Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK jregtuitftbtMfe STOFNAÐ 1913 144. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugritinn og flakið fundið Cork, Delhí, 28. júní. AP. SKIP brezka flotans hefur fundið flugrita og aðalbrak indversku þotunnar, sem fórst suðvestur af írlandi á sunnudag, með 329 manns innanborðs, að sögn talsmanns írsku stjórnarinnar. Brakið er á nær 2ja kflómetra dýpi og erfitt talið að bjarga megi flugritanum, svarta kassanum, en hann geymir upplýsingar, sem skýrt gætu hvað olli því að þotan fórst Mælingaskip brezka flotans, HMS Challenger, fann flakið og nam hljóðmerki frá flugritanum. Verður reynt að bjarga honum Afganskur hershöfð- ingi veginn Delhí, 28. júní. AP. ÚTVARPIÐ í Kabúl skýrði frá því í kvöld að afgönsku frelsissveitirnar hefðu fellt einn æðsta hershöfðingja landsins í bardaga. Dagskrá var rof- in til að skýra frá þessu, og er það óvenjulegt. Útvarpið sagði Ahmed Uddin hershöfðingja, sem var 45 ára, hafa fallið í bardaga við „stiga- mennina", eins og frelsisöflin eru jafnan kölluð í Kabúlútvarpinu. Sagði útvarpið hvorki frá því hvar bardagarnir áttu sér stað né hve- nær. Talið er að Ahmed Uddin sé valdamesti hershöfðingi í af- ganska stjórnarhernum, sem frelsissveitirnar hafa feílt. Út- varpið í Kabúl hefur ekki áður skýrt frá falli hershöfðingja í átökum sovézka innrásarliðsins og afganskra frelsissveita. Uddin hlaut þjálfun sína í Sovétríkjun- um. Sagði útvarpið hann „hlið- stæðu" yfirmanns stjórnarhers- ins, án þess að útskýra nánar við hvað væri átt. AP/ Símamynd Sá elzti Japaninn Shigechiyo Izumi held- ur í dag, laugardag, upp á afmæli sitt, en þá verður hann 120 ára. Samkvæmt metabókum Guinness er hann sannanlega elzti núlif- andi maður veraldar. Er hann við góða heilsu ef undan er skilin lít- ilsháttar bakveiki. Myndin var tekin í gær er Izumi þakkaði góð- ar kveðjur mannfjölda, sem safn- aðist saman við heimili hans á Tokunoshima, sem er lítil eyja undan Kagoshima. Hans fyrsta verk, er hann fer á fætur á morgnana, khikkan 5 sólskins- daga en 6 ef skýjað er, er að drekka boila af ávaxtalíkjör. með aðstoð ómannaðra dvergkaf- báta. Bretar eiga slíka báta, sem aðeins komast niður á 1.000 metra dýpi. Indverjar báðu bandarísk stjórnvöld í dag um aðstoð við björgun braksins og flugritans. Við nákvæma rannsókn á seg- ulbandsupptöku í flugturninum á Shannon-flugvelli komu 1 ljós daufur dynkur og ómur af hrópi stuttu áður en þota Air India hvarf af ratsjám i turninum. Er það talið merki þess að flugstjóri þotunnar hafi reynt að senda frá sér neyðarkall. AP/ Símamynd Frá fundi leiðtoga ríkja Evrópubandalagsins í Mflanó. Fundurinn bófst I gær en lýkur í dag. Á fundinum leitast leiðtogarnir við að finna nýjar leiðir í baráttunni við alþjóðlega hermdarverkastarfsemi og flugrán. Aðalmálið verður þó drög Frakka og Vestur-Þjóðverja að Bandaríkjum Evrópu, sem hefur í Tör með sér náið samstarf á sviði öryggis- og utanríkismála. Leiðtogafundur EB í Mflanó: MÍUnó, 2S. júní. AP. __ VESTUR-ÞJÓÐVERJAR og Frakkar lögðu fram drög að samningi um Bandaríki Evrópu á fundi leiðtoga ríkja Evrópubandalagsins. Felur hann í sér náið samstarf EB-ríkja á sviði utanríkis- og varnarmála. fram drög að aríkjum Evrópu Hermt er að Danir og Bretar séu andvígir tillögunni, en ítalir, Hollendingar og Belgar hlynntir. Eru Hollendingar og Belgar sagðir vilja ganga lengra og hraðar í þvi að efla stjórnmálasamstarf ríkja í Vestur-Evrópu. Samningurinn gerir ráð fyrir stofnun sérstakrar skrifstofu er samræmi stefnu ríkjanna í