Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Ár æskunnar setur svip á þjóðhátíðarárið REYKJAVIK Kl. 9:55. Samhljómur kirkju- klukkna í Reykjavík. Kl. 10:00. Forseti borgarstjórn- ar, Magnús L. Sveinsson, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Lúðra- sveit verkalýðsins leikur: Sjá roð- ann á hnjúkunum háu. Stjórnandi Ellert Karlsson. Við Austurvöll Lúðrasveit verkalýðsins leikur ættjarðarlög. Kl. 10:40. Hátíðin sett. Kolbeinn H. Pálsson formaður Æskulýðs- ráðs flytur ávarp. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. For- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar á Austurvelli. Ávarp forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Ávarp fjallkon- unnar. Kynnir Ásdís J. Rafnar. Kl. 11:15. Guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Prestur sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Dómkórinn syng- ur undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Einsöngvari Magnús Jónsson. Kl. 11:00-12:00. Félagar úr Fornbílaklúbbi íslands aka göml- um bifreiðum um borgina og kl. 13:30 ekur klúbburinn í hóp kring- um Tjörnina að Kolaporti þar sem bifreiðirnar verða sýndar til kl. 17:00. Hallargarður og Tjörnin Kl. 13:00—9:00. í Hallargarði verður mini-golf og á suðurhluta Tjarnarinnar verða róðrarbátar frá siglingaklúbbi Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Útitafl KI. 13:00. Unglingar tefla á úti- tafli. Skáksveitir úr tveimur skól- um aðstoða við skákina. Hljómskálagarður Kl. 14:00—18:00. Skátadagskrá. Tjaldbúðir og útileikir. Kl. 14:30—15:15. Glímusýning. Golfsýning. Kl. 17:30. Leikþáttur fyrir börn. Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Skrúðganga Kl. 14:00. Safnast saman við Hlemmtorg. Kl. 14:á). Skrúðganga niður Laugaveg og Bankastræti. Lúðra- sveitin Svanur leikur undir stjórn Kjartans óskarssonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Félagar úr Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur taka þátt í göngunni í þjóðbúningum. Dagskrá í Miðbænum. Lækjar- torg, Lækjargata, Bankastræti. KI. 14:30. Leikþáttur fyrir börn á Lækjartorgi. Randver Þorláks- son, Sigurður Sigurjónsson og örn Árnason. Kl. 14:50. Bjössi Bolla og Jón Páll á Lækjartorgi. KI. 15:00. Sultuleikhúsið flytur sýninguna „Hunangsmáni". Sýn- ingin fjallar um prins og prins- essu á brúðkaupsferðalagi, með þeim eru ýmsir skemmtikraftar og lífverðir. Á vegi þeirra verður dreki og kalla þau tröll til hjálpar. Kl. 15:45. Reiðsýning. Félagar úr Félagi tamningamanna sýna hesta sína í Lækjargötu. Kl. 15:45. Tóti trúður skemmtir á Lækjartorgi. KI. 16:00. Leikþáttur fyrir börn endurtekinn á Lækjartorgi. KI. 16:30. Stjúpsystur skemmta á Lækjartorgi. Kl. 16:45. „Hunangsmáninn" endurtekinn. r Kl. 17:00. Félagar úr Vélflugfé- lagi íslands fljúga vélum sínum ■. yfir borgina. Ath. Týnd börn verða í umsjá gæslu- fólks í MR. Gerðuberg Kl. 15:00—18.00. Blönduð dag- skrá fyrir eldri borgara. Umsjón Hermann Ragnar Stefánsson. Sjúkrastofnanir: Bjössi Bolla og Jón Páll heimsækja barnadeildir Landspítalans og Landakotsspít- ala um morguninn. Kjarvalsstaðir Kl. 16:00-18:00. Blönduð dag- skrá. íslenska hljómsveitin. Þjóð- lagaflutningur. