Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 Geisla- baugsmenn Stundum fer veruleikinn á skjön rétt einsog í kaffiaug- lýsingunni. Þannig fannst mér síðastliðinn föstudagseftirmiðdag, að ég væri ekki lengur staddur heima á gamla góða Fróni. Ég var á heimleið í bílnum mínum og tek eftir að gamalkunnug verslunar- bygging hefur breytt um svip, kominn tjaldhiminn yfir einn inn- ganginn, ég ek lengra og sé þá stærðar skilti er gnæfir af bíla- planinu, á skiltinu er ör er bendir í átt til tjaldhiminsins, fyrir ofan örina stendur skýrum stöfum: Am- erican style. Ég ek heim að húsi, haltra í sjónvarpsstólinn og kveiki á íslenska rikissjónvarpinu. Hví- líkur léttir að hafa ekki lengur fyrir augunum gráleitt bílaplan, sem er einsog nákvæm eftirmynd bílaplans bandarísks stórmark- aðs... hugsa ég og lít yfir fag- urgrænan golfvöllinn. En draug- urinn er ekki búinn, í stað þess að hlýða á hina stoltu tungu forfeðr- anna, hlusta ég næsta hálftímann á breskan þul lýsa tíðindalausri golf-keppni, og ég sem hafði staðið í þeirri trú að íslenskum sjón- varpsstöðvum væri ætlað að setja íslenskt tal eða texta við allt er- lent sjónvarpsefni. Nytsamir sakleysingjar Það má eiginlega segja að ég hafi vaknað af fyrrgreindum draumi (þar sem skilin milli hins íslenska sjálfs og hins engilsaxn- eska nánast máðust út) er ég síðar um kveldið horfði á bresk-banda- rísku heimildarmyndina: Úr ösk- unni í eldinn, en sú mynd greindi frá örlögum fjögurra bandarískra hermanna er börðust í Víetnam- stríðinu. Þessir menn áttu það sameiginlegt, að hafa drýgt hetju- dáð í þágu fósturlandsins, en er þeir komu loksins heim og mættu ísköldu tómlæti samlanda sinna, fór tilveran á skjön og nú sitja þeir í dýflissum vegna líkams- árása. Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn umkomulausar mannver- ur og þessar fyrrum stríðshetjur. Einn þeirra brast hvað eftir annað í grát fyrir framan myndavélina og enn hljóma glefsur úr tilsvör- um þessara manna: Ég var átján ára og hreifst af glæsiauglýsingu í dagblaði... nú sé ég á hverri nóttu bændafjölskylduna sem ég myrti af því að þannig vildi til að hún var stödd á átakasvæðinu ... Ég vona bara að þeir sem græddu og söfnuðu gulli, á hinni 12—15 ára löngu styrjöld, verði næst sendir inní frumskóginn... ég óska þess eins að komast heim. Fosshjartað Það er ægilegt til þess að hugsa, hversu valdsmenn hafa gegnum aldirnar teflt fram á blóóvöllinn hinum nytsömu sakleysingjum. Hér heima á Fróni sendum við þá hinsvegar uppá fjöll. Árangur einnar slíkrar fjallaferðar barst okkur á skjáinn á sunnudagskveld I myndinni: Fosshjartað slær. Mynd þessi var tekin í ríki Lands- virkjunar og sýndi okkur virkjanir í svo fögru veðri að þær umbreytt- ust í helgimusteri. Éinn hinn nyt- sömu sakleysingja samdi síðan slíkan dýrðaróð um ríki Lands- virkjunar að uppaf höfðum starfsmanna óx svo mikilfengleg- ur geislabaugur að ég fékk ofbirtu í augun þá sjálfir stjórnarmenn- irnir blöstu við. Landsvirkjun er merk stofnun sem á skilið raun- sanna umfjöllun fremur en háðskt oflof. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Jack Hedley og Betty Arvaniti í hlutverkum sínum sem Alan Haldane og Annika Zeferis. „Hver greiðir ferjutollinn?“ ■I Annar þáttur 40 breska fram- ~ haldsmynda- flokksins „Hver greiðir ferjutollinn?" er á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.40 í kvöld. Alls eru þættirnir átta. — annar þáttur Með aðalhlutverkin fara Jack Hedley og Betty Arvaniti. Efni fyrsta þáttar var á þá leið að Alan Haldane fór til Krítar þar sem hann starfaði á stríðsár- unum. Þar hittir hann fyrir forna vini og fjend- ur, áður óþekkta dóttur og heillandi konu, sem reyn- ist vera móðursystir hennar. Þýðandi er Jón 0. Edwald. „Raddir, sem drepa“ — fimmti þáttur ■I Fimmti þáttur 35 framhaldsieik- “ rits rásar 1, „Raddir, sem drepa", verður endurtekinn í út- varpi í kvöld klukkan 22.35. Áður var hann fluttur sl. sunnudag. í fjórða þætti gerðist það helst, að Alex er boðaður á fund Holms lögreglufulltrúa, en Fransisca kemst að því að um gabb er að ræða og varar Alex við í tíma. Þau halda til húss Tofts blaða- manns og bregður mjög er þau sjá að húsið er brunn- ið til kaldra kola og Toft látinn. Þau eru sannfærð um að um íkveikju hafi verið að ræða, en Holm er ekki trúaður á það fremur en Bermúdaþríhyrning eða dularfullar raddir. Afstaða hans breytist þó þegar Ginný finnst látin og raddirnar koma fram á segulbandi. Leikendur í 5. þætti eru: Jóhann Sigurðarson, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Erlingur Gíslason, Ragnheiður Tryggvadótt- ir, Valur Gíslason, Pétur Einarsson, Arnór Benón- ýsson, Viðar Eggertsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Ellert Ingimundarson, Steindór Hjörleifsson og Jóhannes Arason. Tækni- menn eru Runólfur Þor- láksson og Friðrik Stef- ánsson. David Suzuki kynnir í þættinum „Vötn í voða“. „Vötn í voða“ ^■■H Kanadísk heim- ()A 40 ildamynd, Li\J— „Vötn í voða“, er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 20.40 í kvöld. Myndin