Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 21 Tilkynnt um hlutverkaskipan í íslandsklukkunni. sitt hlutverk í Nýársnóttinni á frumsýnin(?unni en í íslands- klukkunni varð að æfa aðra leik- konu til að leika um vorið. Það var viljastyrkur að komast á sviðið með brotið bak. Það var fleira sem kom fyrir, t.d. hrundu leiksviðsstjórinn og annar maður niður úr stiga í mál- arasalnum, rétt eins og þeim væri hrint, og ýmis smáóhöpp komu fyrir. Hurðir heyrðust opnast þó enginn væri á ferli og undarleg hljóð heyrðust. Menn hölluðust helst að því að þarna gerði vart við sig ungur breskur hermaður sem hengdi sig í húsinu þegar her- inn hafði það til afnota á stríðsár- unum. Seinna kom þessi maður fram á miðilsfundi og honum var vinsamlega bent á að hann hefði ekkert að gera þarna lengur og eftir það hefur hann ekki látið á sér kræla. Þetta sagði mér Arndís Björnsdóttir. Sýningar á Islandsklukkunni voru þá eins og núna mjög langar. Ég var aldrei komin heim fyrr en um miðnætti. Þá bjuggum við á Leifsgötunni og áttum engan bíl. Mig minnir að strætisvagnarnir hafi verið hættir að ganga svo seint á kvöldin svo ég fór alltaf gangandi heim. Það stytti leiðina mikið að fara þvert yfir Skóla- vörðuholtið, en þar var þá mikið braggahverfi frá stríðsárunum og þar bjó allskonar fólk, því hús- næðiseklan var mikil. Það flutti svo margt fólk utan af landi til Reykjavíkur á þeim árum. Oft fékk líka allskonar vandræðafólk húsaskjól í bröggunum svo það var töluverð áhætta að fara þarna í gegn í kolsvarta myrkri í skammdeginu. En litlu drengirnir mínir tveir, Hrafn, rúmlega tveggja ára og Þorvaldur, á fyrsta ári, biðu heima. Faðir þeirra var í Frakklandi um þær mundir í framhaldsnámi. Eg hafði stúlku til að passa þegar ég var að leika og hún þurfti að komast í rúmið og ég því að komast sem fyrst heim. Drengirnir fengu báðir kíghóstann um þetta leyti og það brást ekki að um það bil sem ég var nýsofnuð vaknaði annar og fékk hóstakast og kastaði upp og eftir svo sem klukkustund vaknaði hinn á svipaðan máta svo það var oft ansi lítið um svefn. Á morgnana var ég búin að baða þá og gefa þeim að borða og koma þeim litla út í vagn áður en ég fór á æfingar í leikhúsinu. En ég var ung og hraust og allt var svo spennandi, ótal ný hlutverk fram- undan og skemmtilegir félagar að vinna með og læra af. Mér fannst mjög gaman að rifja þetta allt upp þegar við fórum að æfa Islands- klukkuna núna í vor. Við Róbert Arnfinnsson erum víst þau einu sem eftir eru í hópi fastráðinna leikara af þeim fimmtán sem fastráðin voru þegar húsið var opnað 1950. Valur Gísla- son og Ævar Kvaran voru í þeim hópi líka en þeir eru báðir hættir á föstum samningi. Mér finnst skemmtilegt að rifja íslands- klukkuna upp. Vinkona mín, Ingi- björg Steinsdóttir, sem þá var fullorðin kona og er dáin núna, lék hlutverk Guðríðar árið 1950, hlut- verkið sem ég leik núna. