Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985
21
DÍANA OG 007 AP SmMny d
Díana prinsessa beilsar hér breska leikaranum Roger Moore við frum-
sýningu á nýjustu James Bond-myndinni, Víg í sjónmáli, í Lundúnum
fyrr í mánuðinum. Moore leikur sem kunnugt er aðalhlutverkið (
myndinni, leyniþjónustumanninn James Bond eða 007, en allur ágóði af
frumsýningunni rann til góðgerðarmála.
Óhagstæður vöru-
skiptajöfnuður
Bandaríkjanna
Wa.shington, 28. júní AP. ^
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Bandaríkjanna var óhagstæður um 12,7
milljarða dollara í maí sl. og var þá óhagstæðari en í nokkrum mánuði
síðan í júlí í fyrra, en þá var hann óhagstæður um 13,8 milljarða dollara.
Nam innflutningur í maí 30,1 milljarði dollara en útflutningur þá nam
aðeins 17,4 milljörðum dollara og hefur hann ekki verið minni síðan í
febrúar 1984.
Háu gengi dollarans er aðal-
lega kennt um þessar óhagstæðu
tölur. Vegna þess verða innflutt-
ar vörur ódýrari en ella í Banda-
ríkjunum en útfluttar banda-
rískar vörur dýrari og síður sam-
keppnishæfar við vörur annarra
þjóða á erlendum mörkuðum.
Sumir spá því nú, að vöru-
skiptajöfnuður Bandaríkjanna
verði óhagstæður um 140 millj-
arða dollara á þessu ári, sem yrði
enn meira en á siðasta ári, en þá
var hann óhagstæður um 123,3
milljarða dollara.
Ýmsar hagtölur í maí reyndust
þó mun hagstæðari í Bandaríkj-
unum en þær voru tvo næstu
mánuði á undan og því eru marg-
ir bjartsýnir á aukinn hagvöxt
þar í landi á næstu mánuðum.
Vínber og vín súr
Köld tíð og vætusöm í V-Þýskalandi
Bonn, 28. júní. AP.
VESTUR-þýsku vínin, árgangur 1985, verða líklega ekki færð í annála fyrir
gæði því að vínberin eru súr. Valda því látlausar rigningar og köld veðrátta
að sögn landbúnaðarráðherra.
Lengst af júnímánuði hefur hiti
verið undir meðallagi í Vestur-
Þýskalandi og víðar í Vestur-
Evrópu og miklar rigningar. Af
þeim sökum hefur vínviðurinn
blómgast hálfum mánuði síðar en
venjulega og er búst við að vín-
berjauppskeran verði 20—25%
minni en í meðalári.
Ignaz Kiechle, landbúnaðarráð-
herra, segir að líklega verði vinin
frá þessu ári kunnust fyrir að vera
súr og benti auk þess á að mjög
kaldur vetur og haglél hefðu
skemmt vínekrurnrar snemma á
árinu. Kuldinn og vætan hafa hins
vegar ekki aðeins áhrif á vínvið-
inn, heldur líka á ferðamenn sem
hafa flúið hver sem betur getur og
skilið baðstrandirnar í Norður-
Þýskalandi eftir auðar.
GENGI (ÍJALDMIÐLA:
Dollar lækkar
DOLLARINN lækkaói nokkuð ( verði i dag á gjaldeyrismörkuðum
vegna fréttar Bandaríkjastjórnar um að viðskiptahallinn ( maí hefði
verið sá næstmesti í sögunni. Verð á gulli hækkaði hins vegar lítillega.
Þegar gjaldeyrismarkaðir lok-
uðu í Tókýó í dag kostaði dollar-
inn 248,95 japönsk yen. í gær
kostaði dollarinn 248,32 yen.
f Lundúnum fengust 1,30825
dollarar fyrir pundið. Er það
hækkun frá því í gær, en þá
fengust 1,2925 dollarar fyrir
pundið. Gengi dollars gagnvart
öðrum helstu vestænum gjald-
miðlum var sem hér segir, tölur
frá í gær í svigum:
3,0240 vestur-þýsk mörk (3,0560),
2,5415 svissneskir frankar
(2,5635), 9,2350 franskir frankar
(9,3350), 3,4115 hollensk gyllini
(3,4540), 1.936,00 italskar lírur
(1.936,00), 1,3612 kanadískir doll-
arar (1,3636).
