Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LMJGARDAGUR L JÚNÍ 1985 Tré eiga að fara i sorphauga eða í þar til gerða ruslagáma. Svo má prýða sem NÍI STENDUR yfír mikil herferð í Reykjavík. Borgina á að hreinsa og fegra. Hreinsunardeild borgarinnar hvetur menn óspart til að taka til hendinni og tína saman og láta fjar- lægja alls kyns dót sem það hefur safnað saman á lóðum sínum, setja upp vinnuvettlinga og ráðast í að gera ýmis verk í garðinum sem lengi hefur staðið til að vinna en af ýms- um orsökum hafa dregist, mála hús og grindverk, sem þess þurfa með og svo mætti iengi telja. Til þess að auðvelda mönnum starfíð hefur hreinsunardeildin komið fyrir gám- um víðs vegar um borgina þar sem menn geta losað sig við drasl. Mikið hefur áunnist í þessum efnum sl. tíu ár að sögn Péturs Hannessonar, yfirmanns hreins- unardeildar Reykjavíkurborgar. Hann sagði að það væri eftirtekt- arvert hve snyrtimennska í garð- rækt og viðhaldi eigna héldist í hendur við gatnaframkvæmdir. Þar sem lagðar hafa verið góðar götur og gangstéttir situr góð um- gengni í fyrirrúmi hjá íbúum. Hann kvað umgengni hafa batnað mikið sl. tíu ár og nú vantaði að- eins herslumuninn til að viðun- andi mætti teljast. Umgengni og hreinlætismál hafa löngum verið mönnum hug- leikin og hefur margt verið rætt og ritað um þau efni um áratuga skeið og ekki að ófyrirsynju. í gömlu hálfdönsku Reykjavík var sorpi og úrgangi hellt i Lækinn sem þá rann opinn um miðbæinn. Ekki þótti lyktin ávallt góð sem upp af þeim dammi lagði en þetta Bakhlið ísbjarnarins hf. á Örfirisey. Þar er frágangur til fyrirmyndar eins g öll umgengni við það fyrirtæki. níða þótti ekki tiltökumál þá og var raunar á þeim timum síst betra í öðrum löndum. T.d. tíðkaðist það i Edinborg að ef menn vildu losa sig við rusl þá fóru þeir með úrgang- inn út að glugga, ráku upp sér- kennilegt óp og létu síðan draslið vaða út um gluggann. Vegfarend- ur voru viðbragðsfljótir að forða sér út á miðja götu þegar slik óp kváðu við. ólafur Davíðsson segir frá því i dagbók sinni “Ég læt allt fjúka“, að tveir skólabræður hans reikuðu eitt sinn um götur Reykjavíkur i „lýriskum trans“. Vissu þeir þá ekki fyrr til en yfir þá var skvett úr hlandkoppi og fór þá hin ljóðræna stemmning fyrir lítið hjá þeim félögum. Skipuleg hreinsun á vegum Reykjavíkurborgar hófst um 1920, að sögn Péturs Hannessonar. Þá var Knud Zimsen bæjarstjóri í Reykjavík. Pyrst voru notaðar hestakerrur til að hirða sorp frá húsum í Reykjavík en fyrstu „öskubílarnir“ voru teknir i notk- un upp úr 1930. Hestvagnar voru notaðir við götusópun fram til ársins 1940. Knud Zimsen segir frá þvi í ævisögu sinni að hann hafi verið fenginn til að leggja fyrstu skolpleiðslu í höfuðstaðn- um, frá Landakoti niður Ægis- götu, árið 1903. Um svipað leyti fór hann að leggja vatnsleiðslur í hús. Knud segir einnig frá því að við húsið Gimli við Lækjargötu, sem hann og kona hans, Flora, reistu árið 1906, komu þau hjón sér upp skrúðgarði sem var mjög fágætt á þeim tíma og gróðursettu fyrsta vorið tvö hundruð hríslur þó þess sjái ekki stað núna. A fyrstu árum skipulegrar hreinsunar i Reykjavík voru ýmsir þættir þess starfs heldur óyndis- legir svo sem að hreinsa úr kömr- um bæjarbúa. 1 ágústlok 1928 skrifar Halldór Laxness grein um þrifnað á íslandi þar segir m.a.: „Einhver mesta andstyggð sem ég hef nokkurstaðar orðið var við í landi sem á að hánga í því að heita siðað, er útbúnaður íslenskra sal- erna og frágángur þeirra. Jafnvel í illræmdustu fátækrahverfum Suðurevrópu þekkist ekki annað eins.“ Nú er salernismálum ís- lendinga á þann veg háttað að kamrahreinsun er úr sögunni. Þeir sem að sorphreinsun vinna í Reykjavík, sem eru um tvö hundruð að sumarlagi, tæma sorp- tunnurnar í einhvern af þeim tutt- ugu bílum sem hreinsunardeildin hefur yfir að ráða. Einnig eru á hennar snærum þrír götusópara- bílar og sérstakur götuþvottabíll. Nú er svo komið að það er frem- ur fátítt að sjá hús með illa hirt- um garði hvað þá að ekki hafi ver- ið gengið frá lóð. Svona mikil breyting hefur átt sér stað á þeim áttatíu árum sem liðin eru síðan Knud Zimsen vann það brautryðj- Mynd af bæjarstarfsmönnum að moka möl á bfl, tekin árið 1920, við gamla kennaraskólann við Laufásveg. Myndin er tekin framan við Safnahúsið við Hverfisgötu órið 1922. Bfllinn er Ökumaður er Valdimar Stefánsson. R 12, árgerð 1919, Ford T Model. % Gamli Laugarnesbærinn, byggður um aldamót. Þarna er sagður vera hinsti hvílustaður Hallgerðar langbrókar. Menn telja að þetta hús fói að standa en eigi svo að vera þarf að rífa skúra á lóðinni og endurbyggja húsið. Gömul bflhræ eru ekki til prýði á húslóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.