Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIP, LAtJGAimAát5ft:2ð.iIfiNÍ Íð8S ié Þjóðleikhúsið með farandsýningu Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson segja Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur „alveg eins og er“. LEIKHÓPUR frá Þjóóleikhúsinu heldur í leikfór þann 1. júlí um Norður- og Austuríand með gaman- leikinn Með vífið í lúkunum, eftir breska höfundinn Ray Cooney. Árni Ibsen þýddi leikinn, leikstjóri er Benedikt Árnason, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerir leikmynd og búninga og lýsingu annast Kristinn Daníelsson. Með hlutverk í sýning- unni fara Örn Árnason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson og Þorgrímur Einarsson. Frumsýnt verður að kvöldi 1. júlí í Félagsheimilinu á Blönduósi, síðan verða sýningar sem hér seg- ir: 2. júlí í Bifröst á Sauðárkróki, 3. júlí í Miðgarði í Varmahlíð, 4. júlí í Nýja bíói á Siglufirði, 5. júlí í Tjarnarborg á Ólafsfirði, 6. júlí í Samkomuhúsinu á Akureyri, 7. júlí verða tvær sýningar í bíóinu á Húsavík, 8. júlí verður sýning í Hnitbjörgum á Raufarhöfn, 9. júlí í Miklagarði í Vopnafirði, 10. júlí í Valaskjálf í Neskaupstað, 13. júli í Skrúði á Fáskrúðsfirði og síðasta sýningin verður 14. júlí í Sindra- bæ, Höfn í Hornafirði. Morgunblaðið leit inn á æfingu í Þjóðleikhúsinu, þar sem verið var að æfa eitt atriðanna og tók Bene- dikt Árnason leikstjóra tali. „Það má segja að Með vífið í lúkunum sé ærslaleikur eins og þeir gerast bestir. Leikritið var frumsýnt í Lundúnum fyrir tveimur og hálfu ári og gengur enn þar fyrir fullu húsi, þó svo sýningin hafi verið þar í sjónvarpi um síðustu jól. Um þessar mundir er verið að sýna verkið í fjölmörgum löndum Evr- ópu sem og í Eyjaálfu og Banda- ríkjunum," sagði Benedikt. Um hvað fjallar þetta leikrit? „Það er illmögulegt að segja nokkuð um innihald þessa gam- anleiks án þess að eyðileggja ánægjuna fyrir áhorfendum, en þó má geta þess að þarna segir frá allóvenjulegri uppákomu í Smith- fjölskyldunni, en um hana snýst leikurinn. Satt best að segja er fjölskylda þessi afar óvenjuleg, þótt enginn geri sér grein fyrir því nema fjölskyldufaðirinn, John Smith. Hann er leigubílstjóri. Þegar lögreglan kemst að því, að eitthvað er meira en lítið gruggugt við fjölskyldu þessa, neyðist fjöl- skyldufaðirinn að grípa til ör- þrifaráða. Hann beitir allri kænsku sinni og lævísi við að ljúga fjölskylduna út úr vandræð- unum. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að lygin býr til fleiri vandamál en hún leysir. Ástandið versnar svo um allan helming þeg- ar hinir stórfurðulegu leigjendur fara að blanda sér í hina hröðu og flóknu atburðarás og reyna að hjálpa, því þá fyrst fer allt í hnút. Að lyktum er flækjan orðin það mikil að John Smith neyðist til að ljúga sig út úr lyginni líka, en lögreglan trúir ekki einu einasta orði. Þegar upp er staðið veit eng- inn hvað snýr upp og hvað niður — og það er kannski besta lausn- in, a.m.k. fyrir Smith-fjölskylduna furðulegu." Er einhver boðskapur í þessu leikriti? „Já, vissulega. Hér má segja að boðskapurinn sé, að hláturinn lengi lífið, hér njóta menn lífsins, en það er það sem við viljum njóta öðru fremur." Sýnir Þjóðleikhúsið árlega úti á landsbyggðinni? „Því miður er þetta ekki árviss viðburður, enda þótt best væri að sú væri raunin. Þetta hefur ekki alltaf verið hægt, og kemur þar margt til. Leikarar hafa þó yfir- leitt haft mikla ánægju af þessum ferðum, og væri óskandi ef hægt væri að fjölga þeim í framtíðinni." Hversu margir taka þátt í þess- ari uppfærslu? „í hópnum sem fer út á land eru í allt 12 manns. Allir leikararnir eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið, og hafa allir leikið aðalhlutverk i ýmsum verkum. Meðalaldur þeirra er lágur en allt eru þetta prýðisleikarar og þau hafa öll lagt mikla vinnu i undirbúning. Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er þó, að frumsýning verður á Blönduósi, því nú standa leikararnir loks undir nafni, þeir eru sannkallaðir þjóð-leikarar,“ sagði Benedikt Árnason að lokum. Leikstjórinn Benedikt Árnason og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Hún sér um leikmynd og búninga. Leikarahópurinn, talið frá vinstri: Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason, Pálmi Gestsson, Þorgrímur Einarsson, Sigurður Sigurjónsson. Neðri röð: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Örn Árnason og Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir. Skipulagt kaos í sófanum. Randver Þorláksson stendur álengdar og fylgist með. „Ég get ekki sagt aö það hafi háö mér aÖ einhverjir hafi viljað festa mig í gaman- hlutverki“ SIGURÐ Sigurjónsson þekkja vafalaust flestir íslenskir leíklist- arunnendur. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1976. Skömmu síðar var hann fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Hann hefur leikið í fjölmörgum leikritum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef leikið tðluvert í Sigurður og Pálmi Gestsson. „Þyrfti anum í gamanleikjum, en þó ekki ein- göngu. Til stendur að sýna „Með vífið í lúkunum" eftir Ray Coon- ey úti á landi á næstunni. Þetta er ærslaleikur sem frumsýndur verður á Blönduósi 1. júlí. Ég segi ærslaleikur, enda þótt at- burðirnir sem gerast séu í raun háalvarlegir. Maður nokkur fær höfuðhögg og hinar daglegu venjur hans færast gjörsamlega úr skorðum við það. Síðan dregst fjöldi saklauss fólks inn i spilið og alls konar ruglingur kemur í kjölfarið. Það væri allt eins hægt að skrifa leikrit um sama efni sem allir tækju alvarlega og jafnvel táruðust yfir,“ segir Sig- urður. að gleyma text- heilum Þykir þér fólk tengja þig of gamanhlutverkum ? „Ég hef fengið ágætisþjálfun í gamanleikjum í gegnum tíðina. Þó er ekki þar með sagt að ég líti á það sem einhvers konar sér- hæfingu. Það eru bæði til góðir og vondir leikarar. Góður leikari leikur vel, hvort sem um er að ræða gleðileik eða harmleik. Ég get ekki sagt að það hafi háð mér að einhverjir hafi viljað festa mig í gamanhlutverki. Það er margt annað sem skiptir máli, til dæmis andinn í leikarahópn- um, vinnuaðstaða og fleira. Und- irbúningur hvers leikrits skiptir einnig ákaflega miklu máli. Undirbúningur þessa verks hef- þættiu ur gengið eftir áætlun. Þetta hefur verið erfiður tími en ánægjulegur. Hópurinn er sam- stilltur. Mjög margir leikarar eru ávallt á sviði í einu svo að tímasetnig verður að vera góð.“ Hefurðu áður leikið úti á landi? „Ég lék í verki eftir Dario Fo, „Við borgum ekki“, í tvö sumur. Það var með Alþýðuleikhúsinu. Einnig sýndi ég með kabarett „Úllen dúllen doff“. Ég hef hins vegr aldrei farið út á land á veg- um Þjóðleikhússins.“ Áttu eitthvert draumahlut- verk? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég reyni að einbeita mér að því „Eiginlega þyrfti ég að koma mér upp ein- hverju meiri háttar slysi, rífa niður sviösmynd eöa gleyma algerlega textanum f heilum þætti. Þá gæti ég alltaf vitnaö til þess eftir á“ Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu í „Með vffið í lúkunum“ hlutverki sem ég fæ hverju sinni. Yfirleitt hef ég verið heppinn, viðfangsefnin hafa verið mörg og ólík. Ég hef yfirleitt nóg með mig þar sem ég er — þó væri gaman að leika Hamlet einhvern tíma. Hann er þó ekki efstur á óskalistanum," segir Sigurður íbygginn- Manstu eftir einhverju spaugi- legu atviki er tengist þessu verki? ^Nei, því miður. Nú hlýt ég að valda einhverjum vonbrigðum, það er alltaf verið að spyrja um þetta. Það er alltaf eitthvað spaugilegt sem gerist öðru hverju, ýmiss konar smáatriði er krydda tilveruna. Þó man ég ekki eftir neinu stórvægilegu. — Eiginlega þyrfti ég að koma mér upp einhverju meiri háttar slysi, rífa niður sviðsmynd eða gleyma algerlega textanum í heilum þætti. Þá gæti ég alltaf vitnað til þess eftir á,“ segir Sigurður og hlær. Ertu hjátrúarfullur? „Ég veit ekki hvað skal segja. Einu sinni tók ég alltaf ákveðna skjalatösku með mér á sýningar. Hún var galtóm, en ég tók hana með mér á fyrstu sýninguna og skildi hana því ekki við mig með- an verkið var flutt. Ég verð að fylgja ákveðnu mynstri fyrir hverja sýningu. Það sem ég geri fyrir fyrstu sýningu reyni ég að gera eins fyrir allar þær sýn- ingar er fylgja á eftir. — Maður tekur enga óþarfa sénsa í þess- um bransa." Hvað varð svo um skjalatösk- una? „Tjah. Taskan. Hún liggur nú tóm heima hjá mér. Ég ætla allt- af að fleygja henni en þori það nú varla. — Ég gæti þurft að grípa til hennar í framtíðinni. Kannki fer ég með hana út á land... hver veit?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.