Morgunblaðið - 25.05.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Uhr/'U If
Skyggnigáfa er mikil
lífsfylling
Helgi Vigfússon skrifar:
Þökk sé Norræna heilunarskól-
anum fyrir hina tvo opinberu
fyrirlestra í Fríkirkjunni á dögun-
um. Þar var talað um hið stórkost-
lega mikla undur, skyggnina, á
mismunandi þroskastigum, sam-
bandið við framliðna, dularlækn-
ingar og síðast en ekki sizt mátt
bænarinnar. Það fór vel á því að
Fríkirkjan varð fyrir valinu sem
fyrirlestrarstaður. Fríkirkjan var
um langan tíma musteri mikilla
andans manna, séra ólafs frí-
kirkjuprests fyrr í Guttormshaga
í Holtum, séra Árna Sigurðssonar,
sem voru frjálslyndir gáfumenn.
Séra Haraldur Níelsson, prófess-
or, hélt guðsþjónustur í kirkjunni
1914—1928, ávallt fyrir troðfullri
kirkju. Séra Haraldur barðist
fyrir að finna sannleikann, boðaði
líf og ódauðleika mannssálarinn-
ar, heilstreyptur spíritisti. Séra
Haraldur Níelsson er örugglega
einn stærsti andinn sem jarð-
nesku hoidi hefir klæðst á íslandi.
En þökk sé fyrirlesaranum fyrir
gott erindi, málefni sem á erindi
um allan hinn siðmenntaða heim.
Enginn veit hvað það er stór-
kostleg lífsfyliing að umgangast
hina dýrlegu framliðnu vini okkar
nema sá sem þessa miklu Guðs
gjöf hefir. Fyrirlesarinn í Fri-
kirkjunni er meðal þeirra lánsömu
er Guð hefir lánað hæfileikann.
Ég, sem þessar línur skrifa, var
langt innan við tvítugt þegar ég
kynntist miðlinum Hafsteini
Björnssyni og byrjaði að vinna
með honum.
Hafsteinn miðill var gæddur
miklum sjálfsaga, en hann í þjón-
ustu kærleikans gaf þeim sem
voru yfirkomnir af sorgum nýja
von. Með starfsemi sinni og til al-
mennra heilla fóru syrgjendur
glaðari af fundum Hafsteins og
sinna, er þeir voru fullvissaðir um
heimsókn ástvinanna á sín gömlu
heimili.
Syrgjendur fóru af fundunum
fullvissir um að samband var ekki
tapað, þó þeir væru komnir úr
augsýn jarðneskra ástvina. Ég er
sannfærður um að þetta var vilji
Guðs, árangur funda miðilsins
Hafsteins Björnssonar. En til þess
að þessi kærleiksgáfa geti fallið
fólki í skaut þarf sjálfsfórn helg-
aðra miðilshæfileika. Fræðslan
um skyggnigáfuna í Fríkirkjunni
var mjög þarft verk.
Verðum að halda
landinu okkar frjálsu
Einar Ingvi Magnússon, Heidar-
gerði 35, skrifar:
Kæri Velvakandi.
Lenin sagði eitt sinn: „Sérhver
kommúnisti verður að vera virkur
í að útbreiða heiðnar bókmenntir
og boða griðleysi."
Markmið hans sem formaður og
jafnvel hans persónulega mark-
mið, grundvallað á sjúklegu hatri
móti kirkjunni, var að ganga af
henni dauðri og útrýma henni
gjörsamlega. Hann tók sannarlega
alvarleg orð Marx um að trúin
væri ópíum fyrir fólkið. Þess
vegna er trúin lögð að jöfnu við
hin hættulegustu eiturlyf í Sovét-
ríkjunum. Þar er fólki kennt að
manneskjan sé framleiðsla fram-
þróunar og trúin sé eitur sem
dreift sé af kapítalistum. Þó segir
svo í 51. grein stjórnarskrár Sov-
étríkjanna: „Sovéskum ríkisborg-
urum er tryggt frelsi til þess að
játa eða ekki játa hverskyns trú-
Slavíska trúboðið hefur tekið þátt (
dreifingu á 64.000 biblíuhlutum og
söngbókum á sovéskum tungumál-
um. Málin tala um 25 milljónir
manna í Sovétríkjunum. Bókmennt-
ir trúboðsins eru fáanlegar fyrir alla
þá sem ferðast til Austur-Evrópu eða
vilja breiða þær út meðal sovét-
manna á Vesturlöndum. Árið 1984
dreifði slavíska trúboðið 45.000 bibl-
íum og Nýja-testamentum til komm-
únistalanda. Ef einhver vill taka þátt
í þessu mikla og þarfa starfi getur
hann haft samband við trúboðið.
Heimilisfang þess er: Slaviska Miss-
ioner., S-16115, Bromma, Sverige.
