Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 1

Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 1
64 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐl STOFNAÐ 1913 168. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/símamynd Tito Okello hershöfðingi (th.), nýr leiðtogi í Uganda, ásamt Milton Obote (tv.), sem steypt var af stóli um helgina. Obote flýði til Kenýa og er þar nú óhultur. Okello er á áttræðisaldri og hefur verið yfirmaður alls herafla Uganda. Er hann sór embiettiseiö í gær kvaðst hann mundu sitja stutt á valdastóli því senn yrði efnt til kosninga í landinu. Okello tekinn við stjórninni Tl'lO OKELLO hershöfðingi, yfirmaður herafla Uganda, tók formlega við völdum í dag í kjölfar þess að stjórn Miltons Obote forseta var steypt af stóli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins í Nairóbí er Obote nú óhultur í Kenýa, en ekki er vitað hversu lengi stjórnvöld treysta sér til að veita honum landvist vegna viðskiptahagsmuna. Okello sagði við embættistök- una að hann mundi ekki sitja lengi því senn yrði efnt til lýðræðislegra kosninga í landinu. Útvarpið í Úg- anda skýrði frá því í dag að efnt yrði til kosninga að ári. Athöfnin fór fram fyrir utan þinghúsið. Við hlið Okello stóð Basilio Olara Okello liðsforingi, helzti foringi uppreisnarinnar gegn Obote. Okello sagði landsmenn myndu lengi minnast byltingardagsins. Þá hefðu Ugandamenn, sem fórn- uðu lífi og limum til þess að koma einræðisherranum og morðingjan- um Idi Amin, risið gegn gagns- lausum einræðisherra, sem valdið hefði landsmönnum ómældum þjáningum. Sendiherra Bandaríkjanna í Kampala hefur tvívegis rætt við nýju valdhafana en formælandi bandaríska utanríkisráðuneytis- ins varðist allra frétta af fundun- um. Sjá vettvangsgrein, „Ættbálka- rígur í hernum leiddi til valda- ráns“, á bls. 27 Geimferjan: rétt eftir flugtak Shevardnadze í fyrstu ferð sinni utan Sovétríkjanna: Vill bæta sambúð austurs og vesturs með stórátaki HelHÍnkí, 29. júlí. AP. EDUARD A. Shevardnadze, ný- skipaður utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kom í dag til Helsinki, þar sem hann situr fund, sem haldinn er í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá undirritun Helsinki-samþykktarinn- Baskar myrða aðmírál Madrid. 2». júlí. AP. TVEIR menn, sem taldir eru félagar í aðskilnaðarhreyfingu baska, myrtu í dag Fausto Escrigas Estrada aðmírál, helzta hernaðarráðunaut spænsku stjórnarinnar, er hann var á leið til vinnu sinnar í Madríd. Bílstjóri hans særðist alvarlega í árásinni. Mennimir tveir sátu fyrir Escrigas Estrada skammt frá heimili hans. Voru þeir á Renault-9-bifreið og er bif- reið aðmírálsins ók framhjá hófu þeir vélbyssuskothríð. Hæfðu 30 skot aðmírálinn og bflstjórann. Morðið átti sér stað skömmu fyrir fund Jose Barrionuevo innanríkisráð- herra og Edwin Meese, dóms- málaráðherra Bandaríkj- anna, sem ræddu í dag leiðir til varnar hryðjuverkum og eiturlyfjadreifingu. ar. Er þetta fyrsta ferð Shevardn- adze til útlanda í embættistíð sinni. Við komuna til Helsinki hvatti hann til þess að menn legðust á eitt um að bæta andrúmsloftið í samskiptum austurs og vesturs. Shevardnadze var ófús til að fjalla um væntanlegan fund þeirra George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að tíminn yrði að leiða í Ijós hver útkoman yrði. Þeir munu ræða sín á milli um vígbúnað, mannréttindamál og fund Reagans, Bandarikjaforseta, og Gorbachevs, formanns sovézka kommúnistaflokksins, í nóvember, að sögn bandarísks embætt- ismanns. . Helsinki-fundurinn hefst á morgun, þriðjudag. Til borgarinn- ar eru komnir utanríkisráðherrar 33 Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada. Ráðherrarnir flytja allir ræðu á fundinum, sem Mauno Koivisto, Finnlandsforseti, setur. Munu ráðherrarnir nota tækifær- ið til mikilla fundarhalda sín á milli og er talið að athyglin bein- ist öðru fremur að þessum fund- arhöldum en hátíðarfundinum. