Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 15 Sinatra leys- ir sakamál Myndbönd Árni Þórarinsson Einn þrefald- ur Matthau ÞEIR ERU margir sem hafa gaman af harðneskjulegum einkaspæjaramyndum. Allt frá því Humphrey Bogart leysti flóknar morðgátur með kald- hæðin spaugsyrði á vör í mynd- um eins og The Big Sleep (sem Philip Marlowe) og The Maltese Falcon (sem Sam Spade) hefur þessi kvikmyndahefð boðið upp á spennu, húmor, rómantík og ekki síst heldur nöturlega þjóðfé- lagsmynd, því flestir góðir full- trúar hefðarinnar fást innst inni við siðleysi einstaklinga og spill- ingu samfélaga. Það er rétt að gera greinarmun á því hvort söguhetjan er einkaspæjari eða rannsóknarlögreglumaður: Einkaspæjarinn er einfari með eigin siðalögmál og oft and- snúinn kerfinu í kringum sig, en rannsóknarlögreglumaðurinn er, nauðugur viljugur, partur af kerfinu, þótt einatt þurfi hann að snúa baki við því. En hvort heldur söguhetjan starfar sjálfstætt eða innan kerfisins, þá eiga myndir af þessu tagi það sameiginlegt að mörk laga og réttar eru óljós; þeir giæponar eru oft verstir sem starfa „réttu“ megin við þessi mörk. Og þar með lýkur heimspekiiegum vangaveltum um eðli lögreglu- mynda. Unnendur mynda af þessu tagi gerðu margt verra en skoða tvær spólur sem hér fást á mynd- bandaleigunum með bandaríska söngvaranum, skemmtikraftin- um og fyrrum hjartaknúsara Frank Sinatra í hlutverki rann- sóknarlögregiumannsins. Sin- atra er ekki sérlega geðþekk manngerð fyrir minn smekk, en hann má eiga það að hann stend- ur sig nokkuð vel sem bitur og bölsýnn lögregluforingi, þótt ekki hafi hann snefil af sjarma Bogarts. Sinatra hefur gert alls fjórar myndir af þessu tagi. Sú besta var The Detective, frá ár- inu 1968, snöfurmannlega leik- stýrð af Gordon Douglas og skrifuð af Abby Mann. Sinatra leikur lögregluforingja í New York með erfitt einkalíf, þar sem er vergjörn eiginkona, Lee Rem- ick, og erfitt mál til úrlausnar, þar sem er morð á ungum homma. The Detective er úrvals spennumynd með óvenju skyn- samlegri sögu og ruddafenginni manniífsmynd. Hún markaði reyndar á sinum tíma spir í kvikmyndasöguna fyrir raunsæi og bersögli í lýsingu sinni á dýragarði stórborgarlífsins. Sinatra reyndi að fylgja vel- gengni The Detective eftir með tveimur myndum til viðbótar í svipuðum dúr. Áður, eða 1967, hafði hann leikið einkaspæjara í Flórída, Tony Rome, í sam- nefndri kvikmynd og árið eftir, 1968 gerði hann aðra mynd um Rome, Lady in Cement. Þótt leikstjórinn væri sá sami og í The Detective, Gordon Douglas, náðu þessar myndir ekki viðlíka vinsældum og hún. Ég hef ekki rekist á þessar tvær á mynd- bandaleigum hér, en mörgum ár- um seinna, eða 1980, stóð Sin- atra að framleiðslu fjórðu lög- reglumyndarinnar. The First De- adly Sin heitir hún og fæst hér á merki Warner Home Video. Hér er Sinatra mættur aftur í hlutverk lífsreynds lögreglufor- ingja í New York með erfitt einkalíf og erfitt mál til úrlausn- ar. The First Deadly Sin klippir þessa tvo efnisþætti saman allt frá blóði drifnu upphafi sínu: Eiginkona Sinatra, leikin af Faye Dunaway, er skorin upp á sjúkrahúsi og á sama tíma frem- ur brjálaður morðingi hroða- legan verknað á götum úti. Sam- klipping uppskurðarins og morð- sins er ósmekkleg og óþörf og alla myndina er heilsufar eigin- konunnar á spítalanum að flækj- ast fyrir og tefja annars prýði- iega spennandi lögreglusögu. Handritið er byggt á vinsælli Frank Sinatra sem lögregluforinginn í The Detective. bók eftir Lawrence Sanders sem skrifað hefur fleiri sakamála- sögur um hinar ýmsu „syndir" fólks. Leikstjórn Brians G. Hutt- on er oft býsna beitt, þótt hún sé líka höll