Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 30 kr. eintakið. fiiaisthö ŒEéD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur hvatt mig til að ítreka aðfinnslur vegna þess málfars, þegar (0 gegnum er haft til að tákna tíma- merkingu, svo sem (í) gegnum tíðina, gegnum árin eða gegnum aldirnar. Ég geri þetta fús og vitna til þess sem ég hef áður sagt í þáttum þessum. Hér er um að ræða óholl áhrif frá ensku (through) og dönsku (igennem). Mér þykir fara bet- ur á að segja t.d. tímunum sam- an, árum saman, á ýmsum tím- um, öldum saman, ár eftir ár, á áranna rás, öld eftir öld, á ald- anna rás og annað þessu líkt. En (í) gegnum hefur stund- um verið notað klaufalega í öðrum samböndum. í Bessa- staðaskóla var þýtt hjá Hall- grími Scheving: „Hann vissi þetta í gegnum spámanninn." Þá rumdi í Scheving: „Var þá gat á spámanninum?" Ekki hafa allir skólakennar- ar verið jafn-málvandir og Hallgrímur Scheving. Einn af kennendum Lærða skólans sagði til í fuglafræði, sem frægt er orðið: „Það má sjá á uglunnar skúmla blikki, að hún hefur ekki góðan mann að geyma." Og: „Nátthrafnsins viktugasta kennimerki er hans af stífum burstum innbefatt- aða gap.“ Herbert Jónsson á Akureyri hefur spurt mig um orðið klúka. Það er bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir hrúga, heysáta, hnakkpúta, sögnin að klúka merkir að húka eða sitja tæpt. Þá er til nafnorðið klúkur (kk.et.) sem merkir kökkur eða heystabbi. Ætli bæjarnafnið Klúka (Klúkur) sé ekki komið til af einhverju þesslegu í landslagi? Öll þessi orð eru svo skyld l.d. klakkur og klungur, eftir því sem dr. Alexander Jó- hannesson telur „í sinni bók“. Nikulás norðan kvað: Rf vér tóbakið bremsulaust brúkum item brennivín daglega slúkum, þá mun kroppur vor kikna og í kvölunum stikna. Þannig spáði oss Kári á Klúkum. 1 næstsíðasta þætti (291) tók ég upp erindiskafla eftir Bald- ur Jónsson, þar sem hann m.a. tíndi til orð eins og fleygiferð, kennimaður og sendiboði og bætti því við, að slíkum orðum væri sameiginlegt að forliður- inn væri ia-sögn (fleygja, kenna, senda) o.s.frv., þar sem i hafi varðveist „sem leifar af forsögulegu stofnviðskeyti". Frá því sjónarmiði séð væru þetta því fastar samsetningar (stofnsamsetningar) fremur en tengistafssamsetningar. Lesendum til frekari skýr- ingar langar mig til að segja ofurlítil deili á ia-sögnum. Þær eru stundum taldar 3. flokkur veikra sagna og enda í nútíð frsh. l.pers.et. á i (ég fleygi, kenni, sendi) og i-hljóð- varps gætir í öllum kenni- myndum flestra þeirra, sbr. hið forsögulega stofnviðskeyti. Senda < “sandian o.s.frv. í þessum flokki eru vel flestar orsakarsagnir (myndaðar af 2. kennimynd tilsvarandi sterkra sagna) svo sem fleygja af flaug, leggja af *lag og kæla af kól. Þess skal getið að orsakar- sagnir af 1. hljóðskiptaröð geta ekki myndast með i-hljóð- varpi, sbr. hneigja af hneig og beita af beit. Stundum hefur beyging ia- sagna haft áhrif á 1. flokk veikra sagna (ó-sagnir) svo sem hugsa, vona, hlakka, þann- ig að menn sögðu (og jafnvel segja): ég hugsi, voni og hlakki til í framsöguhætti. Þetta mál- far heitir að hneigja upp á i og er ekki haft í mikilli virðingu. Skólapiltar lögðu í munn látn- um sveitunga mínum: Ég labbi svo heim og loki bænum, hátti og sofni, vakni í bítið næsta morgun og raki og slæ og and- skotist! Þegar Baldur Jónsson talar á máli beygingafræðinnar um hvorugkennda ia-stofna, þá eru það hvorugkynsorð sem beygj- ast eins og kvæði, svo sem dæmi, brýni, ríki og syrgi. Um samsetningar orða hef ég svo ekki miklu meira að segja í bili. Þó þykist ég hafa sannprófað það, sem ég hafði grun um, að stofnsamsetn- 293. þáttur ingar eru miklu algengari en eignarfallssamsetningar, þegar síðari hlutinn er lýsingarorð (lýsingarháttur). Ég spreytti mig á að finna samsett lýs- ingarorð beggja gerða. Ég var miklu fljótari með fyrri gerð- ina (sjá hér rétt bráðum). Ég