Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 56
, 56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 / 1 ingar. Þeir eru allt frá ansjósunni við Perústrendur, sem átti að hafa 9 milljóna tonna afkastagetu og upp í kóngakrabbann við Alaska, sem féll úr 84 þúsund tonna afla 1980 niður í 7000 tonn 1984, en þá voru kynþroska kvenkrabbar al- veg að hverfa. Þessi óstjórn á veið- unum hefur því reynst dýrt spaug. Til dæmis missti Perú þriðjung af útflutningverðmæti sínu við hvarf ansjósanna, því tveir aöalútflutn- ingsþættir landsins voru þar með úr sögunni með ansjósunum, fiski- mjölið og gúanóið frá sjófuglunum er lifðu á ansjósum. Þá má taka þorskveiðiaflann í Norður Atl- antshafi, sem ætti að geta gefið 1,35—1,75 milljónir tonna, en hef- ur ekki fært á land meira en 600 ^ þúsund tonn á undanförnum ár- um. Svipað uppgjör á öðrum fisk- tegundum gefur þá skelfilegu mynd að 11 milljóna tonna mögu- legum afla hafi verið glatað árlega vegna óstjórnar á fiskveiðum. Þótt þorskurinn í Atlantshafi virðist nú vera smám saman að ná sér á strik, þá gera ansjósurnar það alls ekki. Þótt ofveiði sé orðin svona al- menn, þá eru orsakirnar ekki allt- af þær sömu. En hver sem orsökin er, þá hafa tveir undanfarnir ára- tugir markast af hruni hvers fisk- vexti stofnsins á fætur öðrum. Þótt þetta fyrirbæri væri í upphafi bundið við Norður-Atlantshafið, þá breiddist það brátt út til Kyrrahafsins líka. Á undanförn- um 10 árum hafa svo jafnvel ný- fundin fiskimið á suðlægari breiddargráðum — í Suðaustur- Asíu, Thai-flóa, Indlandshafi og við strönd Nýja Sjálands — á skömmum tíma verið veidd nær alveg upp og eru að hrynja. Niður- staðan er semsagt sú að engin upplýst manneskja getur velkst í vafa um að aukningu á fiskveiðum eru takmörk sett hvaða sjávar- fang sem um er að ræða. Ekki er þó alltaf ljóst hvort fiskleysi á ákveðnum árum sé afleiðing nátt- úrulegra orsaka svo sem veður- farsbreytinga eða vegna ofveiði. Og í rauninni getur verið enn verra, að eðlilegt fiskleysi til dæmis vegna breytilegs hitastigs í sjónum getur í sjálfu sér orðið undirrót ofveiðinnar, einkum ef veiðarnar eru þegar komnar ná- lægt mögulegu veiðimarki. Vís- indamenn eru nú að skoða ná- kvæmar samspilið milli stofn- anna, enda ljóst að flókið samspil milli tegunda gerir mjög erfitt fyrir, ef ekki ómögulegt, að stjórna veiði á einni einangraðri tegund. í greinargerð FAO frá 1983 segir að „stór fiskur étur lít- inn fisk, en stórir einstaklingar í smávöxnum fiskstofnum geta gleypt litla einstaklinga (með hrognum og sviljum) af stóru teg- undinni". Val milli tegunda Stjórnendur fiskiveiða í öllum heimshornum standa því and- spænis ákvarðanatöku um það á hvaða þátt í fæðukeðjunni þeir eigi að leggja mesta áherslu. Grundvallarspurningin er því hvort eigi fyrst og fremst að veiða og nýta stærstu tegundirnar og efst í fæðukeðjunni (venjulega eft- irsóttar á matborðið) eða smærri tegundirnar sem einkum eru dýr- mætar til framleiðslu á fiskimjöli. Efnahagsþættir gera oft út um það. Ef t.d. er litið til sjávarafla í Norðursjó, má leggja málið nokk- uð skilmerkilega upp. K.P. And- ersen