Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
lögum nr. 25 og nr. 59 frá 1954
veiti sveitarstjórnum rétt til að
leggja þessa ábyrgð á húseigend-
ur.
Skattamisrétti vá-
tryggingarfélaga
Þegar einkaréttur Brunabótafé-
lagsins á húsatryggingum var af-
numinn tók félagið upp alhliða
vátryggingarstarfsemi, (1955), og
hefur ekki verið gert að greiða
tekju- og eignarskatt allan þennan
tíma, enda þótt engin ákvæði séu í
lögum um skattfrelsi þess.
Að jafna ágóðahluta til sveitar-
stjórna við tekju- og eignarskatts-
greiðslu eins og forstjóri Bruna-
bótafélgsins gerir, er ekki rökrétt
að minu mati. Frekar má líta á
það sem aukaskatt á húseigendur,
hinna vátryggðu, eins og fram er
komið hér að framan. Ákvæði um
ágóðahluta til hinna vátryggðu er
í mörgum vátryggingarsamning-
um og væntanlega hjá flestum
tryggingafélögum, ef ekki öllum,
en þau greiða eftir sem áður
tekju- og eignarskatt.
’í lögum um bátaábyrgðarfélög
og í lögum um Samábyrgð íslands
á fiskiskipum eru bein ákvæði um
undanþágu frá tekju- og eignar-
skatti. Þetta kann að hafa verið
réttlætanlegt, þegar starfsemi
þessara félaga var takmörkuð við
skyldutryggingu fiskiskipa undir
100 rúmlestum. Nú reka þessi fé-
lög alhiiða vátryggingarstarfsemi
hvað snertir útgerð fiskiskipa og
það í samkeppni við önnur félög en
njóta enn skattfrelsis. Auk þessa
eru vátryggingarskírteini, sem fé-
lögin gefa út, stimpilsgjaldsfrjáls.
í lögum fslenskrar endurtrygg-
ingar eru ákvæði um, að félagið sé
undanþegið tekju- og eignarskatti.
Eins og áður er fram komið, er
hagnaður vátryggingarfélags,
þ.m.t. Húsatrygginga Reykjavík-
ur, vegna samnings um bruna-
tryggingar húsa við sveitarstjórn
undanþeginn tekjuskatti.
Ég er þeirrar skoðunar, að allar
framangreindar skattaundanþág-
ur eigi að afnema úr lögum, því nú
finnast engin rök fyrir þeim jafn-
framt því sem í þeim felst óþol-
andi misrétti milli vátryggingar-
félaga.
Höfundur er forstjóri Tryggingar-
miðstöðrarianar bf.
vera ákvæði „um ábyrgð vátrygg-
ingartaka á skuldbindingum fé-
lagsins." Af þessu leiða skyldur
húseigenda sem eru víðtækari en
það eitt, að standa skil á umsömdu
iðgjaldi. í mínum huga vaknar sú
spurning hvort heimildir samkv.
Bókaflokkur um
ræktun pottaplantna
BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur gefið
út bókina „Svona dafna blómin
best“, en það er fyrsta bókin í
flokki um ræktun pottaplantna sem
forlagið hefur ákveðið að gefa út.
Bókin „Svona dafna blómin
best“ er aðgengileg handbók með
ráðleggingum um grundvallaratriði
blómaræktar og eru litmyndir á
hverri síðu bókarinnar. Hún er 64
síður, innbundin og plasthúðuð.
Fríða Björnsdóttir hefur þýtt bók-
ina og staðfært miðað við íslenskar
aðstæður, en bókin er sænsk að
uppruna.
