Morgunblaðið - 29.06.1985, Page 48

Morgunblaðið - 29.06.1985, Page 48
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. /4L V Kauðárkrókur 28. júui. Frá Iager Önnu Aikmnn blaónmnnni Morgunblaóains. Norðurlandsleikarnir voru settir á Sauðárkróki í kvöld, en þátttakendur eru börn og unglingar á aldrinum 9—14, alls 1100 talsins. Leikarnir hófust með því að gengið var fylktu liði frá Barnaskóla bæjarins út á íþróttaleikvang- inn, þar sem mótið var sett við hátíðlega athöfn. 40 bátar búnir með sinn kvóta — 48 aðrir langt komnir — flestir á SV-landi ' ■ - * v?1 -r* X Morgunblaðið/ Valdimar Beðið eftir einkunnum það er hlutskipti keppenda á Fjórðungsmóti besUmanna í Reykjavík að upplifa þá spennu og eftirvæntingu sem ávallt fylgir alln keppni og ekki síst þegar mikið er í hún. Þegar úr dómhring er komið er þungu fargi létt af en hjartslátturinn magnast þegar beðið er eftir einkunnum dómar- anna. Hér er það Lárus Sigmundsson sem bíður „dómsins" ásamt hesti sínum Herði frá Bjóluhjáleigu. Sjá frásögn og myndir á bls. 4. Norðurlandsleikarnir settir SímamynH/ Bjarni FJÖRUTÍU bátar hafa þegar veitt all an þorskkvóta sinn í ár, þar af 24 á suðvesturlandi 48 aðrir bátar erj um Geitungar komnir til Akureyrar Akureyri, 27. júní. í VOR hafa ýmsir Akureyringar orðið varir við nýstárlegar flugur, og hefir tekist að handsama nokkrar þeirra. Komið hefir verið með 8 eintök til Náttúrugripa- safnsins á Akureyri, þar sem þær hafa verið teknar til varðveislu. Hér er um þrjár tegundir að ræða, vespula vulgaris, vespula norvegica og eitt eintak af vesp- ula crabro, sem er um 3,5 sm að lengd og digur að sama skapi og stærsta vesputegund Evrópu. Hún virðist vera nýr landnemi hér, en þó fannst ein dauð og illa farin í Fossvogi í fyrra og ein í Reykjavík í vor. V. norvegica fannst fyrst hér á landi í Skorradal árið 1983, og þar fannst meira að segja stórt bú í hvítgrenitré. Annað bú fannst á Austfjörðum í fyrra. Þessarar tegundar varð svo vart í Mývatnssveit í vor og nú á Akureyri. Allar fyrrgreindar þrjár teg- undir teljast til sömu ættkvísl- ar, geitunga. Ekkert bú hefur enn fundist á Akureyri. Sv.R það bil að verða búnir með sinn kvóta, að sögn Jakobs Jónssonar frá Fiskifélagi Islands. Kvótinn nær til alls 652 skipa. Á Austfjörðum eru sjö bátar búnir með sinn kvóta, sex á Norður- landi og þrír á Vestfjörðum. Af þeim 48 bátum, sem eru á „hættu- mörkurn”, þ.e. búnir með 90% eða meira af sínum kvóta, eru 31 á SV-landi, þrettán á Norðurlandi og fjórir á Áustfjörðum. „Þetta eru almennt vertíðarbát- ar, sem taka sinn afla frá því í janúar og fram á vor,“ sagði Jakob Jónsson. „Enn er enginn togari kominn svona langt með sinn kvóta.“ Upp úr helgi munu væntanlega liggja fyrir tölur Fiskifélags Is- lands um heildaraflann frá áramót- um og fyrr en það gerist verður erf- itt að meta hversu langt einstakir fjórðungar hafa gengið á kvóta sinn í ár, að því er Jakob sagði. Vinnuveitendasamband Breiðafjarðar: Starfsfólki Framkvæmda stofnunarinnar sagt upp „Alþingi ákvað að leggja fram- kvæmdastofnun niður frá og með I. október. Þá taka við þrjár aðrar stofnanir, byggðastofnun, fram- kvæmdasjóður og þróunarfélag. Því var ekki um annað að ræða en að segja öllum starfsmönnum fram- kvæmdastofnunar upp, enda gerði stjórn stofnunarinnar það. Ég hef því leyst frá störfum í dag forstjórana og framkvæmdastjórana og meðal ann- arra iðnaðarráðherra, Sverri Her- mannsson," sagöi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra en starfsmönnrm framkvæmdastofnun- ar