Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.06.1985, Qupperneq 61
V ✓ 60 MORGtÍNBLAOÍti, iitáKfNUDÁG'tÍR'2. JÚNl 1985 MOBGUNBLAJDIP,. SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1985 A > Ljósmynd/Magnús ólafsson Leikmenn A.B. og Fram framan við búningsklefana á Melavelli 1919. Myndin er tekin degi áður en leikmenn A.B. fóru í reiðtúr þann sem mestu réð um úrslit í leik þeirra og íslenska útvalsliðsins. Ljósmynd/P. Söraa Þátttakendur í konungsglímunni sem fram fór á Melavellinum 1924. Sigurvegarinn Sigurður Greipsson er fimmti frá hægri. Ljósmynd/M&gnús Ólafsson Stangarstökkvari á leið yflr rána. Myndin er tekin á frjálsíþróttamóti um 1920. Frá frjálsíþróttamóti um eða upp úr 1920. Hlauparar koma að marki. Ef myndin prentast vel má sjá að fjöldi áhorfenda undirbýr sig til að Ijós- mynda úrslit hlaupsins. Ljósmynd/Magnús Ólafsson Kópia Ljósmyndasafnið ® landann í nokkrum leikjum og sigruðu í öllum nema einum. Tap- leikur Dananna var hér lengi í minnum hafður, einkum þó og sér í lagi vegna þess sem talið var að mestu hefði ráðið um úrslit leiks- ins. í niðurlagi greinar sinnar um leikinn segir blaðamaður einn svo: „En ótalið er ennþá það, sem mestu réði um úrslit leiksins, og heita það harðsperrur. Heimboðs- nefndin sá að eina ráðið til þess að AB gæti fengið slæma útreið, var það að fara með Danina í „útreið- artúr“. Þetta hreif og í fyrrakvöld þegar þeir komu úr Firðinum, voru þeir allir liðamótalausir um hnén og það sem snert hafði hnakkinn eins og glóandi eldhaf. Liðamótin voru ekki fundin aftur og eldurinn ekki slokknaður í Frá Melavellinum á gullaldaránim frjálsra íþrótta hér á landi í kringum 1950. Eins og myndin ber með sér var keppnin þá oft afar spennandi, enda létu áhorfendur sig aldrei vanta. Ljósmynd/Pétur Thomsen MYND 0G SAGA SVIPMYNDIR FRÁ TEXTI OG UMSJÓN: ÍVAR GISSURARSON Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum að nú er unnið við að rífa til grunna gamla góða Melavöllinn, en við það munum við Reykvíkingar missa enn einn sögustaðinn af sjónar- sviðinu. Ekki er það ætlun mín að ræða hér um minjagildi þessa ágæta vallar sem eflaust verður kvaddur með trega af þeim fjöl- mörgu íþróttamönnum og áhorf- endum sem margir hverjir áttu sér þar sínar sælustu stundir. Hér munu aðeins verða dregnar upp nokkrar svipmyndir úr sögu þessa merka leikvangs, sem mestan þátt hefur átt í framsókn íslenskrar íþróttahreyfingar, fyrr og síðar. Árið 1910 bundust íþróttafélög- in í Reykjavík samtökum í því augnamiði að knýja á um bygg- ingu íþróttavallar og linna ekki látum fyrr en sá draumur væri orðinn að veruleika. Var nú leitað til bæjarstjórnar og lét hún sam- tökunum eftir svæði á Melunum til afnota, án endurgjalds. Auk þess gaf bæjarstjórnin 2.500 krón- ur til vallargerðarinnar, en sú upphæð mun á þeim tíma hafa þótt allrífleg. Styrkurinn, banka- lán og ýmis fjárframlög önnur leiddu til þess að framkvæmdir hófust fyrr en nokkurn hafði grunað. Byggingunni sem var undir yfirumsjón Jóns Þorláks- sonar miðaði það vel að völlurinn var vígður