Morgunblaðið - 29.06.1985, Síða 22
22
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND
Stöðnun einkennir við-
ræður um mannréttindi
Á dögunum var mannréttindaráöstefnunni í Ottawa í Kanada slitið.
Blöð á Vesturlöndum sögðu ráðstefnuna hafa algjörlega mistekist og
töldu hneykslanlegt að ekki skyldi hafa náðst samkomulag um lokasam-
þykkt hennar. Á Vesturlöndum höfðu menn vonast til þess að niðurstaða
ráðstefnunnar yrði til þess að skylda þjóðir heims enn frekar en nú er, til
að virða ákvæði mannréttindasáttmálans. Sú von brást. Sovétmenn geta
vel við unað, því í raun óska þeir ekki eftir neinum umtalsverðum
breytingum á þessu sviði. Hafa ber í huga að í austri og vestri ríkja
gerólík viðhorf til mannréttindamála.
Tveir málaflokkar
í umræðum um mannréttinda-
mál er oft gerður greinarmunur
á þeim málum sem eru lögfræði-
leg og pólitísk í eðli sínu og þeim
sem snúast um efnahagsleg- og
félagslegréttindi. Með öðrum
orðum er annars vegar um að
ræða pólitísk réttindi og frelsi
og hins vegar rétt einstaklings-
ins til fjárhagslegs öryggis. Á
Vesturlöndum hefur verið lögð
áhersla á báða þessa málaflokka
en Sovétmönnum hefur löngum
verið umhugað um þann síðar-
nefnda. Á Vesturlöndum eru
stjórnvöld í Sovétríkjunum
gagnrýnd fyrir að neita almenn-
ingi þar eystra um pólitfskt
frelsi. Á hinn bóginn telja Sov-
étmenn, að Vesturlandabúum
sæmi lítt að tjá sig um mann-
réttindamál. Reynslan sýni, að
ríki Vesturlanda geti ekki tryggt
þegnum sinum réttinn til fjár-
hagslegs öryggis. Þessu til sönn-
unar nefna Sovétmenn hið mikla
atvinnuleysi, sem nú er víða á
Vesturlöndum, en samkvæmt
skilgreiningu þekkist það ekki í
ríkjum kommúnista.
Helsinki
Fyrir tíu árum var haldin
ráðstefna í Helsinki í Finnlandi
um öryggi og samvinnu Evrópu
ríkja eða Öryggismálaráðstefna
Evrópu. Ein niðurstaða hennar
varð sú, að mannréttindamál
flokkuðust undir alþjóðastjórn-
mál og væru því í raun samn-
ingsefni milli þjóða heims.
Margir halda, að Helsinki-sátt-
málinn hafi lagagildi og sé því
bindandi fyrir þær þjóðir, sem
undir hann skrifuðu, en svo er
ekki. Hann er pólitísk skuld-
binding og má líta á hann sem
einn lið í þeirri viðleitni manna
að tryggja öryggi og slökun
spennu í samskiptum ríkja Aust-
ur- og Vestur-Evrópu.
Á Vesturlöndum hafa tvenns
konar sjónarmið til mannrétt-
indamála einkum verið ráðandi.
Annars vegar telja menn, að
virtu kommúnistaríkin mann-
réttindi myndi það leiða til lýð-
ræðislegri stjórnarhátta og þar
með stuðla að jafnvægi og friði í
Evrópu. Hins vegar álíta margir
að rétt sé að sýna varfærni í
þessu máli, krafan um að aust-
urblokkin virði mannréttindi
geti grafið undan sjálfu valda-
kerfinu í ríkjum kommúnista.
Kerfið byggist á einræðisvaldi
flokksins, sem stjórnar án þess
að alþýða manna hafi rétt til að
mótmæla. Þar sem vald flokks-
ins er algert er ekkert rúm fyrir
frelsi einstaklingsins. Þannig
gæti það jafnvægi, sem þrátt
fyrir allt hefur ríkt, raskast ef
grafið væri undan valdi flokks-
ins. Fylgismenn þessarar skoð-
unar telja sem sé, að krafan um
að kommúnistaríkin virði mann-
réttindi gæti stefnt í voða þeim
stöðugleika og friði, sem ríkt
hefur í Evrópu.
