Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 Um Hafnarbúðir Greinargerð frá læknaráði Borgarspítalans í Morgunblaðinu þ. 9. þ.m. er stutt frétt þar sem sagt er frá því, að fjármálaráðherra hafi fyrir hönd ríkissjóðs gert Reykjavíkurborg kauptilboð í Hafnarbúðir og að borgarráð hafi fallist á kauptilboðið með ákveðnum fyrirvörum. f Morg- unblaðinu þ. 12. þ.m. er haft eftir heilbrigðismálaráðherra að Landakotsspítali taki að öllum líkindum við rekstri Hafnarbúða ef af kaupum verði og sjúklingar sem þar vistast nú verði fluttir í B-álmu Borgarspítalans. Sam- kvæmt upplýsingum mun af- greiðslu málsins þó hafa verið frestað í Borgarráði. Vitað er að Landakotsspítali hafði óskað eftir því að fá Hafn- arbúðir til afnota fyrir langlegu- sjúklinga. Hins vegar komu þessar fréttir forráðamönnum og starfsfólki Borgarspítalans mjög á óvart, því að ekki var vitað til að viðræður hefðu stað- ið yfir varðandi mál þetta að undanförnu. Borgarstjóri hafði óskað eftir áliti stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavíkur varðandi málið og á fundi stjórnarinnar þ. 11. janúar 1985 var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur tel- ur ekki að það leysi neinn vanda hjúkrunarsjúklinga í Reykjavík, þó að Hafnarbúðir yrðu fengnar Landakotsspítala í hendur, þar sem rúmafjöldi í heild eykst ekki við það. Það myndi aftur á móti raska starfsemi hjúkrunardeilda sem langan tíma hefur tekið að hyggja upp og eru vel reknar í samræmi við upphaflegan til- gang og markmið. Besta lausnin er að hraða byggingu B-álmunn- ar svo að fleiri sjúkrarúm fáist til hjúkrunar aldraðs fólks í borginni. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur er af samtölum við forráðamenn Landakotsspítala ljós hinn mikli skortur á vistun- arrými þar og er fús til sam- starfs um aukna hlutdeild sjúkl- inga þaðan í vistun á öldrunar- deildum B-álmu Borgarspítal- ans.“ Sömuleiðis hafði læknaráð og þróunar- og skipulagsnefnd spítalans lýst sig andvíga yfir- töku Landakots á Hafnarbúðum með rökstuddum greinargerðum. Hafnarbúðir voru innréttaðar sem sjúkradeildir með ærnum kostnaði sem var greiddur að fullu af Reykjavíkurborg og fór kostnaður langt fram úr áætlun. Samkvæmt greinargerð fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans var húsið algjörlega endurbyggt og m.a. þurfti að setja nýtt þak á húsið. f Hafnarbúðum eru 25 legu- rúm. 21 er fyrir langlegusjúkl- inga en 4 fyrir skammtímavist- un, svokallaðar hvíldarinnlagn- ir. í Hafnarbúðum hefur lengst af starfað 1 læknir í hlutastarfi, dr. Friðrik Einarsson, sem hefur farnast stjórn deildarinnar framúrskarandi vel í samvinnu við hið ágæta starfsfólk. Deildin hefur verið í tengslum við skurð- lækningadeild Borgarspítalans sem séð hefur um bakvaktaþjón- ustu. Ef um alvarleg veikindi hefur verið að ræða hafa sjúkl- ingarnir verið fluttir strax á skurðlækningadeild Borgarspít- alans. Öll þjónusta við Hafnar- búðir er veitt frá Borgarspítal- anum í Fossvogi, svo sem sér- fræðiþjónusta ýmis konar, blóð- og meinefnarannsóknir, sjúkra- þjálfun og fleira. Varðandi plássin fyrir hvíldarinnlagnir er það að segja að þeim hefur verið ráðstafað í nánu samstarfi við heimilishjálp og heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Samkvæmd skýrslu frá 20. febrúar ’84 hefur þannig verið hægt að veita 280 heimilum skammtíma hvíld þar sem mestu vandræðin hafa verið vegna lasburða gamalmenna. Meðalaldur sjúklinga á legudeild var 84 ár en á dagdeild 81 ár. Það segir sig sjálft að gegnum- streymi sjúklinga á langlegu- deild sem þessari er mjög hægt. Af þeim sjúklingum sem lagðir hafa verið inn í Hafnarbúðir frá upphafi voru samkvæmt skýrslu frá 26. júlí 1984 232 sjúklingar lagðir inn beint frá heimilum, 293 frá Borgarspítalanum og 36 frá öðrum sjúkrahúsum. Allt voru þetta Reykvíkingar. Á dagdeild eru 25 manns, fólkið er í tveim hópum og sótt og flutt heim. Það fær morgunverð, há- degisverð og kaffi. I Hafnarbúð- um er mjög reynt að örva fólk til dáða, láta því ekki falla verk úr hendi ef þess er nokkur kostur. Unnið er við hannyrðir, prjónað, saumað út, hnýta öngla og tauma og svo framvegis. Ef ekki er unnið þá er lesið fyrir fólkið, talað við það og haft ofan af fyrir því á annan hátt. Auk al- menns lækniseftirlits og hjúkr- unar eru gerðar hreyfiæfingar, t.d. hjólað á þrekhjóli, klifrað í grindum og svo framvegis, auk hópleikfimi. Þá eru bakstrar og nudd þar sem það á við. Sömu- leiðis fer fram hár- og fótsnyrt- ing. Prestsþjónustu hafa prestar Dómkirkjunnar