fletti einnig fáeinum síðum í Skírni 1915 og fékk í fljótu bragði 19 lýsingarorð stofn- samsett, en á sömu síðum að- eins tvö eignarfallssamsett. Kemur þá fyrst runa lýsingar- orða af fyrri (algengari) gerð- inni: and-heitur, ál-sleipur, bjarg-álna, bjúg-fættur, dag-sannur, djarf- mæltur, egg-sléttur, eld-fimur, fag- legur, feit-laginn, gamal-legur, gang-latur, hnatt-rænn, há-vaxinn, il-siginn, igul-góður, jarð-bundinn, jökul-kaldur, katt-þrifínn, kaup- lágur, land-laus, lág-róma, magn- lítill, möl-brotinn, nátt-blindur, níð- skældinn, orð-hagur, ól-seigur, pál- þykkur, prest-lærður, ráð-hollur, rök-fastur, sand-orpinn, sól-bitinn, tagl-skelltur, taum-léttur, uggvæn- legur, úlf-grár, vamb-síður, veð- ur-glöggur, yl-volgur, ýr-hyrndur, þang-brúnn, þétt-byggður, æð-óttur, ætt-göfugur, öfug-riðinn, öl-hreifur. Þvílíka runu laust samsettra lýsingarorða er einnig hægt að setja saman, en það tók mig bara miklu lengri tíma: anga-Iangur, árs-gamall, barna- legur, bóta-laus, dauða-móður, deilu- gjarn, efa-blandinn, élja-dimmur, ferða-fær, fóta-veikur, gagns-laus, gegndar-laus, haturs-fullur, höku- langur, iðju-laus, íhalds-samur, jað- ar-skorinn, jökul-hreinn, kinna- rjóður, kjálka-gulur, leggja-langur, lenda-mikill, mána-bjartur, mjalla- hvítur, nára-sloppinn, nætur-saltað- ur, ofsa-fenginn, ótta-blandinn, pöddu-fullur, persónu-legur, raunar- IftiU, rótarslitinn, siða-vandur, sinu- grár, tára-prúður, tíða-fær, unaðs- legur, úrræða-góður, vega-móður, vetrar-langur, yrsu-legur, ýkju- kenndur, þanka-laus, þjónustu-lipur, æða-blár, ærsla-fenginn, öfga-fullur, ökla-prúður. Er nú mál að linni. Bjargaði Ásmundur deil- unni? spyr DV á forsíðu, þegar tekist hafði að leysa sjó- mannadeiluna í Reykjavík. Ja, það er nefnilega það. Bjargaði Ásmundur deilunni eða átti hann þátt í að leysa hana? íslenskt úrvalsfé flutt út til Kanada Það væsir ekki um kindurnar í flugvélinni. Eins og fram kemur í greininni voru tíu ær og tveir hrútar sendir til Kanada með þessum hætti. Fyrir miftju á myndinni aftarlega, grillir í annan hrútinn. Ófrjáls Forstjórar tveggja olíufé- laga, Indriði Pálsson í Skeljungi og Þórður Ásgeirs- son í Olís, lýsa því yfir í Morg- unblaðsgreinum í gær, að þeir vilji að markaðurinn ráði verð- myndun á olíuvörum. Indriði Pálsson segist fylgjandi frjálsu markaðskerfi á sviði olíuvið- skipta í innkaupum, verðmynd- un, sölu og dreifingu og vill að verðjöfnun á olíu verði afnum- in. Þórður Ásgeirsson vill auka frelsi í innflutningi á olíuvör- um, hann vill frjálsa verðlagn- ingu, að verðjöfnun verði af- numin og innkaupajöfnunar- reikningurinn hverfi. Ástæða er til að velya rækilega athygli á þessum sjónarmiðum og von- andi beita forstjórarnir sér fyrir því annars staðar en á síðum Morgunblaðsins að þessi markaðsmarkmið náist. Þessar afdráttarlausu yfir- lýsingar til stuðnings frjálsum olíuviðskiptum gefa forstjórar olíufélaganna í tilefni af þeim umræðum sem orðið hafa, vegna þess að verð á svartolíu og gasolíu hefur ekki lækkað hér á landi, þrátt fyrir verð- lækkun á erlendum mörkuðum. Athyglin hefur einkum beinst að þessum olíutegundum vegna gagnrýni Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landssam- bands ísl. útvegsmanna (LÍÚ). Jafnframt hefur komið fram reiði meðal almennings vegna hækkunar á bensínverði, en um þann þátt oiíumálanna hafa ekki orðið neinar blaðadeilur, ekki enn að minnsta kosti. Svör olíuforstjóra við gagn- rýni Kristjáns Ragnarssonar eru aðallega þessi: Þegar verð á svartolíu og gasolíu hækkaði á heimsmarkaði beitti LÍÚ verð- lagsyfirvöld þrýstingi. Hækk- unin kom ekki fram hér á landi. Ákveðið var að bíða lækkunar á þessum olíutegund- um og nota svigrúmið, sem hún veitti, til að borga hallann sem myndaðist á innkaupajöfnun- arreikningnum vegna þess að látið var af kröfum LÍÚ. Það komi því úr hörðustu átt þegar Kristján Ragnarsson heimti nú að olíuverð sé lækkað