Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985
RANN ÚT AF FLUGBRAUTINNI
AP/Símamynd
DC-10 flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines rann út af
flugbrautinni á alþjóðaflugrellinum Munoz marin á San Juan á Puerto
Rico í gær. Flugstjóri flugvélarinnar, sem var á leið til Ilallas í Bandaríkj-
unum, þurfti að hætta við flugtak vegna þess að hjólbarðar þotunnar
sprungu rétt áður en hún átti að fara í loftið. Nokkrir hinna 653 farþega,
sem voru um borð, slösuðust lítillega er flugvélin rann af flugbrautinni í
votlendi, sem er umhverfis flugvöllinn.
Bush sakar Sovétríkin
um að auka yígbúnað
Sovétmenn koma stöðugt upp fleiri SS-flaugum
Hrusw l, 28. júní. AP.
GEORGE Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, sakaði í dag Sov-
étríkin um að auka á vígbún-
aðarkapphlaupið með því að fjölga
hjá sér meðaldrægum eldflaugum,
sem miðað væri á Vesturlönd.
James Bobbins, embættismaður
í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu, skýrði svo frá í dag, að Rússar
hefðu fjölgað SS-flaugum sínum
um 9 eða úr 414 í 423 á tveimur
mánuðum og til viðbótar væri enn
verið að koma upp mörgum slíkum
flaugum bæði í vestur- og austur-
hluta Sovétríkjanna.
Á fundi með fréttamönnum í
Brússel gagnrýndi Bush Sovétrík-
New York:
Hótelstarfs-
menn semja
New York, 28. júní. AP.
ÞÚSUNDIR fagnandi hótelstarfs-
manna samþykktu í gær kjarasamn-
ing við vinnuveitendur en sam-
kvæmt honum hækka laun fólksins
um 75 dollara á viku, eða um 3.125
ísl. kr. Hækka þá mánaðarlaunin
um 12.500 kr.
Voru þessir samningar sam-
þykktir með yfirgnæfandi meiri-
hluta og eru starfsmennirnir mjög
ánægðir með þá. Var verkfall
25.000 hótelstarfsmanna búið að
standa í 28 daga og lengst af bar
mikið i milli. Hótelstarfsmenn
höfðu áður 315 dollara í vikulaun
sem gera tæpar 53.000 ísl. kr. á
mánuði, en nú munu launin fara í
390 dollara, um 65.000 ísl.
in fyrir að taka ekki alvarlega af-
vopnunarviðræðurnar í Genf. Það
væri hins vegar markmið Banda-
ríkjanna að ná þar samkomulagi
um að draga „verulega úr vígbún-
aði“. Með því að halda áfram að
koma upp SS-eldflaugum, sem
búnar væru þremur kjarnaoddum
hver og gætu dregið til allra staða
í Evrópu, væri ljóst, að Sovétmenn
væru ekki einlægir í að draga úr
vígbúnaði.
Bush gerði einnig grein fyrir
geimvarnaáætlun Reagans for-
seta. Þá ræddi hann ennfremur
um þá vaxandi ógn, sem stafar af
London:
Er ástandið í Uganda
verra en í tíð Amins?
Fyrrum öryggislögreglumaöur segir frá manndrápum og pyntingum
London, 28. júní. aP.
MAÐUR, sem kveóst vera fyrrum öryggislögreglumaður í Uganda, sagði frá
því í gær, fimmtudag, að hann hefði drepið með eigin bendi 350 manns og
pyntað marga eftir skipunum frá Ugandastjórn.
Á blaðamannafundi í London i
gær, sem útlagar frá Úganda og
stjórnarandstæðingar efndu til,
sagði Emmanuel Kaddu frá því
hvernig hann hefði rist fólk á kvið,
hellt bráðnu plasti inn í iðrin og
brotið höfuð þess og limi með
hamri. Sagði Kaddu, að ástandið í
Uganda væri nú enn verra en það
hefði verið á dögum Idi Amins,
sem var þó alræmdur fyrir
manndráp og pyntingar. Hermenn
frá Tanzaníu hröktu Amin frá ár-
ið 1979 og var þá Milton Obete
kjörinn forseti.
Kaddu gekk í öryggislögregluna
árið 1980 og var þjálfaður á Kúbu
ásamt 150 öryggisvörðum öðrum.
Níu mánuðum síðar var hann bú-
inn að fá nóg.
„Ég drap marga menn, um 350
alls,“ sagði hann, „en félagar mín-
ir myrtu enn fleiri, fleiri en þeir
höfðu tölu á.“
Það var verk Kaddus að fylgja
stjórnarhermönnunum eftir þegar
þeir voru að eltast við skæruliða
og hann segir frá því, að einu sinni
hafi 200 óbreyttir borgarar verið
drepnir vegna þess, að skærulið-
arnir voru flúnir. „Við ruddumst
inn í húsin og ristum fólkið á kvið
með byssusting án tillits til hvort
um var að ræða skæruliða eða
ekki. Okkur var skipað að fara
svona að,“ sagði Kaddu. Hann
sagði einnig frá pyntingum, sem
stundaðar væru í Uganda og oft að
beinni skipan æðstu manna. Væri
þá t.d. bráðnu plasti hellt yfir fólk
Bandaríska
fulltrúadeildin:
Dauðadómur
fyrir njósnir
á friðartíma
Wa.shington, 28. júní. AP.
FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings
samþykkti í gær, að leyfilegt væri að
kveða upp dauðadóma í málum her-
manna, sem gerðust sekir um njósn-
ir á friðartímum.