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir dansa og kynn- ir íslenska búninga. íþróttir Kl. 15:00. Reykjavíkurmótið í sundi í Laugardalslaug. Kl. 16:00. Knattspyrna í Laug- ardal. Úrvalslið drengja. Reykja- vík—landið. Kvöldskemmtun í miðbænum. Kl. 19:30—23:30 Leikið fyrir dansi. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Rikshaw og Létt- sveit Ríkisútvarpsins leika fyrir dansi. 17. júní tónleikar í Höllinni. Kl. 21:00—00.30. Kvöldskemmt- un í Laugardalshöll. Fram koma Mezzoforte, Grafík, Gipsy og Meg- as. Lúðrasveitin Svanur leikur við innganginn. Verð aðgöngumiða kr. 100. SELFOSS Dagskráin hefst kl. 10.00 með opnu húsi hjá Brunavörnum Árnes- sýsiu í Slökkvistöðinni, Slysavarna- deildinni í Tryggvabúð, Lögreglunni við lögreglustöðina og í lista- og dýrasafninu í Safnahúsinu. Á sama tíraa hefst einnig fyrirtækjakynning og er það Mjólkurbú Flóamanna sem kynnir starfsemi sína og fram- leiðslu til kl. 15.00. Barnamessa verður síðan í Selfosskirkju kl. 10.30. Eftir hádegið heldur hátíða- dagskráin áfram og hefst kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Selfosskirkju. Að þessu sinni verður gengið Kirkjuveg, Eyraveg, Engjaveg, Tryggvagötu, Austurveg, Reyni- velli, Skólavelli, Bankaveg að íþróttahúsi. Kl. 14.00 hefst hátíðardagskrá í íþróttahúsinu þar sem séra Gylfi Jónsson rektor í Skálholti þjónar í hátíðarguðsþjónustu. Þau Hall- dóra Káradóttir og Þórir Her- geirsson flytja hátíðarræðu, Lúðrasveit Selfoss mun leika und- ir stjórn Geirþrúðar Bogadóttur, fjallkonan flytur ávarp og Samkór Selfoss syngur undir stjórn Helga E. Kristjánssonar. Kvenfélag Selfoss verður með árlega kaffisölu í Gagnfræðaskól- anum sem hefst kl. 14.30 og á sama tíma hefst einnig i skólanum sýning sem nefnist Bærinn okkar, þar sem sýnt verður skipulag Sel- fossbæjar. Gamlir glæsivagnar verða til sýnis á bílastæði Kaupfé- lags Árnesinga frá kl. 15.00 og kl. 15.45 hefst útiskemmtun við Sund- höll Selfoss þar sem ýmislegt verður sér til gamans gert. Öllum börnum er boðið til kvikmyndasýningar kl. 17.00 í Selfossbíói og á sama tíma hefst i Tryggvaskála barnadansleikur þar sem hljómsveitin Trinity leik- ur fyrir dansi. Kvölddagskrá hefst með skemmtidagskrá i iþróttahúsinu með lúðrasveitarleik, ávarpi bæj- arfulltrúa, söng, hljóðfæraleik, leikþáttum og ýmsu grini og gamni. Loks er áformað að dansa i tjaldi við Félagsheimilið við und- irleik hljómsveitarinnar Lótusar og i Selfossbíói leikur Kaktus fyrir dansi. Auk þeirra dagskráratriða sem upp hafa verið talin munu Sérleyf- isbílar Selfoss halda uppi stræt- isvagnaþjónustu líkt og í fyrra. Vagnarnir munu aka á heilum og hálfum tíma frá aðalstoppistöð við Safnahúsin hringferð um bæ- inn og einnig út á flugvöll þar sem Flugklúbbur Selfoss býður upp á útsýnisflug ef veður leyfir. HAFNARFJÖRÐUR Kl. 8:00. Fánar dregnir að húni. Kl. 10:00. Kaplakriki. 17. júni mótið í frjálsum íþróttum. Kl. 10:00. Lækjarskóli. Bátaleiga Þyts. Kl. 10:00. Hvaleyrarholt. Knatt- spyrna, FH gegn Haukum, 5. og 6. flokkur karla. Einnig munu fall- hlífastökkvarar sýna listir sínar og koma svífandi með boltann til leiksins. Kl. 13:45. Safnast saman í Hell- isgerði. