Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 49 ávallt tilbúin að þjóna manninum og aðlagast þeim lífsmáta sem hann býður uppá. Þrátt fyrir að rósin stendur þögul í garðshorn- inu, taka menn eftir henni. Eins var það með hann afa. Það var ekki annað hægt en að taka eftir honum. Hvar sem hann var skein alúðin úr augum hans og hjálp- semin var ávallt ríkjandi. Einn af sterkum þáttum hans var sam- viskusemin. Það skipti ekki máli hvaða starf hann tók sér fyrir hendur. Að ljúka því sem best af hendi og á sem hagkvæmastan hátt fyrir þann sem hann vann verkið fyrir var hans markmið. Það var hægt að treyst honum afa. Hann afi hefur þá lokið dags- verki sínu hér á jörðu niðri. Dags- verki sem hver maður getur verið stoltur af. Hvor mér tekst eins vel upp og honum afa verður tíminn að leiða í ljós. En nafn hans verð- ur ei af mér tekið og það mun ég reyna að bera með reisn eins og vináttu hans og ömmu, hlýju þeirra og alúð sem þau hafa gefið mér og bræðrum mínum, Kristni og Þórði, í gegnum tíðina. Þær verða ógleymanlegar heim- sóknirnar að Hafnargötu 41 í Keflavík. Til þeirra var alltaf gott að koma og tilhlökkunin mikil, hvort sem um var að ræða stutta helgarheimsókn eða vikudvöl. Þetta var ævintýraheimur á sín- um tíma. Hvort sem farið var í bíltúr um Hafnirnar, göngutúr um bryggjuna eða í boltaleiki í blóm- ugum skrúðgarði þeirra. Einu sinni í stráksins draumaheimi var hann afi ekki alveg sáttur við pilt- inn. Um alla Keflavík var leitað að sveininum enda komið fram yfir miðnættið. Hann fannst þó að lok- um, eltandi bolta á litlum fótb- oltavelli. En mikið var ég feginn að skammirnar gleymdust. Nei, þær gleymdust ekki, það var ekki afa lífsstíll að fara þannig að. Hann sagði mér þess í stað hvað klukkunni liði og hvort við tveir ættum ekki að halda heim á leið, því á þessum tíma sólarhrings ættu náttfötin betur við mig en drullugar æfingabuxur. Upp frá þessum degi vissi ég eitt; að eiga slíkan afa væri gjöf, sem ekki væri hægt að kaupa sér. Ég hafði eign- ast vin. Nú skil ég enn betur hvers vegna fólkið bar þetta traust til hans afa. Hvar sem hann var, hvort það var í vélarrúmi bátsins, í frystihúsinu, að umgangast ungl- ingana í æskulýðshúsinu eða að hugsa um blómin í skrúðgarði Keflavíkur. Það var ekki nóg með að hann væri hinn tryggi vinur fólksins, heldur fékk náttúran sinn skammt af umhyggjusemi hans. Hvert stefnir nú? Á hærra stig tilverunnar? Ef svo er þá hefur hann virkilega unnið til þess og vel það. Guð og góðar vættir fylgi honum til sinna nýju heima. Ömmu sendum við bræður og fjöl- skyldur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Hún veit best allra um leyndardóm hins trygga förunaut- ar síns. Hún sér nú á eftir trygg- um vin og lífsförunaut. Sjálfsagt hefur barátta hans og þrek síðustu mánuði eða ár verið helgað henni. Ég kveð afa minn. Janus Guólaugsson Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða aó berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Ifnubili. Kveöjuorð: Einar Vigfús- son útvarpsvirki Það var síðdegis fimmtudaginn 6. júní að Einar vinur minn Vig- fússon kvaddi þennan heim rúm- lega 91 árs að aldri. Einar var fæddur á Eyjólfsstöð- um á Völlum 2. júní 1894, sonur hjónanna séra Vigfúsar Þórðar- sonar og frú Sigurbjargar Boga- dóttur er bjuggu þar og var hann elstur 5 systkina. Sex ára var Ein- ar er faðir hans fékk veitingu fyrir Hjaltastað og þar þjónaði hann til ársins 1918 er fjölskyldan flyst niður að Eydölum í Breiðdal. Með- mátt bænarinnar og góðar hugs- anir til fólks. Fann ég