Á markaðnum í Lundúnum
fengust 317 dollarar fyrir gull-
únsu. Það er hækkun frá því
gær, þegar únsa af gulli kostaði
316,75.
Vestur-Þýskaland:
Engir öryggisverðir í
flugvélar Lufthansa
Bonn, 28. júnL AP.
VESTUR-ÞÝSKA stjómin hætti í
dag við áform um að setja vopnaða
verði um borð í allar flugvelar flug-
félagsins Lufthansa.
Innanríkisráðherrann Fried-
rich Zimmermann sagði fyrr í
vikunni að líkur væru á að örygg-
isverðir yrðu hafðir í flugvélum
Lufthansa vegna þeirra flugrána
sem framin hafa verið undanfar-
ið. Hins vegar tóku talsmenn
flugfélagsins það ekki í mál, þar
sem öryggi farþeganna væri með
því stefnt í hættu.
Samgönguráðherra vestur-
þýsku stjórnarinnar, Werner
Dollinger, sagði í þingræðu í dag
að hætt hefði verið við áformin
sökum þeirrar hættu sem skapast
kynni ef kæmi til skotbardaga í
flugvélunum milli flugræningja
og öryggisvarða.
Hann sagði þó að stjórnin yrði
vakandi fyrir öllum nýjungum,
sem stuðlað gætu að auknu ör-
yggi í flugvélum, og enn væri ekki
útséð um hvort verðir yrðu hafðir
um borð í þeim í framtíðinni.
Dollinger upplýsti ennfremur
að öryggiseftirlit á vestur-þýsk-
um flugvöllum væri nú mjög gott,
enda hefðu um 45 þúsund hlutir,
sem unnt væri að nota sem vopn,
verið gerðir upptækir, þar á með-
al 817 skotvopn.
Kanada:
Vilja samvinnu við Indverja
í baráttunni við hermdarverk
Nýju Delhí, 28. júní. AP.
KANADÍSKA stjórnin, sem sætt
hefur gagnrýni vegna linkindar
sinnar í samskiptum sínum við her-
skáa shíka búsetta í ( Kanada, hef-
ur fallist á að taka upp samvinnu
við indversk stjórnvöld í baráttunni
við hermdarverkamenn.
Ótilgreindur embættismaður
staðfesti þetta í dag. Sagði hann
að ákvörðun Kanadastjórnar
hefði verið komið á framfæri á
fundi sendiherra Kanada á Ind-
landi, William Warden, og ind-
verska utanríkisráðherrans í dag.
Hann sagði ennfremur að
Kanadastjórn mundi vinna með
Indverjum í því skyni að koma í
veg fyrir hermdarverk af öllu
tagi. Liður í því væri að fylgjast
með athöfnum öfgasinnaðra
shíka sem búa í Kanada.
Þess má geta að indversk dag-
blöð hafa oft haldið því fram
shíkar, sem búsettir eru í Banda-
ríkjunum, Kanada, og Bretlandi,
fjármagni aðgerðir hermdar-
verkamanna, sem vilja koma á
sjálfstæði shíka í Pújab-fylki.
Noröur-írland:
Sprengja IRA gerð óvirk
Belfast, 28. júní. AP.
BRESKI herinn gerði í nótt óvirka
sprengju, sem liðsmenn írska lýð-
veldishersins (IRA) höfðu komið
fyrir í húsi golfklúbbs skammt frá
landamærum írska lýðveldisins.
Lögregla lét rýma húsið eftir að
hringt hafði verið í hana í gær-
kvöldi og skýrt frá sprengjunni.
Sprengjusérfræðingar hersins
komu síðan á vettvang, fundu
sprengjuna og gerðu hana óvirka.
Verð frá kr.
Við tökum notaða bílinn þinn upp
í þann nýja og greiðsluskilmálar
eru sérlega hagstæðir!
BiLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300