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Kl. 14:00. Helgistund í Hellis- gerði. Sr. Einar Eyjólfsson og kór Flensborgarskóla. KI. 14:30. Skrúðganga frá Hell- isgerði gengið að Lækjarskóla. Kl. 15:00. Hátíðarsamkoma í Lækjarskóla. Hátíðina setur Al- bert Már Steingrímsson. Hátíð- arræðu flytur Ingvar Jónsson. Ávarp fjallkonu, Halla Katrín Arnardóttir. Fram koma: Fim- leikafélagið Björk, Leikfélag Hafnarfjarðar, Bjössi Bolla og Baldur Brjánsson töframaður. Kl. 17:00. Handknattleikur við Lækjarskóla. FH gegn Haukum. 3. flokkur kvenna og 4. flokkur karla. Kl. 18:00. Unglingahljómleikar. Hljómsveitin Herramenn leikur. Kl. 19:45. Kvöldskemmtun við Lækjarskóla. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur létt lög. Ávarp nýstúdents, Örn Almarsson. Flensborgarkórinn syngur nokkur lög. Leikfélag Hafnarfjarðar með glens og grín. Hafnarfjarðar- meistarar í free-style dansi sýna. Magnús Ólafsson skemmtir. Síðan mun Hljómsveit Stefáns P. leika fyrir dansi til kl. 00:30. SELTJARNARNES Kl. 13:15. Safnast saman til skrúðgöngu við dæluhús hitaveitu að Lindarbraut. Kl. 13:30. Skrúðganga. Lúðra- sveit Seltjamess fer fyrir göng- unni undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Gengið verður að Mýrarhúsaskóla en staðnæmst á leiðinni við hús aldraðra og leikin þar nokkur lög. Kl. 14:00. Hátíð við Mýrarhúsa- skóla. Erna Kristinsdóttir Kol- beins, formaður Kvenfélagsins Seltjörn, setur hátíðina. Guðrún Þorbergsdóttir bæjarfulltrúi flyt- ur hátíðarræðu. Ávarp fjallkonu, Unnur Steinsson. Þóra Einars- dóttir, starfsmaður tómstunda- ráðs, afhendir íslandsmeisturum fjórða flokks Gróttu í handbolta stúlkna, viðurkenningarskjöl. Nokkrar stúlkur úr Skólakór Sel- tjarnarness syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Börn, 11 og 12 ára, skemmta með leik, dansi og söng. Kaffisala á vegum Björgunar- sveitarinnar Alberts hefst í fé- lagsheimili Seltjarnarness kl. 15:00. MOSFELLSSVEIT Kl. 10:00-12:00. íþróttamót UMFA á íþróttasvæðinu að Varmá en á sama tíma sýnir flugklúbburinn flugvélar og að- stöðu á Tungubökkum og koma gestaflugvélar í heimsókn. Kl. 11:00—12:00. Barnasam- koma í Lágafellskirkju. Kl. 13:30. Skrúðgöngur. Gengið verður frá tveimur stöðum, Álfa- tanga/Álfholt og Stórateig/Jóns- teig. göngurnar mætast við íþróttahúsið. Kl. 14:00. Hátíðarsvæði. Ávarp flytur Magnús Sigsteinsson odd- viti. Skólahljómsveit Mos- fellssveitar leikur. Stjörnuleikur í knattspyrnu I léttum dúr og moll og Brúðubíllinn kemur í heim- sókn. í íþróttahúsinu að Varmá verð- ur barnaskemmtun og tískusýn- ing. Þá mun töframaðurinn Bald- ur Brjánsson koma fram, bar- dagalistaflokkurinn Kiza sýna og fleira. KI. 15:30. Hlégarður. Kaffisala og verðlaunaafhending UMFA. Á hátíðarsvæðin leyfir Hesta- mannafélagið Hörður yngsta fólk- inu að koma á bak og Björgun- arsveitin Kyndill mun sýna tæki og úbúnað. í gagnfræðaskólanum er mynd- listasýning á vegum Myndlista- klúbbs Mosfellssveitar og verður hún opin kl. 14:00—20:00 á 15. og 16. júní, en opnuð klukkutíma fyrr 17. júní. Kl. 15:00-20:00. Á Tungubakka verður flugklúbburinn með útsýn- isflug ef veður leyfir. Kl. 19:30—20:30. Barnadiskótek og leikir í hátíðarsal Varmárskóla. Kl. 20:30-21:30. Fjöldskyldu- skemmtun í íþróttahúsinu. Skóla- hljómsveit Mosfellssveitar leikur, Sæmi og Didda sýna rokk, fjölda- söngur, fegurðarsamkeppni, sam- kvæmisleikir, og fleira. Kl. 22:00—24:00. Hljómsveitin DAMOS leikur fyrir dansi á hátíð- arsvæðinu. Kl. 22:00-01:00. Unglingadiskó- tek í umsjón UMFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.