Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 36

Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 36
36 MORGUNBLAfilÐ, LAUGARDAGUR 29. JtJNl 1985 félk í fréttum Atlantshafsflugrallið SYSTIR SYLVESTER STALLONE Reynir fyrir sér i fyrirsætustörfum Tonian Stallone er yngsti fjölskyldumeðlimurinn og 21 árs. Hún er eins og nafnið bendir til systir hins kunna Sylvester Stallone og er nú að fikra sig áfram á fyrirsætubrautinni. Hún tekur það nærri sér er sögusagnir heyrast að hún ætli að notfæra sér nafnið við að koma sér áfram. „Ég myndi vera að gera nákvæmlega það sama í dag jafnvel þó Syívester væri verkamaður að grafa holur einhverstaðar. Hvað á ég að gera? Afneita bróður mínum?" Til að sanna sjálfstæði sitt leigir hún ásamt tveimur stúlkum til að halda kostnaði í lágmarki. 17. júní í Riccione Hinn 17. júní sl. var haldin íslensk þjóðhátíð á Riccione á Ítalíu þar sem nú dveljast um þrjú hundruð íslendingar á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Veðrið minnti á íslenskt þjóðhátíðarveður, þ.e. rok og skýjað, en landarnir létu sér það í léttu rúmi liggja og skemmtu sér hið besta. Á „La Traviata" hittust Islendingarnir fyrst klukkan 18.00 og þar var mættur Langholtskórinn eftir söngferðalag um Evrópu og tók hann lagið og þáði veitingar frá íslandsvinunum Nerio og Maurizio. Við tækifærið afhenti Maurizio Jóni Stefánssyni kórstjóra bikar fyrir hönd veitingastaðarins. Um sjöleytið var haldið á annan veitingastað nefndan „Punta de Est“ til að snæða og undir borðum voru ýmis skemmtiatriði m.a. sungu krakkarnir „Allir krakkar", starfsfólk Samvinnuferða var með uppákomur og að sjálfsögðu tók allur hópurinn lagið. Að borðhaldinu loknu var haldið á diskótek og dunaði dansinn fram undir morgun. Að sögn Bergljótar Leifdóttur fréttaritara okkar á Riccione tókst þessi dagur það vel að einn landinn hafði sagt „Við verðum líka að halda upp á 18. júní því hann er líka aðeins einu sinni á ári.“ MorgunblftdiÖ/Þorkell Bandarísku flugmennirnir Mel Kilner og Bob Stroup voru tvímælalaust óheppnustu flugmennirnir I Atlantshafs- flugrallinu, sem lauk um helgina. Þeir flugu minnstu vélinni, Cessnu 172 Cutlass Turbo. „Við skulum til Parísar“ \ sögðu flugkapparnir sem urðu tepptir á Hornafirði Ætli við séum ekki með óheppnustu rallflug- mönnum sem um getur í seinni tíð,“ sögðu bandarísku flugmenn- irnir Mel Kilner og Bob Stroup, en þeir urðu eftir á íslandi eftir að hafa gert þrjár árangurslausar til- raunir til að komast héðan áleiðis að lokamarkinu, París. Þeir flugu minnstu vélinni í Atlantshafsflug- rallinu, Cessnu 172 Cutlass RG II. í fyrstu tilraun urðu þeir að snúa aftur til Reykjavíkur vegna mikils mótvinds. Daginn eftir reyndu þeir á nýjan leik en þá bilaði forþjappa í hreyfli sem leiddi til olíuleka og því ógerlegt að halda til Skotlands. Hugðust þeir taka áætlunarflugvél til London og áfram til Parísar til að vera viðstaddir lokaathöfn keppninnar. Þá náðist ekki framhaldsflug frá London í tæka tíð. — Hvernig var tilhugsunin að vera tepptir á HornafirðÍ vitandi um félagana á leiðarenda í borg gleðinnar, París? „Jú, við vorum svo sannarlega fýídir. Við gerðum okkur þó smá dagamun þó að kampavínið hafi vantað. Annars hefðir þú átt að heyra í okkur í gær þá vorum við virkilega óhressir. Núna erum við búnir að sofa það versta úr okkur.“ — Hvert er ferðinni heitið næst? „Við skulum komast til París- ar, þó ekki sé nema í smá frí. Við ætlum ekkert að hætta á miðri leið þó keppninni sé lokið.“ — Þetta er eina flugvélin af þessari tegund í heiminum sem er búin forþjöppu. Hvernig hefur hún reynst í keppninni? „Þrátt fyrir að hún sé lltil hef- ur hún reynst vel og skilað góð- um afköstum. Hefðum við verið á flugvél án forþjöppu Hefðum við að líkindum komist áfram. Það var forþjappan sem bilaði.“ Að lokum sögðust þeir félagar vera ánægðir með að vera komn- ir aftur til Reykjavíkur og fyrst þeir hefðu á annað borð orðið fyrir þessari töf hefðu þeir hvergi viljað vera tepptir ann- arsstaðar en á íslandi. Nema þá kannski helst í fyrirheitnu borg- inni, París. Að auki bilaði flugvél i Reykjavík og á Hellu. Sú síðar- nefnda náði að haida til Skot- lands og Parísar. Hluti af unga fólkinu sem tók þátt í hátíðahöldunum 17. júní. Ljósm./Fréttaritari Mbl. í Riccione, Bergljót Leifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.