og Erik Ursin spyrja: Vilj- um við að þessi fæðuuppspretta í Norðursjónum fari á „matborðið sem þorskur er lifað hefur á lif- andi fiski eða sem kjúklingur er lifað hefur á fiskimjöli?". Valið byggist m.a. á mati á hæfni þorsksins og kjúklingsins í að breyta litlum fiskum neðar í líf- keðjunni í eftirsótta rétti. Hættan við alvarlega ofveiði á einhverjum fiskstofni er sú, að það er engin trygging fyrir því að hann nái sér aftur. Hrun fyrr- nefndra fiskstofna og meðfylgj- andi tap á fiskafla upp á 11 millj- ónir tonna er býsna dýrkeypt tap á sjávarafla, er verulega meira að tonnfjölda en það fiskmagn sem ræktað er. Þar sem það verður á sama tíma og próteinkröfur í heiminum fara jafnt og þétt vax- andi, þá er næstum óhjákvæmi- legt að fiskverð hækki í verði. Hver tegundin af annarri veidd upp Verðmesta fiskinum hættir til að verða fyrst ofveiddur, þ.e. rán- fisktegundum á borð við laxinn, þorskinn og túnfiskinn sem efstir eru í lífkeðjunni. Ekki er þó sviðið skilið eftir autt þegar ofveiði hef- ur sett þá úr leik. Þá skiptir yfir í aðrar og minna eftirsóttar teg- undir. Fiskimálaráðherra Kanada lýsti þessu í smáatriðum 1977: „Hver tegundin á fætur annarri hefur verið veidd upp eftir ákaf- lega reglubundnu mynstri. í hverju tilfelli byrjaði atburðarás- in með mjög aukinni veiðisókn fiskveiðiflota á fjarlægum miðum, sem í fyrstu hafði í för með sér snögga og mikla aflaaukningu, en á eftir fór undantekningarlaust mikið aflaleysi. Á þessu stigi snýr flotinn allri athyglinni að öðrum fisktegundum, veiðir sig í gegnum hverja hefðbundnu veiðitegundina af annarri niður í þær sem fyrrum þótti lítið til koma og voru því ónýttar. Og hvað snertir eyðingu fiskstofnanna í Atlantshafi hefur Kanada frá upphafi verið á und- anhaldi. Allt mat á framtíðarhorfum í fiskveiðum heimsins hlýtur að gera greinarmun á fiskveiðum og fiskræktun. Um leið og heims- byggðin gerir sér smám saman grein fyrir því að fiskur, sem borgar sig að veiða í hafinu, er nálægt því að vera fullnýttur, þá eru möguleikarnir á aukningu fiskræktar miklir, einkum þar sem til er nægt land og nóg vatn. Þótt fjármagn sé dregið út úr fisk- veiðum á fjarlægum miðum, þá fara fjárfestingar í fiskrækt og fiskibúskap vaxandi. Jafnframt því sem undirstöðurannsóknir í fiskrækt aukast, þá hafa bændur, fyrirtæki, ríkisstjórnir og alþjóð- leg þróunarsamtök aukið fjárfest- ingar sínar í fiskframleiðslu. Til dæmis er áætluð fjárfesting bænda í Bandaríkjunum í geddu- rækt yfir 400 milljónir dollara. Og allir stóru alþjóðlegu bankarnir eru að auka lán sín til vaxandi fiskræktar í þróunarlöndunum. Sívaxandi fjárfestingaflóð bæði ríkisstjórna og fyrirtækja í laxa- rækt að undanförnu er aðdáun- arvert og vel þegið. Tölur um lax- veiði undanfarna hálfa öld sýna, að hún náði hámarki upp úr 1930 eða rétt fyrir seinni heimsstyrj- öldina, þegar veiddar voru um 350 milljónir laxa. Á næsta áratug féll aflinn niður í 170 milljónir, eða um meira en helming. Ofveiði, stíflur og mengun voru farin að taka sinn toll. Frá 1950 til 1970 hélst veiðin merkilega jöfn í þessu magni. En síðan hefur laxveiðin aukist hægt og