Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985
mynd í gegnum aldirnar. Hér
hittast menn, ræða saman um
tiltekið mál og skiptast á skoð-
unum um hin ýmsustu efni er
varða kirkjuna.
Lima-skýrslan er góð hug-
mynd til að koma á einingu inn-
an kirkjunnar en ef maður ætl-
ar sér að segja eitthvað af viti
um fimm áratuga vinnu verður
maður að liggja yfir ritinu í
langan tíma. Markverðast þyk-
ir mér hvað hægt er að leggja
ólikan skilning í orð Biblíunnar
um þau þrjú meginatriði sem
skýrslan fjallar um, þ.e.a.s.
skírnina, máltíð Drottins og
þjónustuna. En eins og stendur
í ritningunni, þá vildi Kristur
að við værum öll eitt en ekki öll
eins.
Þegar prestastefnu lýkur fer
ég til Djúpavogs og ég hlakka
mikið til. Þar hefur ekki verið
fastur prestur í fjögur ár og því
get ég mótað starfið a þann
máta sem ég kýs. Mestan áhuga
hef ég á barna- og unglinga-
starfi enda er æskan framtíð
kirkjunnar.“
Séra Magnús Björn Þórðarson:
íslendingar þrá að trúa
Séra Magnús Björn Þórðar-
son er prestur á Seyðisfirði.
„Það er mjög gott að vera
prestur úti á landi og Seyðis-
fjörður er rótgróið prestakall
þar sem prestsstarfið hefur
mótast um langa hríð. En
prestar á landsbyggðinni eru
oftast einu fulltrúar sinnar
stéttar á hverju svæði og því er
auðvelt að einangrast. Prest-
arnir í héraðinu halda mánað-
arlegan fund þar sem rædd eru
dægurmál hverju sinni. En
fundir eins og prestastefnur er
mjög nauðsynlegir. Þar gefst
kostur á að kynna sér þá
strauma og stefnur sem ríkja í
mismunandi héruðum landsins
og hitta bræður og systur sömu
stéttar.
Lima-skýrslan er afar merki-
legt rit. Hún er ekki allsherjar
kennisetning eða trúarjátning
heldur áratuga vinna til að
reyna ná sáttum innan ólíkra
kirkjudeilda. Hún veitir innsýn
í ólíkar hefðir og víkkar þannig
kirkja er áður var lénskirkja á
því sem sjálfseignarstofnun
jarðeignir þær sem eigi hafa
verið seldar frá henni með
lögmætri heimild eða gengið
undan kirkjunni með sambæri-
legum hætti.“ í álitsgerðinni er
bent á að þar sé því ekki um
ríkiseignir að ræða, enda þótt á
síðari árum hafi gætt nokkurr-
ar tilhneigingar í þá átt að telja
eignir þessar með ríkisjörðum.
í álitsgerð nefndarinnar er
fjallað um ýmsar aðrar jarð-
eignir, klausturjarðir, stólsjarð-
ir, jarðeign bændakirkna,
Kristsfjárjarðir, kirknaítök o.fl.
Þróunin er rakin frá fyrri tíð til
okkar daga og gerð grein fyrir
réttarstöðu þeirra og ráðstöfun.
ítrekað er að hér sé aðeins
um nefndarálit að ræða.
Kirkjueignarnefnd telur það
ekki í sínum verkahring að bera
á borð fullmótaðar hugmyndir
eða tillögur um framtíðarskip-
an kirkjueignanna í landinu,
eða stöðu kirkjunnar gagnvart
ríkinu. Þó á álitsgerðin án efa
eftir að leggja grunninn þegar
þar að kemur. Hún bendir þó á
nokkur atriði sem komi til álita
þegar tekið verður til við þá
endurskoðun og kirkjueigna-
málin til lykta leidd.
í fyrsta lagi er bent á þann
möguleika að kirkjueignirnar
verði enn í umsjá núverandi
ráðuneyta en að betur verði
tryggt en nú er gert, að eignirn-
sjóndeildarhringinn. Ekki vil
ég benda á einstök atriði henn-
ar umfram önnur en tilgangur
hennar er að dýpka skilning
okkar á ýmsum atriðum í safn-
aðarstarfinu, þó hún muni ekki
breyta því til muna.
Um afstöðu íslendinga til
trúarinnar veit ég að þeir þrá
að trúa, það verð ég var við í
mínu starfi. Barnatrúin er
þeim mikils virði en það er eins
og þeir geri sér ekki grein fyrir
að hún þarf að þroskast tií að
geta leitt mann í gegnum lífið,
að þeir þurfi að þekkja þann
sem bjó til trúna, Jesús Krist.
Hann er svarið í ráðvilltum
heimi og kennir fólki að meta
þau gylliboð sem koma og fara
á lífsleiðinni."
Séra Kóbert Jack:
Hver veit um raun-
veruleg fræði Guðs?
Séra Robert Jack, prestur á
Vatnsnesi var vígður 18. júní
1944 og hefur því setið fjöl-
margar prestastefnur.
„Það hefur ýmislegt breyst á
þeim tíma, síðan ég fór að venja
komur mínar á prestastefnur.
Helst er það að nú hittast
miklu fleiri prestar en áður
fyrr. Það er ekki bara vegna
þess að fjölgað hafi í stéttinni
heldur höfðu prestar, sem þá
voru flestir bændur, hvorki
tíma né ráð á því að taka sér á
hendur jafn langt ferðalag og
að fara á prestastefnu.
Um Lima-skýrsluna vil ég
segja sem minnst. Það hafa all-
ir leyfi til að hafa sína skoðun á
guðstrúnni en hver veit hver
eru raunverulega fræði guðs?
