Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Minning: Sigfríður Arnórs- dóttir Stephensen Fædd 2. júlí 1902 Dáin 15. september 1984 Það er vonum seinna, að ég festi á blað nokkur minningarorð um móðursystur mína Sigfríði Arn- órsdóttur frá Hvammi, en fráfall hennar bar að 15. september 1984 á Landspítalanum. Hún hét fullu nafni Níelsína Sigfríður og fædd- ist 2. júlí 1902 að Felli í Kollafirði í Strandasýslu og var því á 83. ald- ursári er hún lézt, og með henni voru öll systkinin í Hvammi horf- in bak skilanna miklu. Sigfríður var af ágætu foreldri komin. Faðir hennar var sr. Arnór Árnason frá Höfnum á Skaga, sonur Árna bónda og hreppstjóra Sigurðsson- ar og fyrri konu hans Margrétar Guðmundsdóttur frá Skyttudal, og var sr. Arnór í báðar ættir af Skeggsstaðaætt. Sr. Arnór var tvíkvæntur og var síðari kona hans og móðir Sigfríðar og fjög- urra alsystkina hennar Ragnheið- ur Eggertsdóttir í Króksfjarðar- nesi Stefánssonar Eggerts frá Ballará, en móðir Ragnheiðar var Kristrún Þorsteinsdóttir, prófasts i Hítardal Hjálmarsen. Fyrri kona sr. Arnórs var Stef- anía Sigríður Stefánsdóttir frá Vatnsnesi við Keflavík og áttu þau ur. öll voru þessi systkini hið mesta myndar- og manndómsfólk, gædd góðum gáfum og drenglund. Sr. Arnór, faðir Sigríðar, var prestur til Tröllatunguprestakalls í Strandaprófastsdæmi 1886—1904 og sat að Felli í Kollafirði. „Fell bar hátt í þá daga.“ Þannig komst Stefán frá Hvítadal að orði í frá- sögn af kirkjuferð að Felli á jólum í tíð sr. Arnórs. Sr. Arnór var að eðlisfari stórhuga umbótamaður, áhugasamur um allt, sem að hans dómi laut að hag og aukinni menningu þjóðarinnar og var áhugi hans studdur fyrirhyggju og ráðdeild. Hann var góður kenni- maður, drengskaparmaður mikill, vinafastur og frændrækinn. Ragnheiður móðir Sigfríðar var rík af mannkostum, framúrskar- andi góðhjörtuð, hjálpsöm og góð- viljuð og var oft til hennar leitað er sjúkleika bar að höndum og brást ekki nærfærni hennar. — Hjá þessum góðu foreldrum ólst Sigfríður upp, dvaldi með þeim og vann búi þeirra til fullorðinsára eða til ársins 1929, hafði þó dvalið árlangt í Kaupmannahöfn hjá Eggrúnu systur sinni, konu Steingríms Guðmundssonar síðar prentsmiðjustjóra í Reykjavík, og einn vetur vann hún við þjónustu- störf við bændaskólann á Hvann- eyri. Árið 1929 fluttist Sigfríður frá Hvammi til Reykjavíkur og 3. október 1930 giftist hún Stefáni Ólafssyni Stephensen, miklum mannkosta- og drengskapar- manni, sem starfaði hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur í fulla þrjá áratugi og var fyrstur mjólkurbíl- stjóra úr Kjós og af Kjalarnesi til Reykjavíkur og flutti varning heim á bændabýlin og sýndi í þeim ferðum „dæmafáan dugnað, still- ingu og hjálpsemi". Stefán andað- ist 13. september 1959. Þau hjón eignuðust einn son, Ragnar, sem var hið bezta manns- efni fríður sýnum og vel á sig kominn. Hann veiktist skyndilega sumarið 1947 og lézt eftir fáa daga 16 ára að aldri. Er mér minnis- stætt hvílíkur harmur fráfall hans var foreldrunum, sem þau báru þó með eftirtektarverðri stillingu. Þá ólst upp hjá þeim hjónum systur- dóttir Sigfríðar og bróðurdóttir Stefáns, Ragnheiður Stephensen, nú hjúkrunarkona, gift Jóhanni Hjálmarssyni rithöfundi. Þau Sig- fríður og Stefán reyndust Ragn- heiði sem beztu foreldrar. Um- hyggju þeirra og velvilja hefur Ragnheiður kunnað vel að meta og ríkulega launað með umhyggju si- nni, manns hennar og barna, fyrir fósturmóður sinni, þegar van- heilsa og elli sótti að. Og nú minnist ég með þakkar- hug Sigfríðar móðursystur minn- ar. Ég minnist uppvaxtaráranna í Hvammi með henni, foreldrum hennar og systkinum. Dýrmætt var mér að móður minni látinni að njóta umhyggju og áhrifa alls þessa merka og mikilhæfa fólks, drenglundar og fordæmis. Og ég minnist margra góðra stunda, sem ég naut á heimili frænku minnar að Hringbraut 54. Þar var raunar ekki húsrými mikið, en þcim mun meira hjartarými. Sigfríður frænka mín átti stórt og