Samheiti bókaflokksins er Allt
um inniplöntur. Gefur það til
kynna að víða verði komið við á
þessu sviði og fjölbreytni efnis-
ins verði mikil. Vaka hefur þegar
gert samninga um útgáfu átta
bóka í þessum flokki, tvær þeirra
fjalla um ræktun inniplantna al-
mennt, umhirðu þeirra og með-
ferð, tvær bókanna eru ítarlegar
kynningar- og ráðgjafarbækur
um blaðpiöntur eða svokallaðar
grænar plöntur, þrjár bækur
fjalla um blómstrandi plöntur af
ýmsum gerðum og ein um blóma-
skreytingar af ýmsu tagi.
Blómabækurnar verða ein-
göngu boðnar innan vébanda
Blómaklúbbsins, sem er nýstofn-
aður fræðslu- og ræktunarklúbb-
ur fyrir áhugafólk um blóma-
rækt. Með slíkri klúbbsölu er
ætlunin að ná upplagi bókanna
verulega upp fyrir það, sem al-
gengt er á almennum markaði,
en það gerir bókaútgáfunni kleift
að halda verði þeirra í algeru
lágmarki. Hver bók verður seld á
298 krónur og fylgir ókeypis með
henni fréttablað Blómaklúbbsins
og poki með fræjum til ræktunar
á vinsælli pottaplöntu. Fyrsta
bókin í bókaflokknum býðst aft-
ur á móti á sérstökum kynn-
ingarafslætti sem nemur um
50% af venjulegu klúbbverði og
kostar þá umræddur pakki að-
eins 148 krónur auk sendingar-
kostnaðar.
Prentsmiðjan Rún sf. annaðist
setningu og umbrot bókarinnar
Svona dafna blómin best, en
prentun og bókband fór fram í
Hollandi.
Brunatryggingar húsa
og skattalegt misrétti
— eftir Gísla
Ólafsson
Nokkur skrif hafa átt sér stað
um brunatryggingar húseigna og
skattalegt misrétti milli vátrygg-
ingarfélaga, síðast grein Inga R.
Helgasonar forstjóra Brunabóta-
félags íslands. Af því tilefni leyfi
ég mér að leggja nokkur orð í belg.
Stofnun Brunabótafélags ís-
lands 1915 var einn þáttur í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar,
þ.e. að taka brunatryggingar hús-
eigna inn í landið. BI var gefinn
einkaréttur til þessara vátrygg-
inga. Jafnframt voru þær lögskip-
aðar og félagið undanþegiö tekju-
og eignaskatti Ég efast ekki um að
þessar ráðstarfanir voru nauð-
synlegar á sínum tfma til að ná
þeim tilgangi, sem að var stefnt.
Aðstæður breytast á styttri tima
en 70 árum, en þær skulu ekki
raktar hér.
Meginatriðin í umræðunni eru
tvö, annars vegar heimild sveitar-
stjórna til að semja við eitt (eða
fleiri) vátryggingarfélög um
brunatryggingar húseigna innan
síns sveitarfélags og hinsvegar
skattalegt misrétti milli vátrygg-
ingarfélaga eftir rekstrarformi
þeirra.
Brunatryggingar
húseigna
Með lögum nr. 59/1954 er sveit-
arstjórnum utan Reykjavíkur
veitt heimild til að semja við eitt
(eða fleiri) vátryggingarfélög um
brunatryggingar húsa. Hagnaður
vátryggingarfélags af slíkum
samningi er undanþeginn tekju-
skatti skv. sömu lögum. Vegna
einkaréttar Brunabótafélagsins í
40 ár þar á undan hafði félagið
algjöra sérstöðu, þegar breyting
þessi var gerð.
Menn hafa mismunandi skoðun
á því, hvort rétt er, að sveitar-
stjórnir hafi þessa heimild.
Reykjavíkurborg hefur sérstöðu,
því auk framangreindar heimild-
ar, hefur borgarstjórn heimild til
að reka sitt eigið tryggingarfélag,
sbr. lög nr. 25/1954 og hefur borg-
arstjórn rekið Húsatryggingar
Reykjavíkur allt frá þeim tíma.