þann 11. iúní 1911. Vígsluræðuna hélt Olafur Björnsson ritstjóri ísafoldar en þar sagði hann m.a.: „Ég þykist mega fullyrða að íþróttavöllurinn, sem vér vígjum í dag, sé álitlegur mílumarksteinn á framsóknarbraut íslenskrar lík- amsmenningar. Hann er einn ávöxturinn af heilbrigðum endur- gróðri íslensks þjóðlífs á síðustu tímum. Hann er einn votturinn um það, að hjá oss er að fæðast að nýju endurfrjóvgaður, hollur tíð- arandi, heilbrigðar skoðanir um það, sem fornmenn töldu mest um vert og lýsir sér í rómverska mál- tækinu: Sana mens in sano corp- ore (Heilbrigð sál í hraustum lík- ama). Ég vildi óska þess, að íþróttavöllurinn þessi mætti að því styðja að vor á meðal vaxi upp æ fleiri hraustir sveinar og horsk- ar meyjar er skilji þetta fornmál- tæki og láti sér það að kenningu verða." Að lokinni vígsluræðu ólafs hófst svo leikfimisýning ÍR og af gömlum blöðum má sjá að þar hefur farið saman þvílík fegurð og mýkt, að unun hafi verið á að horfa. Að lokinni leikfimisýningu fór svo fram knattspyrnuleikur milli Fram og Fótknattleiksfélags Reykjavíkur (nú KR) og lauk hon- um með jafntefli. Á næstu árum var völlurinn svo óspart notaður til hinna ýmsu íþróttaiðkana svo sem knatt- spyrnu, glímu, fimleika, frjálsra íþrótta, tennis og þá var skautað á veturna. Árið 1912 vann KR fyrsta íslandsmótið í knattspyrnu, sem að sjálfsögðu fór fram á Melavell- inum. Árið 1919 tókum við íslendingar á móti fyrstu erlendu knatt- spyrnumönnunum sem hingað komu gagngert til kappleikja, en þar voru á ferðinni fræknir kapp- ar frá danska félaginu AB. Á Melavellinum öttu þeir kappi við Ljósmynd/Magnús Ólafsson Ólafur Björnsson ritstjóri flytur vígsluræðuna á Melavellinum þann ll.júní 1911. LjÓ8mynd/MagnÚ8 Ólafsson Firaleikamenn sýna listir sínar við vfgshi vallarins 1911. gærkveldi. Og undir þeim kring- umstæðum er ekki gott að sparka knetti.“ Þriðji áratugurinn líður svo án nokkurra stórviðburða á íþrótta- sviðinu, en upp úr seinni heims- styrjöldinni varð Melavöllurinn vettvangur mikilla afreka frjáls- íþróttamanna sem lengi verða í minnum höfð. Þá sýndu þar snilli sína menn eins og Clausen- bræður, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson og Finnbjörn Þor- valdsson svo einhverjir séu nefnd- ir. Kappar þessi náðu að troðfylla völlinn áhorfendum ár eftir ár og skapa slíka stemmningu, að elstu menn muna ekki annað eins, enda ekki á hverjum degi sem gefur á að líta tvo íslenska Evrópumeist- ara samtímis, en þeim árangri náðu þeir Huseby og Torfi árið 1950. Huseby varð reyndar einnig Evrópumeistari 1946. Það var svo ekki fyrr en 1959 að Melavöllurinn glatar forystuhlut- verki sínu til Laugardalsvallarins sem var vígður 17. júní það ár. Engu að síður fór þó svo að völlur- inn var í stöðugri notkun allt fram til þess að gervigrasvöllurinn í Laugardalnum var tekinn í notk- un nú í vor. Og eins og fyrr getur er nú stutt í að þessi sögufrægi leikvangur hverfi með öllu. En eitt er þó víst að í huga margra mun hann enn lifa um stund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.