Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 42
42
MORGtfNBLAÐID, LAUOAHDAGt-H 25. MÁÍ 1985
L
uÉg minníst hinAa $ömlu 0Óðu daqft,
pegar eg ennþci opfc se& til Ojluggan*."
~ H
Ast er ...
i
... að kl&ra henni á bak-
inu þar sem hún nær
ekki til
TM Reg U.S. P?t. Oft.—2.'! rtgSS :íK.í~
j s i»Q3 'los Ángeles Times'Syndicate
l*ú rétt rsður því ef þú lætur þenn-
an ofstopa fá peninga!
Nei, ég veit ekki hvar Vatikanið er
og þú verður sjálfur að gæta þess
sem þú átt, drengur minn!
HOGNI HREKKVISI
„NÚ ElttO ÖKV(3<SLE6A AÐ FIMNA EIN —
HOEt2JA AFSÖKUM FÝRlR tví A£> Z&TA i
LA0FAHRÚ60NMI !"
Réttur maður á réttum stað
II.S. skrifar:
Á dögunum flutti Markús Örn
útvarpsstjóri ávarp í sjónvarpinu
og var það með miklum ágætum,
þar fór saman frábær flutningur
og málfar og framkoma öll. í ör-
stuttu máli lagði hann fyrir hlust-
endur á góðan og skýran hátt störf
og stefnu ríkisútvarpsins. Ég held
að öllum, sem hlustuðu á þessa
stuttu og þaulhugsuðu ræðu, hafi
orðið ljósara en áður hve miklu
hintverki ríkÍ2úív2rp (hljóðviirp
og sjónvarp) gegnir í þjóðlífinu og
hve mikils það er vert að þar sé
vandað til alls eftir föngum og að
þjóðin standi einhuga að því að
gera það sem best úr garði, m.a.
með því að víkja sér ekki undan að
greiða þá litlu upphæð sem af-
notagjaldið er. Ef einhver hefur
verið með efasemdir um val út-
varpsstjóra munu þeir flestir vera
á einu máli um það nú, að þar sé
réttur maður á réttum stað.
Svo er það líka annað. Eftir
Koooq rno/Sn n ♦yornoofí Ár"
margir gert sér betri grein fyrir
því en áður að hér er engin þörf
fyrir fleiri útvarps- og sjón-
varpsstöðvar.
í Morgunblaðinu var í gær eða
fyrradag skýrt frá því að tveir
nafngreindir menn væru svo að
segja tilbúnir með sjónvarpsstöð
fyrir fólk hér vestan heiða. Gam-
an hefði ég og líklega margir fleiri
að frétta af því hvort skáldið, rit-
stjóri Morgunblaðsins, teldi að
slík stöð og aðrar áþekkar yrðu til
ST!:r.gar ísienskri menningu.
Þessir hringdu . . .
Rásin æðisleg
sjónvarpið
leiðinlegt
G.R. hringdi:
Viðvíkjandi bréfum sem borist
hafa Velvakanda, gefandi það 1
skyn að rás 2 væri leiðinleg, þá
vil ég segja það að mér finnst
rásin alveg æðislega góð.
Hins vegar vil ég kvarta und-
an því hversu sjónvarpið er allt-
af leiðinlegt. Nú eru til margar
myndbandaleigur með mjög góð-
um bíómyndum. Er ekki hægt að
sýna álíka góðar myndir og þar
finnast I sjónvarpinu?
Úrelt
lög falla
R.G. skrifar:
Mig langar til að svara bréfum
sem nokkrir Duran Duran að-
dáendur hafa skrifað. Þið talið
um að lögin „Save a Prayer" og
„Some Like it Hot“ falli niður
listann og ykkur finnst það
skrýtið.
Þið verðið að gera ykkur grein
fyrir því að þið þekkið ekki
ALLA, sem hringja í vinsælda-
listann. Einnig verðið þið að
kyngja því að úrelt lög falla
niður listann og það er og hefur
alltaf verið.
Of mörgum
hleypt inn
Jón, norður í landi hringdi:
Flestir, eflaust, muna eftir
slysinu í Bradford á Englandi á
fótboltaleikvangi þar sem marg-
ir létust og fleiri meiddust þar
sem margt — of margt — fólk
var samankomið.
Ég var á ráðstefnu suður í
Reykjavík fyrir nokkru og kom
þá nokkuð athyglisvert mál upp í
sambandi við samkomuhús, fé-
lagsheimili o.þ.h.
Það að hrúga inn í húsin
hundruðum manna og jafnvel
fram yfir það sem talið er að
húsin beri, er algjörlega óhæft.
Þegar t.d. samkomuhús er byggt,
er auðvitað gert ráð fyrir neyð-
arútgöngum, en við getum sagt
okkur það sjálf hvað myndi ske
ef allt upp í helmingi fleiri væru
staddir í húsinu á tíma, er slys
kæmi upp. Það getur verið að við
verðum heppin, en við getum
líka orðið óheppin.
Ég vil varpa þeirri spurningu
til réttra aðila hvort ekki sé orð-
ið tímabært að fara að skoða
þessi mál.
Hvern vantar
filmur?
Guðmundur Hallgrímsson
hringdi:
Ég kom frá Bandaríkjunum á
uppstigningardag, frá Kennedy-
flugvelli í New York með Flug-
leiðum. En á Kennedy hafði ver-
ið farið í töskur farþeganna og
hreinlega stolið dóti frá farþeg-
um. Hins vegar vil ég láta vita af
því, að þegar ég tók upp úr mín-
um töskum þegar heim var kom-
ið fann ég fimm filmur, sem ég á
ekki. Ég fór með filmurnar I
framköllun og kannaðist ég
strax við andlit manns er ég sá
að var í vélinni til íslands. Ég
veit engin deili á honum og vildi
því gjarnan að hann nálgaðist
filmurnar sínar hjá mér. Heima-
síminn minn er 42117 og vinnu-
síminn er 45511.
Hvers virði
eru lífeyris-
sjóðirnir?
Ellilífeyrisþegi hringdi:
Hvers virði eru eiginlega allir
þessir lífeyrissjóðir í kringum
okkur fyrir fólk, sem nú er kom-
ið á eftirlaun og búið er að borga
í fjöldamörg ár í þá?
Ef upphæðin fer upp úr 4.000
krónum á mánuði, sem við fáum
úr lífeyrissjóðnum, þá skerðir
það tekjutrygginguna hjá okkur,
og tekur af okkur frían síma. Ég
sé ekki fram á annað en að hafa
einn lífeyrissjóð fyrir alla svo að
allt fólk fengi bara ákveðna upp-
hæð og ekki þyrfti sífellt að færa
á milli sjóða. Mér finnst tíma-
bært að fara að athuga hvernig
sjóðirnir virka í raun fyrir
okkur, gamla fólkið.
Við, sem erum búin að borga í
lífeyrissjóði alla okkar ævi og
erum nú sest í helgan stein, vilj-
um gjarnan fá að njóta stritsins.
Maður var nú að vona að þegar
maður hætti að vinna væri hægt
að láta eitthvað eftir sér nú loks-
ins þegar tími er til þess. Maður
er búinn að vinna á lægstu iaun-
uro allt sitt líf og síðan sér mað-
ur að réttindin eru svo til engin
eftir allt þetta.