okkur, sem eignuðumst vináttu hennar, hlýtt hjarta, það fundum við svo oft og vel. Gestrisnin og greiða- semin brást ekki og allt það besta, sem í búri fannst, var tínt fram og veitt. Á stundum gat hún orðið svaraköld, en um tryggð hennar, hreinskilni og góðvilja var ekki að efa, og þá jafnt er hún sagði okkur til syndanna. Þeim áminningum var til okkar beint sem vinar- bragði í þeim tilgangi að vísa okkur til betri vegar. í áratugi var vinnukona hjá for- eldrum Sigfríðar kona að nafni Ingibjörg Benediktsdóttir, og var hniginn á efri ár er sr. Arnór varð að láta af embætti og búi. En þá tók Sigfríður gömlu konuna á heimili sitt og bjó henni hlýtt og bjart ævikvöld, og þegar Ingibjörg lézt léðu þau hjón Sigfríður og Stefán henni leg í grafreit þeirra. Það lýsir Sigfriði frænku minni betur en mörg orð, hvernig hún reyndist gömlu vinkonunni okkar, Ingibjörgu Benediktsdóttur, þar kom næsta skýrt fram drenglund hennar, tryggð hennar og stór- mannlegur hugur. Minningin um Sigfríði Arnórsdóttur er mér og öllum sem henni kynntust til hlít- ar og vináttu hennar nutu bjartur geisli og vegvísir á ævileið. Því er hennar minnst með ríku þakklæti. Gunnar Gíslason t Systir okkar og mágkona, VILBORG BJÖRNSDÓTTIR, Austurgötu 5, Hafnarfiröi, andaöist 29. júní á heimili sinu. Jóhann Björnsson, Ingunn Símonardóttir, Guöni V. Björnsson, Hallbjörg Gunnarsdóttir. t Móöir min og fósturmóöir, JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Esjugrund 51, áóur Hrisateigi 21, andaöist í Landakotsspftala 30. júní. Hulda Þorgrimsdóttir, Jóhanna Þorgrímsdóttir. t Föðursystir okkar, GUDRÚN SCH. THORSTEINSSON, andaöist í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 30. júní. F.h. aöstandenda, Unnur Sch. Thorsteinsson, Gyöa Borgs, Erla Sch. Thorsteinsson. t Móöir okkar, SIGRÍÐUR BERGMANN, Laufásvegi 14, lést í Sólvangi laugardaginn 28. júní. Þorsteinn, Margrát, Gunnar, Sverrir og Daníel Bergmann. t Dóttir mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR, Þorgrímsstöóum, veröur jarösungin frá Tjarnarkirkju, Vatnsnesi, miövikudaginn 3. júlí kl. 14.00. Jónína Ólafsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Hólmgeir Björnsson, Ásbjörn Guðmundsson, Kristín Guójónsdóttir, Valdis Guómundsdóttir, Jón Guömundsson, Vígdís Guömundsdóttir, Karl Magnússon, Guömundur Guömundsson, Sigríóur Eirfksdóttir, Kjartan Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Minning: Guðrún Daníels- dóttir, Hvammstanga Fædd 11. janúar 1885 Dáin 17. júní 1985 Þá er gengin hundrað ára heið- urskona, Guðrún B. Daníelsdóttir frá Hvammstanga. Hún fæddist á Kárastöðum á Vatnsnesi í Vest- ur-Húnavatnssýslu, í kirkjuferð, þann 11. janúar 1885. Um ættir hennar læt ég aðra mér fróðari, enda hefur húnvetnsk ættfræði oftast reynst mér erfið. Mig langar heldur að þakka fyrir að hafa kynnst henni og lifa með henni, því það hefur veitt mér ómetanlegan þroska í lífinu. Við kynntumst fyrir 23 árum, er hún kom í heimsókn, til þess að sjá frumburð okkar hjóna. Hún kynnti sig sem ðmmu mannsins míns en útlitið sagði bókstaflega, að hún gæti ekki verið amma svo ungleg var hún, bein í baki, snör í hreyfingum og reisn yfir henni í íslenzka búningnum. Síðan höfum við átt margar ánægjulegar stundir saman, jú reyndar bæði gleði og raunastundir. En alltaf sá amma björtu hlið málanna og vildi gera gott úr hlutunum. Amma var mjög athafnasöm kona. Hún þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera. Mér er minnis- stætt þegar ég í fávizku minni spurði hana hver hefði balderað spjöldin á íslenzka búningnum hennar. „Nú hvað heldurðu kona, ég gerði það sjálf.