örugglega, og er þakkað hinu gífurlega magni af seiðum sem sleppt er í Norður- Kyrrahaf frá Japan, Sovétríkjun- um og Bandaríkjunum. Það hefur kostað mikla rannsóknastarfsemi og mikið fé en laxveiði er nú eftir 45 ár komin upp í sama magn og hún var 1940. Verðið hefur fylgt þessu, stórhækkaði 1967 til 1979, en milli 1979 og 1983 hefur það aftur lækkað um 45% um leið og framboð hefur vaxið. Hugsanleg leið til að auka sjáv- arafla í heiminum væri að taka hann neðar í lífkerfinu. í stað þess að veiða bolfiskana efst i lífkeðj- unni, svc sem laxinn, þá gæti fiskiðnaðurinn nýtt sér milliteg- undir — til dæmis síld og skylda fiska. Þótt það sé tæknilega mögu- legt þá yrði ekki fljótgert eða auð- velt að breyta matarvenjum neyt- enda. í skýrslu um framboð og eftir- spurn fram til aldamóta hafa sér- fræðingar FAO spáð þvf að þörfin á fiski til manneldis verði um 100 milljónir tonna og eftirspurn eftir fiskimjöli og öðrum fiskafurðum til annarra nota haldist við 20 milljón tonna markið. Samanlagt yrði þörfin þá um 120 milljónir tonna. Ekki eru framboðshorfur bjartar. Þrátt fyrir allmikla bjartsýni telur þessi stofnun Sam- einuðu þjóðanna ekki að fiskaflinn geti farið upp fyrir 93 milljónir tonna, og er þá undir eftirspum. Sérfræðingarnir telja þó að hækk- andi verð á sjávarafurðum muni lækka kröfurnar og þannig náist jöfnuður i minna magni en þetta. Samkvæmt spá FAO er líklegt að fiskverð fari hækkandi út þessa öld og lengur. Það kann að valda gremju meðal þjóða Vesturlanda, sem finnst lax og kóngakrabbi hreinasta lostæti. Ennþá verra verður það fyrir íbúa þriðja heimsins sem lifa á fiskveiðum og verða að fá prótein sín úr fiski. Þetta er þeim mun uggvænlegra því þessi verðhækkun á sjávarafla fylgir náið hækkun á korni og öðr- um fæðutegundum úr landbúnað- inum. (Tekið saman af E.Pá.) Kristján Sveinsson augnlæknir - Minning Nýjung hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún: Tryggja féiagsmenn og börn þeirra á almennum markaði Þegar slíkur heiðursmaður sem Kristján Sveinsson, augnlæknir, fellur frá, þá er efst í huganum þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka persónu- leika og göfugmenni. Það er lán- söm þjóð sem hefur eignast slíkan son og mikil er gæfa Reykjavík- . urborgar að hafa átt slíkan / mannvin. Það er þeim stjórnend- um borgarinnar til mikils sóma, sem höfðu vit til þess að gera slík- an mann að heiðursborgara. Við hjónin teljum það mikið happ í okkar lífi að hafa átt Kristján heitinn að vini. Vinátta og um- hyggja Kristjáns fyrir okkur hef- ur verið ómetanlegt veganesti og styrkur. Milli þeirra hjónanna Maríu og Kristjáns Sveinssonar og foreldra Helgu var frá fornu fari mikil og náin vinátta, eins og Kristján hef- ur lýst allnákvæmlega í ævisögu sinni. Þess nutum við hjónin í æ ríkara mæli eftir því sem árin færðust yfir og svo áttum við auk þess uppáhalds sameiginlega borg, Vín, þar sem Kristján lærði augn- lækningar og við búum. Okkur þótti einnig fróðlegt að kynnast vísindamanninum Krist- jáni Sveinssyni, en við unnum stundum með honum við frágang vísindarita um augnlæknisfræði í erlend tímarit. Líklega