Það hefur enginn leyfi til að
segja eitt réttara en annað, eða
segja öðrum fyrir verkum. Að
því leyti er Lima-skýrslan góð
að hún ber saman ólíkar skoð-
anir á guðstrúnni.
Af öðrum málum þingsins
finnst mér gleðilegast að nú
skuli rafmagnskostnaður í
kirkjum hafa verið lækkaður.
Rafmagnsreikningar hafa verið
þungur baggi á fámennum
söfnuðum en nú er það mál von-
andi leyst.“
ar beri eðlilegan arð til hags-
bóta fyrir kirkjuna, hvort held-
ur þjóðkirkjuna eða einstakar
kirkjur.
í annan stað gæti það ráð
þótt vænlegra að hefja undir-
búning á sölu sem flestra
kirkjueigna á stuttu tímabili.
Kæmi þá til álita að ríkinu yrði
gert að innleysa jarðirnar gegn
matsverði og kirkjan fengi
þannig til umráða og ráðstöfun-
ar umtalsvert fé sem yrði eins
konar fast afgjald.
Loks kæmi til greina að ríkis-
valdið afsali sér öllum umráða-
og ráðstöfunarrétti yfir kirkju-
jörðunum gegn því að kirkjan
taki þessi umráð og daglega
stjórn og ábyrgð eignarmál-
anna í sínar hendur. Við undir-
búning þessarar skipanar
mætti síðan velja milli þess að
umráðin væru að öllu leyti í
höndum yfirstjórnar kirkjunn-
ar eða að öðrum kosti hjá við-
komandi kirkjum eða forráða-
mönnum þeirra."
í erindi sinu lagði sr. Þórhall-
ur áherslu á nauðsyn þess að
standa traustan vörð um
kirkjueignirnar, þar til málum
hefði verið þannig ráðið að þær
gætu enn um ókomna tíð gegnt
hlutverki sínu í þágu kirkjunn-
ar.
Stefnt er að því að kirkju-
eignarmálin verði aðalefni
prestastefnunnar, jafnvel þegar
á næsta ári.
Lausamennska
— eftirÁslaugu
Ragnars
f forystugrein Morgunblaðsins
26. júní sl. er skorað á veit-
ingamenn sem einkum bera
hænsnasteikur fyrir gesti sína
að leggja höfuðið í bleyti og
hugsa á íslenzku. Er mælzt til
þess að þeir velji veitingastöðum
sínum íslenzk nöfn. Væntanlega
er það ekki álitamál að þetta er
þörf og tímabær áminning, en
eftir það sem á undan er gengið
er hætt við því að hún beri ekki
árangur fyrr en hún hefur verið
endurtekin svo sem sjötíu sinn-
um sjö sinnum. Torkennileg
amrísk heiti á þessum stöðum
flokkast í forystugreininni undir
„kaupsýslu-íslenzku", en fleiri
eru málsóðar en þeir sem hér
eiga hlut að máli.
Hér á landi fjölgar óðum
þeirri stétt manna sem eru ekki
fastráðnir hjá ákveðnum
atvinnurekendum en starfa
sjálfstætt og taka að sér einstök
verkefni, oft í þágu hinna og
þessara atvinnurekenda. Iðulega
er þetta fólk sem hefur viður-
væri sitt af því að skrifa eða
flytja íslenzkan texta ætlaðan
alþjóð. Og hvað skyldi það svo
heita að ganga til verks með
þessum hætti? Jú, í daglegu tali
kallast það að vera „free-lance“,
auðvitað stafsett upp á amrísku,
— en einnig að „frílansa" eða
vera „frílansari".
í íslenzku er til gamalt og gott
orð um þetta fyrirbæri. Á ís-
lenzku kallast slík starfsemi
lausamennska og sá sem hana
iðkar lausamaður. Það er ekki
einu sinni þörf á því að leggja
höfuðið í bleyti og hugsa á ís-
lenzku, — það er löngu búið að
því.
Ég hef margsinnis orðið þess
vör að fáir skilja þetta íslenzka
orðalag og eru þá ekki undan-
Úr oróabók menningarsjóðs
skildir þeir sem sjálfir eru í
lausamennsku. Dæmi um þvílíka
hugans tregðu eru orðaskipti
sem áttu sér stað fyrir skömmu:
„Þú ert alltaf að skrifa."
„Já, já.“
„Og hvar ertu að vinna núna?“
„Ég er í lausamennsku."
„Ha?“
„I lausamennsku."
„Hvernig þá?“
„Er ekki í föstu starfi en
stunda mitt fag með því að taka
að mér verkefni fyrir ýmsa.“
Nú fór að rofa til hjá spyrj-
andanum og hann ályktaði, sigri
hrósandi:
„Nú, sem sagt frílans eins og
ég“
„Þú ert kannski frílans en ég
er það ekki. Ég er í lausa-
mennsku."
Athugasemdinni var fálega
tekið og talið fellt. Það er ekki
víst að spyrjandinn hafi skilið
sneiðina.
Það skyldi þó ekki vera að
amrískar nafngiftir á hverju
sem nöfnum tjáir að nefna séu
hluti af Dallas-glýjunni sem vill-
ir mörgum sýn um þessar mund-
ir. Um það er ekki annað að
segja en það að ísland er ekki
Dallas og að amrískur „stæll"
fer Islendingum álíka vel og
fjallkonuskrúðinn tæki sig út á
Pamelu í Dallas.
OPIÐ I DAG KL. 1—4
Standardútgáfa
af Lödu Sport
meö ryövörn
P.S.:
Við bjódum
að auki
okkar rómuðu
greiðslukjör.