Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 13 merkur þáttur í sögu Marklands, byggðinni sem öðlaðist nýtt líf í bókum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar löngu eftir að hún var komin í eyði. Sjálfur var Magnús Elíasson einn af stofnendum yngstu ís- lensku byggðarinnar í Kanada, Sunnybrook-nýlendunnar í British Columbia, en hún var að veru- legum hluta numin um 1930 af Vestur-íslendingum. Hérað þetta er rúma 700 kílómetra norður af landamærum Bandaríkjanna og Kanada, um 65 kílómetra sunnan við svonefnda Friðará (Peace Riv- er) og rétt austanvert við Cut- bankána. Landslag er öldótt á þessum slóðum og ár og lækir falla þar um dalverpi. Fyrstu ís- lensku landnemarnir fóru þangað byggðum árið 1929, og alls urðu íslensku býlin í héraðinu tuttugu. { landnemahópnum voru auk Magnúsar sjálfs bræður hans þrír og faðir. Nokkuð var nýlendan úr alfaraleið. Þótt aðeins helmingur hér- aðsbúa í Sunnybrook væri ís- lenskrar ættar, var samt ætíð rætt um hana sem íslenska byggð. Kann ein af ástæðunum til þess að hafa verið samheldni íslenska hópsins, sem hélt fast við tungu sína og menningu. Byggðin átti sína hagyrðinga og íslendingadag- ar voru þar hátíðlegir haldnir. Einn þekktasti íslendingur í hér- aðinu var Bergrós Pálsson hjúkrunarkona, en segja má að um alllangt skeið yrði hún að gegna þar störfum héraðslæknis. í grannhéruðum var talað um Sunnybrook-gestrisni. Híbýla- kostur landanna þar vestra var með myndarbrag. Auk venjulegr- ar búsýslu lögðu þeir stund á ann- ars konar störf, þar á meðal bygg- ingariðnað. Þeir tóku virkan þátt í opinberum málum, og sóttu menn pólitíska fundi um langan veg, oftast fótgangandi, því að um ann- að var ekki að ræða. Sunnybrook-nýlendunni vegn- aði vel fyrsta áratuginn þrátt fyrir kreppuna annars staðar, og má þá segja að saga þessarar ein- stæðu byggðar væri á enda og að hún legðist að mestu leyti í eyði. Konráð Eiriksson, fæddur og uppalinn í Norður Dakóta, var síð- asti íslenski bóndinn í Sunny- brook. Hann bjó þar til dauðadags árið 1966. Fróðlegt væri að bera saman nýiendurnar tvær sem hér hefur aðeins verið á minnst, þá fyrstu og hina síðustu. Hér verður látið nægja að drepa á aðeins eitt at- riði. Þótt sérstök rækt væri lögð við íslenska tungu á báðum stöð- um, festi íslenskan þó aðeins ræt- ur í landslagi eldri byggðarinnar, en eins og fyrr segir hétu allir bæ- irnir í Marklandi íslenskum nöfn- um. I Sunnybrook voru bæirnir aðeins greindir að með svæðis- og spildunúmerum eins og venja er til í kanadískum sveitum. Af þess- ari sök er fullvíst að daglegt mál íslenskt hefur átt erfiðara upp- dráttar í Sunnybrook heldur en í Marklandi. Má rétt gera sér í hug- arlund hvort íslensku bændafólki vefðist ekki tunga um tönn í sam- ræðum annaðhvort um eða við þá sem ættu heima á einhverjum bæ sem auðkenndur væri með tölu- stöfum. íslensk heita- og nafna- hefð er mikilvægt atriði í allri um- ræðu um málvernd. Gegnir ugg- laust sama máli að þessu leyti um bæði staðheiti og nöfn á búpeningi í sveitum landsins. Hygg ég að at- huganir á vestur-íslensku myndu leiða í ljós hversu mikilvægan þátt hér er um að ræða. Mættu þeir sem stjórna menntamálum ís- lensku þjóðarinnar hugleiða það í alvöru hvort ekki sé tilhlýðilegt að verðlauna þá bændur sem velja sauðfé sínu viðeigandi íslensk heiti og verjast þannig öllu núm- erafargani af einurð. Magnús Elíasson kann urmul af sögum um æskuslóðirnar í Nýja íslandi. Sumt er byggt á hans eig- in reynslu, margt er fengið frá eldra fólki. Fyrir nokkrum árum varð Magnús við beiðni minni um að festa á blað frásagnir af mjög sérstæðum manni sem endur fyrir löngu kom við sögu Nýja íslands. Sá hét James Thomas Milton And- erson, innfæddur Kanadamaður af írskum uppruna. Anderson varð kennari í Nýja íslandi árið 1907, starfaði þar skamma hríð en hafði þó engu að síður varanleg áhrif á menningu byggðarinnar. Má í því sambandi nefna bókmennta- kennslu, leiklist og fjölmargt ann- að. Anderson varð þó líklega vin- sælastur meðal Ný-íslendinga vegna áhuga hans á íslénskri tungu, sem hann lærði til slíkrar fullnustu að