Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
Prestastefnan og
samkirkjuhreyfingin
— eftir Pétur
Sigurgeirsson
Vinur minn, séra Jón Habets
prestur kaþólskra í Stykkishólmi,
skrifar grein í Morgunblaðið 24.
júlí sl. um álit prestastefnunnar á
hinni svokölluðu Lima-skýrslu.
Þar gætir missagna, sem mér er
skylt að leiðrétta.
I geininni stendur: „Það var
hlutverk nýafstaðinnar presta-
stefnu að ræða um hina
samkirkjulegu Lima-skýrslu, Mér
virðist augljóst, að þar kom eng-
inn raunverulegur áhugi á sam-
kirkjulegu starfi fram, og það er
uggvekjandi, því að ísland þarfn-
ast þess.“
Þetta er ekki rétt, eins og best
kemur í ljós í samþykkt þeirri,
sem gerð var á prestastefnunni
um þetta mál. Samþykktin er svo-
hljóðandi:
„Prestastefna íslands 1985
fagnar þeim áhuga til samkomu-
lags, sem birtist í Lima-skýrsl-
unni: Skírn, máltíð Drottins, þjón-
usta og lætur í ljós von um, að
árangur náist af samræðum
kirknanna í samræmi við vilja
Krists: Að allir séu þeir eitt. Vill
prestastefnan hvetja til þess, að
unnið verði innan safnaðanna að
kynningu á skýrslunni og hún sé
skoðuð í ljósi hins lútherska arfs,
notuð sem grundvöllur fræðslu-
stunda um þá frumþætti kristinn-
ar trúar, tilbeiðslu og skipulags, er
hún fjallar um.“
Tillaga þessi var einróma sam-
þykkt á prestastefnunni. í grein
séra J.H. er eins og sjá má mjög
hallað réttu máli. Það var gleði-
efni, að skýrslan skyldi hljóta svo
jákvæðar undirtektir prestanna.
Samkirkjuhreyfingin, sem miðar
að því að samansafna hinni
kristnu hjörð í stað þess að sund-
urdreifa henni, er vissulega kall
tímans. Veígamikill þáttur í því
samstarfi kirkju Krists, er örugg-
lega hin svokallaða Lima-skýrsla.
Skýrslan er kennd við borgina
Lima í Perú, þar sem Trúar- og
skipulagsmáladeild Alþirkjuráðs-
ins samþykkti hana í jan. 1982.
í nefndinni eiga sæti fulltrúar
frá nærfellt öllum kristnum
kirkjudeildum í heiminum.
Skýrslan fjallar um þrjá höfuð-
þætti í hinni kristnu kirkju:
Skírnina, altarisgönguna og emb-
ættin. Ágreiningsmál um þessi at-
riði hafa verið rædd á þessum
vettvangi um hálfrar aldar skeið.
Niðurstaða nefndarinnar er því
mjög athyglisverður viðburður í
kirkjusögunni.
íslenska þjóðkirkjan hefur eins
og aðrar kirkjur í heiminum feng-
ið þessa skýrslu til umfjöllunar,
til þess að gera sínar athugasemd-
ir og skoða hana „í ljósi hins lúth-
erska arfs“ eins og segir í sam-
þykktinni. Þannig munu allar aðr-
ar kirkjudeildir koma fram með
sitt álit og senda Trúar- og skipu-
lagsmálanefndinni, eins og hún
hefur beðið um. Þetta hafa kirkj-
urnar verið að gera, og okkar
kirkja mun einnig koma með sinar
athuganir eins og framsöguerind-
in á prestastefnunni báru vott um.
Það verður síðan verkefni Trúar-
og skipulagsmálanefndar að vinna
úr þeim athugasemdum, sem verð-
ur mikið verk og vandasamt.
í annan stað ræðir séra Jón
Habets þannig um Lúther og af-
stöðu lúthersku kirkjunnar og
þeirrar kaþólsku, að ég tel miður
heppilegt á sama tíma, sem verið
er með samkirkjuhreyfingunni að
vinna markvisst að samstöðu inn-
an kirkjudeildanna.
Það kveður dálítið við annan tón
í ræðu erkibiskupsins Jóhannesar
Willebrands forseta stjórnardeild-
ar Vatikansins að einingu krist-
inna manna, er hann talaði á 7.
þingi lútherska Heimssambands-
ins í Búdapest í fyrrasumar. Hann
sagði m.a. „Það er með sérstöku
þakklæti sem við minnumst þess,
hve vel og vendilega Drottinn sög-
unnar hefur fært mótmælendur
og rómversk kaþólska nær hvor
öðrum. Það eru varla 20 ár síðan
við hófum saman opinberar við-
ræður á alþjóðlegum vettvangi.
Lútherska Alheimssambandið var
fyrsti aðilinn að slíkum viðræðum
að loknu 2. Vatikanþinginu.
Árangur sameiginlegrar sögu-
skoðunar hefur einkum náðst í
sambandi við tvo mikilvæga við-
burði. Ég á þar við rannsóknir.
