Morgunblaðið - 29.06.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. jUNl 1985
9
Innilegar þakkir til allra, sem á margan hátt
glöddu mig á 80 ára afmœli mínu þann 18.
júní sl.
VIÐ
STÆKKUM!!
Núna um helgina stækkar Mandarin um helming. Viö
tökum í notkun nýjan sal, sem viö teljum aö viöskipta-
vinir okkar kunni aö meta. Salurinn er búinn þægindum
og skreyttur japanskri og kínverskri list.
... og svo hefur matseöillinn enn stækkaö, núna bjóöum vlö
47 ATRIÐI Á MATSEÐLI
Megum viö vineamtegast benda i:
Snöggateiktan smokkfisk
eóa
Kínakil m/belgbaunum og mandarínsósu
Snðggsteikt lamb m/blönduöu grmnmeti
eóe
Hauta-Chow-htein
nú oób þi
Snöggsteikt nautakjöt m/gulrí baunasósu.
AHt eru þetta úrvals réttir, matbúnir samkvæmt hinni ævafornu
austurlensku matarhefö.
Manðarín
Nýbýlavegi 20
Sími 46212
Munid austurlensku veisl-
urnar sem viö setjum upp
um alla borgina ásamt viö-
eigandi austurlandaskrauti.
Aukid verdgildi
krónunnar
akió á
GOODfÝEAR
Hættur viö
að hætta
Á laugardaginn fyrir
réttri viku var þeirri skoö-
un lýst í Þjóðviljanum, að
Karl Steinar Guðnason,
þingmaður Alþýðuflokks-
ins og varaformaður
Verkamannasambandsins,
befði beitt sér fyrir því aö
samningar tókust í nýaf-
staðinni kjaradeilu vegna
valdabaráttu innan Verka-
mannasambandsins. Karl
Steinar ætlar sér að sögn
Þjóðviljans að sækjast eftir
formennskunni og ná
henni af Cuðmundi J. Guð-
mundssyni, núverandi
formanni Verkamanna-
sambandsins. Og ekki nóg
með það, Jón BaJdvin
Hannibalsson á að hafa
lofað Karli Steinari ráð-
herraembætti fyrir viðvik-
ið.
í fyrradag birtist svo for-
síðuviðtal við Guðmund J.
Guðmundsson í Þjóðviljan-
um þar sem fram kemur að
hann ætlar ekki aö standa
við það fyrirheit sem hann
gaf á þingi Verkamanna-
sambandsins fyrir tveimur
árum, að hætta for-
mennsku þar nú í haust
„Mér er einfaldlega erfitt
að hætta núna. Verkefnin
eru svo gapandi," segir
Guðmundur J. í Þjóðvilja-
viðtalinu og færir meðal
annars þessi frumlegu rök
fyrir því, að hann sé hættur
við að hættæ „En það vill
svo til, að þó Morgunblaöið
haldi stundum að gangi
veraldarsögunnar sé ráðið
á ritstjórnarskrifstofunum
í Aöalstræti, þá verður það
fólkiö á þingi Verka-
mannasambandsins sem
kýs formann. Nú, ég get
lofað því að næstu tvö ár
yrðu mér engin róleg-
heitaár."
Kannski gapa einhverjir
af undrun við að lesa þessi
orð Guðmundar J. Þau eru
í ætt við það sem áður hef-
ur verið rætt í Stakstein-
um, að svo virðist sem það,
er birtist hér í blaðinu, ráði
ölhim gerðum alþýðu-
bandalagsmanna, þegar
þeir huga að eigin stöðu og
flokksins.
Formaður VMSÍ
Gef kost á mér áfram
GuðmundurJ. Guðmundsson: Gef kost á mérþó
Morgunblaðið ogDV vilji annað. Verður að lyfta
kaupmættinum.
Guðmundur J. í vanda
Eins og aðrir forkólfar Alþýöubandalagsins stendur Guömund-
ur J. Guömundsson frammi fyrir miklum vanda. í Staksteinum í
dag er litiö á þaö í hverju þessi vandi hans er fólginn. Jafnframt
er leitast viö aö létta af honum áhyggjum. Þeirri spurningu er þó
ósvaraö, hver tekur ráöin af Guömundi J. í næstu kjarasamning-
um.
Ábending í
fullri vinsemd
í fullri vinsemd skal
Guðmundi J. Guðmunds-
syni bent á það, að þeim
sem sitja á ritstjómar-
skrifstofúm Morgunblaðs-
ins við Aðalstræti er það
síst af ölhi á móti skapi að
hann sitji tvö eða tvisvar
sinnum tvö ár til viðbótar á
formannsstóli f Verka-
mannasambandinu. En
fyrir Guðmund J. og þá
sem styðja hann með at-
kvæði sínu á þingi Verka-
mannasambandsins hlýtur
I»* vera íhugunarefni,
hvort hann eigi að leggja á
sig allt erfíðið sem hann
sér framundan næstu tvö
ár. Það hefur nefnilega
komið í Ijós á undanforn-
um mánuðum, að hann
hefur ekki haft erindi sem
erfiði innan Verkamanna-
sambandsins.
Áður en Fylkingarfélag-
ar ákváðu að ná undirtök-
unum innan Alþýðubanda-
lagsins höfðu þeir tekist á
við Guðmund J. og haft
betur. Þeir Pétur Tyrf-
ingsson og Guðmundur J.
