Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringian 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 30 kr. eintakiö. Landið, tungan, sagan - og framtíðin að er fyrst og fremst þrennt, sem þjóðarvitund okkar sækir næringu til, lands- ins, tungunnar og sögunnar. Forsjónin hefur lagt okkur þetta land upp í hendur, gögn þess og gæði, í senn til varð- veizlu og framfærslu. Við stöndum í óbættri skuld við land okkar. Við verðum að gera allt, sem i mannlegu valdi stendur, til að hefta uppblástur landsins, græða upp sár þess, varðveita sérstæða náttúru og þær auðlindir margs konar, sem byggð í landinu og lífskjör fólks hvíla á. Jafnframt þurfum við að nýta gögn landsins og gæði þann veg, að hér megi tryggja til langrar framtíðar velmegun þjóðar og efnahagslegt sjálf- stæði. Við megum ekki ganga of nærri þessum gæðum. En þau þurfa að gefa okkur há- marksafrakstur, innan skyn- samlegra nýtingarmarka. Þau verðmæti, sem hér um ræðir eru fyrst og fremst fiski- miðin, þ.e. nytjafiskar, og gróð- urmoldin. Við verðum að breyta óbeizluðum fallvötnum í störf, útflutningsverðmæti og lífskjör. Við verðum að nýta þá auðlind, sem felst í framtaki fólksins í landinu, menntun þess og þekkingu — og ná vopnum okkar á vettvangi vís- inda, rannsókna og hátækni margs konar. Við höfum tekið í arf margs konar menningu, sem er þjóð- arsameign. Kjarni þeirrar menningar er móðurmálið og bókmenntir margs konar, sem það geymir. Það er fyrst og fremst þessi sameign okkar, tungan og sagan, sem kröfur okkar og sigurganga til heima- stjórnar, fullveldis, sjálfstæðis og lýðveldis vóru reistar á. Það eru fyrst og síðast þessi verð- mæti, þessi þjóðarbönd, sem knýta okkur saman sem heild. Það er veigamesti þátturinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að standa trúan og ævarandi vörð um þessa menningarlegu og þjóðernislegu undirstöðu. Samstaða okkar með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum, sem varðveita hliðstæða þjóð- félagsgerð, líka menningarar- fleið, sams konar almenn mannréttindi og sörnu trúar- hefð, er síðan hin hliðin á þess- ari sömu, viðvarandi sjálfstæð- isbaráttu. En það eru ekki aðeins þessi þrjú kjarnaatriði, sem við ís- lendingar deilum með okkur, heldur mörg önnur. Veigamest þeirra er sameiginleg framtíð, eða réttara sagt sameiginleg hönnun framtíðar. „Hver er sinnar eigin gæfu smiður." Það gildir um þjóð sem einstakling. Þá aðeins „getum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg“, að við gerum okkur grein fyrir þeim staðreyndum sem við blasa í samtímanum. Við eigum við margvíslegan vanda að stríða á líðandi stund: • Máske er sá stærstur sem felst í miklum viðskiptahalla við útlönd og vaxandi erlendum skuldum, sem gera stóran hluta af þjóðartekjum upptæk- an — nú og um allmörg kom- andi ár — „fram hjá skiptum". • Falinn eldur verðbólgunnar getur hvenær sem er blossað upp á ný. Verðbólga eykur til- kostnað útflutningsatvinnu- vega langt umfram verðþróun erlendis og skekkir samkeppn- isstöðu íslenzkrar framleiðslu heima og heiman. Ein koll- steypan enn á þessum vett- vangi getur leitt til stöðvunar fyrirtækja í útflutningsgrein- um og fjöldaatvinnuleysis. • Ný verðbólgukollsteypa með tilheyrandi gengisfellingum, til að „rétta af“ útflutningsfram- leiðsluna, og