Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Gamlir og þreyttir Hljómplötur Sigurður Sverrisson Slade Rouges Gallery RCA/Skífan Það er ekki sannfærandi byrjun á nýrri breiðskífu að tefla Run,. Runaway fram nánst óbreyttu undir nýju heiti, Hey Ho Wish You Well. Run Runaway var að finna á síðustu plötu Slade og var lík- ast til aðal „hittið“ á þeirri skífu. Svo hrifnir virðast fjórmenningarnir hins vegar vera af þessari lagasmíð að þeir nota hana nánast óbreytta í áður umræddu lagi og hluti hennar gægist einnig fram í laginu I’ll Be There. Svona ofnotkun veit ekki á gott. Slade var á allra vörum fyrir góðum áratug og kom m.a. hingað til Islands i heimsókn og trylli lýðinn í Laugardalshöllinni. Eftir þetta, þ.e. velgengnisskeiðið í byrjun áttunda áratugarins, ekki íslandsförina, hvarf sveitin af sjónarsviðinu að mestu en leystist þó aldrei upp eins og svo margir héldu. Um 1980 fór Slade að skjóta upp kollinum á ný og þá með sama gamla fríska rokkinu. Diskófárið var þá að syngja sitt síðasta og fjöldinn heimt- aði kraftmikið rokk. Það var svo í fyrra að þeir Noddy Holder og félagar hittu naglann rækilega á höf- uðið með lögum á borð við My Oh My og Run, Runaway. Slade var aftur á allra vörum en svo virðist sem þeir félag- ar hafi gleymt því í öllu moldviðrinu hvað það var sem fleytti þeim á toppinn aftur. Það voru ekki fáguð rokklög í silkiútsetningum með hljóðgervlum ofan á öllu saman heldur óbeislaður kraftur. Krafturinn er á bak og burt. Holder og félagar eru að verða gamlir og það heyr- ist á þessari plötu. Gott og vel, rödd hans er lítið ef nokkuð breytt, hljóð- færaleikurinn er svipaður en það er komin þreyta í lögin. Svo mikil að ekki eitt einasta þeirra stendur upp úr á þess- ari plötu. Heiðarleg tilraun er gerð til þess að ná til fjöldans í lögum á borð við 7 Year Bitch og Time To Rock en hún tekst einfaldlega ekki. Ég er hræddur um að Slade verði að gera betur næst ef annað gleymskuskeið á ekki að renna upp. Rithöfundur í Kína fær loks uppreisn æru Peking. AP. HEILDARSAFN verka rithöfundar- ins Qu Quibai, sem var tekinn af lífi í Kína af Þjóðernissinnaflokki landsins fyrir fimmtíu árum, verður gefið út með glæsibrag innan fárra vikna. Stjórnvöld hafa undanfarið lok- ið miklu lofsorði á Qu og sagt að hann hafi með verkum sínum lagt grundvöllinn að samtíma bók- menntum í Kína. Auk þess hafi hann verið einlægur marxisti og eindreginn byltingarsinni. Qu var líflátinn árið 1935, þá 36 ára gamall. í menningarbylting- unni í Kína voru verk hans bönnuð og úthrópuð. GORI viðarvörn Nýtt tré/ þrýstigagn- varið tré Meðferð á nýjum viði. Yfirborðsmeðferð/viðhald GORI 88 viöhaldist aðeins meö GORI 88 GORI 55 er haldiö viö meö GORI 55 eöa GORI 88 GORI 44 er haldið viö meö GORI 44, GORI 55 eða GORI 88 Þrýstigagn- varið tré GORI Træolie GORI Træolie, GORI er haldiö viö með GORI Træ- olie, GORI 44 eða GORI 88 Notið GORI22 grunnvörn á nýjan viðsem ekki er með GORI vakú mgagnvörn. GORI 22 Notið GORI44, GORI55 eða GORI88 yfirborðsefni til viðhalds. Pað hindrar viðinn í að rifna, mislitast og að sveppir og skordýr komist í hann. GORI 44 55 88 GORI verksmiðjan sérhæfir sig íframleiðslu á viðarvarnarefnum og er stœrsta verksmiðja sinnar tegundar á norðurlöndum. í GORI verksmiðjunni starfar fjórði hver maður við rannsóknir, enda framleiðir GORI bestu fáanleg efni til viðhalds og verndunar á timbri. Ö/GORI * GORI Træolie, tll viðhalds á þrýsti- gagnvörðum við. GORI Interiör, er yfirborðsvörn á innanhússvið. GORI Alge- Fjerner, til eyð- ingar á sveppum og mosa á tré. GORI22, er grunnur og djúpvörn. GORI44, er viðar- frfskandi yfir- borðsvörn. GORI55, er leka- frítt varanlegt yfirborðsefni. GORI88, er leka- frftt varanlegt yfirborðsefni, slettist hvorki né lekur. Neita Bretar að borga bjórfroðuna? London. AP. BRETAR ættu ekki að þurfa aó borga fyrir froóuna sem setzt á bjór- inn, segir í ríkisskipaóri nefnd sem var sett á laggirnar til þess að kanna ástand og horfur í bjórmálum Bret- lands. Árlega drekka Bretar 1,4 millj- arða lítra af bjór og borga þeir milljónir ef ekki milljarða fyrir froðuna eina saman. Nefndin kem- ur með ýmsar tillögur til úrbóta og niðurstaða hennar er að þaö sé réttlætismál að Bretar fái það fyrir sinn snúð sem þeir borga fyrir — fulla kollu af froðulausum bjór. Um þetta hafa þegar spunnizt miklar umræður í Bretlandi og sýnist sitt hverjum, að sögn AP. Sumir bjórmenn segja að froðan sé „punkturinn yfir i-ið — það sem ræður úrslitum um að njóta drykkjarins". Virðist mega draga ályktun af frásögnum og viðbrögð- um að í uppsiglingu sé mál, sem Bretar hyggi gott til að geta karp- að um á krám á næstunni. 19. júní ársrit KRFÍ komið út 19. júní, ársrit Kvenréttindafélags íslands, kemur nú út í 35. sinn. I fréttatilkynningu frá kven- réttindafélaginu kemur fram að í blaðinu sé meðal annars að finna greinaflokk þar sem fjallað er um konur og ofneyslu lyfja, konur og reykingar, konur og getnaðar- varnir og konur og áfengi. Bent er á að í mörgum tilfellum sé munur á árangri sömu meðferðar vegna ofneyslu vímugjafa eftir þvi hvort sjúklingurinn er karl eða kona. í blaðinu er ennfremur að finna úttekt á því hvernig heimilisstörf eru metin, en sum stéttarfélög eru farin að meta þau til starfsaldurs að einhverju leyti. Einnig er þar að finna hringborðsumræður við konur úr fjórum láglaunafélögum þar sem þær lýsa andúð sinni á bónusvinnu og bágbornum kjörum sínum eins og segir í fréttatil- kynningunni. Ritstjóri blaðsins er Fríða Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.