Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 62
62 MOBGUNBLADg), ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1986 Vel heppnuð bænda- för á Suðurlandi Sydra UiDgbolti, 25. júní. SÍÐAN 1982 hefur Búnaðarsam- band Suðurlands gengist fyrir og skipulagt kynnis- og skemmtiferðir fyrir bændafólk á Suðurlandi á hverju vori. Hafa þetta verið eins dags ferðir fyrir hvern hóp þar sem fólk úr nokkrum sveitarfélögum fer saman, og hefur þá venjulega tekið 5 daga að fara með þátttakendur þess- ara ferða úr öllum 35 búnaðarfélög- um sera aðild eiga að Búnaðarsam- bandi Suðurlands. Þetta hafa verið dagarnir nokkru fyrir Jónsmessu. Margar stofnanir tengdar landbún- aðinum bæði á Suðurlandi og vestan heiðar hafa verið heimsóttar en venjulega hafa þátttakendur í þess- um ferðum verið 500—600 manns. Nú voru teknir dagarnir 18.—22. júní til þessara ferða en þátttaka var heldur minni en áður hefur verið. Að þessu sinni má segja að hin eiginlega skipulagða ferð hæfist neðst í Gnúpverjahreppi þó að auðvitað væru margir búnir að ferðast um langan veg þegar þangað kom. Hinar nýju miklu hitaveituframkvæmdir í þeirri sveit voru kynntar og síðan farið á marga fagra og sögufræga staði í Þjórsárdal. Mjólkursamsalan bauð upp á sínar ágætu samlokur og svaladrykki við sundlaugina sem hér með er þakkað fyrir. Haldið var inn á hálendið og skoð- aðar virkjanirnar við Hrauneyja- foss og Sigöldu. Síðan var ekið niður í Landsveit að höfuðbólinu Skarði. Þar var gengið í kirkju þar sem séra Hannes Guðmundsson í Fellsmúla flutti ágrip af sögu staðarins og annaðist helgistund. Allir þáðu kaffisopa í Skarði og MÓNUSIA í FACMANNA 1 Viðhalds- og viðgerðarvinna á húsum. Vönduð vinna. Hringið og leitið upplýsinga. >I|nÚRAFL hl Verktakar- Húsaviðgerðir Sími 7 6010 Múrviðgerðir, þéttingar o.fl. Notum aðeins þrautreynd og viðurkennd efni. Gengið frá bílunum að bæjarrústunum að Stöng í Þjórsárdal. síðan var litið á útihúsin, einkum þó hinn nýja mikla votheysturn sem þar var reistur í fyrra og hef- ur nú þegar sannað ágæti sitt. Það eru einmitt heyverkunarmálin sem er sá þáttur búskaparins á Suðurlandi sem hvað mest brenn- ur á og óhætt að segja að margir bændur séu nokkuð ráðvilltir í þeim málum enda alltaf að koma ný tækni. Frá Skarði var haldið að félags- heimilinu á Hvolsvelli þar sem snæddur var kvöldverður. Búnað- arsambandið á þakkir skildar fyrir að koma þessum ferðum á. Margt bændafólk sem er bundið yfir búum sínum allan ársins hring hefur ekki mörg tækifæri til að taka sér frí frá hinu daglega amstri en þetta tækifæri er vel þegið og metið og margur er fróð- ari eftir þessar ferðir. Við Hreppamenn fórum þessa ferð fimmtudaginn 20. júní og vor- um mjög heppnir með veður. Með okkur þennan dag voru Eyfell- ingar og fólk úr Villingaholts- og Hraungerðishreppum. Viljum við Hrunamenn þakka Jóni Ólafssyni í Geldingaholti sem var leiðsögu- maður í okkar bíl fyrir góða leið- sögn. Ferðanefnd BSS skipa ráðu- nautarnir Valur Þorvaldsson, Kristján B. Jónsson og Kjartan Morjfunblaöið/ Sig. Sigm. Mikill áhugi var meðal bændanna að skoða nýja votheysturninn á Skarði í Landsveit. Ólafsson. Framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands er Hjalti Gestsson ráðunautur en formaður Stefán Jasonarson bóndi í Vorsabæ. Sig. Sigm. Nýtt tjald- stæði á Flúðum Syöra-Laagholti, 26. júní. NU ER ferðamannatíminn að nálgast hámark og við förum ekki varhluta af því hér í Hruna- mannahreppnum, en margir koma að Flúðum til styttri eða lengri dvalar. Þar hefur nú nýlega verið útbúið ágætis tjaldstæði skammt gjaldslaust eða þá að koma með austan við félagsheimilið þar sem tjaldvagna sína eða hjólhýsi. öllum er heimilt að tjalda endur- Sig. Sigm. Við fljúgum á eyrunum / „Flugvél sem er þyngri en andrúmsloftið mun aldrei geta flogið," spáði Kelvin lavarður, forseti bresku visindastofnunar- innar, 1890-95. Hann hafði rangt fyrir sér. „Þjónusta sem er léttvægari en loftið getur ekki staðið undir sölu viðskipta- ferða,“ sagði Jan Carlzon, forstjóri SAS, árið 1981. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér. Gott flugfélag þarf að hafa fleira en vængi. Eyru eru jafn áríðandi. Með eyrunum hlustar flugfélagið eftir þvi hverjar óskir og þarfir farþeganna eru. Það hlustar og safnar saman upplýs- ingum, sem þjónustan er síðan sniðin eftir. f sannleika sagt, þá eru það farþegar okkar, sem hafa gert okkur að flugfélagi fólks úr viðskiptalífinu, og þeirra sem ferðast mjög mikið. Við höfum einfaldlega tekið mark á fjölda skynsamlegra ábendinga frá farþegum okkar. Þannig hefur tekist að bæta þjónustu okkar og ferðatilhögun. Margir hafa spurt hvort þessi stefna hafi ekki verið kostnaðarsöm fyrir félagið. Ef til vlll, en hún hefur einnig aukið tekiurnar. Á hverju ári bætist í hóp þeirra, sem þurfa að ferðast vegna starfs sins. Þetta hefur aukið tekjumöguleika okkar. Við höfum einnig öðlast meiri kjark og betri aðstöðu til að hlusta á farþega okkar. Ef þú telur að flest flugfélög þjáist vegna skertrar heyrnar, ættirðu að tala við okkur. Við hlustum á þig I m/MÍ Laugavegi 3, símar: 21199, 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.