Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 Afskipti Assads réöu úrslitum Beirút, I. júlf. AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Damaskus og Beir- út, að afskipti Assad Sýrlands- forseta af gíslamálinu í Líbanon hafi ráðið úrslitum um að þeir voru látnir lausir. Assad og Reagan Bandaríkja- forseti ræddu margsinnis saman í síma um málið og Assad mun hafa verið því hlynntur frá upp- hafi að beita sér í málinu. Assad Sýrlandsforseti, sem styður Amaal-hreyfingu shita, er sagð- ur hafa beitt hótunum undir lok- in, þegar loforð hafði fengizt fyr- ir því að allir gíslarnir yrðu látn- ir lausir, en á síðustu stundu var neitað að sleppa fjórum þeirra. Þeir fjórir voru í haldi hjá einum shita-hópnum enn, sem er her- skárri hinum formlegu Amal- sveitum, þ.e. fylgismönnum Hezbollah, flokki guðs. Þeir létu þó undan eftir að Assad hafði talað við tvö forsvarsmenn hóps- ins og hótað að hætta öllum stuðningi við hernaðaraðgerðir þeirra i Bekaa-dal. AP-fréttastofan segir að mörgum hafi komið á óvart hversu samstarfsfús Sýrlands- Ræningjarnir gáfu gíslunum rauðar rósir í kveðjuskyni George Bush varaforseti Bandarikjanna flytur ávarp á flugvellinum í Frankfurt árla mánudags eftir að gíslarnir 39 frá Beirút komu þangað. Næst varaforsetanum i vinstrí hönd eru þrir úr áhöfn flugvélarinnar. forseti var og geti þetta orðið til að stórbæta sambúð Sýrlands og Bandaríkjanna, sem hefur verið heldur stirð og sveiflukennd vegna þess hve Sýrlendingar þykja hafa hallað sér að Sovét- mönnum. ERLENT — Aðstandendur gíslanna fá frítt flugfar til Frankfurt Oanuskua, Sjrlandi og Beirút, Líbanon, I. jélí. AP. Assad forseti Sýrlands. GÍSLARNIR 39 sem höfðu verið í haldi hjá flugræningjum Trans World Airlines-flugvélarinnar síðan 14, júní, voru að vonum frelsinu fegnir þegar þeim var loks sleppt i sunnudag. „Það er gott að sjá loksins dagsljós eftir 17 daga,“ sagði Rich- ard Herzberg, einn gíslanna við komuna til Damaskus. Gíslarnir voru fluttir i vögnum Alþjóða Rauða krossins frá Beirút til Damaskus og flugu þaðan áleiðis til Frankfurt snemma á mánudag. Gíslarnir dvöldu í skóla shita i Beirút síðustu klukkustundirnar áður en þeim var ekið til Damask- us. „Farið, farið og bless," sagði einn ræningjanna er hann kvaddi einn gíslanna með handabandi rétt áður en bilalest Rauða kross- ins tók af stað. Margir gíslanna héldu á bleikum og rauðum rósum sem ræningjarnir höfðu gefið þeim í kveðjuskyni. Allir gíslarnir voru brosandi og veifuðu til mannfjöldans sem fagnaði þeim á götum úti í Beirút. En brosin dvín- uðu i örskamma stund þegar byssuskot heyrðust frá nærliggj- andi götum og komst bílalestin ekki áfram fyrir bílhræi sem lá þvert yfir götuna. Hermaður sem fylgdi bílalestinni hrópaði skipan- ir og innan stundar var bilhræið fært til hliðar á götunni. Flestir gíslanna voru fluttir í sí- fellu á milli heimila shita i Beirút meðan á gislatökunni stóð. Einn shíti hafði fimm Bandaríkjamenn á heimilinu siðustu nóttina og skemmtu þeir sér við að lesa Kór- aninn i enskri þýðingu til að drepa tímann. Shítinn sagðist einnig hafa gefið gíslunum heimilisföng hjá vinum og ættingjum i Banda- rikjunum og bað þá um að hringja í ættingjana þegar þeir væru komnir til Bandarikjanna. „Þetta var allt saman ágætis fólk,“ sagði Hassan Sabeh, sem bjó á skólanum þar sem gislarnir dvöldu. „I morgun gaf ég þeim enskt dagblað og höfðu þeir gam- an af því að lesa um sjálfa sig í blöðunum." Allyn Conwell, sjálfskipaður fulltrúi gíslanna, bað