séð um. í áðurnefndu viðtali Morgun- blaðsins við heilbrigðisráðherr- ann segir hann sjúklinga sem fyrir eru í Hafnarbúðum verða flutta í B-álmu Borgarspítalans. Ekki er ljóst hvernig slíkt er hægt, þar sem hvert pláss sem þar er nýtanlegt, er fullsetið. Ríkið vill kaupa Hafnarbúðir KJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur fyrir hönd ríkissjóðs gert Reykjnvíkur- borg kauptilboð í fnsteignin* Hafn- arbúöir við Reykjavíkurhöfn með öllum þeim búnaði sem fylgir núver- andi rekstri. Tilboð fjármálaráð- herra hljóðar upp á 50 milljónir kr. Borgarráð hefur fallist á kauplilboð- ið með ákveðnum fyrirvörum. I tilboði fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að við undirritun kaupsamnings verði greiddar 5 milljónir, en eftirstöðvarnar kr. 50 milljónir verði greiddar á 15 árum með jöfnum árlegum greiðslum. I bókun borgarráðs varðandi þetta kauptilboð er gerður fyrirvari um afhendingartíma og um að starfs- mönnum í Hafnarbúðum verði tryggð áframhaldandi starfsrétt- indi, ef þeir óska, og samkomulag verði um vistun þeirra sjúklinga, sem nú eru í Hafnarbúðunt, svo og Aðeins hafa tvær sjúkradeildir af 6 sem þar eru fyrirhugaðar að verið opnaðar vegna skorts á starfsfólki, einkum hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum, hef- ur ekki tekist að halda starfsem- inni gangandi þar á meðan á sumarleyfum stendur. Mjög margir eru á biðlista fyrir B-álmu Borgarspítalans og ef leggja ætti 25 sjúklinga frá Hafnarbúðum á sjúkradeildina þar er það augljóst að slíkt mundi aðeins gera biðina lengri hjá hinum og vandi aldraðra mundi aukast en ekki minnka. Eins og kunnugt er hafa ríki og borg gert með sér samning um byggingu B-álmu Borgar- spítalans. Samkvæmt þeim samningi átti framkvæmdum að ljúka á næsta ári. Fjárframlög hafa hins vegar ekki verið hærri en það að aðeins hafa verið tekn- ar í notkun 2 sjúkradeildir af 6 eins og áður segir og verður eng- in sjúkradeild tekin í notkun á þessu ári. Tilboð fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um kaup Hafn- arbúða mun vera tilkomið vegna óska Landakotsspítala um sér- staka deild til að vista langlegu- sjúklinga. Fyrir nokkrum árum hafði spítalinn augastað á tiltölulega hentugu húsnæði í nágrenni spítalans sem innrétta mátti til þessarar starfsemi. Þá neitaði ríkið um fjárframlög til kaupanna, en það hefði verið farsælli lausn en að kaupa nú hús til þessa og þar að auki hefði slíkt bætt ástandið hvað snerti langlegusjúklinga að mun. Hér skal ekki lítið gert úr vanda Landakotsspítala vegna langlegusjúklinga en vandi hinna spítalanna í Reykjavík er eigi að síður mikill. Þannig voru við skyndikönnun þann 13. þ.m. um það bil 50 langlegusjúklingar á handlækningadeildum og lyf- lækningadeildum Borgarspítal- ans (öldrunardeildir ekki taldar með). Nú fara í hönd mjög mikl- ar lokanir á sjúkradeildum á Borgarspítalanum vegna sumar- leyfa starfsfólks. Hefur aldrei þurft að loka svo mörgum sjúkrarúmum á spítalanum svo lengi fyrr en nú og er auðsætt að mjög mikill vandi skapast vegna þess hve margir langlegusjúkl- ingar erú á spítalanum. Reynt hefur verið að minnka álagið á Landakotsspítala með því að fækka þar svokölluðum acut-vöktum og tekur spítalinn um 5 vaktir á móti hverjum 8 sem Borgarspítali og Landspítali taka hvor. Hlutur Borgarspítala í bráðaþjónustunni er þó lang- mestur vegna slysa- og bráða- móttökunnar sem er á spítalan- um. Þannig komu þangað árið 1983 3917 sjúklingar sem þurftu á bráðainnlögn að halda. Þar af lögðust 3.100 inn á Borgarspítal- ann en aðeins 270 á Landa- kotsspítala. Af því sem að framan hefur verið sagt er ljóst að rekstur Hafnarbúða hefur verið mjög til fyrirmyndar og er óráðlegt að ætla sér að raska slíkri starf- semi. Áætlanir um sölu Hafnar- búða leysa ekki heildarvanda aldraðra og hjúkrunarsjúklinga og ekki sjúkrahúsanna. Miklu æskilegri lausn væri að flýta framkvæmdum við B-álmu Borgarspítalans og uppbyggingu hjúkrunarheimila bæði hér í Reykjavík og út um allt land. Ólafur Jónsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans SPOfíT 420 þús. Getum nú afgreitt LADA SPORT meö léttara stýri. VerÖ aöeins kr. 429.000. Verðskrá LADA 1200 205.000 141.000* LADASAFIR 229.600 157.000* LADA SPORT 420.000 315.500* LADA LUX 280.500 189.800* * Verö meö tollaeftirgjöf öryrkja HAGSTÆÐIR GREIDSLUSKILMALAR. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR SIMLí SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEDLD: 31236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.