Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 29 Þrír læknar og hjúkrunarkona voru viAstödd þegar 18 stórir önglar voru nældir í bakhluta listamannsins Stelarc. Ekki blæddi nema örlítið þegar önglunum var komið fyrir, enda Stelarc orðinn vanur þeim. Nýtt listform: Sveiflast um loftin með 18 öngla í bakinu „Þetta hlýtur að vera list. Alla vega myndi enginn heilbrigður maður gera annað eins,“ tautaði einn áhorfenda á Kóngsins nýja torgi í Kaupmannahöfn þegar nakinn maður lét hífa sig upp í háloftin með aðstoð krana og 18 veiðiöngla sem festir voru í bakhluta mannsins. Og list skal það teljast sam- kvæmt skýringum listamanns- ins, Stelarc, sem er grísk- ástralskur að uppruna. Hann var staddur í Danmörku í tengslum við sérstaka listahátíð sem hald- in var í Danmörku í síðasta mánuði. Stelarc lét sig ekki muna um að láta sveifla sér yfir húsþök í Kaupmannahöfn með önglana í bakinu til að leggja áherslu á kenningu sína um mannslíkamann sem hann held- ur fram að eigi að geta þolað hinar mestu raunir. Eftir að hafa hangið með öngl- ana í bakinu og sveiflast yfir Konunglega leikhúsinu í um 20 mínútur féllst hann á að koma niður á jörðina aftur. Var hann svolítið skjálfandi þegar þangað var komið, en það þótti mönnum skiljanlegt sem á horfðu, þar sem fremur napurt var í Kaup- mannahöfn þennan dag. Myndin að ofan birtist í Berl- inske Tidende þann 26. júní sl. Norska stjórnin minnir Sovétmenn á Sakharov Osló. 29. júní. AP. Viðskiptaráðherra Noregs, Asbjörn Haugstvedt, skýrði frá því á laugardag að hann hefði minnt sovésk stjórnvöld á tilboð sem norska þjóðin gerði andófsmanninum Andrei Sakharov um land- vistarleyfi og búsetu þar í landi, meðan á heimsókn ráðherrans í Moskvu stóð í síðustu viku. Ráðherrann var forsvarsmað- ur sendinefndar 25 norskra fyrir- tækja, og átti hann viðræður við Victor Souskov, utanríkisvið- skiptaráðherra Sovétríkjanna, þar sem mál Sakharovs bar á góma. Tíu ár eru nú liðin frá því að norska Nóbelsverðlauna- nefndin veitti Sakharov friðar- verðlaun Nóbels. Haugstvedt sagði að Souskov hefði ljáð skoðunum norsku sendinefndarinnar eyra og lofað að koma þeim á framfæri við utanríkisráðuneytið. Haugstvedt sagðist hafa tekið upp mál Sakh- arovs að nýju þegar honum barst skeyti frá norska utanríkisráðu- neytinu um að gera svo. Fyrr í júní sendu 57 Nóbels- verðlaunahafar skeyti til Michail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum af heilsufari og líðan Sakharovs og Yelenu Bonn- er, konu hans. GENGl GJALDMIÐLA: Lítil breyting á verði dollars London, 1. júlí. AP. ÓVERULEGAR breytingar urðu á gengi Bandaríkjadollars á helztu gjaldeyrismörkuðum Evrópu í dag. Fréttir bárust frá Bandaríkjunum þess efnis að byggingafram- kvæmdir og mannvirkjagerð hefði aukist í maí umfram spár og við það hækkaði dollar gagnvart ýms- um gjaldmiðlum. Gull féll í verði. Dollar féll á föstudag í kjölfar fregna um gífurlegan viðskipta- halla í maímánuði og taina um hægari hagþróun en spáð var. Dollar féll gagnvart brezka pundinu í dag. Pundið kostaði 1,3090 dollara í kvöld miðað við 1,3083 dollara á föstudag. Gagnvart öðrum gjaldmiðlum var gengi dollarans á þá leið að fyrir hann fengust 3,0365 