oft, sér- staklega á sjónum, hans góða hug til mín og skipshafnar minnar. Einnig þegar hann þá orðinn hálf- blindur prentaði fallega bæn og sendi okkur hjónunum til að hengja fyrir ofan rúm yngstu dóttur okkar er þá var ungbarn. Gestkvæmt var oft á heimili Einars og Huldu og minnist ég og fjölskylda mín margra góðra stunda þaðan. Einari var Breið- dalurinn alltaf sérstaklega kær og var það alltaf hans fyrsta spurn- ing er ég kom til hans: „Hvað er af frétta úr Breiðdalnum"? Þau hjónin komu austur til okkar í júlí 1982 og þegar við Einar ókum um Breiðdalinn á sólbjörtum degi sagði hann mér að þetta væri hans síðasta heimsókn og ætlaði hann að kveðja dalinn sinn og þá sér- staklega Eydali því þangað leitaði hugurinn oftast. Nú er Einar minn horfinn frá okkur en hann trúði á framhalds- líf og trúi ég nú að honum sé ætlað nýtt hlutverk á æðri stöðum. Huldu frænku minni og fjölskyldu votta ég dýpstu samúð svo og börnunum og barnabörnum sem voru honum svo kær. En minning- in lifir, þökk sé honum allt. Árni Guðmundsson Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. S.HELGASON HF STEINSNIKUA SKEMMUVEGt 48 SlMI 7S677 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 l ei isteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. s S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKJEMMUVEGI 48 SÍMI 76677 an á dvölinni á Hjaltastað stóð fór Einar einn vetur í ljósmyndunar- nám til Akureyrar og einnig var hann tvo vetur í Verslunarskóla í Reykjavík. En þar sem heimili foreldra hans var stórt varð hann að hverfa þangað að loknu námi og gerðist ráðsmaður á búi föður síns, fyrst á Hjaltastað og síðan í Eydölum til ársins 1941 er séra Vigfús lét af prestskap. Flytur hann þá til Reykjavíkur og byrjaði fljótlega að vinna hjá Ríkisút- varpinu, fyrst á viðgerðastofunni, en síðan á Skúla götu 4. Því út- varpsvirkjun lærði Einar í gegn um danskan bréfaskóla og fékk hann full réttindi í þeirri iðn og við það starfaði hann til ársins 1964, er hann varð að hætta fyrir aldurs sakir. Einar var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Áslaug Þorsteins- dóttir, en þau slitu samvistum. Árið 1946 hófu þau búskap saman Einar og frænka mín Hulda Sveinbjörnsdóttir frá Skriðustekk í Breiðdal, þau kvæntust 19. maí 1951. Börn þeirra eru þrjú, Kol- brún, Vignir og Sveinbjörg Linda og barnabörnin eru nú 8. Einar var mikill lánsmaður í sínu einka- lífi og voru þau hjónin samhent í að búa sér og börnum sínum hlý- legt og gott heimili, lengst af í Efstasundi 35, síðan Ljósheimum 12 og nú síðast í Stóragerði 11, þar sem Einar dvaldist þar til tveimur dögum fyrir andlátið, nú siðustu vikurnar rúmliggjandi og naut hann þar sérstakrar ástúðar og umhyggju konu sinnar og tengda- dóttur, Dóru Snorradóttur, sem lagði sig fram um að hjúkra hon- um af einstakri alúð og hlýju. Ég átti því láni að fagna að eiga heimili hjá þeim Einari og Huldu í tvo vetur er ég stundaði nám hér í bæ og aldrei var annað að finna en ég væri einn af fjölskyldunni og myndaðist þá hjá okkur Einari sérstök vinátta er hélst alla tíð. Og fyrir mig er í fyrsta sinn dvaldist langdvölum að heiman var það mikils virði að geta farið í smíðastofuna til Einars, því þar vann hann að smíðum utan síns reglubundna vinnutíma, og rætt við hann vandamálin og þegið öll góðu ráðin hans, sem öll voru á þá vegu að vera sjálfum sér sam- kvæmur og slæm breytni við aðra kæmi verst við mann sjálfan. Einar var mjög trúhneigður maður og trúði hann sérstaklega á / .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.