Núgildandi lög heimila dauða-
dóm yfir hermönnum sem gerast
njósnarar á stríðstímum, en að-
eins 10 ára fangelsisdóm þegar
friður ríkir. Ef tillagan verður
endanlega samþykkt munu gilda
ein lög um njósnir hermanna
hvort sem er í stríði eða friði. Bill
McCk)llum þingmaður repúblik-
ana, bar tillöguna fram og kvaðst
hann geta nefnt eitt mál öðrum
fremur, sem gerðu þessi lög nauð-
synleg, en það væri Walker-málið
svokallaða. Átti hann þá við John
Anthony Walker og þrjá menn
aðra, núverandi eða fyrrverandi
hermenn, sem hafa verið hand-
teknir og sakaðir um njósnir fyrir
Sovétmenn.
hryðjuverkamönnum, en vildi ekk-
ert segja um það, hvaða ráðstaf-
anir væru í undirbúningi til þess
að frelsa bandarísku gíslana í
Beirút.
Fréttamannafundur Bush var
haldinn eftir sérstakan 75 mín-
útna fund hans og sendiherra
þeirra 16 ríkja, sem aðild eiga að
NATO. Síðdegis í dag hélt Bush
svo flugleiðis til Genf.
eða það neytt til að halda á hand-
sprengju, sem kveikipinninn hefði
verið tekinn úr, og barið með
hamri. Væri þetta gert til að kom-
ast yfir upplýsingar, sem fólkið
byggi hugsanlega yfir, og skipti
það hermennina engu máli hvort
fórnarlömbin lifðu af eða ekki.
Kaddu flýði til Kenýa árið 1981
og komst til Bretlands árið 1984
þar sem hann býr nú með konu
sinni og barni.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amrturdam
Aþuna
Barcekma
BrOaaal
Chtcago
Dubtin
Frankturl
Ganf
Holslnlci
Hong Kong
lonfmlini
Kaupmannah
Lúramborg
MaMorca
Moakva
Naw York
OalA
Pakmg
Raykjavík
Ri6 da Janairo
Stokkltólmur
Sydnoy
Tófcýó
Vinarborg
Mrahðtn
10
20
12
0
21
I
10
11
27
10
11
1«
12
10
25
10
13
14
11
12
20
13
10
18
1«
« •kýfað
17 akýjað
33 haiðakfrt
21 miatur
18 akýjað
18 akýjað
27 akýjaö
16 akýjað
22 Mttakýjað
16 rigning
21 haiðakirt
vantar
31 haiðakfrt
27 haiðakirt
18 akýjað
24 Mttak.
28 haiðakirt
17 akýjað
35 akýjað
13 akýjað
27 haiðakirt
28 Mttak.
32 akýjað
23 akýjað
15 haiðakirt
16 rigning
18 akýjað
18 akýjað
31 akýjað
12 akýjað
27 akýjað
vantar
vantar
18 haiðakirt
18 haiðakfrt
24 rigning
8 alakýjað
Fríhöfnin á Kastrup:
Áfengi og tóbak lækkar í verði
Um mánaðamótin tekur gildi verðlækkun á áfengi og tóbaki í fríhöfn-
inni á Kastrup-flugvelli fyrir utan Kaupmannahöfn. Er þetta liður í þeirri
stefnu danska samgönguráðuneytisins, að gera fríhöfnina á vellinum
hina ódýrustu í Evrópu.
Til marks um verðlækkunina
má nefna, að hver vindlinga-
lengja lækkar að meðaltali úr
105 dönskum krónum í 76 d.kr.
Hver flaska af Smirnoff-vodka
lækkar úr 72 d.kr. í 45 kr. og
flaska af Chivas Regal-viskíi
lækkar úr 200 d.kr. í 144.
Lækkun sumra annarra áfeng-
istegunda er minni. T.d. lækkar
Álaborgar-ákavíti aðeins úr 59
d.kr. í 50 og flaska af Ballant-
ine-viskíi úr 86 d.kr. í 70 kr.
Þá verður sú breyting jafn-
framt í fríhöfn Kastrup-vallar á
mánudag, að þar hefst sala á
súkkulaði. Það hefur ekki verið á
boðstólum þar fyrr.
Irakar gera loft-
árás á olíuskip
Baedad, 28. júní. AP.
HERÞOTUR íraka gerðu í dag loftárás á olíuflutningaskip í grennd við
olíuhöfn írana á Kharg-eyju. Var þcssi árás gerð í refsingarskyni fyrir
það, að íranir hertóku fyrir nokkru flutningaskip frá Kuwait. Sagði
talsmaður íraka, að „haldið yrði áfram að refsa fyrir sjórán árásar-
mannanna og spilla fyrir olíuútflutningi þeirra, þar til þeir hefðu fallizt
á algeran frið/
Herskip Irana tóku flutn-
ingaskipið Al-Muharraq frá
Kuwait 20. júni sl., er það nálg-
aðist Hormuz-sund á siglingu frá
Evrópu og færðu það til hafnar í
íran.
IRNA, hin opinbera frétta-
stofa írans, hélt því fram í dag,
að íranskar hersveitir hefðu
algerlega hrundið árás íraka á
Majnoon-eyju, þar sem mikil olía
er unnin úr jörðu. Hefðu Irakar
orðið þar fyrir miklu manntjóni.
Frásögn IRNA af þessum at-
burðum var mjög á annan veg en
tilkynning írösku herstjórnar-
innar í útvarpinu í Bagdad á
fimmtudagskvöld. Þar var sagt,
að 10.000 manna lið íraka hefði
„gert skyndiárás á stöðvar óvin-
anna á olíusvæðinu á Suður-
Majnoon" og náð því á sitt vald.