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þessi kynslóð skilur hlutverk sín að ýmsu leyti öðruvísi en við gerðum á sínum tíma, það er mjög eðlilegt. Það hefur verið mér ánægja að sjá Tinnu dóttur mína í hlutverki Snæfríðar, það einsog tengir mig Snæfríði aftur. Túlkun Tinnu er að ýmsu leyti frábrugðin minni, t.d. er Snæfríður í dag æskuglað- ari en hún var á mínum tíma svo eitthvað sé nefnt. Tinna ber eitthvað af gömlu búningunum sem ég bar, t.d. reiðkápuna og hattinn, en flest er þó nýtt. Snæfríður íslandssól hefur allt- af verið eitt af mínum uppáhalds- hlutverkum. Mér þykir vænt um hana. Ég gekk svo lengi með þetta hlutverk að það var orðið eins og hluti af mér. Mín uppáhaldssena úr Islandsklukkunni, sú erfiðasta og viðkvæmasta og kannski þess vegna sú minnisstæðasta og skemmtilegasta, er senan milli Snæfríðar og Árna í Kaupmanna- höfn þegar þau láta sig dreyma um framtíð sem þau vita að getur aldrei orðið. Önnur hlutverk hafa líka orðið mér sérstaklega minn- isstæð, t.d. hlutverk Maggíar í Syndafallinu eftir Arthur Miller. Ég trúði því ekki sjálf að ég gæti leikið þetta hlutverk svo fólki lík- aði. Ég held að ég hafi aldrei verið hamingjusamari í leikhúsinu en þegar ég fór út af sviðinu eftir fyrstu senuna í því leikriti við Herdís og Brynjólfur Jóhannesson sem Snæfríður og Jón Hreggviðsson á Þingvöllum. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGS- DÓTTIR dynjandi lófatak og fann að áheyrendur höfðu tekið mér. Það var eitt af þeim augnablikum sem manni finnst maður varla snerta jörðina ef svo má segja, án þess að ég ætli að fara að verða væmin. Það eina sem hefur skyggt á í þessu starfi er þetta eilífa sam- viskubit sem flestar konur stríða við, óttann við að maður láti starf- ið sitja fyrir fjöldskyldunni. Sá er víst munurinn á að vera leikkona eða leikari. En ég er bjartsýn á framtíðina, mér finnst öllu fara fram á flestum sviðum og gaman að fylgjast með framþróuninni. Herdís Þorvaldsdóttir sem Snæfríður íslandssól. Nr. 8, 19. jíinúar 1959 m KAN HEROIS ÞORVALDSOOTTIR leikkona Nh Itottir vi'riÓ tilK\ »ml Hjjinhrr- It'íta um Hkíjnjn aAuihlut v<*rka Jwúrra \m%gfa. mm »ými 'vrrðu víð km< t/fíkríím rru ,xNýár>»HútíÍ£i*\ rftír Xmlrifm EUmrmmh húKst j*Srt Itnír'Æ WíWSgr: JPJ& Ua - Ey v i Htl«r‘ *, vftir <U>hium Sig«r|tV»is»tm, Irikstjúri HamUhir og wlsía-*«}>*- kiukkiríttr ti5iliti»>r tiii|a» laix* nem, Mk*f jtWí Lám* Báte-xm. í adalhiutverkuut „NyársnttrturtanAr'' vvtáí favJsiöi íKkitigtítitir,, Jktra B<>rg ÁnitmH iKham, BaMvitt H<úW-nmv.i Má, Bryuáts .- Cm&rún. Atfrgó Ovvnáar fftwrtHttihærí, kMs< íagvarsdotiir, fag'A Lax- nrm <>% átcnutaa BjAruadútfír- ItetóbtÁin. t/jsxibprt <tg Upll 1 sÁíiáilutvarfeum „Fj&UA'1£yvin<i»r-' vvrdíi Ifig* í ; IHUd, liófírrrt A ' Káti, tlsralduf i>iim O. Bjöi'a hrcpf.mvm. \ rrjSKftmir GuÁ.iÓRxacn: Jittl iw&úi, Gui>tip >>r«ön Itaiitíól'VfKAIir: Ktma aóaíUi«t■vrrk»tn ,.t(f.fanú*k'íukktíöimr“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.