“ Síðasta upp- hlutssettið sitt saumaði hún 95 ára og síðasta handverkið sitt, ofna mottu, óf hún rétt fyrir síð- ustu jól. Þykir mér mjög vænt um að eiga þetta stykki. En þá kom sanngirnin upp í ömmu. Hún vildi ekki gefa mér mottuna í jólagjöf, því hún ætlaði ekki að gefa nein- um jólagjöf, en eftir jólin mátti ég eiga hana. Amma hafði yndi af lestri góðra bóka. Það var frekar spaugilegt fannst mér, þegar hún „datt í góða bók“. Þá gleymdi hún alveg tíman- um og las fram á rauða nótt. Svo sagði hún daginn eftir. „Og veiztu hvað, ég vissi ekki fyrr en klukkan var orðin fjögur." Hún mundi vel það sem hún las, alveg fram á al- síðustu ár. Já, eiginlega fannst mér amma lítið sem ekkert láta á sjá fyrr en um 97 ára aldurinn. Þá fór hún að missa sjón og heyrn og ágerðist það verulega á síðasta hausti. Mér finnst hún amma efni í heila bók, svo sterkur persónu- leiki var hún, en læt hér staðar numið. Á þjóðhátíðardaginn for hún svo á fund heittelskaðra ættingja sem hún var alltaf svo trygg. Eg þakka henni samfylgdina og það sem hún var mér og mínum. Ég bið góðan Guð að geyma hana. Iðunn Síðdegis á þjóðhátíðardaginn 17. júní kvaddi Guðrún Daníels- dóttir þennan heim, eftir rúmlega einnar aldar ævi. Tími hennar hér á jörð var útrunninn. Hún fékk að lifa lengur en flestir fá og lifði lífinu vel. Ég kynntist Guðrúnu fyrir u.þ.b. 12 árum er ég kom með unn- usta mínum, dóttursyni hennar, í heimsókn til hennar stuttu eftir að kynni okkar hófust. Hún var einn sá fyrsti af ættingjum hans sem hann kynnti mig fyrir. Ég kunni strax vel við Guðrúnu við þessi fyrstu kynni. Hlýjunni staf- aði strax frá henni í okkar garð og hún var strax öll á iði við að taka til góðgerðir fyrir okkur. Þessi fal- lega gamla kona, þá hátt á níræð- isaldri, í peysufötunum sfnum með skotthúfuna sveiflandi við kvikar hreyfingarnar. Þannig var fyrsta mynd mín af henni og þannig átti ég oft eftir að sjá hana í seinni heimsóknum mínum til hennar. Guðrún var fædd að Tungukoti á Vatnsnesi, Húnavatnssýslu. For- eldrar hennar voru Rósa Björns- dóttir og Daníel Jónsson. Hún ólst þar upp en fór ung til Reykjavíkur til að læra sauma. Hún giftist snemma Hjálmtý Sumarliðasyni frá Fossi í Arnarfirði og eignuðust þau 4 börn: Gústaf fæddur 1909, Klara fædd 1912, Hjámtýr fæddur 1917 og Hlíf Svava fædd 1919. Mann sinn missti Guðrún snemma á lífsleiðinni, eða árið 1918 er hún gekk með yngsta barnið sitt. Árið eftir flutti hún til Hvammstanga til móður sinnar með 3 börn sín. Árið 1920 réð hún sig sem ráðs- kona að Krossanesi á Vatnsnesi og hafði með sér 2 af börnunum sín- um, þau Klöru og Hjámtý. Hlíf Svava varð eftir hjá ömmu sinni. Gústaf, elsta barn hennar, lést á fyrsta ári úr veikindum. Árið 1940 fluttist hún aftur til Hvamm- stanga og hélt þar heimili með Ragnari Einarssyni múrara þar til hann lést árið 1971. Einnig ól Guðrún upp dótturdóttur sfna Guðrúnu Hjálmdísi fædd 1942. Guðrún þurfti að sjá eftir þremur barna sinna meðan hún lifði, Gústaf lést ungbarn og Klara lést árið 1952 frá þremur ungum börn- um. Hjálmtýr dó fyrir 3 árum. Árið 1972 flutti Guðrún til Reykjavíkur þar sem hún bjó með Hjálmtý syni sínum þar til hún fékk íbúð í bústað aldraðra við Dalbraut árið 1979. Á Dalbraut- inni dvaldist hún þar til i janúar síðastliðinn að hún varð að leggj- ast inn á lyflækningadeild Lands- pítalans vegna þess sjúkdóms sem að lokum lagði hana af velli. Það sem mér er eftirminni- legast um Guðrúnu er hve ungleg og frískleg hún ætíð var þrátt fyrir sinn háa aldur. Ég gat oft gleymt mér í samræðum við hana, þannig að ég skynjaði lítið sem ekkert aldursmun okkar. Hún var sér alltaf mjög meðvituð um útlit sitt og var mjög annt um að því væri ekki ábótavant. Hún fylgdist mjög vel með og stundaði hann- yrðir svo lengi sem hún gat þó sjónin væri farin að deprast mjög síðustu árin. Ég vil þakka Guðrúnu fyrir að hafa fengið að kynnast henni því það hefur verið ótrúlega uppörv- andi að fá að þekkja góðvildina bjartsýnina og ferskleikann sem umluktu þessa konu þrátt fyrir öll æviárin og gamlan likamann sem nú hefur fengið hvíld. Megi hún hvíla í friði. Júlíana dóttursonardóttir henn- ar sendir henni einnig þakklæt- iskveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar DaníelsdóUur. Ingibjörg Ólöf Siguröardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.