sigurmundur farinn að
búa á Eyrarbakka og má geta sér
til, að konan hans, ung og ástfang-
in, hefur lagt að honum að vera
heima og hann sjálfur ekkert kos-
ið frekar, en hann vildi halda gefið
loforð og fór til Eyja. Um veturinn
I byrjun vertíðar fórst báturinn,
sem gerður var út frá Eyrarbakka,
með allri áhöfn, og oft hef ég
heyrt Ágústu konu hans minnast
á það að hún hét þvi þá, að hafa
ekki áhrif á ráðningarform bónda
síns og gefin heit.
En aðalævistarf Sigurmundar
var hjá Landgræðslu ríkisins, og
hjá henni starfaði hann óslitið frá
árinu 1923 og til dauðadags. Við
þau gróðurtörf og baráttu við eyð-
ingu landsins hafa verklagni hans
og útsjónarsemi komið að góðu liði
og ósérhlífni hans og trúmennska
hjálpað honum að sigra marga
raun við erfiðar aðstæður.
Umhyggju hans og nærfærni
við málleysingja man ég best í
umhirðu hans við kindurnar sínar,
er hann átti hin síðari ár, og yndi
hans og gleði skein af hverju
handarviki hans í þjónustu lífsins
við sauðburðinn á vorin.
Ekki síður áttu bamabðrnin, og
síðar barnabarnabörnin hans, ást-
úð hans og kærleika er þau komu í
heimsókn til afa og ömmu á Eyr-
arbakka. Þar fundu þau öryggi og
ró, er einkenndi allt dagfar hans.
í kyrrð og ró samverustunda
man ég frásagnarsnilld hans, er
hann rifjaði upp gamlar minn-
ingar og atburði frá liðnum árum.
Þá færði hann mann í nýjan heim
með rólegri framsögn sinni og
myndríku máli, sem gaf lifandi
sýn í horfinn tíma.
21. maí 1927 giftist Sigurmund-
ur eftirlifandi konu sinni, Ágústu
Magnúsdóttur, og svo mikil bless-
un hefur fylgt ást þeirra og sam-
búð, að eigi hefur borið skugga á í
nærri 60 ára hjónabandi.
Ágústa og börnin þeirra, Guð-
rún og Jón Ingi, hafa margs að
sakna og líka margt að þakka á
þessari kveðjustund. Og afadreng-
urinn hans, Sigurmundur, sem
ólst upp í skjóli og handleiðslu afa
síns og ömmu, saknar vinar í stað,
en hann og Hugborg konan hans
voru þeim stoð og stytta hin síð-
ustu ár.
Það er gæfa þeirra að hafa átt
slíkan eiginmann, föður og afa,
sem fært hefur þeim blessandi
geisla þeirrar hlýju og kærleika,
sem hann var svo ríkur af, og
veitti þeim af heitu hjarta. Það
færir þeim huggun og styrk á
þungri sorgarstund.
Ég við góðan guð að blessa þau
og styrkja og öll afabörnin og
langafabörnin.
Hvíl þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Ólafur örn Árnason
t dag er til moldar borinn Sigur-
mundur Guðjónsson á Eyrar-
bakka.
Hann var einn af brautryðjend-
um okkar í sandgræðslumálum og
starfaði um 60 ára skeið að
sandgræðslu og landgræðslumál-
um, lengst af með Gunnlaugi
Kristmundssyni sandgræðslu-
stjóra. I höndum þeirra fékk ís-
lenska melgresið tvöfalt hlutverk
— bæði að standa vörð um gróð-
urlendi landsins og vera í fylk-
ingarbrjósti í upphafi gróðurs I
auðnum okkar hrjóstruga lands.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sigurmundi fyrir 15 árum
en hann hafði þá umsjón með
sandgræðslugirðingu á Eyrar-
bakka. Árvekni hans og óbilandi
áhugi fyrir sandgræðslustarfinu
vöktu eftirtekt mína og árangur af
sandgræðslu á Eyrarbakka er
honum fagur vitnisburður. Við
áttum síðar í starfi okkar mikil
samskipti og voru þau öll á þann
veg að betra varð ekki kosið.
