Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 Gítarleikarinn Robert Fripp er aö senda frá sér fjögurra laga plötu en á henni nýtur hann aöstoöar ekki lakari manna en Phil Collins, Peter Gabriel, David Byrne og Brian Eno. Vince Clark og Paul Quinn. len Frey, fyrrum meölimur The Eagles, hefur notiö mik- illa vinsælda upp á síökastiö fyrir lag sitt The Heat is on, úr myndinni Beverly Hills Cop. Hann mun nú freista þess aö fylgja þessum vin- sældum eftir með nýju lagi, sem heitir Smuggler’s Blues og mun þaö einnig veröa aö finna í breskri sjónvarpsmynd, sem kemur til meö aö heita Miami Vice, en Frey mun fara meö smáhlutverk í mynd þessari. Þá mun einnig væntanleg frá honum breiöskífan The All- nighter. Godley og Creme, sem hér áö- ur fyrr voru helmingur hljómsveitarinnar 10cc eru um þessar mundir aö halda upp á 25 ára samstarfsafmæli sitt og t tilefni þess eru þeir aö senda frá sér plötu sem heitir Mix Volume 1. Á henni mun m.a. aö finna nýjar út- gáfur af gömlum 10cc-lögum. Greatest Hits Vol. 1 og 2 heitir tvöfalt albúm sem er aö kom út í þessum mánuöi meö Billy Joel. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um aö ræöa úrval af hans vin- sælustu lögum auk þess sem á plötum þessum veröur aö finna tvö ný lög. á eru hér loks góöar fréttir fyrir þungarokksaödáendur, því í þessum mánuöi munu vænt- anlegar plötur meö hljómsveitun- um AC/DC, Scorpions og Motley Crue. Vince Clarke og Paul Quinn fyrrum söngvari Bourgie Bourgie hafa sent frá sér smáskífu meö laginu One Day. Er þetta fyrsta plata sem Clarke sendir frá sér síðan 1983 þegar hann og Fer- gal Sharkey fluttu lagiö Never Nev- er og kölluðu sig The Assembly. Clarke var einn af stofnendum Depeche Mode og segja má aö hann hafi uppgötvaö söngkonuna Alison Moyet, þegar hann fékk hana til liös við sig i Yazoo. Nú er Clarke aö vinna aö nýrri breiðskífu og meö honum starfar nú ungur og óþekktur söngvari og ef eitthvaö er aö marka þá smekkvísi sem einkennt hefur val hans á söngvur- um til þessa, þá er spennandi aö fylgjast meö hver veröur útkoman á þessari tilvonandi breiðskífu hans. Yinir Walts Disney? Hljómsveitin Oxsmá hefur oft sett skemmtileg- an svip á skemmtanalíf borgarinnar á þeim tveim- ur eða þremur árum sem hún hefur starfaö. Nú síöast heyröi ég í þeim á miöjum Laugavegi, þeg- ar þeir voru aö kynna skara af tveimur eöa þrem- ur blaðamönnum nýja plötu sína. Rip, Rap og Rup ku gripurinn heita og er þar aö finna þrjú lög, titillagiö, Guluna og Kittý. Ekki ætla ég aö leggja neinn dóm á þetta verk, þaö munu aðrir gera, en óg get þó fullyrt aö hér er um hina athyglisverð- ustu plötu aö ræöa. Þó kann aö vera aö þeir félagar særöu tónlistareyru einhverra teoríukalla, þar sem ekki viröist fariö endilega eftir settum reglum um samhljóma og annaö slíkt. Þeir Oxsmáarmenn segja þetta verk uppgjör viö fortíð sína, þ.e.a.s. hljómsveitarinnar, og þetta séu mikil tímamót og ég gat ekki betur heyrt en þaö ætti nú ekki bara viö um hljómsveitina, held- ur ekki síöur fyrir æskufólk í landinu, þar sem þaö nú loksins fengi nýjar og ferskar rokkhetjur til þess aö dásama. Og svo aö allir viti nú hvaö þessir framtiöar- menn heita skal vitnaö í þeirra eigin fréttatilkynn- ingu: „Aöalsöngurinn kemur frá karli sem heitir Keli, hann spilar á gítar eins og vinur hans Seli. Óskar Stormur blæs í saxófón, en sá sem slær bassann, hann heitir Jón. Höröur Gason-bra leikur á Hammond-orgel meö Leslie og Kommi slær takt- inn á trommur sínar.“ Ég hef því miöur ekki upplýsingar um fæö- ingardaga, háralit, augnalit, fjölda bringuhára eöa þar fram eftir götunum en kannski er til einhver aödáendaklúbbur þar sem fá má slíkar upplýs- ingar. 39 — Jersey Sumarleyfisparadís í Ermasundí Jersey-eyja er í miðjum Golfstrauminum.Hún er sannkölluð Paradís allra þeirra sem kunna að meta góðan mat, íþróttir og leiki, dásamlegt veður og lágt verðlag. Pá er kjörið að koma við í London og njóta fjölbreytileika stórborgarinnar. Leitið frekari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar eða Ferðaskrifstofunni Úrval eða klippið út miðann og sendið hann til: Dept. CX2, States of Jersey Tourism, Weighbridge, Jersey, Channel Islands. Sendið mér upplýsingar um ferðir tiljerseyog gistingu þar Nafn____________________________ Heimilisfang____________________ Póstnr Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á dempurum. Komið og gerið góð kaup. Demparar í: Verð kr.: Golffr. ..................... 1.390 Jetta fr. ................... 1.390 Pajerofr. ................... 1.250 Coltfr. ..................... 1.550 Galantfr. ................... 1.550 « Galant aft. ................... 990 Range Rover.................. 1.220 VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LANDALLT! m tj) P.AMQEROV/ER HEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.