Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Fimmtungur fjárlaga geymslufjármunir Fyrst við erum á annað borð að horfa um öxl til þeirrar aldar, sem eftir lifa aðeins fimmtán ár af, er ekki úr vegi að glugga örlítið í fyrstu fjárlög löggefandi Alþingis, sem spönnuðu reyndar tvö ár, 1876 og 1877. Þessi tveggja ára og rúm- lega aldargömlu fjárlög sýndu samtöluna 580 þúsund krónur tekjumegin — og samtöluna 452 þúsund krónur gjaldamegin. Þetta hafa sjálfsagt verið mörgum sinn- um verðmeiri krónur en við höfum nú í höndum og erum raunar að smækka viðvarandi, eftir að hafa steypt hundrað gamalkrónum í eina nýkrónu fyrir skömmu síðan. Fréttapunkturinn í þessum fornu tölum er þó sá, fyrst og fremst, að af 580 þúsund króna ríkissjóðs- tekjum árin tvö á öldinni sem leið vóru 128 þúsund, eða um 22%, um- fram eyðslu, varasjóður fram í tímann. í þessu efni hefur forn dyggð farið í súginn, illu heilli, þ.e. nægjanlegt aðhald í ríkisbúskapn- um. Ríkisbúskapur, þ.á m. svokölluð samneyzla, hefur hraðvaxið á síð- ustu áratugum. Þeir vóru ekki margir starfsmenn hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, þegar þau fjárlög vóru sett, sem hér var vitn- að til. Samkvæmt Tölfræðihand- bók Hagstofu íslands 1984 vóru 17.600 félagsmenn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja 1983, þegar fyrir tveimur árum. Þá eru ótaldir opinberir starfsmenn inn- an Bandalags háskólamanna, en meðlimir þess töldust samtals 5.500 1983, starfandi bæði hjá ríki og atvinnuvegum. Þetta ár vóru og tæplega 3.000 meðlimir í Sam- bandi íslenzkra bankastarfs- manna, en þar vega ríkisbankar þyngst. Nærri lætur að langleið- ina í 25% landsmanna á vinnu- aldri starfi hjá ríki og sveitarfé- lögum eða stofnunum sem heyra „því opinbera" til. Hér skal enginn dómur lagður á rétt eða rangt í þessu efni. Kröfur á hendur ríki og sveitarfélögum hafa síður en svo misst vind úr seglum. Við erum hinsvegar að- eins 240 þúsund talsins; þar af helmingur vinnandi. Vart er við því að búast að svo fámenn þjóð rísi undir hliðstæðum verkefnum á þessu sviði og margmilljóna- þjóðir. Að minnsta kosti eru fjár- lagamenn nú verr í stakk búnir en forverar þeirrar 1876 og 1877 til að varðveita fimmtung ríkissjóðst- ekna fram í tímann. Nú er halli á ríkisbúskapnum, halli á viðskipt- um við útlönd og vaxandi erlendar skuldir herða útgjaldafjötrana á þjóðinni. Virðing Alþingis Fréttamenn spyrja gjarnan um „virðingu Alþingis"; hvort hún hafi vaxið eða rénað á næstliðnu þingi. Spurt er um „virðingu" þingsins eins og hún væri tré með ákveðinn ársvöxt; geti jafnvel „kal- ið“ þegar illa árar á Alþingi. Ef samlíkingunni við tréð er haldið áfram skulum við vona, að vöxtur „virðingarinnar" eigi sér ekki stað á sama árstíma og hjá trénu, þ.e. sumarmánuðina þegar þingmenn eru ekki að störfum, en standi í stað eða kali á vetrum, þegar þing- menn taka á honum stóra sínum. En hvað sem „virðingunni" líður hafa vinnubrögð þings sætt vax- andi gagnrýni. Þingmenn hafa í raun viðurkennt þessa gagnrýni, a.m.k. að hluta til, og gert tilraun til að bæta um betur með nýjum þingskaparlögum. Helztu annmarkar á starfsemi þingsins vóru: •1) Mál gengu illa fram lungann úr starfstímanum en hrönnuðust upp til afgreiðslu í skammtíma fyrir jólahlé og ' þinglausnir að vori. Málum var sum sé ekki dreift með eðlilegum hætti á starfstíma þingsins. •2) Fyrirspurnir og umræður utan dagskrár, sem vóru smár þáttur í þingstörfum fyrr á árum, hafa vaxið svo að tölunni til og fyrirferð í umræðum, að þrengt hefur verulega að meginverkefni þingsins, löggjafarstarfinu. •3) Sama máli gegnir um tillögur til þingsályktunar. Þingmenn fluttu frumvörp um hugsjóna- og áhugaefni