Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Kaupmenn — Innkaupastjórar Lokaö vegna sumarleyfa frá 17. júlí — 18. ágúst. Vinsamlegast pantiö vörur tímanlega. Faxafell hf. Símar: 91—51775 og 91—51744. VIÐGERÐAR OG VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA. THORITE Framúrskarandi viðgeröar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl. ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hömun og rýmar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. RB. BYGGINGAVÖKUR HE Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 M steinprýði =o6 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON í tengslum við lagadeild háskólans í Lnndi hefur verið sett i laggirnar Raoul Wallenberg-stofnun sem vinnur að rannsóknum varðandi mannréttindL Hugrekki, mannelska og drengskapur Minningin um Raoul Wallenberg lifír í ÁR ERU fjörutíu ár síðan Raoul Wallenberg, starfsmaður sænsku utanríkisþjónustunnar, var tekinn til fanga í Búdapest af Rauða hernum. Þetta gerðist 17. janúar 1945 og hefur þess verið minnzt með ýmsu móti á Vesturiöndum. Sérstök guðsþjónusta var í Stórkirkjunni í Stokkhólmi, að viðstöddum fjölda fólks, m.a. fulltrúum sænsku ríkisstjórnarinnar og fjölskyldu Wallenbergs. Við það tækifæri sagði Olof Palme, forsætisráðherra: „Við höfum ekki enn fengið á hreint hver urðu afdrif Raouls Wallenberg. Við munum halda áfram að kanna það og reyna að komast til botns í málinu.“ Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur einnig látið málið til sín taka og krafið Sov- étmenn um skýr og afdráttarlaus svör um örlög Wallenbergs. Árið 1981 var Wallenberg gerður að heiðursborgara Bandaríkjanna. Sú nafnbót hefur aðeins einn maður utan Bandaríkjanna hlotið áður, Winston Churchill. Á þesau ári er verið að sýna sjónvarps- mynd í tveim hlutum um líf Wall- enbergs og hefur hún hlotið góða dóma og vakið athygli á máli hans. Raoul Wallenberg- stofnunin í Lundi í tengslum við lögfræðideild háskólans í Lundi hefur verið sett á laggirnar sérstök stofnun, sem er kennd við Wallenberg. Hlut- verk hennar er að stuðla að rann- sóknum og aukinni kennslu um mannréttindi og þjóðarétt, en þessi svið bera oft skarðan hlut frá borði við háskólana. Fyrsta verkefni stofnunarinnar verður að gefa út tímarit, en í framtíð- inni er ætlunin að styrkja námsmenn og fræðimenn á þess- um sviðum og veita þeim vinnu- aðstöðu. Forráðamenn stofnunar- innar vilja einnig að kennsla í sagnfræði og samfélagsfræði verði tekin upp þar. Svipaðar stofnanir hafa verið settar á stofn í Heidelberg í V-Þýska- landi, Turku í Finnlandi og Osló í Noregi. Víða á Vesturlöndum eru sér- stök félög, sem kenna sig við Wallenberg og hafa að markmiði að halda á lofti minningu hans og einnig að vinna að því að fá vitn- eskju um afdrif hans. Einnig hafa honum verið reist minnismerki og götur nefndar eftir honum. Hver var hann og hvað gerði hann? Hver var hann þessi Svíi sem hvarf fyrir fjörutíu árum og hef- ur verið ofarlega í hugum margra síðan? Raoul Wallenberg var rúmlega þrítugur þegar hann hvarf. Á stríðsárunum var hann starfs- maður sænska sendiráðsins í Búdapest og t samvinnu við Rauða krossinn og fleiri aðila bjargaði hann eftir löglegum og ólöglegum leiðum tugþúsundum gyðinga frá ofsóknum og fangels- um nasista. Þegar Rússar náðu borginni tóku þeir Wallenberg til fanga. Hvers vegna er ekki vitað og um afdrif hans er allt á huldu og hefur verið fram á þennan dag. I skjalasafni sænska utanrík- isráðuneytisins