kaupmáttarrýrn- un íslenzkrar krónu, eykur ekki stöðugleikann í verðlagi né þjóðarbúskap. Það er mikilvægt sjálfstæð- ismál að tryggja efnahagslegt „fullveldi" þjóðarinnar, eyða viðskiptahalla og grynnka á erlendum skuldum. Það er sjálfstæðismál að byggja svo upp íslenzkt atvinnulíf, að það megi tryggja vaxandi þjóð at- vinnuöryggi og auknar þjóðar- tekjur, er geti risið undir sam- bærilegum lífskjörum hér á landi og bezt þekkjast annars staðar. Við náum ekki markmiðum þeirrar sjálfstæðisbaráttu, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni, með innanlandsófriði, hvort heldur er á svokölluðum vinnumarkaði eða öðrum svið- um þjóðlífsins. Það hættu- ástand, sem getur verið fram- undan, krefst þjóðarfriðar, samstöðu og samátaks. Ekki er unnt að láta það líðast, að óróaöfl stefni heildarhagsmun- um og þjóðaröryggi í hættu. Við höldum þjóðhátíð í skugga margra vandamála. Nýtum hana til að stilla saman strengi okkar og snúa saman bökum. Morgunblaðið árnar lands- mönnum öllum heilla á þjóð- hátíð 1985. Aráðstefnu Landverndar um framtíð Þingvalla heyrðust raddir þess efnis að nauðsynlegt væri að höggva þau tré sem plantað hefur verið í námunda við þinghelg- ina. Þessi tré eru norsk að uppruna en hafa skotið rótum hér á landi rétt eins og þeir Norðmenn sem hingað komu á sínum tíma og námu hér land. Islend- ingar hættu að höggva hver annan á 13. öld með þeirri undantekningu sem siða- skiptin höfðu í för með sér en þeir héldu áfram að höggva skóga fram á þessa öld, og er nú mál að linni í þeim efnum einnig. Það er engin ástæða til að höggva tré sem eru löngu orðin sögu- legur þáttur á helgum stöðum. Við eig- um að hlú að þeirri ræktun sem við tókum við en eyðileggja hana ekki. Sú kynslóð sem nú er gengin hlaut þá hug- sjón í arf frá Fjölnismönnum og öðrum rómantískum nytsemdarmönnum að hefja skyldi skógrækt á íslandi. Ein af tilraununum var gerð á Þingvöllum. Þar voru sett niður fyrstu barrtrén hér á landi og eru þau því jafn söguleg og annað sem prýðir umhverfi okkar. Hitt er annað mál að engin ástæða er til að planta fleiri trjám á Þingvöllum heldur láta náttúruna um það hvernig fram fer um skógana þar. Vel mætti aftur á móti íhuga að rækta verulegan skóg á austur- bakka Þingvallavatns þar sem risið hef- ur þétt skúrabyggð sem ástæða væri til að fela rækilega í fallegu umhverfi. Höfundur Reykjavíkurbréfs átti fyrir skömmu tal við Björn Sigurðsson, bónda í Úthlíð í Byskupstungum, dugnaðar- fork hinn mesta, formann Búnaðarfé- lags Byskupstungna; hugsjónamann um alla landnýtingu; fjöllesinn í íslenzkum fræðum. Það er ávallt mikil næring, reynsla og upplifun að hitta slíkt fólk hvar á landi sem er, en við verðum þó að viðurkenna að slíkir áhugamenn prýða einna helzt sveitir landsins nú sem áður. Þessir andlegu og veraldlegu ræktun- armenn eiga mikið erindi við samtíð okkar. Það er okkur nauðsynlegt í haf- róti erlendra tízkustrauma, með popp og fegurðarsamkeppni efst á blaði, að vita af slíku fólki í sveitum landsins, með djúpar rætur í þeim jarðvegi sem einn getur veitt okkur þá næringu sem ís- lendingum er nauðsynleg — en það er rækilegur skammtur af þjóðlegri menn- ingu samfara jákvæðum erlendum áhrifum í vísindum, listum og menn- ingu. Tillitsleysi vid skóga Björn bóndi hafði margt að segja um