Framlög til varnarmála
Sú áhersla sem Vesturlönd
hafa lagt á mannréttindamál við
mótun stefnu sinnar gagnvart
ríkjum Austurblokkarinnar,
miðar einnig að þvf að koma í
veg fyrir einhliða niðurskurð á
framlögum Vesturlanda til varn-
armála og tryggja áframhald-
andi samvinnu þeirra á sviði ör-
yggismála. Krafan um, að ríki
kommúnista virði mannréttindi
verður því eitt af mörgum skil-
yrðum fyrir afvopnun. Þannig
myndi það þjóna hagsmunum
Sovétmanna að virða þessi rétt-
indi. Það er meðal annars vegna
þessa, sem þeir telja að það gæti
komið sér vel að ganga að ein-
hverju leyti til móts við hug-
myndir Vesturlandabúa um
mannréttindi eða að minnsta
kosti að gefa til kynna að ein-
hverjar tilslakanir komi til
greina. En svigrúm til samninga
er ákaflega takmarkað. Kreml-
verjar munu ekki afsala sér því
valdi sem þeir hafa tekið til að
kveða á um réttmæti hugmynda
og kenninga og að takmarka
ferðafrelsi almennings og að-
gang hans að upplýsingum.
Madrid
Á ráðstefnunni í Madrid árið
1983, sem haldin var f framhaldi
af Helsinki-ráðstefnunni árið
1975, tókst að nokkru leyti að
brúa bilið á milli ólíkra viðhorfa
austurs og vcsturs til mannrétt-
indamála. Þar var einnig ákveð-
ið að halda ráðstefnuna í
Ottawa, sem nú er lokið án þess
að samkomulag hafi náðst. Ekki
er þó ástæða til að einblína um
of á dapurleg endalok þessarar
ráðstefnu. Hana verður að meta
með hliðsjón af niðurstöðu
menningarmálaráðstefnunnar,
sem halda á í haust í Ungverja-
landi auk þess sem sérfræðingar
í mannlegum samskiptum munu
koma saman næsta vor til fund-
ar í Sviss. Haustið 1986 verður
haldinn fundur í Vín og er von-
ast eftir því, að samkomulag ná-
ist þar. Þá er þess að geta að
afvopnunarráðstefnan í Stokk-
hólmi, þar sem einkum er rætt
hvernig efla megi traust milli
þjóða á hernaðarsviðinu, kann
að skila einhverjum árangri og
verða til þess að minnka spennu
í samskiptum austurs og vesturs.
Ottawa
Um ráðstefnuna í Ottawa er
það eitt gott að segja að viðræð-
urnar eru nú orðnar öllu hnit-
miðaðri en verið hefur. Sovét-
menn sýndu vilja til að ræða
málin á opinskárri hátt, án þess
þó að málamiðlun kæmi til
greina af þeirra hálfu. Þess
vegna var ekki gerð nein loka-
samþykkt. Finnar reyndu að
ganga á milli og miðla málum,
en fengu litlar þakkir fyrir.
Stundum er vanþakklæti eini af-
rakstur þeirra, sem taka að sér
hlutverk sáttasemjara. Það
fengu Finnar að reyna í Ottawa.
Að lokinni þessari ráðstefnu má
segja að stöðnun einkenni nú
viðræðurnar um mannréttinda-
mál. Með hliðsjón af þeim kulda,
sem ríkir í alþjóðasamskiptum,
er það þó huggun harmi gegn að
ekki var um afturför að ræða.
Iliiíundur er sérfrædingur í ör-
yggis- og afropnunarmálum við
norsku utanríkismálastofnunina.
Hann er ritstjóri tímaritsins Int-
ernasjonal Politikk.
í austri og vestri ríkja gerólík viðhorf til mannréttinda. Eitt dæmi þess
er mál sovéska vísindamannsins Andreis Sakharov og konu hans, Jelenu
Bonner, sem svipt hafa verið borgaralegum réttindum fyrir gagnrýni sína
á stjórnvöld.
Útnefning nýrra bandarískra sendiherra:
Staðfestingu
öldungadeildar-
innar frestað
Washington, 28. júní. AP.
ÍHALDSSAMIR þingmenn í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings hafa
komið í veg fyrir, að útnefning nokk-
urra nýrra sendiherrra Bandaríkj-
anna hljóti staðfestingu fyrr en eftir
4. júlí nk., sem er þjóðhátíðardagur
þar í landi.