utan- ríkismálum og tíðum fundum utanríkisráðherra þeirra. Ríkin taki einnig sameiginlega afstöðu til mála innan ýmissa alþjóðlegra stofnana, s.s. Sameinuðu þjóð- anna. Bretar segja tillöguna að mestu samhljóða þeirra eigin tillögu frá 10. júní. Segjast þeir þó andvígir ýmsum atriðum og telja formleg- an sáttmála ónauðsynlegan. Telja þeir „bindandi samkomulag" duga. Þeir vilja aðeins litla samræm- ingarskrifstofu en ekki stóra skrifstofu, sem framkvæmdastjóri stýri, eins og tillaga Frakka og V-Þjóðverja gerir ráð fyrir. Á fundi sínum í dag ræddu leið- Sýrlendingar munu taka við gíslunum 39 ReirúL 28. iúní. AP. togarnir um nýjar leiðir í barátt- unni við alþjóðlega hermdar- verkastarfsemi og flugrán. Búist er við að yfirlýsing um aðgerðir í þeim efnum verði birt á morgun, laugardag. Beirút, 28. júní. AP. HEIMILDIR, sem taldar eru áreiðanlegar, herma að Sýrlendingar hafl fallist á að taka við gíslunum 39, sem eru í haldi amal-shíta, sem rændu þotu TWA, og að þeir verði látnir lausir þegar shítar í fangelsum í ísrael verða látnir lausir. Reagan Bandaríkjaforseti gaf í skyn í heim- sókn í skóla í Chicago að árangur væri að nást af pólitískum tilrauni'm til að fá gíslana lausa. Munu Sýrlendingar hafa sam- þykkt að taka við gíslunum þegar náðst hefði samkomulag um skipti á þeim og shitum, sem eru fangar tsraela. Berri, leiðtogi amal-shita, kveðst vongóður um lausn deil- unnar innan tveggja sólarhringa. Jean-Claude Aime, fulltrúi SÞ., sem verið hefur milligöngumaður í deilunni, sagði í einkaviðræðum að gíslarnir yrðu frjálsir menn annað kvöld, laugardagskvöld. Hélt hann til Jerúsalem í tsrael í dag eftir viðræður við Berri. í gær ræddi hann við Assad forseta Sýrlands í Damascus. Nokkrir gíslanna kvörtuðu í dag yfir skothríð við húsið, þar sem þeir eru í haldi. Báðu þeir um að verða fluttir í sendiráð í Beirút þar sem þeir óttast um öryggi sitt. Jesse Helms, öldungadeildar- maður, sagði að íranir hefðu skipulagt og stæðu að verulegu leyti að baki ráninu á TWA-þot- unni og töku gíslanna. Einn ræn- ingjanna hefði verið í þriggja vikna þjálfun i íran í maí. Vopnabúr IRA fundið Glasgow, 28. júní. AP. LÖGREGLAN í Glasgow flutti hundruó manna á brott úr íbúða- blokk í James Gray Street í Shaw- lands-hverfínu í suðurhluta borgar- innar og lokaði nærliggjandi götum. Varðist lögreglan allra frétta af að- gerð þessari, en út spurðist að fund- ist hefði vopnabúr og sprengju- geymsla írska lýðveldishersins, IRA. . íbúarnir kváðust hafa heyrt daufan dynk er þeir voru fluttir á brott. Einn þeirra spurði lögreglu- þjón hvað olli brottflutningnum og var sagt að sprengja væri í hús- inu. Lögreglan sagði einungis að „hlutir" hefðu fundist í húsinu. A-þýzkir leikskólar: Kennsla efld í fræðum Marx Auntur Krrlín, 28. jnnf. AP. Austur-Þjóðverjar munu stórefla kcnnslu um kommúnisma í leik- skólurn landsins frá og með sept- ember nk., að sögn Rudolfs Parr aðstoðarmenntamálaráðherra Austur-Þýzkalands. Parr sagði að efla þyrfti kennslu í fræðum Karl Marx á forskólaaldri til þess að „ætt- jarðarástin skyti dýpri rætum í hjörtum barnanna". Hann sagði nauðsynlegt að leggja snemma áherzlu á „vináttu við Sovétríkin og önnur kommúnistaríki". Ummæli þessi koma fram i tímariti um menntamál, sem hið opinbera gefur út. Þar segir Parr að fræða verði börn á forskóla- aldri um heimsmynd kommún- ista og verðmætamat þeirra. Börn í kommúnistaríkjum yrðu að vera fær um að „greina milli góðs og ills, réttlætis og rang- lætis, vináttu og fjandskapar".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.