Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 17
17
Einar Valdimarsson
„Það er tímabært að
stjórnmálamenn hér í
Reykjavík átti sig á því
að skortur á heppilegu
vistrými fyrir aldraða er
eitt stærsta félagslega
vandamálið í dag. Þetta
vandamál verður ekki
borið til grafar í B-álmu
Borgarspítalans.“
tveggja legudeilda fyrir aldraða í
B-álmu spítalans hefur álagi á al-
mennu Lyflækningadeildina auk-
ist, stafar það m.a. af því að
bráðainnlagnir fara ekki fram f
B-álmu, hins vegar leitar aldrað
fólk, sem útskrifast hefur úr
B-álmu gjarnan til Lyflækninga-
deildarinnar, geti það ekki hafst
við heima. Af þessum ástæðuni
öllum m.a. er vandi Borgarspítal-
ans vegna langlegusjúklinga
stærri nú en nokkru sinni fyrr.
Stærsta vandamálið í daglegum
rekstri Borgarspítalans er skortur
á langvistunarrými. Landspítal-
inn glímir við þetta vandamál og
Landakotsspítali vissulega líka.
Skortur á vistrými fyrir sjúk og
lasburða gamalmenni er vaxandi
þjóðfélagslegt vandamál síðustu
árin, sem ýtt hefur verið yfir á
bráðaspítalana að miklu leyti og
stjórnmálamenn virðast hafa lok-
að augunum fyrir. Það má heita
dæmigert fyrir afstöðu íslenskra
stjórnmálamanna til þessa þjóð-
félagsvandamáls, þegar þeir lýsa
því yfir í fjölmiðlum að til standi
að leysa langleguvanda Landa-
kotsspítalans með því að leggja
hluta Borgarspítaians, þ.e. Hafn-
arbúðir, undir Landakotsspítala
og flytja þá sjúklinga, sem nú vist-
ast í Hafnarbúðum yfir í B-álmu
Borgarspitalans, þar sem biðlisti
er þegar orðinn mjög langur. Það
ætti að vera hverjum manni ljóst
að slík ráðstöfun breytir engu um
vandamál langlegusjúklinga á
höfuðborgarsvæðinu. Það geta
hvorki talist lýðræðisleg eða
skynsamleg vinnubrögð að standa
að slíkum samningi án nokkurs
samráðs við forráðamenn og
starfsfólk Borgarspítalans og í
rauninni i beinni andstöðu við
skoðanir og vilja þessa fólks. Það
getur ekki talist mannúðleg ráð-
stöfun að flytja gamalt fólk úr
Hafnarbúðum, sem hafa verið
heimili þess um langt skeið, inn í
B-álmu í Fossvogi.
Það er tímabært að stjórnmála-
menn hér í Reykjavík átti sig á þvi
að skortur á heppilegu vistrými
fyrir aldraða er eitt stærsta fé-
lagslega vandamálið í dag. Þetta
vandamál verður ekki borið til
grafar í B-álmu Borgarspítalans.
Fyrir svo sem 15—20 árum síðan
hefði sennilega mátt líta á B-álm-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985
una sem einskonar allsherjar
lausn á vistrýmisvanda aldraðra í
Reykjavík. Síðan hafa viðhorf
breyst verulega og öldruðum fjölg-
að mjög. Aldraðir sem vegna lík-
amlegrar og eða andlegrar heilsu
sinnar geta ekki lengur búið á
heimilum sínum eru ákaflega
sundurleitur hópur með fjöl-
breytilegar þarfir. Það sem ein-
kennir nútíma afstöðu til vistun-
armála þessa fólks er, að byggt sé
í smáum einingum, sem eru hann-
aðar með hinar margvíslegu þarf-
ir fólksins fyrir augum, jafnframt
er leitast við að dvalarstaðirnir
séu í sem minnstri fjarlægð frá
heimilum nánustu ættingja.
Sjúkradeildir B-álmunnar eru
hannaðar eftir nútíma staðli
sjúkradeilda á bráðaspítala. Þess-
ar legudeildir í B-álmu henta því
aðeins ákveðnum, litlum hópi
þeirra öldruðu, sem þurfa á lang-
tíma eða ævivistun að halda. Sem
langvistunarstofnun hentar álm-
an best þyngstu hjúkrunarsjúkl-
ingunum meö líkamlega kvilla.
Aðrir hópar gamalmenna og mun
miklu stærri, sem ekki geta dvalið
i heimahúsum þarfnast dvalar-
staða af allt öðru tagi. B-álman er
ekki sú allsherjar lausn á vistrým-
isvanda aldraðra sem margir virð-
ast halda. Það er því fyrir löngu
tímabært að hefjast handa við
skipulegt átak í uppbyggingu lít-
illa hjúkrunarheimila eða eininga
víðs vegar um borgina. Ég er viss
um að íslenskir stjórnmálamenn,
flestir hverjir, vilja eins og kolleg-
ar þeirra í nágrannalöndum okkar
fremur vita af lasburða, öldruðum
ættingjum sínum inni á slíkum
smáum heimilislegum stofnunum,
en inni í spítalabákni eins og
B-álman er.
Að leggja hluta Borgarspítalans
undir Landakotsspítala leysir ekki
á neinn hátt vanda hjúkrunar-
sjúklinga í Reykjavík. Reykjavík-
urborg þarf á öllum sínum hjúkr-
unarplássum að halda og miklu
fleiri þarf til, sem fjölbreytilegust,
á sem flestum stöðum til að geta
sem best mætt knýjandi þörf í
samræmi við nútíma viðhorf. Það
er forkastanlegt að ætla að leysa
vandamál Landakotsspítala með
því að auka á vanda Borgarspítal-
ans. Hreppaflutningur gamals
fólks úr Hafnarbúðum suður í
Fossvog er ómannúðlegur. Vandi
Landakotsspítala vegna langlegu-
sjúklinga verður ekki leystur á
raunhæfan hátt með öðru móti en
því að útvega spítalanum húsnæði
undir ný hjúkrunarrými.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með þvi nú á næstunni af hvaða
þekkingu og framsýnf ráðherrar
og ráðamenn Reykjavíkurborgar
leysa það mál sem nú hefur komið
upp og snýst ekki bara um vanda
Landakotsspítala vegna langlegu-
sjúklinga.
Höfundur er læknir í Borgarspítal-
anum í Reykjarík.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
heldur í hljómleikaferð
LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar heldur upp á 35 ára afmæli sitt nú í ár. Af
þessu tilefni leggur sveitin upp í hljómleikaferð til Þýskalands og
Austurríkis nú um helgina. f Þýskalandi tekur sveitin þátt í hátíðahöld-
um vegna afmælis Lúðrasveitar Niederrimsingen. Að því loknu liggur
leiðin til Piirg í Austurríki en þar tekur lúðrasveitin þátt í lúðrasveita-
móti. í Lúðrasveit Hafnarfjarðar eru 35 hljóðfæraleikarar. Stjórnandi
er Hans Ploder.
SUZUKI
FOX PICKUP
Bíll sem býður upp á marga möguleika
Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn.
ísparaksturskeppni BIKfí ogDV9. júní sl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km.
Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup.
Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir
alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda.
Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 339.000.-
Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 395.000.-
Trefjaplasthús kr. 64.700.-
Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.
PÁV Prtnlsrrudfa Anta