furðu sætti. Varð hann síðar á ævinni fullfær í því máli. Frá Nýja íslandi fluttist Anderson til Saskatchewan þar sem hann á sínum tíma átti drjúg- an þátt í að endurskipuleggja skólakerfi fylkisins. Þar gerðist hann stjórnmálamaður, var kos- inn á þing árið 1925 fyrir íhalds- flokkinn og varð forsætisráðherra fylkisins árið 1929. Telur Magnús öruggt að allt til þessa dags sé Anderson eini kanadíski forsætis- ráðherrann sem hafi náði því að verða altalandi á íslensku. Björn Jónsson (Byron Johnson), sem var um skeið forsætisráðherra í Brit- ish Columbia, var að vísu alís- lenskur að ætt, en tunga forfeðr- anna mun hafa verið honum ótöm. Um íslenskukunnáttu Ander- sons er Magnús Elíasson ekki einn til frásagnar. Karólína Gunnars- son fyrrum ritstjóri sagði mér eitt sinn frá atviki á æskuárum sínum í Saskatchewan, og hnígur frásögn hennar í sömu átt. Hún var þá barn að aldri, nýkomin frá íslandi, og gekk í barnaskóla með öðrum íslenskum krökkum. Kennslukon- an var enskumælandi og skildi ekki orð í íslensku. Börnin skildu aðeins hrafl í ensku. Af þessari sök varð andrúmsloft heldur þungt í kennslustofunni, og kom þar að kennslukonan leitaði á náð- ir námsstjóra. Taldi hún litla von til þess að börnin gætu nokkuð lært. Námsstjórinn, sem var eng- inn annar en títtnefndur Ander- son, kom á vettvang, prófaði börn- in á íslensku og tjáði kennaranum að prófi loknu að nemendunum væri ekkert að vanbúnaði, en hins vegar væri ekki örgrannt um að kennaranum væri að einhverju leyti áfátt. Samkvæmt skrifum Magnúsar skemmti Anderson Ný-íslending- um stundum með búktali, enda þótti hann snjall í þeirri list. Stundum bar þó við að hann hrekkti fólk með þessari kunnáttu sinni. Sem dæmi segir Magnús sögu þess efnis að maður nokkur sem stundaði fiskflutninga við Winnipegvatn yrði illilega fyrir barðinu á Anderson. Eitt sinn bar svo við sem áður að keyraranum sem beitti tveim hestum fyrir sleða dvaldist eitthvað í ferð sinni. Leit hann inn á vertshúsi og kom þaðan út aftur svo ölur að nokkur ágreiningur varð milli hans og hrossanna um áttir. Vildu hrossin halda suður með vatninu og lögðu kollhúfur þegar keyrarinn reyndi að beina þeim í norðurátt. Kom þar að góðviljaðir menn skárust í leikinn, spenntu skepnurnar frá ækinu, og komu þeim fyrir í hesthúsi. Keyrarann leiddu þeir síöan inn á hótel þar sem þeir ráð- lögðu honum að sofa úr sér vím- una. Sem þeir komu inn í anddyri hótelsins, varð fyrir þeim hundur stór og mikill, sem snéri sér óðara að keyraranum og hóf yfir honum þrumandi ræðu um ósæmilega hegðun á vegum úti. Við þetta brá hinum seka svo hastarlega að það snarrann af honum. Tók hann ekki eftir því að Anderson búktal- ari stóð til hliðar við hundinn, en snaraði sér út í hesthús, náði í hrossin og hélt leiðar sinnar í rétta átt. Varð hann æ síðan manna fljótastur í förum og hlekktist aldrei á upp frá því. Ekki er Magnús viss um á hvoru málinu hundurinn flutti ræðu sína, íslensku eða ensku. Hins veg- - ar segist hann hafa heimildir fyrir því að Anderson hafi mjög reitt sig á Zoega-orðabækurnar við ís- lenskunámið. Sú síðari var tiltölu- lega ný út komin þegar atburður þessi gerðist, og mun Anderson þegar hafa orðið sér úti um eintak. Hníga því öll rök í þá átt að hund- urinn hafi flutt umvöndun sína á íslensku. Eins og fyrr greinir, á Magnús Elíasson sæti í borgarstjórninni i Winnipeg. Þar flytur hann mál sitt af festu og öryggi. Renni hon- um ögn í skap, má kenna þungan orustugný að baki orða hans. Sá gnýr á að nokkru leyti uppruna sinn í rímum sem nítjándu aldar skáld á íslandi ortu um forna kappa sem unnu sigra í stórorust- um. Rímurnar og annað góðgæti af svipaðri tegund flutti Magnús í æsku sinni á kvöldvökum í Nýja íslandi og kann þær enn þá utan bókar. Hreimur hans er og verður ávallt íslenskur, því að orðsins list nam hann í öndverðu af þeim Sig- urði Breiðfjörð og Bólu-Hjálmari. Haraldur Bessason er prófessor rió Manitoba-háskóla í Winnipeg. Margra ára reynsla sannar gædi þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. málningbf É\ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.