fyrir þakkir til Hafez Assad, forseta Sýrlands, og Sýrlendinga allra, því „án þeirra hjálpar værum við örugg- lega ennþá i Beirút án vitneskju um hvað í vændum væri. Vonandi getum við notfært okkur þessa hræðilegu reynslu til að láta eitthvað gott af okkur leiða þenn- an tima sem við eigum eftir á jörðinni," sagði Conwell. Einn gíslanna var spurður hvort honum líkaði vel i Beirút. „Líban- on er mjög fallegt land, en ég held að fyrst ég hef komið hingað einu sinni, þá reyni ég að fara á ein- hvern aðeins rólegri stað næst.“ Fjölskyldur gíslanna tóku margir hverjir boði TWA um frítt far til Frankfurt til að taka á móti langþreyttum gíslunum þegar þeir kæmu. „Ég er svolítið taugóstyrk, en mjög spennt og hlakka ótrúlega mikið til að hitta pabba,“ sagði Rozanne Hill Fliegenspan, en fað- ir hennar, Peter Hill, var einn þeirra sem var í haldi hjá flug- ræningjunum. Rozanne og systir hennar, Nina, ætluðu að hitta bróður þeirra í Frankfurt áður en faðir þeirra kæmi. „Við höfum reynt ýmislegt á meðan á þessu stóð, en við lærðum að ráða við vandann," sagði Nina. Hún sagði að faðir þeirra hefði hringt til nágranna með fréttir af gíslatökunni, en hann hafi ekki viljað hringja heim þvi hann óttaðist um öryggi fjölskyldu sinnar. Allar eigur hans voru teknar frá honum, og eina númer- ið sem hann mundi var símanúm- erið hjá nagrannanum. „Þessu verður ekki lokið fyrr en þau eru komin á bandariska grund,“ sagði systir John McCarthy, eins gíslanna. „Við höfum ekki sofið í tvær vikur, en nú er martröðinni loks- ins lokið,“ sagði Rozanne og tóku aðrir aðstandendur gíslanna i sama streng. Helstu atburðir gíslatökunnar Hér á eftir fer listi yfir helstu atburði gíslatökunnar í Líbanon: ■ 14. júní — Tveir vopnaðir shít- ar fara um borð í farþegavél frá bandaríska flugfélaginu Trans World Airlines í Aþenu í Grikk- landi og ræna vélinni eftir að hún er komin á loft með 145 farþega og átta manna áhöfn. Vélin fær lendingarleyfi í Beirút i Líbanon eftir að flug- stjórinn segir að einn flugræn- ingjanna hafi tekið pinna úr einni handsprengju. Flugræn- ingjarnir leysa 17 bandarískar konur og börn úr haldi, en fleiri vopnaðir menn fara um borð. Flugvélin flýgur svo til Alsír þar sem 19 aðrar bandarískar konur, eitt barn og þrír aðrir gíslar eru leystir úr haldi. ■ 15. júní — Vélin snýr aftur til Beirút og 10 Bandaríkjamenn eru fluttir frá borði. Flugræn- ingjarnir myrða Robert Dean Stethen, 23 ára gamlan bílstjóra hjá bandaríska sjóhernum. Eftir að flugræningjarnir krefjast þess að vélin fari aftur til Algeirsborgar leysa þeir úr haldi 53 farþega og fimm flug- freyjur. 1 skiptum er einn félagi þeirra, sem tekinn var fastur á flugvellinum í Aþenu, leystur úr haldi. ■ 16. júní — Vélin er aftur kom- in til Beirút og ræningjarnir hóta að sprengja hana f loft upp. Þeir krefjast þess að 50 Líbanir verði leystir úr haldi f Israel. Skip frá bandaríska sjóhern- um eru send til Miðjarðarhafs- ins og hópur sérþjálfaðra manna, sem berjast gegn hryðjuverkum, er sendur til Mið-Austurlanda. Ræningjarnir senda bréf, undirritað af 29 gísl- um, þar sem þeir fara þess á leit við Ronald Reagan forseta, að ekki verði tekið til hernaðar- legra aðgerða vegna þeirra. Amal-shítar eru nú komnir í málið og krefjast þess að 800 Líbanir verði leystir úr haldi f ísrael. Ræningjarnir fara fram á lausn tveggja shíta, sem eru í fangelsi f Madrid ákærðir um morð. Gfslarnir sem eftir voru um borð eru nú fluttir úr flugvél- inni. ■ 17. júní — Leiðtogi amal- shfta, Nabih