Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 55
55 að teikning nr. 5 breyti þar neinu um. Gönguleid Á auglýstum teikningum verður ekki séð að gert sé ráð fyrir gang- andi umferð um svæðið, sem þó er talsverð. Hvergi eru sýndar gönguleiðir né virðist augljóst hvernig þær mættu vel fara á teikningunum. Eins og fyrr sagði eygir þarna á milli íbúðahverfa og af reynslu sem íbúi annars get ég borið að þessa leið geng bæði ég og aðrir oft og einatt enda hóflegt göngufæri milli hverfanna, einnig til að sækja þjónustu á þessar slóðir og eins strætisvagnana sem þarna fara um. Þess sakar ekki að geta að enginn strætisvagn gengur milli hverfanna. Þarflaust ætti að vera að rekja nauðsyn mannsæm- andi gönguleiðar um þessar slóðir. Gangstéttin meðfram Kringlu- mýrarbraut er talsvert notuð, en heldur gerist hún torfær þegar ný gata er komin á Sigtúnsreit. Ég vil nota tækifærið og benda á að sú innkeyrsla er fullkomlega nægj- anleg fyrir þá byggð sem þar á að koma og mótmæla fyrirhugaðri tengibraut yfir á Reykjaveg og Suðurlandsbraut, og önnur boðuð inn að Lágmúla, hægri beygja af Kringlumýrarbraut, báðar til óþurftar og auk þess brúarmann- virki væntanleg á Suðurlands- braut, að vísu þörf. Það væri ekkert að því að svæði sem liggja svo nálægt hvort öðru eins og Lækjarhvammssvæðið og Sigtúnsreitur væru skipulögð með tilliti hvort til annars. Á skipu- lagstillögum að Sigtúnsreit er gert ráð fyrir gönguleiðum og þar á meöal einni sem liggur skáhallt yfir að Lækjarhvammi. Um Lækj- arhvammssvæðið á auðvitað að leggja gönguleið, en hvorki miðbæ né fylla það af bílastæðum. Græna byltingin boðaði göngustíga af þessu tagi og einn þeirra lá ein- mitt þarna. Þetta er eina byggðar- eyðan þar sem unnt er að legja mannsæmandi gönguleið milli borgarhlutanna. Nýbyggingar ásamt hægri beygjunni af Kringlumýrarbraut færu alfarið með þann möguleika auk þess sem rækals beygjan sú arna opnaði svæðið fyrir hringakstri sem leiða mun af sér umferðaröngþveiti þarna. Því verður að treysta að Borg- arskipulag leggi ekki nafn sitt við tillögu sem ekki stenzt lág- markskröfu sem þessa og gæti að hag allra hlutaðeigandi aðila, jafnvel þó raddir þeirra séu dreifðar og fari ekki hátt. Veitusvæði, kostnaður! Þó tillagan taki ekki tillit til gangandi umferðar þá rekur nauð- ur til að tekið sé tillit til þeirrar merkilegu staðreyndar, sem lík- Iega er ástæðan fyrir því að aldrei hefur staðið til að byggja á svæð- inu, enda fagleg afstaða, að um svæðið liggja aðalæðar veitukerfa og holræsa auk þess sem þar eru MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 tvær borholur. Sé svo að þetta sé af þessum ástæðum óráðleg byggð í óþökk veitumanna og fari svo að færa þurfi lagnir eða að bygg- ingarnar verði fyrir þá fer skatt- borgari minn að aka sér. í þeirri trú að skipulagsyfir- völdum gangi nokkuð til með at- hugasemdafresti sínum. Höíundur er kennari við Mennta- skólann í Kópavogi. Landsfundur Zontaklúbba: Zontasamband íslands stofnað Á landsfundi Zontaklúbba, sem nýlega var haldinn, var samþykkt að stofna formlegt samband Zontaklúbba á íslandi, Zontasamband íslands. Fjórir Zontaklúbbar eru nú starfandi hér á landi, tveir á Akureyri, einn í Reykjavík og einn á Selfossi og eru félagar í þeim nokkuð á annað hundrað. Zonta eru alþjóðleg samtök kvenna, sem stunda viðurkennd sjálfstæð störf eða eru í ábyrgð- arstöðum. Fyrsti Zontaklúbburinn var stofnaður í Buffalo í Banda- ríkjunum árið 1919. Hingað til lands bárust samtökin árið 1941 og þá var Zontaklúbbur Reykja- víkur stofnaður. Nafnið Zonta er sótt í tungumál Sioux-indíána og þýðir heiðarleiki. Markmið Zonta er að skapa tengsl milli kvenna i mismunandi starfsgreinum og af mismunandi þjóðernum og efla stöðu kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins. Stuðla með persónulegum kynnum að auknum skilningi, samheldni og friði milli einstaklinga og þjóða. Félagar eru hvattir til að vinna, hver á sínu sviði, að siðgæði í viðskiptum og saman að hvers konar velferðar- og menningar- málum. Samtökin eru hlutlaus í afstöðu til stjórnmála og trúmála