vest- ur-þýzk mörk (3,0240), 2,5482 svissneskir frankar (2,5415), 9,2550 franskir frankar (9,2350), 3,4225 hollenzk gyllini (3,4115), 1.934,50 ítalskar lírur (1.936,00) og 1,3570 kanadískir dollarar (1,3613). I Tókýó fengust 248,25 jen fyrir dollarann miðað við 248,95 á föstudag. í London fengust 248,07 jen fyrir dollar í dag. 1 London kostaði gullúnsan 313,30 doliara í kvöld miðað við 317,00 dollara á föstudag. í Zúr- ich kostaði únsan 313,50 dollara og hafði því lækkað úr 317,20 | dollurum. Verkamenn í Gdansk í verkfaili í gær Vmrsiá. I. iúlí. AP. *•—J Vmrsjá, l.júlí. AP. VERKAMENN við Lenin-skipa- smíðastöðina í Gdansk í Póllandi mótmæltu með klukkustundar verk- falli verðhækkunum á kjötvörum, sem urðu í landinu í dag. Námu þessar verðhækkanir 10—15%. Ann- ars staðar í Póllandi var þátttaka ekki mikil í þessu verkfalli, sem Samstaða, samtök hinna frjálsu verkfalýðsfélaga, stóð fyrir. Almenningur í verzlunum í Varsjá lét í dag í ljós bæði reiði og uppgjöf vegna þessara verðhækk- ana á kjöti, sem er eftir sem áður skammtað sökum ónógs framboðs. Að jafnaði fær hver Pólverji nú 2,5 kg af kjöti á mánuði. „Þessar verðhækkanir eru hræðilegar, en stjórnvöld gera það, sem þeim sýnist," var haft eftir manni einum, sem beið í bið- röð fyrir utan kjötbúð í borginni í dag. „Samstaða hrópar og dreifir flugmiðum, en gerir ekkert," sagði hann ennfremur. „Fólk gerir ekk- ert einfaldlega sökum þess, að það er hrætt.“ Talið er, að um 90% verka- manna í skipasmíðastöðvunum í Gdansk hafi tekið þátt í verkfall- inu. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, lýsti því yfir síðdegis í dag, að hann væri mjög ánægður með þátttökuna í verkfallinu. „Ég er sannfærður um, að hugsjónir okkar frá því í ágúst 1980 eiga eft- ir að sigra," sagði Walesa. Átti hann þar við það samkomulag, sem þá var gert milli stjórnvalda og þeirra verkamanna, sem voru í verkfalli, en það leiddi síðan til stofnunar Samstöðu. Vitað var um fimm menn á eft- irlaunum, sem hófu mótmæla- svelti í Gdansk í morgun í kirkju einni í borginni. Gáfu þeir út yfir- lýsingu, þar sem þeir mótmæltu verðhækkununum. Bandaríkjamaður sigurvegari í söng- keppninni í Cardiff Cáfdirr, Wales, 30. júni. AP. BANDARÍSKUR barítónsöngvari, David Malis, bar sigur úr býtum í söng- keppninni í Cardiff, sem breska útvarpið (BBC) gekkst fyrir. Annað sætið í þessari alþjóð- legu söngkeppni hlaut Jutta Bokor frá Ungverjalandi en þriðja sæt- inu deildu Yue Liu frá Kína og Anne Williams King frá Wales með sér. Hinn 28 ára gamli Bandaríkja- maður hlaut 3.000 sterlingspund í verðlaun, auk kristalskálar og loks fær hann að koma fram i breska sjónvarpinu og hljóðvarpi. í úr- slitakeppninni söng Malis verk eftir Rachmaninov, aríu úr Fal- staff eftir Verdi, og Largo al fact- otum úr Rakaranum frá Sevilla. Malis hefur magistergráðu frá tónlistardeild Cincinnati-háskóla og hefur sungið með San Franc- isco-óperunni frá því í fyrra. Þetta var í annað sinn sem hald- in er alþjóðleg söngkeppni af þess- um toga og voru keppendur frá 24 þjóðum. PAÐ ER ENON SPURNING, HJÓUN FRÁ ERNINUM STANDA UPPUR „ . ReiÖhjóíaversiunin ORNINNF* Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.