er það ekki á margra vitorði nema kollega hans, hvílíkt vísindastarf hann vann. Verka hans er getið í alþjóð- legum kennslubókum og skýrslur hans og skarpar athuganir á sviði augnsjúkdóma og ekki síður á sviði erfða þeirra er stórmerkilegt tillag til íslenzkra og alþjóðlegra vísinda. En það sem er efst í huganum er mannkærleikur Kristjáns, fórn- fýsin, óþreytandi starfsgleðin og hið lifandi létta skap og persónu- leiki sem geislaði af. Til allrar hamingju lifir það í börnum og fjölskyldu Kristjáns, sem nú hafa mikils að sakna en eiga um leið þakklátar minningar um slíkan föður, tengdaföður og afa. Það er ekki hægt að kveðja vin okkar Kristján án þess að minnast Maju heitinnar, konu hans, sem lést löngu fyrir aldur fram af- bragðskonu, fallegri, skemmtilegri og góðri. Það voru ill örlög þegar hún féll frá svo snemma og skyndilega og orðin í ævisögu Kristjáns um Maríu segja meira en mörg bindi. „María var mér sannkölluð heillastjarna. Hennar hef ég sárt saknað." Við vonum að minning og for- dæmi þessa látna vinar megi verða íslenskri æsku að leiðarljósi um hvernig hægt er að lifa lífinu og kannski hvernig ætti að lifa líf- inu. Okkur langar að nota orð Krist- jáns sjálfs: „Hans munum við sárt sakna.“ Guð blessi minningu göfug- mennisins og styrki bömin hans, Guðborgu og Kristján yngri og fjölskyldur þeirra. Vínarborg 25.maí, Helga I. Pálsdóttir Björn 8igurbjörnsson. AÐALFUNDUR Dagsbrúnar sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtu- dagskvöld að heimila stjórn félags- ins að ganga til samninga við trygg- ingafélag um sérstakar sjúkratrygg- ingar til viðbótar þeim sem nú gilda, auk þess tryggingar á börnum fé- lagsmanna. Það kom fram á fundin- um, að Dagsbrún hyggst semja við Brunabótafélag íslands um þessar tryggingar til næstu sex mánaða, þ.e. til áramóta. Að sögn þeirra Guðmundur J. Guðmundssonar formanns Dags- brúnar og Þrastar ólafssonar framkvæmdastjóra, sem skýrðu frá máli þessu á aðalfundinum, hafa Dagsbrún borist tilboð um slíka heildartryggingu frá Bruna- bótafélaginu. Fela þau í sér, að við lát félagsmanns mun greiðsla til eftirlifandi maka fimmfaldast, þ.e. fara úr 25 þús. kr. í 125 þús. Þá munu slysabætur ennfremur verða greiddar þó svo slys verði utan vinnutíma. Auk þessa verða börn félagsmanna örorkutryggð fyrir allt að 500 þús. kr. við 100% örorku. Sjúkratryggingarsjóður Dagsbrúnar á nú um 17 millj. kr. samkvæmt ársreikningum og upp- lýstu þeir félagar að kostnaður af tryggingunum hjá Brunabót næmi tæpum tveimur millj. kr. fram til áramóta, en það væri innan við helmingur af nettótekjum sjúkra- sjóðsins, þegar hann hefði greitt dagpeninga og rekstrarkostnað. Sú fyrirspurn kom fram á fund- inum, hvort ekki hefði verið leitað tilboða frá öðrum tryggingafé- lögum. Því var svarað á þá lund, að Brunabótafélagið hefði nálgast Dagsbrún og boðið þessa sérhönn- uðu vátryggingavernd, sem væri verðtryggð hóplíftrygging. Samn- ingurinn sem fyrirhugað væri að gera gilti aðeins til áramóta og þá gæfist öðrum tryggingafélögum kostur á að bjóða betur, ef þau hefðu áhuga á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.