land og þjóð, og þá ekki sízt afskipti þeirrar kynslóðar sem afhenti honum og hans kynslóð landið til varðveizlu. Sú frásögn var ekki öll á sömu bókina lærð, því hann hafði margt að athuga við af- stöðu feðra okkar til landsins. Björn sagði að bændur hefðu í gamla daga umgengizt landið af of mikilli hörku en þeir ættu málsbót í þeirri staðreynd að þeir voru yfirleitt fátækir og þurftu á öllu sínu að halda. Það er erfitt fyrir okkur að setja okkur í spor gömlu karl- anna eins hörð og lífsbarátta þeirra var og örbirgð mikil. Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir því að þeir gengu svo nærri landinu að það kom niður á þeim sjálf- um. Þeim nýttist ekki landið sem skyldi og þar af leiðandi gátu þeir ekki snúið vörn í sókn og notað landnytjar til að draga úr örbirgð þeirra sjálfra. Ef þeir hefðu gert sér grein fyrir því að þeir áttu landið að vini en ekki til að þjösn- ast á, hefðu not þeirra af sveitunum orðið mun betri og heillavænlegri en raun bar vitni. Björn fullyrti, að bænd- ur hefðu gengið svo nærri skógunum að okkur nútímamönnum þætti með ólík- indum ef við gerðum okkur grein fyrir því. Þeir beittu óspart á skóga og kjarr án þess það hvarflaði að þeim að slík ofbeit yrði til þess að eyða skógunum, enda tilfinning fyrir nytsemd og nátt- úrufegurð ekki sú sama og nú á dögum. Áður fyrr höfðu Holtamenn ítök í skóg- um í heiðajöðrum Byskupstungna. Þangað fóru þeir ár hvert og gerðu til kola eins og lýst er í fornum sögum, til að mynda Njálu, og hefur sá siður þann- ig verið viðloðandi hér á landi allan þann tima sem ísland hefur verið byggt. Ástæðan til þess að þeir gerðu til kola inni á heiðum var sú að þá gátu þeir flutt miklu meira magn af kolum úr skógunum heim á bæi, en ella mundi. Þá var skógurinn mikil hlunnindi, þangað var sóttur eldiviður og kol i smiðjur til forna. Skálholtsstóll átti alla bæi í Byskupstungum á sínum tíma, nema þrjá og var Uthlíð þá undir stólnum. Þá voru sóttir 20 hestburðir af viði í upp- sveitaskógana, eða eitt tonn. Með her- náminu 1940 komu ódýr kol frá Evrópu og var þá hætt að fara í skóg. Björn fór með föður sínum, Sigurði, þónda í Út- hlíð, í Þjófabrún vestur af Miðfelli fimm vetra gamall og sóttu þeir sjö hestburði af eldiviði, en þá tók þessar ferðir af. En fram að því voru skógarnir einnig óspart beittir, auk þess sem þeir voru notaðir til húsagerðar, en þó aðeins í gripahús. En aldrei hvarflaði að bænd- um að þeir væru-að ganga of nærri land- inu og taka þátt í að gera það nær óbyggilegt. Skálholtsstaður hafði nytjar af skóg- arhöggi suður og austur af Högnhöfða og upp með Brúará. Þeir Skálholtsmenn komu á ári hverju og hjuggu stærstu og fegurstu hríslurnar. Sumar bjarkirnar voru allt að fimm metrum á hæð og höggnar í þverbita undir rjáfur. Hæstu hríslurnar í skógum uppsveita Bysk- upstungna eru allar fallnar fyrir löngu. En þar eru þó enn mikil skógaflæmi og er það álit þeirra sem bezt þekkja til að nú sjáist þess merki að skógarnir eru að taka við sér aftur og á næstu áratugum ættu þeir að ná svipaðri stærð og áður var. Allt þetta hefur Björn bóndi sjálfur upplifað og rifjar það nú upp með gest- um sínum af fullkomnu raunsæi en án allrar viðkvæmni eða uppgerðarnær- gætni við þá sem gengnir eru. Hann seg- ir, að bændurnir hafi í æsku hans