Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAOUR 29. JÚNÍ 1985
37
„Byrjaði í þriggja til
fjögurra fermetra húsnæði“
Eg byrjaði ósköp smátt fyrir
fjórum árum, 19 ára gam-
all, að taka að mér bókhalds-
störf fyrir fjölskylduna en þetta
vafði svo smám saman upp á sig,
segir Ingimundur Helgason, 23
ára gamall, sem rekur með við-
skiptafræðinámi sínu í Háskól-
anum eigið bókhaldsfyrirtæki
sem hann kallar I. Helgason.
Þetta var ósköp frumstætt í
byrjun og allt gert á gamla mát-
ann í pappírsvinnu. Húsnæðið
sem ég hafði fyrir þetta var ekki
upp á marga fiska, ætli fer-
metrafjöldinn hafi ekki verið
þrír eða fjórir þangað til nýlega.
Draumurinn var alltaf að geta
keypt tölvu og sett fyrirtækin í
bókhaldsforrit sem ég og gerði
fyrir rúmu ári og endurnýjaði
síðan tölvuna aftur fyrir nokkru.
— Ertu einn af þessum tölvu-
óðu?
— Nei, alls ekki. Ég hafði
aldrei gefið mér tíma til að
grúska í tölvum áður og kunni
ekkert þeim viðkomandi. Þetta
var því dálítið erfitt fyrst eftir
að hún kom í mínar hendur en
bjargaðist allt saman með
reynslunni. Ég lærði af mistök-
um sem ég gerði æ ofan í æ og
reyndi að grúska og leysa vanda-
málin upp á eigin spýtur í stað
þess að láta einhvern koma og
gera það fyrir mig. Ég er nú
ennþá með sama gamla bók-
haldsforritið mitt því ég kann
orðið vel á það. Ég kann raun-
verulega ekkert annað á tölvuna
en það sem snýr að atvinnu
minni. Aftur á móti hef ég orðið
áhuga á tölvum og það er orðin
spurning hvort ég einbeiti mér
að slíku námi einungis í haust
eða með viðskiptafræðinni.
— Er ekkert erfitt að sam-
ræma námið og vinnuna?
— Jú, það hefur verið það
undanfarið. Ég tók mér frí sl.
vetur frá námi því það var orðið
það annasamt hiá mér og fyrir-
tækin of mörg. I sumar ætla ég
að reyna að bæta úr þessu og
koma hlutunum í viðunandi horf
þannig að ég sjái mér fært að
stunda námið af krafti er haust-
ar.
Þetta var orðið það um-
fangsmikið að það var skólinn
eða vinnan og þaö er alls ekki
ætlunin að leggja námið á hill-
una.
Öllu má
nú ofgera
Það er allt í lagi að taka hlut-
ina bókstaflega en öllu má
nú ofgera. Enski tónlistarkenn-
arinn Basil March, sem á mynd-
inni er að leika á básúnu, fannst
að ungu nemendurnir hans gætu
ekki túlkað vatnasvítu Hándels
sem skyldi. Hann hafði því
næstu kennslustund i sundlaug
þar sem nemendurnir blautir
upp að mitti reyndu sitt besta
við að skila tónunum frá sér
þannig að kennaranum líkaði.
Ég get því miður ekki borgað þér það sem þú átt skilið, því undir lágmarks-
laun má ég víst ekki fara.
ELDHÚSKRÓKURINN
Hrísgrjónaréttir
Þetta er einskonar framhald af Dyngjunni sl. laugardag,
þar sem ég sagði frá hollustu hrísgrjóna. Og nú koma upp-
skriftirnar sem ég talaði þá um með langkornuðum Kell-
oggs hrísgrjónum (longrained, parboiled).
Hrísgrjóna karrýsalat:
fyrir 4.
350 gr. soðin langkornuð hrísgrjón
(100 gr. ósoðin, 250 gr vatn, aðeins salt. Soðið í 20—25
mínútur við lágan hita.)
2 lítil matarepli, söxuð
niður og 1 mtsk sítrónusafa
blandað út í.
125 gr græn paprika, skorin
smátt.
25 gr hnetur / *•
4 mtsk. ávaxta jógúrt
1 mtsk. kókösmjöl '
1 tsk. karrý
2 mtsk. steinlausar rúsínur
Blandið saman soðnum
hrísgrjónum, eplum með sítrónusafa, papríku og hnetum.
Hrærið saman jógúrt, karrý, rúsínum og kókosmjöli. Látið
standa smá stund. Hellið svo yfir hrísgrjónin og blandið
varlega með tveimur göfflum. Kælið vel fyrir notkun.
Hitaeiningar í einum skammti: 192
Fylltir tómatar:
8 jafnstórir tómatar.
Olía til steikingar (hitaein-
ingasnauð).
1 lítill laukur, fínt saxaður
50 gr hrísgrjón
75 gr maískorn
5 matsk. teningssoð
75 gr kotasæla
Iceberg eða kínakál.
Skerið þunnt lok af tóm-
ötunum og geymið. Skafið
með teskeið innan úr þeim
og saxið, leggið til hliðar.
Hvolfið tómötunum og látið renna vel úr þeim. Hitið olíuna
á pönnu og hægsteikið laukinn og grjónin glær. Bætið þá út
í maískorni, teningssoðinu og tómat-Jukkinu", setjið allt í
pott með 75 gr. af vatni, látið suðuna koma upp, lækkið þá
hitann og látið malla undir loki í 20 mínútur. Tekið af
plötunni og látið kólna. Blandið að síðustu kotasælu saman
við og fyllið tómatana, setjið „lokið“ á og berið fram á
kálbeði, sbr. mynd.
Hitaeiningar í hverjum skammti: 116
Kjöt og hrísgrjónabaka:
fyrir 4
200 gr. hakkað kjöt
1 saxaður laukur (miðl-
ungs)
2 hvítlauksrif (marin)
100 gr rauðar baunir (Lent-
ils)
1 lítil græn paprika, smátt
söxuð
425 gr niðursoðnir tómatar
(lk dós)
1 lárviðarlauf
5 dl kjötsoð (ca. 2 teningar)
Á milli fingranna af oreg-
ano og basilikum kryddi,
salt og svartur pipar.
2 mtsk. tómatsósa
100 gr ósoðin hrísgrjón
50 gr rifinn óðalsostur
Sjóðið kjötið í eigin vökva við lágan hita þar til það
skiptir lit, látið i sigti og öll fita látin renna af. Bætið
lauknum og hvítlauknum út í og steikið á pönnu í 1—2
mínútur. Bætið þá rauðu baununum út í ásamt papriku,
tómötum, lárviðarlaufi, helmingnum af kjötsoðinu, salti,
pipar og öðru kryddi. Látið suðuna koma upp. Hrærið í einu
sinni og látið malla undir loki í 30 mínútur þar til kjötið og
baunirnar eru meyr. Fjarlægið þá lárviðarlaufið og setjið 2
mtsk. tómatssósu út í.
Sjóðið hrísgrjónin í afgangnum af kjötsoðinu (100 gr
grjón, 250 gr soð) í 20 mínútur við vægan hita.
Látið lag af kjötmaukinu í glæra, eldfasta skál, þar yfir
laga af hrísgrjónum, þá aftur kjötmauk, og loks annað lag
af hrísgrjónum. Dreifið rifna ostinum efst og látið undir
grill þar til osturinn er fallega brúnn.
Hitaeiningar í hverjum skammti: 300
f