Efst í huga mínum er þakklæti
til Sigurmundar fyrir ágæta við-
kynningu og frábær störf í þágu
sandgræðslu. Sigurmundur var
sandgræðslumaður i orðsins
fyllstu merkingu. Hann unni
gróðri landsins og lagði gjörva
hönd á plóginn til að hefta sand-
fok og hvers kyns gróðureyðingu.
Sigurmundur mun hafa byrjað
að starfa hjá Sandgræðslu íslands
á sumrin skömmu eftir 1920 við
sandgræðslu á Eyrarbakka og
fljótlega eftir það á öðrum
sandgræðslusvæðum. Árið 1926
byrjaði Sigurmundur fyrstur að
girða í Gunnarsholti en Sand-
græðsla íslands hafði þá eignast
jörðina. Þar hafa æ síðan verið
höfuðstöðvar Sandgræðslunnar og
síðan Landgræðslu ríkisins. Flest-
ar sandgræðslugirðingar sem girt-
ar voru á Suðurlandi á næstu ára-
tugum voru verk hans og annarra
mætra og traustra manna sem
með trúmennsku og takmarka-
lausri elju unnu verk sín með það
mest fyrir augum að vinna gagn
landi og lýð. Verk þeirra hafa ekki
verið og verða sjálfsagt aldrei
metin að verðleikum. Garðhleðsl-
ur þeirra til varnar sandfoki og
girðingar sem margar standa enn
sýna að þar voru menn að verki
sem hugsuðu um það eitt að gera
gagn. Sandgræðslustarfið var á
þeim tíma ákaflega erfitt og oft
vanþakklátt. Unnið var myrkr-
anna á milli við grjótburð og girð-
ingarvinnu oft á tíðum í beljandi
sandroki. Heilu sumrin var þá
hafst við í tjöldum og nútíma-
menn eiga erfitt með að gera sér í
hugarlund alla þá erfiðleika sem
þá var við að etja. Mér hefur verið
tjáð að alltaf hafi Sigurmundur
unnið lengst og mest og létt mönn-
um störfin með glaðværð sinni og
manngæsku.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Sigurmund, hafi hann
þökk fyrir allt og allt. Ég vil votta
eftirlifandi eiginkonu hans, börn-
um þeirra og öðrum aðstandend-
um innilega samúð mína.
Sveinn Runólfsson,
Gunnarsholti.
Blömastofa
Friöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Signý Sara Kjartans-
dóttir — Minning
Fædd 27. nóvember 1984
Dáin 19. maí 1985
Á sunnudagsmorguninn síðast-
liðinn var veðrið gott og sólin
skein. Þá voru mér færðar þær
sorgarfréttir að litla rósin hennar
Kollu og hans Kjarra væri dáin,
það dimmdi yfir og ég trúði ekki.
Hún var bara sex mánaða,
hraust og falleg.
Signý Sara fæddist 27. nóvem-
ber 1984. Foreldrarnir, Kolfinna
og Kjartan, voru svo sæl þegar
þetta barn fæddist því óvenjumik-
ið var haft fyrir því að koma því í
þennan heim. En svona getur lífið
verið, alveg óskiljanlegt.
Ég þakka innilega fyrir þær
stundir, sem ég fékk að vera með
þessari yndislegu, litlu stúlku.
Elsku vinir, ég bið Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Bryndís Káradóttir
Legsteinar
granít — - marmari
Op*ð alU <Uga, j./.
-t i mij •tnmg rvoio Unnart>raut 19, SaHiamamMÍ,
09 hotgar., •ímsr 620009 og 72818.
m ml U
2 Askriftarsiminn cr 83033