sín áður fyrr. Nú flytja þeir gjarnan tillögu til þingsálykt- unar, sem felur ríkisstjórn eða einstökum ráðherrum að semja frumvarp um þetta eða hitt. Það eru ekki sízt stjórnarandstöðu- þingmenn á hverri tíð sem „treysta" ríkisstjórnum þann veg fyrir sínum hjartans málum. •4) Starf þingnefnda var á stund- um umdeilanlegt, samanber gagn- rýni forsætisráðherra á þing- nefndir fyrir skömmu. Ný þingsköp taka á öllum þess- um annmörkum og færa meðferð mála til betri vegar. Ný þingsköp duga þó ekki, ein sér, til marvissra vinnubragða. Verkstjórnarþáttur- inn þarf að fylgja í kjölfarið. Rík- isstjórn verður að „kortleggja“ málatilbúnað sinn fyrirfram, í ríkara mæli en verið hefur, og dreifa honum með eðlilegum hætti á starfstíma Alþingis. Ráðherrar, forsetar þings og formenn þing- flokka, eða samstarf þessara, kemur og við sögu. Þetta samstarf hefur tekið góðum framförum síð- an Þorvaldur Garðar Kristjánsson varð forseti sameinaðs þings. Starfsskilyrði þingmanna, og ekki síður starfsfólks þingsins, þurfa og að batna verulega, en hér er ekki rúm til að fara sérstaklega út í þann þátt, þótt verðugt væri — og raunar brýnt. Stofnun, sem er svo mikið í sviðsljósi og Alþingi og hefur jafn afgerandi áhrif á hagi fólks í land- inu, hlýtur að sæta athygli, um- ræðu og gagnrýni. Því miður er þessi gagnrýni oft óréttmæt. í annan tíma á hún rétt á sér. Þann- ig er það jafnan þar sem skoðana- og tjáningarfrelsi ríkir. Sem betur fer er engin opinber ritskoðun á fréttum frá Alþingi, eins og gildir um alræðisríki. Ef einhverntíma krælir á tilburðum í þá átt þurfa landsmenn að bregð- ast við með kröftugum hætti. Ávarp til neytenda Neytendur. Vitiö þiö hvaö nýja frumvarpiö um framleiöslu og sölu á búvörum hefur í för meö sér? — Þaö lokar síöustu smugum sem eftir eru fyrir frjálsa menn viö landbúnaöarstörf og gerir þá aö þrælum Framleiösluráðs og landbúnaöarráöuneytis. — Þaö útilokar samkeppni framleiöenda um verö og gæöi og afnemur þar meö alla hvatningu til aö halda tilkostnaöi í skefj- um og lækka verö. Neytendur. Kynnið ykkur þetta nauöungarfrumvarp og fylgist vel meö hvaöa þingmenn ætla aö stuöla aö framgangi þess. Félag alifuglabænda 37 KAUPÞINGHF O 68 69 88 Opi6: Manud. ■ fimmtud 9-19 föstud. 9-1 7 og sunnud 13-16. Tískuverslun Til sölu Tískuhús Stellu Traustadóttur, Hafnarstræti. Um er aö ræöa verslun og saumstofu. Upplýsingar hjá sölumönnun. 44 KAUPtHNG HF f 60 69 66 Hmllur Pmll Jonsson hs. 45093 EfvarCuöfon ESLudB&S Frá Stykkishólmi kl 9 00 árdegis Frá Brjánslæk kl 14 00 slðd Til Stykkishólms kl 18 00 (ruta til Reykjav) FIMMTUDAGA éama timatalla og manudaga Frá Stykkishólmi kl. 14 00 (eftir komu rutu) Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms um kl 21 30 MIOVIKUDAGA FÖSTUDAGA Sama tímatafla og manudaga LAUGARDAGA Fra Stykkishólmi kl 14 00 (eftir komu rútu). Frá Bgánslæk kl 18 00 Viðkoma i mneyjum Til Stykkishólms kl 23 00 Frá Stykkishólmi kl. 9 00 árdegis Siglmg um suðureyiar Frá Bgánslæk kl 15 00 siðdegis Til Stykkishólms kl 19 00 BÍLAFLUTNINGA ER NAUÐSYNLEGT AO PANTA MEO FVRIRVARA FRÁ STYKKISHÓLMI: FRÁ BRJANSLÆK: Hjé afgreiðslu Baldurs, Hjá Ragnari Guðmundssyni, Stykkishólmi, stmi: 93-8120 Brjánslæk, simi: 94-2020. Á timabilinu 1. mai til 30. september: MANUDAGA SUMARAÆTLUN 1985 Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar Öll almenn Ijósmyndaþjónusta Verið velkomin Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166 SjÖOUO /F.VINrÝHAUÓMA Nfotií ií ir*( i*j u: í /iiií: 1/. í icptomber: 0. '20. í l'ilí: ;3. 30. í cktóber: 31. í árjúsl: 10. Ati>: AIÍMf íJúiiít 'f-.i'jiluq! ') i, simar 28388 óg 28SS3 ií t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.