Valdimir Sintjenko var handtekinn af KGB-mönnum f miðbs Moskvu 20.
febrúar sl. Sintjenko, sem er babtisti, er vaktaður sem stórhættulegur glæpa-
maður.
arbrögð, og að framkvæma trúar-
lega tilbeiðslu eða guðlausan áróð-
ur.“
Þetta er einræðið, þetta er
skrefið í áttina til þess — sósial-
ismans. Þetta er kommúnisminn.
Þetta, Islendingar, verðum við að
varast ef við ætlum að lifa í
frjálsu landi.
Einræðið og frelsisskerðingin í
ríki kommúnismans er svo
ógnvænleg að sérhvert skref í átt-
ina til hans er skrefi of langt
(jafnvel þó útsendarar Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík neiti
öllu sambandi við hann og tali um
evrópskan sósíalisma). Fréttirnar
sem slavíska trúboðið fær af frels-
isskerðingu kristinna manna i
löndum kommúnismans og lesend-
ur Velvakanda hafa séð undanfar-
ið, er okkur sannarlega hvatning
til að standa vörð um sjálfstæði
okkar gagnvart sérhverju skipu-
lagi myrkvahöfðingjans og þjóna
hans hér á jörðu, sem ganga um og
drepa kristna meðbræður okkar
og systur undir merki kommún-
ismans.
Vísa vikunnar
Að pólitískum banabeði
berst nú Svavar jafnt og þétt.
Þetta er engin þjóðargleði,
þetta er bara satt og rétt.
Hákur
Vinnuvélar
Til sölu:
Hino K Y 420 6x2 árg. 1981.
Volvo F 10 6x4 árg. 1982.
Scania R 142 6x2 árg. 1982.
Vélavagn: (Sindra) þriggja öxla buröargeta 59 tonn árg.
1984.
Hino KM 80 meö palli og sturtum, nýyfirfarinn og
sprautaöur.
OK diesellyftari tveggja tonna árg. 1980.
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23.
Sími 81299.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Lyngási 7 9 — 210 Garöabæ — S 52193 og 52194
INNRITUN
Innritun í Fjölbrautaskólann í Garöabæ fyrir haustönn
1985 stendur nú yfir. Boöiö er upp á kennslu á eftir-
töldum brautum:
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(1 árs nám)
ED - Eóiiafratóibraut
FÉ - Félagsfraóabraut
F1 - Fiskvinnalubraut
F2 - Fiskvinnslubraut (2 ára nám)
FJ - Fjölmiðtobraut (4 ára nám)
H2 - Heilsugreslubraut 2 (2 ára nám)
H4 - Hailsugaaslubraut 4 (4 ára nám)
Í2 - iþróttabraut 2
Í4 - Íþróttabraut 4
LS - Latinu- og
sðgu-
MA - Málabraut
NÁ - Náttúrufraaóabraut
TÓ - Tónlistarbraut
Tt - Tasknibraut
TjE - Tnknitraaóibraut
T4 - Töivufraaói -
vióskiptabraut 4
U2 - UppekJiabraut 2
U4 - Uppaidiabraut 4
V2 - Vióskiptabraut 2
V4 - Vióskiptabraut 4
(2 ára nám)
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(4 ára nám)
(2 ára nám)
(4 ára nám)
(2 ára nám)
(4 ára nám)
(2 ára nám)
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Bókteg undirbúningsmenntun
fyrir nám í fiskiön.
Bókieg undirbúningsmenntun
fyrir nám í fisktækni.
Námi lýkur meö stúdentspróf).
Bóklegt nám sjúkraliöa.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Undirbúningur undir frekara
iþróttanám.
Náml lýkur meö stúdentsprófi.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Námi lýkur meö stúdentspróf).
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Náml lýkur meö stúdentsprófi.
Aófararnám aö námsbrautum
i tæknlfræöi í tækniskólum.
Náml lýkur meö stúdentsprófi.
Undlrbúningur fyrir fóstur-
nám.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
Námi lýkur meö verslunar-
prófi.
Námi lýkur meö stúdentsprófi.
(4 ára nám)
Umsóknir skal senda til Fjólbrautaskólans í Garöabæ, Lyng-
ási 7—9, 210 Garöabæ.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00—16.00, sími
52193 og 52194. Þeir sem óska geta fengiö send umsóknar-
eyöublöó. Innritunin stendur til 6. júní nk. Skólameistari er til
viðtals alla virka daga kl. 9.00—12.00. ^ .
Rússnesk listsýning
— sovésk bókasýning
Sýningarnar „Myndlist í Rússlandi" og „Sovéskar
bækur“ veröa opnar í húsi MÍR aö Vatnsstíg 10 um
hvítasunnuhelgina (laugardag, sunnudag og
mánudag) kl. 14—19. Næstsíöasta sýningarhelgi.
Aögangur ókeypis. 4