Hallvarðsson höfðu í fulhi
tré við Guðmund J. innan
Dagsbrúnar, hans gamla
félags. í nýafstaðinni
samningalotu ætlaði Guð-
mundur J. að fylgja harð-
linustefnunni sem Fylk-
ingarfélagarnir höfðu mót-
að fýrir hann. Þá bar hins
vegar svo við, að hinir
skynsamari innan Verka-
mannasambandsins tóku
völdin af Guðmundi J. og
samningastefnan varð ofan
á. Þeir sem vildu viðræður
svo framarlega sem þær
bæru engan árangur urðu
sem sé undir.
Ástæðulaust er fyrir
Morgunblaðið eða nokk-
urn annan að setja það
fyrir sig, hvort Guðmundur
J. er formaður Verka-
mannasambandsins eða
ekki. Reynslan sýnir, að
það eru aðrir en hann, sem
ráða þar ferðinni þegar á
herðir.
Hin raunveru-
lega ástæða
Á blaðsiðu 2 í Þjóðviljan-
um lýsir Guðmundur J.
Guðmundsson hinni raun-
verulegu ástæðu fýrir því,
að hann vill hætta við að
hætta sem formaður
V erkamannasambandsins.
Það liggur sem sé við, að
Verkamannasambandið sé
að klofna undir hans for-
ystu og hann vill ekki
hætta áratuga löngu starfi f
verkalýðshreyfingunni við
þær aðstæður, að hans
verði minnst sem manns-
ins sem skyldi við Sam-
bandið klofið.
í Þjóðviljaviðtalinu segir
Guðmundur J. meðal ann-
ars „Mér kemur ekki á
óvart þó ýmsir tali nú um
að stofna sérstakt sam-
band fiskverkafólks. Ef að-
ilar standa sig ekki í fram-
tíöinni þá hlýtur að koma
að þvi Eg veit um marga í
röðum fiskverkunarfólks
og forystu þess sem eru
þeirrar skoðunar. En það
væri ógæfuspor, til lengri
tíma, ef ASf klofnaðL"
Af hverju er þessi hug-
mynd komin upp meðal
fiskverkunarfólks? Jú,
vegna þess að mörgu
þeirra þykir Guðmundur J.
Guðmundsson ekki hafa
staðið sig nógu vel í samn-
ingunum. Hvert telur Guð-
mundur J. mesta afrek sitt
í þágu þessa fólks? Hann
segir „Málefni fiskverk-
unarfólks hafa aldrei verið
meira i kastljósi fjölmið-
lanna og núna... Eg bind
vonir við að sú athygli sem
málefni fiskverkunarfólks
njóta nú, muni bera árang-
ur síðar.“ (I)
Nú er að sjá, hvort þess-
ar vonir Guðmundar J.
Guðmundssonar duga hon-
um í kosningunni á þingi
V erkamannasam bandsi ns,
úr því að hann er hættur
við að hætta.
Kostakaup og Kjötbær:
Framleiða unnar kjötvörur
eftir dönskum uppskriftum
Morgunbladid/Árni Sæberg
Frá vinstri: Hákon Sigurðsson, Karl Kristinsson kjötiðnaðarmeistari, Ómar
Gunnarsson kokkur og Gísli Halldórsson. Þeir kynntu nýju kjötvörurnar
fyrir blaðamönnum.
VERSLANIRNAR KosUkaup hf. og
Kjötbær hf. boðuðu nýlega til blaða-
mannafundar til að kynna nýja ís-
lenska framleiðslu. Kjötiðnaðar-
menn verslananna hafa framleitt
eftir dönskum uppskriftum 42 teg-
undir af unnu kjötmeti.
Verslanirnar hafa umboð frá
tveim erlendum fyrirtækjum, sem
hafa með sér samstarf um þróun í
matvöruframleiðslu. Annað fyrir-
tækið er þýskt og sérhæfir sig í
kryddum ýmiss konar. Hitt er
danskt og aðalframleiðsla þess eru
uppskriftir að margvíslegum
kjötréttum.
Að sögn Hákonar Sigurðssonar
hjá Kostakaupum hf. komu menn
frá báðum þessum fyrirtækjum
hingað til lands nú í vor og kenndu
íslenskum starfsbræðrum sínum
handbrögðin við framleiðsluna.
Hákon sagði ennfremur að þessum
erlndu kjötiðnaðarmönnum hefði
þótt íslenskt hráefni henta mjög
vel til vinnslu, ekki síst lamba-
kjötið.
Á fundinum kom einnig fram að
gerðar væru mjög strangar kröfur
í bæði Danmörku og Þýskalandi
um hvernig staðið skuli að kjöt-
vinnslu. Til dæmis séu allir fram-
leiðendur í þessum löndum hættir
að nota fyllingarefni í pylsur. Hér
á iandi verður farið eftir þessum
reglum. „Þetta mun að sjálfsögðu
hækka verðið dálitið," sagði Há-
kon Sigurðsson.
Eins og fyrr segir er búið að
framleiða 42 tegundir nú þegar og
stendur til að framleiða fleiri. Hér
er um að ræða spægipylsur, smur-
áleggspylsur, kjötbúðinga, paté og
fleira.