Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1986 Rod Stewart lék á als oddi eftir landsleik Skota og Islendinga á þriðjudagskvöldið. Hann var alsæll með sigur sinna manna — en fannst úrslitin samt óréttlát. „Þið áttuð að vinna, ykkar lið var betra, “ sagði hann um leið og hann heilsaði kampakátum Skotum á barnum á Loftleiðahótelinu. Þeir voru á öllum aldri og vildu ólmir heilsa stráknum Roddie. „A fina wee lad, “ sagði einn þeirra og pantaði óbeðinn romm og kók handa rokkstjörnunni. Stewart þakkaði fyrir sig á hrognamáli Glasgow-búa og skrifaði nafn sitt á leikskrána í þakklætisskyni. Kem hingað Sæl og glöð eftir fslandsdvölina — Rod Stewart og Kelly Emberg á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudagskvöldió. og held hljómleika ef þið vinnið Spán í fótbolta liðið hans fékk á sig mark að hann var nærri farinn að skæla, litla skinnið. Broke my heart, poor lad.“ — Hversu alvarlega tókst þú fót- bolta sjálfur á sínum tíma? „Well, býsna alvarlega. Ég spil- aði með Brentford — nei, varaliði Brentford, svo allt sé nú rétt. Ég er enn að spila fótbolta. Nú spila ég þrisvar í viku með fótboltaliði i Kaliforníu, sem heitir The Exiles. Við erum flestir Bretar — þess vegna heitir það Exiles (Útlagarn- ir). Það er stórgaman — gallinn er sá, að við höfum eiginlega enga almennilega velli í Kaliforniu. Það er sifellt verið að henda út á þá grjóti, glerbrotum og svoleiðis. Enn og aftur: allt öðru vísi en hér.“ — segir rokkstjarnan Rod Stewart í einkaviðtali við Morgunblaðið „Sweet Little Rock & Roller“. Stjarnan sýnir taktana. Landsliðsbúningur fyrir Stewart yngri Hann hafði haft miklar áhyggj- ur af Sigurði Jónssyni landsliðs- manni, sem varð fyrir meiðslum i leiknum og gat ekki á heilum sér tekið fyrr en hann hafði komist niður í búningsherbergi til að heilsa upp á hann ásamt lækni sínum og gömlum fjölskylduvini, Dr. Patterson, sem hefur hjúkrað knattspyrnumönnum í yfir tvo áratugi. Fyrr um daginn hafði hann fengið að gjöf íslenska og skoska landsliðsskyrtu frá Henson og að auki íslenskan landsliðsbúning og búning Manchester United á sex ára gamlan son sinn. Hann varð yfir sig hrifinn af glænýrri rauðsprettu og graflaxi á Hótel Holti í hádeginu og linnti ekki lát- um fyrr en hann fékk graflaxflak til að hafa með sér heim. Eftir stutta gönguferð um miðborg Reykjavíkur, þar sem hann fékk að vera í friði fyrir vegfarendum — öðrum en nokkrum drukknum Skotum i Austurstræti — naut hann útsýnisins úr öskjuhlíð yfir höfuðborgina, sem skartaði sínu fegursta. Hann var því ánægður með daginn og lífið — og þá ekki síður sigur skoska landsliðsins yf- ir því íslenska. „Well,“ sagði hann svo þegar við vorum sestir í herbergi innaf barnum á Loftleiðahótelinu, „Þið voruð bara óheppnir. Fótbolti snýst um að koma boltanum í net- ið.“ — Hver fannst þér bestur í skoska liöinu? „Strachan og Leighton stóðu sig mjög vel, ekki síst Leighton, sem varði vítaspyrnuna og bjargaði leiknum fyrir Skota. Við hefðum í raun og veru átt að vera tveimur eða þremur mörkum undir í hálf- leik ...” Stórkostlegt tilstand — En í íslenska liðinu? „Aaah, númer níu (Teitur Þórð- arson) lék vel — þú fyrirgefur þótt ég muni ekki nöfnin. íslenska liðið sem heild lék mjög vel og hefði átt að vinna leikinn. Svo einfalt er það. En þetta var allt mjög skemmtilegt — öll atriðin fyrir leikinn, að láta kór syngja skoska þjóðsönginn, koma með boltann í fallhlíf niður úr háloftunum, allt þetta var stórkostlegt. Og það besta var að það var engin þörf fyrir allt þetta tilstand. Það hefði verið hægt að selja inn á völlinn, láta þá hlaupa í einn og hálfan tíma og hirða peningana. Þetta yljar manni um hjartaræturnar. Hérna var skemmtun, fjölskyldu- skemmtun. Það er ekki hægt sem stendur að fara með krakkana sína á völlinn i Englandi. Áður fyrr gat maður farið með kærust- una og fjölskylduna alla á völlinn og skemmt sér ærlega — nú er þetta ekki hægt lengur Lætin eru of mikil. Hérna var þetta allt öðru vísi. Ég skal segja þér, að ég hálf skammaðist mín þegar Skotarnir skoruðu! Rétt hjá mér var lítill strákur, sem varð svo sár þegar Betra aö sofa út á morgnana — Þú etlaðir þér einhverntíma að verða atvinnuknattspyrmimaður, ekki satt Hvað gerðist — tók rokkið völdin? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Staðreyndin er sú, að mér þótti svo gott að sofa frameftir á morgnana! Fótboltamenn geta það ekki en mig grunaði að ég gæti verið lengur í rúminu á morgnana ef ég væri músíkant! Samt held ég að ég hafi í raun og veru aldrei tekið fótboltann nógu alvarlega — mér finnst ég hins vegar taka músík alvarlega og helga mig henni af alvöru. Ég reyni þó að sjá Skota spila hvar sem þeir eru — ef ég er í nágrenninu, þá fer ég á völlinn. Æ, ég veit ekki alltaf hvers vegna, ha ha ha. Stundum tekur því varla. Þú hefðir átt að sjá leikinn í kvöld, maður. Ég hefði 3ko ekki tekið það nærri mér þótt við hefðum tapað leiknum. ís- lendingar áttu skilið að vinna.“ Borgarstjórinn í Bankastræti — Hvernig hefur þér svo líkað dvölin hér? „Alveg stórkostlega. Móttökurn- ar hafa verið mjög innilegar og hafa yljað manni um hjartaræt- urnar. Við höfum engu mætt hér nema hlýju og elskulegheitum. Þetta hefur verið mjög gaman allt saman. Það skemmtilegasta í dag var þegar við vorum á gangi f miðborginni og hittum borgar- stjórann, the Lord Mayor, sem var að fara í gagnstæða átt eins og ekkert hefði í skorist. Hann stopp- aði og heilsaði okkur — hæ, Rod, gaman að sjá þig. Hann er elsku- legur náungi og bráðfyndinn, borgarstjórinn hérna, ég varð mjög hrifinn af honum.“ — Hann er feiknarlega vinsæll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.