ber viðamesta málið yfirskriftina „Raoul Wall- enberg". Þar eru um 15 þúsund síður, skjöl og skýrslur um hvarf hans. Um 90 prósent þessa búnka voru gerð opinber 1982 og þar er hægt að lesa um hvernig þetta mál hefur kastast á milli sænskra og sovéskra yfirvalda. Árið 1947 neitaði Stalín, að nokkuð væri vitað um mann að nafni Wallen- berg í sovéskum fangelsum. Árið 1957 lýsti Sovétstjórnin því yfir, að hann hefði látist i fangelsi í Moskvu tíu árum áður. Hvergi finnst þó gröf hans né annað sem staðfestir það. Fjöldi vitna, m.a. fyrrverandi fangar frá Sovétríkj- unum, hafa talið sig orðið vara við Wallenberg eftir 1947. Þessir vitnisburðir hafa verið rannsak- aðir og sænsk yfirvöld hafa hvað eftir annað tekið málið upp að nýju. Komið hafa fram ásakanir í þá átt að sænsk yfirvöld hafi ekki alltaf sýnt nægilega hörku í þess- um viðskiptum af ótta við að samskipti ríkjanna myndu versna. Ýmsir úr fjölskyldunni lifa enn í þeirri von að Raoul Wallenberg sé á lífi í Sovétríkj- unum, nú 73 ára að aldri. Banda- rískur lögfræðingur fjölskyld- unnar telur sig hafa sannanir fyrir því að sovésk yfirvöld hafi boðist til að sleppa honum árið 1962 í staðinn fyrir nokkra sov- éska njósnara sem voru í fangels- um á Vesturlöndum. Þannig halda menn áfram að geta sér til um afdrif hans. Blaðafulltrúi ung- versku ríkisstjórnar- innar segir frá Nú í vor kom Ferenc Fiala, 79 ára gamall Ungverji, til Malmö í boði ungverska félagsins til að halda fyrirlestur um síðustu daga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann var þá blaðafulltrúi ung- versku ríkisstjórnarinnar og fylgdist vel með atburðarásinni. Hann var persónulega kunnugur Wallenberg og býr nú i Vestur- Þýskalandi. Fiala átti eitt sinn tal við ungverskan lækni sem stundaði Wallenberg fárveikan í Ljubljanka-fangelsinu í Moskvu og átti hann þá að sögn læknisins „ekki langt eftir“. Fiala telur óhugsandi að Wallenberg hafi lif- að af 40 ár í sovésku fangelsi — og segir líklegast að hann hafi látist stuttu eftir 1947. Frásögn þessa Ungverja varpar nokkru ljósi á spurninguna hvers vegna Wallenberg var tekinn til fanga og hvers vegna ráðamenn Sovétrikjanna hafa viljað halda tilveru hans og afdrifum leynd- um. Wallenberg hafði í vörslu sinni ógrynni fjármuna af ýmsu tagi sem auðugir gyðingar höfðu falið honum til geymslu og til að nota til flóttamannahjálparinn- ar. Þessi verðmæti lögðu Rússar hald á og báru út í bíla sína í mörgum koffortum, að sögn sjón- arvotta. Yfirmaður herafla þess er tók Búdapest var enginn annar en Leoníd Brezjnev sem síðar varð formaður sovéska kommún- istaflokksins og forseti Sovétríkj- anna. Fiala telur að sovéskir ráðamenn hafi ekki viljað eiga á hættu að þurfa að gera grein fyrir þessum fjármunum og þess vegna tekið Wallenberg og látið hann hverfa. „at.... orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“ Raoul Wallenberg er dæmi um einstæðan mannvin sem sýndi hugrekki og frábæran drengskap í baráttunni fyrir lífi meðbræðra sinna gegn kerfi sem byggði til- veru sína og takmark á mannfyr- irlitningu og hatri. Það síðasta sem vinir hans heyrðu hann segja er hann fór í fylgd sovéskra her- manna var: „Eg fer, en ég veit ekki hvort ég er gestur þeirra eða óvinur.“ Hvort sem hann er látinn eða ekki mun minning Raouls Wall- enberg lifa á meðan hinn lýð- frjálsi heimur þarf á tákni að halda. Höfundur er íréttaritari Morgun- blaðsins i Lundi, Sríþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.