voru send uppsagnarbréf í gær. Að sögn Steingríms er ljóst að mikill hluti þeirra starfsmanna sem sagt hefur verið upp mun verða endurráðinn nema þá helst starfsmenn áætlunardeildar, sem verður lögð niður. Áhersla verður lögð á að ný stjórn byggðastofnun- ar hraði endurráðningu starfs- fólksins og það sama gildir um framkvæmdasjóði, þar ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fólk verði endurráðið hið fyrsta. í stjórn byggðastofnunar eiga sæti þeir Stefán Guðmundsson, I Ólafur Þ. Þórðarsson, Eggert Haukdal, ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Geir Gunnarsson I og Sigfús Jónsson. Rainbow Navigation: Engin svör frá Schultz ennþá n a ativ a nimr , ■ v ••■■ i ■ • #_•_ * • * . • BANDAKÍSK stjórnvöld höfðu ekki í gærkvöld svarað málaleitan Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra um að komið verði í veg fyrir einok- un flutninga til varnarliðsins hingað til lands. George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lofaði á fundi ráðherranna í Portúgal fyrr í þessum mánuði að viðbrögð stjórnar sinnar myndu berast íslendingum fyrir mánaðamótin. „Það verður engin afstaða tekin til hugsanlegra aðgerða af okkar hálfu fyrr en við höfum fengið svör Bandaríkjastjórnar," sagði utanríkisráðherra. „Þeir hafa boðað svör sín og munu vera að undirbúa þau. Berist ekki bréf þeirra um helgina mun ég leita eftir því á mánudaginn." Hluti tekna fólks í fisk- vinnslu verði skattfrjáls — til að stöðva fólksflótta úr greininni „Vandamálin, eins og þeim er lýst í skýrslunni, eru vissulega fyrir hendi, en mér finnst að þar komi ekki fram nógu ákveðnar tillögur um það hvað eigi að gera til úrbóta," sagði Soffanías Cecilsson, formaður Sambands fiskvinnslustöðva, er hann var inntur álits á skýrslu um svart útlit í sjávarútvegi, sem greint var frá í frétt Morgunblaðsins á fóstudag. Soffanías, sem einnig er formaður Vinnuveitendasambands Breiðafjarðar, sagði að Vinnuveit- endasambandið hefði að undanförnu unnið að tillögugerð um leiðir til úr- bóta í fiskvinnslunni. „Eitt alvarlegasta vandamálið sem við er að glima er fólksflóttinn úr fiskvinnslunni og í þeim efnum leggjum við til, að fiskvinna, sem er unnin umfram 1700 tíma á ári, verði gerð skattfrjáls," sagði Soff- anías. „Með 1700 tímum á ári er reiknað með einum og hálfum mánuði í sumarfrí, en hitt eru dagvinnutímarnir, þannig að tryggir menn, sem skila 1700 tím- um í fiskvinnslu, fái alla umfram vinnu skattfrjálsa. Ég held að þessi hugmynd sé mjög góð til að örva fólk til að stoppa í þessum atvinnuvegi.“ Soffanías sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að breyta um stefnu í gengismálum. Gengið yrði að skrá samkvæmt framleiðslu- kostnaði. „Annað atriði sem við teljum nauðsynlegt að gangi fram er að banna að landa óslægðum netafiski og dragnótafiski, nema tryggt sé að fiskurinn verði slægð- ur samdægurs. Það eru allt of mik- il brögð að því, að fiskurinn skemmist vegna þess að hann ligg- ur of lengi óslægður,“ sagði Soff- anías. „Eins leggjum við til að net- in verði tekin í land um fríhelgar og að lágmarksmöskvastærð verði 7 og kvarttomma í stað 6 tommur, eins og verið hefur. Það myndi velja úr stærsta fiskinn og með þessum aðgerðum væri hægt að af- nema kvótann, sem er til óþurftar. Góð meðferð aflans eykur stórlega gæði og verðmæti, en tillögur okkar miða einmitt að því, þótt ég hafi hér aðeins nefnt brot af því sem felst í þessum tillögum," sagði Soffanías Cecilsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.