í gær, fimmtudag, náðist sam-
komulag um það í utanríkismála-
nefnd öldungadeildarinnar að
staðfesta útnefningarnar, en
nokkrum þingmönnum tókst að
koma í veg fyrir að deildin sjálf
greiddi atkvæði um málið sam-
dægurs eins og stefnt var að. í
þeim hópi er talið að séu James A.
McCluere, Steven D. Symms og
Jesse Helms.
George Shultz, utanríkisráð-
herra, átti í gær fund með þing-
mönnum repúblikana þar sem
hann lagði áherslu á að afgreiðsla
málsins þyldi enga bið. Meðal
sendiherraembættanna sem eru
laus eru embættin í ísrael, sem
ætlað er Thomas R. Pickering, og í
Vestur-Þýskalandi, sem ætlað er
Richard Burt, núverandi aðstoðar-
utanrikisráðherra. Mun Shultz
hafa bent á, að töf á skipun sendi-
Richard Burt aðstoðarutanríkisráð-
herra hefur verið útnefndur sendi-
herra Bandaríkjanna í Vestur-
Þýskalandi
herra í Israel gæti valdið erfið-
leikum við lausn gísladeilunnar.
ísrael:
Halda fast í
vesturbakkann
Tel Aviv. AP.
SAMKVÆMT niðurstöðum skoð-
anakönnunar í ísrael, en niðurstöð-
Noregun
Lagasetning
batt enda á
olíuverkfall
Ósló, 28. júni.
VERKFALLI 800 starfsmanna á 15
norskum olíuleitarpöllum í Norður-
sjó lauk um hádegið í dag, föstudag,
er samþykkt var stjórnarfrumvarp
þess efnis, að deilan skuli fara fyrir
kjaradóm.
Verkfallið hófst 14. júní og hafði
aðeins lítilvæg áhrif á olíu- og
gasvinnslu Norðmanna.
Hinn 18. júní úrskurðaði félags-
dómur einróma, að samúðarverk-
fall á vinnsluborpöllum, sem boð-
að hafði verið, væri ólöglegt.
urnar voru birtar á miðvikudag, fer
þeim fjölgandi, sem andvígir eru því,
að í staðinn fyrir friðarsamning við
Jórdaníu fari ísraelsmenn frá hluta
af vesturbakka Jórdan-fljóts.
Skoðanakönnun þessi fór fram á
vegum Modiin Ezrahi-stofnunar-
innar og var hún gerð fyrir dag-
blaðið Maariv. Samkvæmt niður-
stöðum hennar eru 48,9% ísra-
elsmanna andvíg því nú, að láta af
hendi nokkurn hluta af vestur-
bakkanum, en voru 43,1% í des-
ember. Þeir sem voru fylgjandi því
nú að láta allan vesturbakkann af
hendi við Jórdani, voru aðeins
14% nú, en þeir voru 18,8% í des-
ember sl.
Hlutfall þeirra, sem voru til-
búnir til þess að láta af hendi
hluta af vesturbakkanum, var nú
32,5%, en var 35,2% í desember.
Skoðanakönnunin fór fram á
tímabilinu 28. maí til 6. júní sl. og
tóku þátt í henni 1.280 ísraels-
menn.
Bandaríkin:
Eftirlit með útflutn-
ingi hátæknibúnaðar
WaMhington, 28. júní. AP.
BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gsr, fimmtudag, að endurnýja
heimild fyrir forsetann til að hafa eftirlit með útflutningi háþróaðs tsknibún-
aðar og annarra tskja til hernaðar, sem gstu komist í hendur Sovétmanna.
Upphaflega veitti þingið slíka
heimild til fjögurra ára árið 1979,
en deilur ollu því að hún fékkst
ekki framlengd. Ronald Reagan,
forseti, hefur hins vegar haft slíkt
eftirlit með höndum á grundvelli
sérstakra neyðarráðstafana for-
setaembættisins frá apríl 1984.
Margir framleiðendur í Banda-
ríkjunum eru óánægðir með út-
flutningsbannið til Sovétríkjanna.
Þeir benda á, að sala á bandarísk-
um hátæknibúnaði erlendis hafi
dregist saman og keppinautar
þeirra á Vesturlöndum muni
vinna sovéska markaðinn eða Sov-
étmenn sjálfir læra að framleiða
vörurnar ef Bandaríkjamenn neiti
þeim um þær.
Talsmenn varnarmálaráðuneyt-
isins segja hins vegar, að aukið
frjálsræði á þessu sviði mundi
auka möguleika Sovétmanna á að
heyja stríð með hátæknivopnum.