Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JtJNÍ 1985 Fanginn í Spandau fær bæjarleyfi Laurence Olivier sem Rudolf Hess aA heimili sínu í Spandau. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Villigssirnar 2 — The Wild Geese II ★'/!i Bresk-bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Reginald Rose. Leik- stjóri: Peter Hunt. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Barbara Carrera, Edward Fox, Laurence Olivier. Örlögin gripu í taumana áður en Richard Burton heitinn fékk að leika í þessari mynd. Wild Geese 2 er vitaskuld framhaldið af Wild Geese I. Wild Geese I var rútínuævintýramynd um hættuför nokkurra málaliða undir forystu Burtons, Roger Moore og fleiri dánumanna til Afríku. Wild Geese 2 átti að leiða Burton á vit nýrra ævin- týra þar sem er hættuför til Berlínar að ræna Rudolf gamla Hess úr klefa hans í Spandauf- angelsinu! Burton sem ekki kall- aði nú allt ömmu sína varðandi hlutverk í hæpnum bíómyndum má þakka örlögunum fyrir inn- gripið. Hann sleppur með að vera tileinkuð myndin. í hans stað gegnir Edward Fox hlut- verki bróður hans í Wild Geese 2. Það tekur þessa mynd einn og hálfan klukkutíma að undirbúa og undirbyggja þessa aðgerð. Verkefnið er hugdetta einhvers léttgeggjaðs amerísks fjölmiðla- kóngs: Ræna skal Rudolf Hess úr greipum stórveldanna í Berlín og láta hann síðan segja sögu sína i sjónvarpinu. Frásögn ald- arinnar? Miklu fremur della ald- arinnar. í einn og hálfan klukku- tíma fá áhorfendur sumsé að fylgjast með málaliðunum Scott Glenn og Edward Fox, ásamt Barbara Carrera, fulltrúa fjöl- miðlakóngsins, bauka við undir- búning þessarar miklu björgun- araögerðar með alls kyns illþýði og útsendara stórveldanna á hælunum. Sú flækja er orðin óbærileg þegar loksins er látið til skarar skríða síðasta hálftím- ann. Þá fer ofurlítill fiðringur um myndina, fiðringur sem aldr- ei nær því að verða að spennu þvi slagsíðan á dellunni er orðin svo mikil. En þessari þrenningu, hinum fýlulega, toginleita Glenn, þokkadísinni Carrera sem er á kolvitlausri hillu sem tauga- trekktur vælukjói og Fox með sitt vatteraða hábreska tungu- tak, verður ekki kápan úr því klæðinu að gera fjölmiðlamat úr Rudolf Hess. I hlutverki Hess er á síðustu mínútum myndarinnar druslast með gömlu kempuna Laurence Olivier eins og væri hann ósjálfbjarga statisti. En þegar hann fær loksins að opna munninn lyftir hann Wild Geese 2 upp um nokkra gæðaflokka, — sem hún á ekki skilið. Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega dóma og margar viðurhenningar og MA2DA 626, meðal annars: f^Bíll ársins í V-Þýshalandi ^ 2 ár í röð CO Bíll ársins í Bandaríhjunum "^Bíll ársins í Japan Bíll ársins í Ástralíu i) Bíll ársins á Nýja-5jálandi Ú) Bíll ársins í 5uður-Afríhu MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF. Smiðshöfða 23 simi 812 99 Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu strax á sérlega hagstæðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax! Auður Auðuns fyrrverandi Borgar- stjóri og ráðherra. Kvenréttindafélag íslands: Auður Auðuns gerð að heiðursfélaga KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands stendur fyrir sérstökum hátíðafundi 19. júní næstkomandi í tilefni af því að 70 ár eru liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Fundur- inn verður haldinn kl. 12 þann dag í veitingahúsinu Litlu-Brekku segir í fréttatilkynningu frá KRFÍ. Auður Auðuns fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra verður gerð að heiðursfélaga Kvenrétt- indafélagsins á fundinum, en það var samþykkt einróma á lands- fundi félagsins í mars síðastliðn- um. Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur mun flytja erindi á fundinum um 19. júní 1915 og að- draganda þess að konur fengu kosningarétt. Kvennahúsið: Hallærisplan- inu breytt í „fólkvang“ KONURNAR í Kvennahúsinu í Reykjavík efna til hátíðahalda á hinu svokallaða Hallærisplani á mið- vikudaginn í tilefni af því að sjötíu ár eru nú liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. I fréttatilkynningu frá Kvenna- húsinu segir að það hafi fengið leyfi borgaryfirvalda til að breyta Hallærisplaninu úr bílastæöi í nokkurskonar fólkvang miðviku- daginn 19. júní næstkomandi. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að þlanið verði fagurlega skreytt og boðið verði upp á veit- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.