Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LMJGARDAGUR L JÚNÍ 1985 Tré eiga að fara i sorphauga eða í þar til gerða ruslagáma. Svo má prýða sem NÍI STENDUR yfír mikil herferð í Reykjavík. Borgina á að hreinsa og fegra. Hreinsunardeild borgarinnar hvetur menn óspart til að taka til hendinni og tína saman og láta fjar- lægja alls kyns dót sem það hefur safnað saman á lóðum sínum, setja upp vinnuvettlinga og ráðast í að gera ýmis verk í garðinum sem lengi hefur staðið til að vinna en af ýms- um orsökum hafa dregist, mála hús og grindverk, sem þess þurfa með og svo mætti iengi telja. Til þess að auðvelda mönnum starfíð hefur hreinsunardeildin komið fyrir gám- um víðs vegar um borgina þar sem menn geta losað sig við drasl. Mikið hefur áunnist í þessum efnum sl. tíu ár að sögn Péturs Hannessonar, yfirmanns hreins- unardeildar Reykjavíkurborgar. Hann sagði að það væri eftirtekt- arvert hve snyrtimennska í garð- rækt og viðhaldi eigna héldist í hendur við gatnaframkvæmdir. Þar sem lagðar hafa verið góðar götur og gangstéttir situr góð um- gengni í fyrirrúmi hjá íbúum. Hann kvað umgengni hafa batnað mikið sl. tíu ár og nú vantaði að- eins herslumuninn til að viðun- andi mætti teljast. Umgengni og hreinlætismál hafa löngum verið mönnum hug- leikin og hefur margt verið rætt og ritað um þau efni um áratuga skeið og ekki að ófyrirsynju. í gömlu hálfdönsku Reykjavík var sorpi og úrgangi hellt i Lækinn sem þá rann opinn um miðbæinn. Ekki þótti lyktin ávallt góð sem upp af þeim dammi lagði en þetta Bakhlið ísbjarnarins hf. á Örfirisey. Þar er frágangur til fyrirmyndar eins g öll umgengni við það fyrirtæki. níða þótti ekki tiltökumál þá og var raunar á þeim timum síst betra í öðrum löndum. T.d. tíðkaðist það i Edinborg að ef menn vildu losa sig við rusl þá fóru þeir með úrgang- inn út að glugga, ráku upp sér- kennilegt óp og létu síðan draslið vaða út um gluggann. Vegfarend- ur voru viðbragðsfljótir að forða sér út á miðja götu þegar slik óp kváðu við. ólafur Davíðsson segir frá því i dagbók sinni “Ég læt allt fjúka“, að tveir skólabræður hans reikuðu eitt sinn um götur Reykjavíkur i „lýriskum trans“. Vissu þeir þá ekki fyrr til en yfir þá var skvett úr hlandkoppi og fór þá hin ljóðræna stemmning fyrir lítið hjá þeim félögum. Skipuleg hreinsun á vegum Reykjavíkurborgar hófst um 1920, að sögn Péturs Hannessonar. Þá var Knud Zimsen bæjarstjóri í Reykjavík. Pyrst voru notaðar hestakerrur til að hirða sorp frá húsum í Reykjavík en fyrstu „öskubílarnir“ voru teknir i notk- un upp úr 1930. Hestvagnar voru notaðir við götusópun fram til ársins 1940. Knud Zimsen segir frá þvi í ævisögu sinni að hann hafi verið fenginn til að leggja fyrstu skolpleiðslu í höfuðstaðn- um, frá Landakoti niður Ægis- götu, árið 1903. Um svipað leyti fór hann að leggja vatnsleiðslur í hús. Knud segir einnig frá því að við húsið Gimli við Lækjargötu, sem hann og kona hans, Flora, reistu árið 1906, komu þau hjón sér upp skrúðgarði sem var mjög fágætt á þeim tíma og gróðursettu fyrsta vorið tvö hundruð hríslur þó þess sjái ekki stað núna. A fyrstu árum skipulegrar hreinsunar i Reykjavík voru ýmsir þættir þess starfs heldur óyndis- legir svo sem að hreinsa úr kömr- um bæjarbúa. 1 ágústlok 1928 skrifar Halldór Laxness grein um þrifnað á íslandi þar segir m.a.: „Einhver mesta andstyggð sem ég hef nokkurstaðar orðið var við í landi sem á að hánga í því að heita siðað, er útbúnaður íslenskra sal- erna og frágángur þeirra. Jafnvel í illræmdustu fátækrahverfum Suðurevrópu þekkist ekki annað eins.“ Nú er salernismálum ís- lendinga á þann veg háttað að kamrahreinsun er úr sögunni. Þeir sem að sorphreinsun vinna í Reykjavík, sem eru um tvö hundruð að sumarlagi, tæma sorp- tunnurnar í einhvern af þeim tutt- ugu bílum sem hreinsunardeildin hefur yfir að ráða. Einnig eru á hennar snærum þrír götusópara- bílar og sérstakur götuþvottabíll. Nú er svo komið að það er frem- ur fátítt að sjá hús með illa hirt- um garði hvað þá að ekki hafi ver- ið gengið frá lóð. Svona mikil breyting hefur átt sér stað á þeim áttatíu árum sem liðin eru síðan Knud Zimsen vann það brautryðj- Mynd af bæjarstarfsmönnum að moka möl á bfl, tekin árið 1920, við gamla kennaraskólann við Laufásveg. Myndin er tekin framan við Safnahúsið við Hverfisgötu órið 1922. Bfllinn er Ökumaður er Valdimar Stefánsson. R 12, árgerð 1919, Ford T Model. % Gamli Laugarnesbærinn, byggður um aldamót. Þarna er sagður vera hinsti hvílustaður Hallgerðar langbrókar. Menn telja að þetta hús fói að standa en eigi svo að vera þarf að rífa skúra á lóðinni og endurbyggja húsið. Gömul bflhræ eru ekki til prýði á húslóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.