Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 44

Morgunblaðið - 25.05.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDA'GUR 25. MAÍ1085 • Óskar Sæmundsson, til hasgri, m«ð fullt fangið af golfboltum sem hann hlaut í verðlaun. Til vinstri er Birgir Viöar Halldórsson, umboðsmaður fyrir Kasco-golfboltana. Óskar lék á pari í Grafarholti OPNA Kasco-mótið, sem haldiö var í Grafarholti sl. fimmtudag, var mjðg fjölmennt eða 106 þótttakendur. Mjög hvasst var og kalt og því erfitt að leika. Óskar Sæmundsson GR náöi þrátt fyrir þaö frábærum árangri, er hann lék völlinn á pari. Úrslit uröu þessi: punktar 1. Óskar Sæmundsson, GR 39 2. Jón Ólafsson, NK 39 3. Jens Jensson, GR 36 4. Hannes Guönason, GR 36 Besta skor: Óskar Sæ- mundsson GR 71 högg. Næstur holu á 2. braut: Elías Kárason, GR 51 sm. Næstur holu á 6. braut: Alfreö Viktorsson, GL 70 sm. Næstur holu á 11. braut: Jón Baldursson, GE 110 sm. Næstur holu á 17. braut: Viöar Þorstelnsson 529 sm. f dag, laugardag, fer fram punktakeppni unglinga í Grafar- holti. Keppni hefst kl. 13.00. Gervigras sett á Kenilworth Road Frá Bob Htnnmy, fréttamanni Morgunbiaósins í Englandi. FORRÁÐAMENN 1. deildarliösíns Luton Town staðfestu í fyrradag að þeir hefðu ákveðið að koma upp gervigrasvelli á leikvangi sínum, Kenilworth Road, og að hann yrði tilbúinn til notkunar er keppnistímabiliö í Englandi hefst að nýju í ágúst. Gervigrasiö, sem Luton hefur fest kaup á, kostar rúmar 18 millj- ónir isl. króna — komiö á völlinn. Þaö þykir mun betra en gervigras- iö sem er á Loftus Road, leikvangi Queens Park Rangers í London — raunar þaö næsta sem komist veröur venjulegu grasi. Þess má geta aö forráöamenn Luton hrifust mjög af gervigrasinu í Laugardal er liöiö lék gegn Reykjavíkurúrvali í vetur. QPR hefur hingaö til veriö eina liðið í Englandi sem leikur heima- leiki sína á gervigrasi — og Luton er eina liöiö sem unniö hefur QPR á Loftus Road þrisvar, í öllum heimsóknum sínum þangaö, síöan gervigrasiö var sett upp. Urslitaleikurinn í Brussel á miövikudag: Breskir lögreglu- menn í för með áhang- endum Liverpool BRESKIR lögreglumenn verða í för meö áhangendum Liverpool til Brússel eftir helgina vegna leiks liðsins við ítalska fólagið Juventus í úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í knatt- spymu á miðvikudaginn. Frá þessu var skýrt í Liverpool í gær. lan MacGregor, lögreglufulltrúi, sagöi í gær aö menn sínir heföu ekkert vald til aö handtaka fólk vegna óláta eftir aö komiö væri út fyrir Bretland — aöeins „aöstoöa" og gefa lögreglu í Belgíu „góö Liverpool gerir hagstðBda aug- lýsingasamninga Frá Bob Honnossy, fréttamanni Morgunblaðsins I Englandi. UVERPOOL hefur nú gert stærsta auglýsingasamning í ensku knattspyrnunni. Félagiö samdi á dögunum viö Adidas um aö leika í búningi frá fyrirtækinu næstu þrjú árin og fær fyrir þaö eina milljón sterlings- punda. Þá hefur félagiö endurnýj- aö auglýsinguna — samning viö Crown Paints — sem gefur eina milljón punda i aöra hönd á fjög- urra ára tímabili. Þess má geta aö Liverpool leik- ur í Adidas-búningnum í fyrsta skipti gegn Juventus á miövikudag í Brussel, í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliöa. ráö“. „Meö hjálp félaga okkar frá Frakklandi og Belgíu munum viö fylgja Liverpool-áhangendunum alla leiö á völlinn og síöan heim aftur þaöan,“ sagöi hann. Taliö er aö 14.000 áhangendur Liverpool muni fara til Brússel til aö fylgjast meö liöi sínu leika. MacGregor sagöi aö lögreglan í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi heföi skipulagt í samein- ingu hvernig best væri aö standa aö „flutningi“ á fólkinu. Ferjur fara frá Dover til Ostend í Belgíu og Calais í Frakklandi — og einnig veröur feröast í lestum. MacGreg- or sagöi aö enginn vínandi yröi seldur á leiöinni, enda heföi sala á honum alltaf haft slæmar afleiö- ingar í för meö sér. Svipuö samvinna lögreglu í þessum löndum var er Everton og Rapid Vín léku til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa í Rotterdam fyrr í mánuöinum og lítil vandræöi komu þá upp. Um 100 Bretar voru síöan handteknir vegna skrílsláta fyrir og eftir landsleik Finna og Englend- inga í heimsmeistarakeppninni í Helsinki nú í vikunni. „Troökóngur" NBA-deildarinnar Þegar hinn árlegi „AII-Star“-leikur í bandaríska körfuknattleiknum fór fram f vetur var einnig haldin „troð-keppni". Þar fóru margir anjallir körfuknattleiksmenn á kostum eins og búist var við — en sigurvegari varð Dominique Wilkins, leikmaður með Atlanta Hawks. Hann sást á þessum myndum „aö störfum" í keppninni. Glæsileg tilþrif svo ekki sá meira sagt — en myndirnar segja auövitað allt sem segja þarf. Þvi má þó bæta viö að hann sigraði Michael Jordan frá Chicago Bulls í úrslitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.