kviðið fyrir að koma með féð ofan af heiðum niður með Brúará, því að svo mikill var skógurinn þar þá að féð festist í honum. En eftir 1939 blómgaðist hann ekki vegna trjámaðks og féll næstu árin. Þetta sýnir okkur fyrst og síðast hversu nauðsynlegt það er að þekkja sinn vitjunartíma og umgangast landið af þeirri nærgætni og þeirri reisn sem það á skilið. Island er gott land ef við umgöngumst það af menningarlegri for- sjálni. En það er hægt að reyna svo á þolrifin í því að ýmislegt verði undan að láta. ísland skógi vaxid Sá sem talar við Björn í Úthlíð sann- færist um að það eins og annað sé rétt hjá Ara fróða að landið hafi verið vaxið sicógi milli fjalls og fjöru. Þetta þykir þeim að vísu ótrúlegt sem þekkja ein- ungis það ísland sem við blasir. En þeg- ar þeir heyra frásögn Björns af skóg- arhöggi, ofbeit og kolagerð langt fram á þessa öld, gera þeir sér grein fyrir því, hvernig landið hefur verið ofnytjað og sannfærast um að harðneskja við skóg- lendið í þúsund ár hafi hægt og bítandi gjörbreytt landinu sem Ari lýsir. En fleira kemur til, að vísu. Trjá- maðkur hefur verið hinn mesti skað- valdur í íslenzkum skógum. Hann hefur átt mikinn þátt í að eyðileggja skógana og nefndi Björn dæmi þess. Hann sagði að svo virtist — og væru vísindamenn einnig á þeirri skoðun — sem þrjú hlý og votviðrasöm sumur sköpuðu svo góð skilyrði fyrir trjámaðkinn að hann margfaldaðist og næði sér niðri á lauf- inu með þeim hætti að sterkustu plönt- ur gæfust upp fyrir vágesti þessum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 / 2» ’ REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 15. júní 3. Högnhöföi 8. Kúadalur 13. Hellisskarö 4. Litlhöfði 9. Kolgrímshóll 14. Kálfársporöar 5. Gljúfriö þar sem Brúará rennur 10. Mýrarhóll og Skollahryggur 15. Úthlíðarhraun Nefndi hann dæmi þessa frá síðustu ár- um og mun hafa litlu munað á árabilinu 1977—80, en 21. maí 1979 gerði hörku- frost og hefur trjámaðkur vart sézt síð- an í skógum Árnessýslu. Þá drápust púpurnar og telur Björn að það hafi ver- ið örlagaríkt fyrir skógrækt síðari ára að skógarnir hafa haft frið fyrir trjá- maðki ávallt síðan. Árin 1936—1939 voru heit og votviðrasöm. Þá féll allur skógur upp með Brúará. Þannig er maðurinn ekki einn um náttúruspjöll. Náttúran tekur sjálf þátt í spjöllum, tortímir jafnvel eigin sköp- unarverki. En við eigum að gæta þess að rétta henni hjálparhönd í stað þess að leggja til atlögu við hana og vinna á henni óbætanlegt tjón. Ný tækni Ný tækni er hvarvetna að ryðja sér til rúms í sveitum landsins eins og annars staðar. Nú eru mörg ný fjós tekin til starfa og auðvelda þau bændum mjög mjólkurframleiðslu enda er hún orðin að hátækniiðnaði hér á landi, fram- leiðslan afburðagóð og byggð á mikilli þekkingu. íslenzkir bændur þekkja land okkar vel og kunna flestir til verka. Þeir eru fljótir að tileinka sér nýjungar. Það léttir þeim lífsbaráttuna. Þeir gera sér öðrum betur grein fyrir því að ekki er unnt að hækka landbúnaðarafurðir í það óendanlega og vilja taka höndum saman við neytendur um að finna leiðir til að fullnægja kröfum markaðarins. Nýju fjósin í sveitunum eru mikil- vægur þáttur í samtímalífi á íslandi og ótrúleg framför frá því sem áður var. Hjónunum í Úthlíð, Agústu Ólafsdóttur frá Hjálmholti í Flóa og Birni