og olíufé- lögin sitji uppi með hallann. I þessari deilu koma sem sagt skýrt fram ókostir hinna ófrjálsu olíuviðskipta. Opinber stofnun, Verðlagsstofnun, býr til gerviverð á olíu og síðan er rifist um það, hverjum verð- lagningin sé að kenna og hver eigi að borga brúsann að lok- um. Afleiðingar átakanna í þeim gerviheimi sem umlykur olíu- viðskiptin á íslandi eru ekki aðeins þær að þrýstihópar reyna að knésetja markaðsöfl- in. (Þeirri glímu lyktar sjaldan olíusala nema á einn veg: þrýstihóparn- ir reyna að velta byrðunum yf- ir á herðar annarra, helst grandalausra skattborgara.) Olíufélögin geta ekki einu sinni sjálf staðið í því að innheimta vexti hjá skuldunautum sínum heldur fá þau vextina reiknaða inn í olíuverðið. Hvers vegna eru vaxtaútreikningar svo flóknir á þessu sviði viðskipta, að um þá þurfa að gilda allt aðrar reglur en tíðkast í land- inu? Ríkisforsjánni í olíuviðskipt- unum verður að ljúka. Allir (hvað með SÍS-hringinn?) virð- ast sammála um það, að minnsta kosti í orði, að núver- andi kerfi hafi gengið sér til húðar. Tregðulögmálin innan þessa kerfis eins og annarra mega sín hins vegar mikils. Aðeins verður sigrast á þeim undir ötulli forystu stjórn- málamanna, sem höggva á viðjar ófrelsisins. Reiði vinstrisinna Igær héldu NT og Þjóðvilj- inn áfram að hallmæla hugmyndinni um Tjarnarskóla, einkaskóla á grunnskólastigi. Þessi reiði vinstrisinna er vís- asti vegurinn til að tryggja það að frjálshuga menn sameinist um að veita skólanum brautar- gengi. Væru rök vinstrisinna haldbær hefðu einkaskólar hvergi þrifist í veröldinni. Það er öðru nær. Þeir eru víðast hvar mikilvægur þáttur í menntun þeirra þjóða sem standa fremst á sviði vísinda. Vinstrisinnar á Islandi ættu að minnast þess að Francois Mitterrand, jafnaðarmaður og forseti Frakklands, hafði næst- um misst stjórnartaumana úr hendi sér, þegar hann vildi loka einkaskólum í nafni jafnaðar- mennskunnar. Forsetinn sá að sér. Hann rak menntamála- ráðherrann og réð hugsjónar- íkan vinstrisinna í embættið, sem sneri snarlega við blaðinu. Nú er ekki talað lengur um að loka einkaskólum í Frakklandi. Umræðurnar um skólamál snúast um aðför nýja mennta- málaráðherrans að vinstri grillunum í franska skólakerf- inu. Óþarft ætti að vera að taka það fram, að Jean-Pierre Chevenement, menntamála- ráðherra Frakka, nýtur hvað mestra vinsælda franskra stjórnmálamanna fyrir aðgerð- ir sínar í skólamálum. ÍSLENSK kona, Stefanía Sveinsdóttir, sem búsett er í Kanada og rekur þar nauta- og fjárbú ásamt manni sínum, keypti nú fyrir skömmu tólf kindur hérlendis og flutti þær til Kanada. Féð var flutt utan í flugvél frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar og að sögn Alberts Baldurssonar, starfsmanns þess, gekk ferðin í alla staði vel, kindurnar reyndust þola fimm tíma flug bærilega. Allt er fé þetta veturgamalt, tveir hrútar og tíu ær. Að sögn Alberts er hugmyndin sú að rækta upp íslensk- an stofn ytra, enda var valið úrvalsfé í þessu skyni, sem Stefania keypti á Kirkjubæjarklaustri nú í vor. Albert sagði það ekki vandalaust að flytja út lifandi kvikfénað. Kan- adamenn væru þar að auki sérstak- lega strangir í þessu tilliti, og þarf féð að gangast undir alls kyns próf- anir og bólusetningar bæði hér og i Kanada áður en hægt er að sleppa því innan um kanadískt sauðfé. Helst er það riðuveikin sem íslenskt fé getur borið með sér; en hún þekk- ist ekki meðal kanadísks sauðfjár. Það megi því teljast líklegt að féð verði haft í sóttkví um það bil mánuð eftir komuna til Kanada, en áður hafði það verið hálfan mánuð í sóttkví hérlendis. Einnig hafði blóð- sýni verið sent til rannsóknar f Kanada. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fé er flutt vestur um haf. Fyrir all- mörgum árum var hins vegar flutt fé til Grænlands, enda er fjárstofninn þar i landi alíslenskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.