er um vötnin miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kana- da, mikilvægi þeirra og uggvekjandi mengunar- hættu sem yfir þeim vofir. Markmið þáttarins er m.a. það að koma því inn hjá fólki að eiturefni bæt- ast í vötn þessi á hverjum degi, safnast saman og spilla fyrir lífkeðjum. I þættinum kemur fram hversu lítið þingmenn hugsa yfirleitt um um- hverfismál. Umhverfis- málaráðherra Kanada í stjórn Trudeaus segir að almúginn viti miklu meira en ráðamenn, sem ekki hafa enn þann dag í dag skilið mikilvægi þeirra. Ekki er nóg að fólkið kvarti. Ráðamenn heimta skýr svör varðandi heilsu- farsáhrif hinna ýmsu efna sem samankomin eru í vötnum þessum. Þýðandi er Bogi Árnar Finnboga- son. ÚTVARP ^—. ■ ÞRIÐJUDAGUR 2. júli 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunutvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55Daglegt mál. Endurt. þátt- ur Valdimars Gunnarssonar fré kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Jónas Þór- isson, Hverageröi, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þak- inu“ eftir Astrid Lindgren. Sigurö- ur Benedikt Björnsson les þýöingu Sigurðar Gunnars- sonar (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfrlöur Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RÚVAK. 11.15 I fórum mlnum Umsjón: Ingimar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Emil Gunnar Guö- mundsson. 14.00 Tónleikar 14.30 „ Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe Dagný Krfetjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson lýk- ur lestrinum (21). 14.30 Miðdegistónleikar a. „Hljómsveitin kynnir sig“ eftir Benjamin Britten. Enska kammersveitin leikur; höf- undurinn stjórnar. b. „Tobbi túba" eftir George Klefeinger. Sinfónlu- hljómsveit islands leikur; Páll P. Pálsson. Einleikari: Bjarni Guömundsson. Sögumaöur: Guðrún Stephensen. c. Tilbrigöi fyrir planó og hljómsveit eftir George Gershwin. David Parkhouse og Hátlöarhljómsveit Lund- úna leika; Bernard Herr- mann stjórnar. 15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur Guðmundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Sumar á Flambards- setri“ eftir K.M. Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les þýöingu sina (9). 1925 Guðir og hetjur f fornum sögnum Fimmti þáttur Astralsk-svissneskur mynda- flokkur I sex þáttum um grlskar og rómverskar goð- sagnir. Þýöandi og þulur Baldur Hólmgeirsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20J0 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vötn i voða Kanadfek heimildamynd um vötnin miklu á landamærum 17A5 Tónleikar 17.50 Slðdegisútvarp Sverrir Gauti Diego 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Sviti og tár Guörún Jónsdóttir stjórnar þætti fyrir unglinga. 20.40 A hátiöarári tónlistar Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri, flytur synodus- erindi. 21.05 Rosalyn Tureck leikur á sembal a. Arfa og tilbrigöi eftir Jean Philippe Rameau. b. Króatfsk fantasla og fúga I d-moll eftir Johann Sebasti- an Bach. 21.30 Útvarpssagan: „Leigj- andinn" eftir Svövu Jakobs- dóttur. Höfundur byrjar lesturinn. ÞRIÐJUDAGUR 2. júll Bandarikjanna og Kanada, mikilvægi j>eirra og uggvekj- andi mengunarhættu sem yfir jseim vofir. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 21.40 Hver greiðir ferjutollinn? Annar þáttur Breskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum. Aðalhlutverk: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Efni fyrsta þáttar: Alan Hal- dane fer til Krltar þar sem 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Leikrit: „Raddir sem drepa" eftir Poul Henrik Trampe. Fimmti þáttur endurtekinn. Þýðandi: Heimir Pálsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunn- arsson. Hljóölist: Lárus H. Grlmsson. Leikendur: Jó- hann Siguröarson, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristln Arngrlmsdóttir, Erlingur Glslason, Ragnheiöur Tryggvadóttir, Valur Glsla- son, Pétur Einarsson, Arnór Benónýsson, Viðar Egg- ertsson, Sigurjóna Sverris- dóttir, Ellert Ingimundarson, Viðar Eggertsson og Stein- dór Hjörleifsson. 23.25 Kvöldtónleikar a. „Vilhjálmur Tell", forleik- ur eftir Gioacchino Rossini. National-fllharmónlusveitin leikur; Riccardo Chailly stj. hann starfaöi á strlösárun- um. Þar hittir hann fyrir forna vini og fjendur, áður óþekkta dóttur og heillandi konu, sem er móðursystir hennar. Þýðandi Jón 0. Edwald. 22.30 Óplumrækt og umhverf- fevernd Bresk fréttamynd um óplumrækt I Thailandi og eyöingu skóga af hennar völdum. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. b. Hátlðarforleikur op. 61 eftir Richard Strauss. Filharmónlusveitin I Berlln leikur; Karl Böhm stj. c. Sigurmars úr óperunni „Aidu" eftir Giuseppe Verdi. Kór og hljómsveit undir stjórn Erich Leinsdorfs flytja. d. Akademlskur hátlöarfor- leikur op. 80 eftir Johannes Brahms. Fllharmónlusveitin I New York leikur; Leonard Bern- stein stj. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 2. júll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.