og þau eru aðili að vissum stofnunum, sem starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna. Á vegum Alþjóðasam- takanna eru starfandi sjóðir, sem veita fé til ýmissa velferðar- og menningarmála. Félagar geta þeir einir orðið, sem boðin er þátttaka. Zontaklúbbarnir á íslandi hafa unnið að ýmsum menningar- og velferðarmálum. Sem dæmi má nefna að Zontaklúbbur Akureyrar hefur annast viðhald og rekstur Nonnahússins á Akureyri og Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur um 40 ára skeið unnið að málefn- um heyrnarskertra. Það var meðal annars fyrir tilstilli klúbbsins að sett var á fót í samvinnu við borg- aryfirvöld heyrnarstöð við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Zonta- klúbbur Selfoss hefur meðal ann- ars veitt fé til sjúkrahússins á Selfossi á undanförnum árum. Stjórn sambands Zontaklúbba á Íslandi skipa Guðrún Jónsdóttir, formaður, Zontaklúbbi Reykjavík- ur, Stefanía Ármannsdóttir, vara- formaður, Zontaklúbbi Akureyrar, Svava Aradóttir, Zontaklúbbi Þór- unnar hyrnu, Ragnheiður Dóar Árnadóttir, Zontaklúbbi Akureyr- ar, og Pálína Tómasdóttir, Zonta- klúbbi Selfoss. (Úr fréttatilkynningu) Spónaplötur Viö bjóöum 1. fl. sænskar spónaplötur á mjög hag- stæöu veröi. 10 mm 120x250 cm 12 mm 120x250 cm 12 mm 120x274,5 cm 16 mm 120x250 cm 18 mm 120x250 cm 19 mm 120x250 cm 22 mm 120x250 cm 12 mm 120x250 cm, rakaþolnar Ennfremur fyrirliggjandi: hvítt, kr. 309,00 kr. 333,15 kr. 365,80 kr. 426,80 kr. 500,50 kr. 506,05 kr. 575,60 kr. 636,75 danskt beyki, kantsk., ramin, abachi, eik, oregon-fura. Rásaöur krossviöur 8, 9 og 12 mm, plasthúðaöar spónaplötur, gipsplötur, baðherbergisplötur (marm- araáferð) m/listum, haröplast, vegg- og loftplötur (margar nýjar tegundir), gluggakistuefni, grenipanell, gólfborö og filmuplötur. PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27 — Símar 34000 og 686100. HOLUWðOB ÞRIÐJUDAGUR 3043 DISCO IS 68830 IBEPO E i) HALL0 ALLIR. VI0 ERUM NYK0MMAR A STAOINt 06 BYRJU0UM A THVI A0 LATA STJ0RNU HOLLIWOOO FRA I FYRRA SEM KER ER ME0 OKKUR FYL6JA 0KKUR A ALLA FRIKU0USTU STA0INA, T.0. A KU. PACHA 0G ANGELS. TARZAN HEFUR HAEKKAD I TIGN FRA I FYRRA. ER 0R0INA/ DANSARI. EN EKKI HEFUR NU ALITI0 A MANNINUM AUKIST VIO THA0. FERDASKRISFSTOFAN URVAL BAU0 0KKUR AF RAUSN A PIKES SEM ER STADUR UPP I SVEIT THAR SEM CLUB TR0PICANA VI0E0ID MEO WHAM VAR TEKI0 UPP. PIKES ER GAMALL BUGAR0UR SEM HEFUR VERID GER0UR UPP SEM LITID H0TEL 0G VEITINGASTAOUR THANNIG AD VID AETLUM EKKI AD REYNA AD LYSA THVI MED OROUM. RESTURANTARNIR HER A SVAE0INU ERU HAETTLULEGA G0DIR 0G THVI MIKLAR LIKUR A THVI AD LINURNAR BREYTIST. KANNSKI VAERI RAD- LEGAST A0 BREYTA KEPPNINNI I MISS FAT. PS I. SENDUM 0KKAR BESTU SOLARKVEOJUR TIL ALLRA H0LLYW000- UNNENOA MEO VON UM SLATTA AF SKURUH HANDA YKKUR EN AFRAM- HALDANDI SOL HANDA OKKUR. fj PS. 2. VINSAMLEGAST LATIO SAMSKOTABAUKIN^GANGA NAESTKOMANOI LAUGARDA6 THVI FATASYKIN ER HRIKALEGA OYRT HOBBY. AD LOKUM GUDMUNDUR FARARSTJOROI BIOUR YKKUR AD SKILA PAELLJU- KVEOJUM TIL VERSLUNARSKOLANEMANNA SEM HER VORU A UNOAN OKKUR. A N.K. LAU6AROAGSKVOLO KL. 01.00. BESTU KVEOJUR H0LLYW00D KANDIDATAR 85. Viö hin sem ekki erum á IBIZA þessa stundina hittumst í Hollywood í kvöld. H0LL9W00D ÓSAL Opið frá kl. 18—01. Gamla góða rokkið veröur í öndvegi fyrri part kvölds því viö sýnum á skjánum kl. 21.00 nýtt tónlistarmyndband frá Skífunni sem ber heit- iö „Rock and Roll, The Early Days“. Þar koma fram allir helstu stórmeistarar gamla rokksins, s.s. Elvis Presley, Bill Hayly, Little Richard og Buddy Holly. Allir í Óöal. Júlí-námskeiö 8.—25. júlí í Bolholti Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. 3)a vikna — 2x, 3x eöa 4x í viku. * Kennt frá kl. 16.30 mánudag, þriöjudag, miövikudag og fimmtudag. * ATH: Einnig morguntími kl. 9.15 á þriöjud. og fimmtud. Allt í fullu fjöri í Bolholti allan júlímánuö. Innritun í síma 36645. Sæluvika nr. 3 í Bolholti 26. júlí — 1. ágúst. Suðurver opnaö aftur 12. ágúst. Líkamsrækt Jassballet tskóla Báru toguiiMbtfetfr Áskriftarsiminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.