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsríkjanna hyggjast fjalla um ástandið í Suður-Afríku og hvern- ig bandalagið eigi að bregðast við því. Óvenjuleg mótmæli gaf að líta í Helsinki á sunnudag, er landflótta fólk frá Eystrasaltsríkjunum fór þar í mótmælagöngu gegn Sovét- ríkjunum. Slíkt hefur ekki gerst I Finnlandi siðan innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu 1968. Sjá „Óvenjuleg mótmæli gegn Sovétríkjunum" á bls. 22. AP/Símamynd Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra með Paavo Vayrynen utanríkisráðlierra Finnlands á flugvellinum í Helsinki í gær. Geir situr fund ráðherra 35 ríkja í tilefni þess að áratugur er liðinn frá undirritun Helsinki-sáttmálans. Botha hafnar við- ræðum við Tutu JóluBDemrborg, 29. jvll. AP. P. W. BOTHA, forseti Suður-Afríku, hafnaði beiðni Desmonds Tutu biskups um tafarlausar viðræður til að reyna að draga úr ólgu í landinu, en blóðugar óeirðir hafa staðið yfir í tæpt ár í Suður-Afríku. Bandaríkjastjórn lét I ljós von- brigði með afstöðu Botha og ítrek- aði áskoranir sfnar um að teknar yrðu upp viðræður leiðtoga svartra og stjórnarinnar. Botha svaraði Tutu á þann veg að honum væri velkomið að slást í hóp kirkjunnar manna, sem hann mundi taka á móti eftir þrjár vik- ur. Lýsti Tutu hryggð sinni með þessi málalok. „Hér er allt á von- arvöl og ég vildi reyna leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að finna leið út úr ógöngunum," sagði Tutu. Frá setningu neyðarlaga hafa 1.215 verið handteknir í Suður- Afríku. Botha hótaði að reka úr landi hundruð þúsunda blakkra farandverkamanna frá útlöndum ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beitti sér fyrir því að gripið yrði til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Suður-Afríku, eins og samþykkt hefur verið í ráðinu. Kanaveralbörúa, 29. júlí. AP. BILUN varð í einum hreyfli geimferjunnar af þremur sex mínútum eftir flugtak, en ferjan hafði samt nóg afl til að komast á braut um jörðu. Vonast var til að ekki þyrfti að breyta ferðaáætluninni, en í fyrstu var geimförunum skipað að koma sér á braút i lægri hæð en áætlað var og búast til lendingar fyrr en ráð var fyrir gert. Kabúl skalf í fjórar mínútur IsUmabnd, 29. júlí. AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti skók norður- hluta Pakistan og Afganistan í dag. Vitað er um tvo menn, sem biðu bana í skjálftanum, en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Gíf- urleg skelfíng greip um sig meðal íbúa skjálftahéraðanna og flýðu þeir á götur ÚL Upptök skjálftans, sem mældist 7,3 stig á Richter-kvarða, voru í Hindu Kush-fjöllunum í norður- hluta Afganistan. Skjálftinn mældist 6,5 stig i Pakistan og hans varð greinilega vart í Ind- landi og íran. Síma- og vegasamband rofnaði við afskekkt héruð i Pakistan. Hrundu hús þar til grunna. Vitað er um a.m.k. tvo menn sem biðu bana i skjálftanum í norðurhluta landsins, en talið er að sú tala eigi eftir að hækka. Sérfræðingar telja annað úti- lokað en að skjálftinn hafi valdið gífurlegu tjóni í Afganistan. Út- varpið i Kabúl sagði aðeins að höf- uðborgin hefði skolfið í fjórar mínútur og skjálftinn mælst 7,3 stig. Jarðskjálfti, sem mælist 6 stig, getur valdið verulegu tjóni á mannvirkjum, og 7-stiga skjálfti er 10 sinnum öflugri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.