Sigurðs- syni, kom saman um að nýtt fjós sem þau tóku í notkun í haust hafi orðið búskap þeirra til mikils framdráttar. Þar eru tugir kúa og er aðbúnaður að þeim nú eftir að nýja fjósið var tekið í notkun með þeim hætti að mjólkur- framleiðslan hefur aukizt verulega, en sjúkdómar í kúnum hafa aftur á móti minnkað svo að umtalsvert er, ekki sízt doðinn sem hefur verið kúabústofninum all skeinuhættur. Það er meltingarsjúk- dómur sem getur leitt til bráðadauða ef ekki er að gert í tíma. Nýja fjósið sparar bóndanum veruleg útgjöld í læknis- kostnaði, svo miklu sjaldnar sem hann þarf að kalla á dýralækni vegna slysa og sjúkdóma í fjósinu. Telst Birni til að sá kostnaður einn geti skipt nokkrum tug- um þúsunda. í þessum nýju fjósum eru kýrnar ekki bundnar á bása heldur geta þær rölt um og hlýtur það að vera þeim eiginlegra en fangelsið í básunum átta til níu mánuði ársins. Hreinlætisað- staða er eins góð og bezt verður á kosið og er það ekki lítils virði. Vel mætti ímynda sér að hreyfingarleysi kúnna ætti einhvern þátt í doðanum og virðist það raunar hafa komið í ljós þegar nýju fjósin hafa verið tekin í notkun. Kýr eru merkilegar skepnur. Ein- staklingseðli þeirra er skýrt, eðlisþætt- irnir misjafnir. Það er mikilvægt að umgangast kýrnar af alúð og tillitssemi, ekki sízt í þessum nýju stóru fjósum því að það getur haft áhrif á nytina. Tónlist virðist vera ákjósanleg í nýju fjósunum og er einkum mælt með verkum eftir meistara Bach. Kýrnar eru sem sagt músíkalskari dýr en ýmis þau sem á tveimur fótum ganga og afar viðkvæm fyrir því hvernig búið er að þeim í um- hverfi þeirra. Umgengni vid skepnur Við eigum að umgangast skepnurnar með sama hætti og landið, búa eins vel að bústofni okkar og frekast er kostur. Með nýrri tækni getum við fengið meiri verðmæti af minna hráefni en áður. Björn í Úthlíð gat þess að lokum, að hann fylgdist rækilega með öllu því sem lyti að nýrri líftækni og byndi miklar vonir við þá þekkingu sem væri for- senda þeirra mikilvægu vísinda fyrir ís- lenzkan landbúnað og sjávarútveg. Enginr. skyldi ætla að íslenzkir bænd- ur séu hættir að fylgjast með framför- um. Þvert á móti eru þeir síhugsandi um land sitt og þjóð, fortíð og framtíð, og kunna öðrum mönnum betur að tengja samtíðina við það sem mikilvægast er í íslenzku menningar- og atvinnulífi. Það er í raun og veru undravert hvernig sveitirnar hafa breytzt úr harðbölum og örreitiskotum í stór, höfðingleg bænda- býli sem koma algjörlega heim og sam- an við draumsýnir Jónasar Hallgríms- sonar þegar hann sá framtíð Islands fyrir sér. Við getum verið stolt af rækt- un íslenzkra sveita og uppbyggingu þar. En við getum einnig lært af mistökun- um. Við getum til að mynda lært af þeim mistökum að setja ekki sömu skil- yrði fyrir skógrækt í sveitum og gert var í jarðræktarlögunum á sínum tíma þegar túnrækt átti í hlut. Hún var stór- lega styrkt. Sá styrkur auðveldaði bændum að stækka tún sín og breyta landinu í blómlegar byggðir. Ef fyrir því hefði verið séð í jarðræktarlögunum 1932 að bændur hefðu getað hlotið sams konar styrki fyrir skógrækt og túnrækt er enginn vafi á að hér væru blómlegir skógar víða um sveitir, ekki síður en stór ilmgræn tún. Þáttur í því að draga úr offramleiðslu landbúnaðarvara gæti verið sá að örva bændur til skógræktar