sem fram hafa farið á Ágsborgar-
játningunni í tilefni af 450 ára af-
mæli hennar (1980) svo og tilraun-
ir þær, sem gerðar hafa verið til
þess að öðlast staðgóða þekkingu á
lífi og verkum Marteins Lúthers,
er 500 ár voru liðin frá fæðingu
hans (1983) I báðum tilfellum
opnaðist leið til undraverðs skiln-
ings, sem leiða mun til raunhæfari
árangurs en menn höfðu áður tal-
ið að hægt væri að ná. Hátíðarárin
urðu hér ákveðin viðmiðun, en til-
efni þeirra kemur ekki að fullum
notum nema þau séu leyst úr
tengsium við tímatalið til þess að
geta náð vítt yfir bæði tíma og
rúm sem áhrifamiklir þættir sög-
unnar. Við gerum okkur ekki
ánægða með að nema staðar við
það, sem náðst hefur. Við verðum
að koma sameiginlegum niður-
stöðum og álitsgerðum í fram-
kvæmd og sjá til þess, að þróun
þessarra mála haldi áfram." (Úr
gerðum 7. þings LH)
Þegar Kristur biður fyrir ein-
ingu lærisveinanna, þá segir hann:
„Ég bið.. að allir séu þeir eitt,
eins og þú, faðir, ert í mér og ég í
þér, svo séu þeir einnig í okkur, til
þess að heimurinn trúi, að þú hef-
ur sent mig.“ (Jóh. 17:20—21.) Við
tökum eftir að Jesús biður um að
Um verslunarmannahelgina
stendur Landssamband KFUM og
KFUK fyrir kristilegu unglinga-
móti í Vatnaskógi, sumarbúðum
KFUM í Reykjavík. Vatnaskógur
er í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu
og tekur það um eina og hálfa
klukkustund að aka þangað úr
Keykjavík.
Á dagskrá mótsins verður m.a.
Jane Fonda-leikfimi, fótbolti,
koddaslagur á rá úti á vatni,
hæfileikakeppni, alls kyns þraut-
ir, reiptog, fjallgöngur, burtróð-
Pétur Sigurgeirsson
biskup
„AÖ leita sannleikans
og bera viröingu fyrir
skoöunum annarra, er
rétta leiöin í einingar-
starfi hinnar kristnu
kirkju.“
þeir séu eitt, ekki að þeir séu eins.
Við vitum að lærisveinarnir voru
ólíkir á margan hátt, en áttu þrátt
fyrir það að vera ein hjörð: „Og
það verður ein hjörð, einn hirðir."
(Jóh.10:16.)
ur og ýmsir aðrir leikir bæði á
þurru og í vatni, að ógleymdum
kvöldvökum, þar sem endað verð-
ur með hugleiðingu úr Guðs orði.
Mótsgjald er kr. 300.- Innifalið
í því eru bátar, tjaldstæði og öll
hreinlætisaðstaða. Þeir sem vilja
fá keyptan mat eða vilja sofa
innan dyra þurfa að láta vita á
skrifstofu KFUM og KFUK að
Amtmannsstíg 2b. Að öðru leyti
þurfa menn ekki að láta skrá sig.
Sætaferðir verða frá BSÍ föstu-
daginn 2. ágúst kl. 19.00 (7.00).
Það er markmið samkirkju-
hreyfingarinnar að fylgja eftir
þessum orðum Jesú, þó vitað sé, að
kirkjudeildirnar eru ekki eins
frekar en lærisveinarnir.
Þess vegna var jafn eðlilegt, að
fram kæmu athugasemdir við um-
rædda skýrslu, eins og það er ein-
dreginn vilji prestanna að fagna
samkirkjuhreyfingunni og lýsa yf-
ir stuðningi sínum við þá hreyf-
ingu. Það var þetta, sem Presta-
stefna fslands 1985 gerði.
Starfandi er samstarfsnefnd
kristinna trúfélaga á íslandi, þar
sem þjóðkirkjan og kaþólska
kirkjan eru í samstarfi með öðrum
trúfélögum, og hefir nefndin átt
góðu heilli ánægjulegt samstarf
um alþjóðlega bænaviku í janúar
ár hvert.
Ég treysti því einnig, að um-
fjöllun nefndarinnar um Lima-
skýrsluna fari á sama veg. Að
leita sannleikans og bera virðingu
fyrir skoðunum annarra, er rétta
leiðin í einingarstarfi hinnar
kristnu kirkju. „Einn er Drottinn,
ein trú, éin skírn, einn Guð og fað-
ir allra, sem er ýfir öllum, með
öllum og í öllum.“ (Ef. 4:5.)
Um leið og við trúum og játum
með passíusálmaskáldinu:
Jesú, þín kristni kýs þig nú
kóngur hennar einn heitir þú
Þá erum við í reynd hjörð hins
góða hirðis, hvað sem kirkjan
okkar eða kirkjudeildin kann að
heita.
Höíundur er biskup íslands.
Áfengi og önnur vímuefni eru
stranglega bönnuð á svæðinu.
Þess skal getið að félagar úr
Kristilegum skólasamtökum
(KSS) verða virkir þátttakendur
í mótinu.
Allir krakkar 13 ára og eldri
eru velkomnir í Vatnaskóg um
verslunarmannahelgina til þess
að kynnast hressilegum jafnöldr-
um og síðast en ekki síst að
kynnast frelsara okkar mann-
anna, Jesú Kristi.
(FrétUtilkynning.)
Verslimarmannahelgin:
Kristilegt mót í Vatnaskógi
OMRON
AFGREIÐSLUKASSAR
Minni fyrirhöfn-meiri yfirsyn
Við höfum að staðaldri yfir 10 mismunandi gerðir af Omron
afgreiðslukössum á lager. Allt frá einföldum kössum upp í stórar
kassasamstæður. Omron afgreiðslukassarnir stuðla að aukinni hag-
kvæmni og öryggi í viðskiptum. Þeir búa yfir stækkunarmöguleikum
og sjálfvirkri tölvuútskrift sem skapar meiri yfirsýn og stuðlar að
markvissari og betri rekstri.
OMRON SÉRTILBOÐ
Nú bjóðum við OMRON afgreiðslukassa
á einstöku tilboðsverði:
* sex vöruflokka: kr. 17.900
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgðtu 33 - Sími 20560
Pósthólf 377
Omi»" »’* atvöruve'í'a aar.
y Sétvers\a"«sundlaugar - ate
vcltlngahus' „