Berri, segir að gál- arnir séu hafðir í tvennu lagi til að koma í veg fyrir björgunartil- raunir. Bandarfkjamenn senda fleiri skip til Miðjarðarhafs og 6.000 manna her amal-shíta er við öllu búinn. Frettir herma að róttækur hópur manna, sem kallar sig „Flokk guðs“, hafi f haldi nfu gíslanna sem heita „gyðingleg- um“ nöfnum. Sjúkum gfsl er sleppt úr haldi. ■ 18. júnf — Ræningjarnir sleppa söngvaranum Demis Roussos, bandarískri vinstúlku hans og öðrum grískum manni. Berri hvetur Bandarfkjamenn til að þrýsta á ísrael að sleppa 766 Líbönum úr haldi, en flestir þeirra eru shítar. Berri hótar að hætta öllum afskiftum af málinu ef ekki sé gengið að kröfu þeirra. Reagan ásakar grísk stjórnvöld um slaka öryggisgæslu á flug- vellinum í Aþenu. ■ 19. júní — Sjónvarpsmaður nær tali af þremur áhafnarmeð- limum og segja þeir að þeim lfði ágætlega. ■ 20. júni — Fimm gfslar koma fram á blaðamannafundi og hvetja Reagan til að freista ekki að reyna að bjarga þeim. ■ 21. júní — Hundruð stuðn- ingsmanna „Flokks guðs“ efna til mótmæla við vélina, hrópandi slagorð gegn Bandaríkjunum og Reagan forseta. George Shultz, innanríkisráðherra Bandarfkj- anna, fullvissar ísraela um að Bandaríkin muni ekki vægja fyr- ir hryðjuverkamönnum. ■ 22. júní — Óþekkt flugvél flýgur yfir Beirút. Varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna neitar staðhæfingum um að vélin sé bandarísk. Berri varar við öllum aðgerðum til að bjarga gíslun- um. ■ 23. júní — ísrael tilkynnir að 31 fangi muni verða leystur úr haldi. Bæði Bandaríkjamenn og ísraelar segja að lausn fanganna hafi ekkert með gíslatökuna að gera. ■ 24. júní — ísraelar leysa fang- ana úr haldi. Amal-shftar segja það ekki vera nóg og Berri krefst þess að bandarisku skipin yfir- gefi svæðið. ■ 25. júni — Sýrland blandast inn f samningaviðræðurnar og Bandaríkin segjast vera að hugsa um að láta loka Beirút- flugvelli og loka þar með landinu innan fárra daga ef viðræður bera engan árangur. Amal-shft- ar fara með alla 37 farþegana til móts við tvo starfsmenn Rauða krossins. Þrír áhafnarmeðlimir fá sérstaka heimsókn frá Rauða krossinum. ■ 26. júní — Einn hjartveikur gisl latinn. Shultz fer fram á lausn allra 46 bandarisku gísl- anna án skilyrða, en auk hinna 39 farþega i TWA-vélinni hefur sjö Bandaríkjamönnum verið rænt í Líbanon síðan í fyrra. ■ 27. júní — Frettir herma að gíslarnir verði fluttir til franska eða svissneska sendiráðsins i Damaskus á Sýrlandi. ■ 28. júní — Sýrlenskar heim- ildir segja að gislarnir verði látnir lausir þar daginn eftir. Gislarnir snæða málsverð á lúx- ushóteli í Beirút og fara þaðan með blómvendi frá ræningjun- um. ■ 29. júnf — Flestir gislanna eru saman konmir við skóla shfta f Beirút þar sem vagnar frá Rauða krossinum bíða þeirra. Þrír áhafnarmeðlimir eru þar einnig og er það f fyrsta skipti sem þeir sjá farþegana siðan þeir voru fluttir frá borði. Sýr- lendingar segjast fullvissir um að deilan sé leyst, en shftar tefja fyrir brottför gíslanna þar til þeir fá staðfestingu á að Banda- ríkin og ísrael muni ekki hefna fyrir ránið. Amal-shftar fara einnig fram á að bandarfsku herskipin yfirgefi svæðið og 735 arabar i haldi f tsrael verði látn- ir lausir. ■ 30. júní — Shítar láta gíslana 39 lausa þar sem Bandaríkja- menn hafa lofað að hefna ekki ránsins. Gíslarnir koma til Dam- askus og halda blaðamannafund. Þeim er svo ekið til flugvallar- ins. ■ 1. júlí — Gíslarnir frjálsir og halda til Frankfurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.