með því að styrkja þá til þessarar ræktunar, ekki síður en stækkunar túna sem nú hafa víðast hvar náð nægilegri stærð, og raunar eru margir bændur löngu hættir að fá jarðræktarstyrki svo nokkru nemi þótt þeir stækki tún sín af þeirri ein- földu ástæðu að þeir eru löngu komnir upp fyrir það hámark sem sett hefur verið. Hitt er svo annað mál að stór- bændur kalla ekki allt ömmu sína og líta sumir hverjir ekki við minni hey- feng en þrjú til fjögur þúsund hestum í góðu ári. Náttúruundur og ægifegurð Fyrst við erum enn í Byskupstungun- um er ekki úr vegi að minnast frekar á jörðina Úthlíð. Það er landstór jörð og nær langt inn í óbyggðir, eða til jökuls. Úthlíð er í landnámi Ketilbjörns gamla á Mosfelli, en hann gaf Þorgerði dóttur sinni hlíðarlönd öll, segir í Landnámu. „Við höfum ekki ástæðu til að breyta því,“ segir Björn bóndi og horfir yfir ríki sitt í fallegu júníveðri. Hann gengur helzt ekki á önnur fjöll en hann á sjálf- ur, þessi arftaki Mosfellinga og Hauk- dæla, en að þeim beinir höfundur Njálu spjótum sínum, því að Gizur hvíti drap Gunnar á Hlíðarenda. Við stöndum í miðri hraundyngjunni norður af bænum og Björn bendir á fjöllin sem við blasa: Efstadalsfjall, Rauðafell og Högnhöfði, en í stáiblárri skriðunni milli þeirra er ótrúlegt nátt- úruundur, Brúarárskörð sem eru svo hrikalega djúp og ægifögur að maður stendur agndofa á Litlhöfða og horfir niður. Nafnlaus fossinn stórfenglegur, fossandi lækir og læmi út úr bergi og hömrum. Efst í skörðunum, suðvestan í Högnhöfða, strýtumyndaður hóll, Strokkur. Frá miðri dyngjunni séð, eða af Úthlíðarhrauni, sem er ein kvísl Lambahrauns, eru Kálfstindar austan Högnhöfða en úti í hrauninu mitt á milli Sandfells og Kálfstinda er Svína- fell og Miðfell móts við Bjarnarfell að austan, Rjúpnafell áfast við Kálfstinda sunnanverða. Kálfstindar eru allir eins á íslandi,'" veðruð móbergsfjöll með hvössum tindabrúnum eins og Kálfs- tindar í Laugardal. Úthlíðarhraun er mjög gróið og grundir með vallendis- gróðri milli hrauns og Högnhöfða. Hraunbollarnir vaxnir birki og berja- lyngi, gulvíði og öðrum hálendisgróðri. En innst á Lambahrauni, sem er 2000 ára gamalt, og í hlíðum fjalla yfir 300 m er einiviður, sá eini íslenzki barrviður, jarðlæg planta og unir sér vel. Rjúpna- fell kúrir utan í Kálfstindum sem fylgja Högnhöfða eins og kálfur kú, en austast Svínafell, bústið og hnattlaga sem feitur göltur. í skriðunum vestast í Högnhöfða er óskýranlegt örnefni, Kúadalur, gam- all algróinn gigur, en vart hefur nokkur kýr verið teymd þangað. íslenzk örnefni eru mörg ráðgáta og leyndardómur en nöfn fjallanna sem blasa við af Úthlíð- arhrauni virðast dregin af lífríki nátt- úrunnar. Skýring á örnefnum er stund- um nærtækari en virðist fljótt á litið. í Úthlíðarhraun hefur verið troðinn jeppavegur og heitir Svartadauðavegur. Nei, örnefnið er ekki frá 1402 eða þar um bil og á ekkert skylt við líkmanna- götur. Troðningarnir draga nafn sitt af brennivínsflösku sem var notuð fyrir vegvísi — eftir að hún var tæmd að vegagerð lokinni. Það er ávallt mikil næring, reynsla og upp- lifun að hitta slíkt fólk hvar á landi sem er, en vid verðum þó að viður- kenna að slíkir áhugamenn prýða einna helzt sveitir landsins nú sem áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.