Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. JÚLl 1985 „Allt getur mögulega gerst“ Stúdentaleikhúsið frumsýnir Draumleik Strindbergs Unnendur sænska skáldjöfursins Augusts Strindberg ættu ekki að þurfa að sitja auðum höndum í sumar, svo er aðstand- endum Stúdentaleikhússins og Norræna hússins fyrir að þakka. í Stúdentaleikhúsinu hefur í allan vetur verið unnið að því að setja á svið leikritið Draumleik, sem Strindberg skrifaði árið 1901, og hefjast sýningar þann 11. júlí nk. Þetta er I fyrsta sinn sem Draumleikur er settur á svið hér á landi, en þýðinguna gerði Sig- urður Grímsson. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Kári Halldór. öll tónlist sem flutt verður í sýning- unni er frumsamin af Árna Harðarsyni tónskáldi og stjórn- anda Háskólakórsins og gegnir söngur og hljóðfærasláttur, sem að mestu verður í höndum leikar- anna sjálfra, veigamiklu hlut- verki þar. Lýsingu hannar Ágúst Pétursson. Vönduð leikskrá verður gefin út af þessu tilefni og eru höfund- ar efnis m.a. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og séra Gunnar Kristjánsson. I leikskrá þessari kennir margra grasa og má til dæmis nefna skrá yfir öll verk Strindbergs sem þýdd hafa verið á íslensku, sem Dr. Árni Sigur- jónsson tók saman. Hann annað- ist einnig ritstjórn leikskrár ásamt Antoni Helga Jónssyni rit- höfundi, Hafliða Arngrímssyni leikhúsfræðingi og Ingileif Thor- lacíus. Á fundi sem efnt var til með blaðamönnum í Félagsstofnun stúdenta í vikunni sagði dr. Árni Sigurjónsson m.a. að leikritið Draumleikur hefði verið langt á undan sínum tíma þegar það var frumsýnt árið 1907. „Strindberg talaði um sérstaka tækni í tengsl- um við Draumleik," sagði Árni. „í verkinu er mikil dulúð, röklegur þráður þess er í anda draumsins og minnir að vissu marki á draumakenningar Freuds." Kári Halldór leikstjóri sagði að í Draumleik tvinnaðist saman draumur, skáldskapur og veru- leiki. „Orðatiltækið — allt getur mögulega gerst — á mjög vel við þetta leikrit," sagði Kári Halldór og bætti við að það væri áhuga- vert hvernig ungt fólk á íslandi í dag sæi þennan draumaheim Strindbergs. Fyrirlestrar og ljósmyndasýning í Norræna húsinu Stúdentaleikhúsið fékk einnig Knut Ödegaard forstjóra Nor- ræna hússins í lið með sér og gefst því kostur á að kynnast fleiri hliðum skáldsins en þeirri sem að leiklistinni snýr á næst- unni. Angust Strindberg (1849—1912). (Morgunblaftii/Þorkel 1) Vinir Stríndbergs í Stúdentaleikhúsinn og Norræna húsinu I (Inu formi fyrir utan Félagsstofnunina á dögunum. Fyrir milligöngu ödegaards og Esbjörns Rosenblad hjá sænska sendiráðinu mun Dr. Olof Lag- ercrantz rithöfundur, sem er meðal fróðustu manna um líf og starf Strindbergs og hefur meðal annars ritað ævisögu hans, heim- sækja ísland í byrjun júlí. Dr. Lagercrantz heldur fyrirlestur um Strindberg í boði Norræna hússins sunnudaginn 7. júlí kl. 20.30. Hann heldur síðan annan fyrirlestur þ. 8. júlí kl. 17.15, í boði heimspekideildar Háskóla íslands. Einnig verður á vegum Nor- ræna hússins sýning á ljósmynd- um eftir Strindberg sem stendur frá 25. júlí til 8. ágúst. „Strindberg var uppi á mjög undarlegum tímum, sem einnig voru tímar Munchs og Hamsuns, svo eitthvað sé nefnt," sagði Knut Ödegaard, forstjóri Norræna Hússins. „Ég held að við séum að nálgast þessa tíma aftur og að Srindberg sé nálægur okkur í dag. Það er ekki hægt að setja August Strindberg upp í neina formúlu, hann var svo geysilega fjölhæfur. Sem ljósmyndari var hann t.d. fyrirrennari margs sem gerðist í listum áratugum seinna og það er margt líkt með ljós- myndum hans og leikritum." Þriðja starfsár Stúdentaleikhússins Tæplega 40 manns starfa að uppfærslu Stúdentaleikhússins á Draumleik. Alls taka sextán leik- arar, allt ungt áhugafólk, þátt í þessari sýningu. Tíu manna hóp- ur, sem samanstendur að mestu af nemendum í Myndlista- og handíðaskóla íslands, annast gerð leikmyndar og búninga. Frumsýning á Draumleik er eins og áður sagði áætluð þann 11. júli, en síðan verða sýningar öll þriðjudags-, fimmtudags-, og sunnudagskvöld út júlí. Sýningar verða í Félagsstofnun stúdenta og munu hefjast nokkuð seinna en venjulega, eða kl. 22.30. Stúdentaleikhúsið er nú á þriðja starfsári sínu. Fyrsta verkefni þess var leikritið Bent, árið 1982, en síðan hefur leikhús- ið sett á svið milli 30 og 40 leikrit, dagskrár, o.s.frv. Núverandi framkvæmdastjóri er Halldóra Friðjónsdóttir og sagði hún að næsta verkefni eftir Draumleik Strindbergs yrði verk fyrir ungl- inga, sem Stúdentaleikhúsið myndi væntanlega ferðast með um landið sökum skorts á föstu húsnæði. h.h.s. Fræðslumynd um eldvarnir FRÆÐSLUMYND um eldvarnir er komin á markaðinn og er henni dreift á myndbandi. í myndinni er meðal annars sýnd notkun handslökkvitækja, eldvarnarteppa og reykskynjara. Ennfremur er útskýrt hvaða leiðir líklegast er að séu færar út úr brennandi húsi. Eldvarnakerfi eru kynnt í myndinni og notkun þeirra. í fréttatilkynningu frá dreif- ingaraðilum myndarinnar kemur fram að algengt sé að börn viti ekki hvernig menn lita út í reyk- varnarbúningi. Það hafi því borið við að börn sem verið var að bjarga úr brennandi húsum hafi fyllst skelfingu þegar þau sáu reykkafara birtast og reynt að hlaupa í felur. Þetta getur auðvit- að haft hörmulegar afleiðingar i för með sér og því eru í myndinni sýndir menn í reykköfunarbúning- um svo börn sem myndina sjá ættu að geta brugðist rétt við, ef slikar aðstæður ber að höndum. Sýndir eru mismunandi flokkar elda og hvernig slökkvitæki eigi best við hverju sinni. Loks er fjall- að um skyndihjáip. Höskuldur Blöndal og Sigurður Ásmundsson gerðu myndina og er hún einkaframtak þeirra. ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.