undir ódýrar blóðsút- hellingar. Myndin státar af fjöl- skrúðugum leikhópi í litríkum aukahlutverkum og magnaðri músík í besta Hitchcockstíl eftir Gordon Jenkins. The Detective og The First Deadly Sin eru ágætar afþrey- ingarmyndir fyrir hinn fjöl- menna aðdáendahóp lögreglu- þrillera. Stjörnugjöf: The Detective ☆☆☆ The First Deadly Sin ☆☆ Myndbönd Árni Þórarinsson WALTER Matthau er einn af þeim kvikmyndaleikurum sem ævinlega kveikja líf á hvíta tjald- inu, burtséð frá því hvort mynd- irnar eru að öðru leyti góðar eða slæmar. Þessi hávaxni hokni leik- ari með sitt krumpaða andlit og slyttislegan limaburð er alltaf eins og heima hjá sér, hvort held- ur hlutverkið er alvarlegs eðlis eða gamansamt. Matthau lék reyndar lengi framanaf skúrka, en í seinni tíð hefur hann verið í fremstu röð gamanleikara í Bandaríkjunum, OR þá gjarnan í samvinnu við leik- stjórann Billy Wilder eða hand- ritshöfundinn Neil Simon, og mjög oft annan kunnan gaman- leikara, Jack Lemmon. Matthau hefur verið hið afslappaða mót- vægi við taugaspenntan flautaþyr- ilsleik Lemmons. Langi menn í notalega skemmtun eina kvöld- stund er upplagt að verja henni með Walter Matthau, til dæmis í myndinni Plaza Suits sem hér fæst víða á myndbandi. Plaza Suits, sem gerð var árið 1971 af reyndum fagmanni í amer- ískum afþreyingarmyndum, Arth- ur Hiller, er byggð á sviðsverki eftir fyrrnefndan Neil Simon, sem er einhver vinsælasti og afkasta- mesti gamanieikjahöfundurinn vestra. Simon er mistækur, stund- um flatur og tilfinningasamur, en þegar hann er upp á sitt besta skrifar hann fágaðri gamanleiki- um breyskleika hins bandaríska meðalborgara en flestir aðrir. Plaza Suits er mjög frambærileg þrenning grínþátta sem allir ger- ast í hótelíbúð á hinu fræga Plaza-hóteli í New York. En myndin stendur og fellur með Walter Matthau sem leikur í mis- munandi gervum í þáttunum þremur. í fyrsta þætti fer Matthau með hlutverk kaupsýslumanns, sem orðinn er argur og þreyttur í hjónabandinu. Undirgefin eigin- kona hans, Maureen Stapleton, reynir að blása lífi í gömlu glæð- urnar með því að leigja íbúð á Plaza á brúðkaupsafmælinu, þar sem þau vörðu hveitibrauðsdögun- um á sínum tíma. Það fer á annan veg. I öðrum þætti er Matthau spjátrungslegur kvikmyndafram- leiðandi frá Hollywood sem ætlar sér að nota tvo klukkutíma af dvöl í New York til að forfæra æsku- ástina sina, Barbara Harris, í hót- elherberginu. Það verða miklar sviptingar og má ekki milli sjá hvort er betra, Matthau eða Harr- is. Besti þátturinn er þó sá þriðji. • Matthau er frámunalega nískur faðir sem heldur dóttur sinni rán- dýrt brúðkaup á Plaza en hún ger- ir sér lítið fyrir, læsir sig inná klósetti og neitar að láta gifta sig. Matthau og Lee Grant sem eigin- kona hans eru óborganleg í þess- um bráðfyndna litla farsa. Plaza Suite er í heild mildilegt skop um mannlegan hégóma. Stjörnugjöf: Plaza Suite ☆☆'/: Walter Matthau hefur líka skilað eftirminnilegum leik í alvarlegum hlutverkum. Hér er hann bankaræn- inginn Charley Varrick í samnefndri mynd Dons Siegel. VOLVOKJOR 25 % LÁNUÐ TÍL Meðþessum einstöku greiðslukjörum gerum við enn fleirum kleift að eignast Votvo. Votvo 340. - Auk þess að vera bú inn öllum bestu kostum Volvo er hann sparneytinn og á verði frá: Volvo 340kr. 465.000.- IOmánaða og gamli billinn tekinn upp’i Volvo 340 frá: kr. 465.000.- P&Ó Miöaö viö gengi 14/6 '85 Dœmi: Votvo Rio 340 DL: Verð: 465.000 Lán......... 116.000 Gamli bíllinn uppí........ 200.000 Utborgun... 149.000 Samtals: 465.000 Gjörðu svo vel - komdu og kynnstu Volvonum af eigin raun. SUÐURIAND£BRAUT 16 SIVH Í5»qSt*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.