Þeir, sem telja rétt, að sveitar-
stjórnir hafi þessa heimild, segja
að með því fáist hagstæðustu kjör
fyrir húseigendur, jafnframt því,
að sveitarstjórn geti fengið lána-
fyrirgreiðslu og ágóðahluta, sem
hvort tveggja er nýtt til bruna-
varnastarfsemi. Hagnaður Húsa-
trygginga Reykjavíkur er notaður
í sama tilgangi.
Um hagstæðustu kjör fyrir hús-
eigendur liggur ekkert fyrir því á
það hefur ekki enn reynt. Hins-
vegar skapar þessi heimild sveit-
arstjórnum möguleika á tekjum,
sem ekki er gert ráð fyrir I lögum
um tekjustofna sveitarfélaga.
Að réttlæta þessa heimild með
því, að þær tekjur eða fyrir-
greiðsla, sem sveitarstjórn hafi af
henni renni til brunavarna er
vægast sagt ósanngjörn. Með
þessu er einungis verið að skatt-
leggja húseigendur sérstaklega.
Menn verða að hafa í huga að í
hverju sveitarfélagi eru mikil
verðmæti í vélum, tækjum, vöru-
birgðum, búslóðum o.fl. sem al-
mennar brunavarnir sveitarfélags
eiga að þjóna engu síður en hags-
munum húseigenda. Fáum eða
engum dettur í hug að skattleggja
brunaiðgjöld af þessum verðmæt-
um, þó ekki væri nema af þeirri
einu ástæðu að þeir, sem ekki sýna
þá fyrirhyggju að brunatryggja
eignir sínar, slyppu við skattinn,
en nytu eftir sem áður þjónust-
unnar.
Allar sveitarstjórnir utan
Reykjavíkur brunatryggja hús-
eignir hjá gagnkvæmu vátrygg-
ingarfélagi, Brunabótafélaginu
eða Samvinnutryggingum. í lög-
um nr. 50/1978 um vátryggingar-
starfsemi segir: „Hver sá, sem
tryggir hjá gagnkvæmu vátrygg-
ingarfélagi, er sameigandi þess.“ 1
samþykktum slíks félags skulu
Gísli Ólafsson
„Þegar einkaréttur
Brunabótafélagsins á
húsatryggingum var af-
numinn tók félagid upp
alhliða vátryggingar-
starfsemi (1955) og hef-
ur ekki verið gert að
greiða tekju- og eign-
arskatt allan þennan
tíma, enda þótt engin
ákvæði séu í lögum um
skattfrelsi þess.“
sumarleyfisstaður
viðbæjardymar
Það er engin tilviljun að mörg félaga-
samtök hafa valið Hótel Borgarnes
sem funda- og ráöstefnustaö.
Borgarnes er I þjóðbraut, hæfilega
langt frá ys og skarkala Stór-Reykja-
vlkursvæðisins.
Bæjarstæðið er sérkennilegt og fag-
urt, en umfram allt friðsælt.
Upp af Borgarnesi teygir sig hið sögu-
fræga Borgarfjaröarhérað og býður
upp á ótal möguleika til útivistar og
skoöanaferöa.
Fólk sem vill leita friðsældarog næðis
án þess að leggja á sig langt feröalag
gistir Hótel Borgarnes.
Það færist og I vöxt að laxveiöimenn
sem veióa I ám Borgarfjarðar hafi þar
aósetur svo og rjúpnaskyttur á haustin.
í Hótel Borgarnesi eru 36 herbergi, þar
af 20 með baöi. Morgunveróur er fram-
reiddur I kaffiterfu.
Veitingasalir fyrir ráðstefnur, dansleiki
og veislur eru I hótelinu, fyrir allt að
300 manns.
Hótel Borgarnes leggur áherslu á alúð-
legt viðmót og góða þjónustu
og reyniraó koma til móts við
óskir hvers og eins.
rearncs
slmi 93-7119 & 7219
(FrélUtilkjnning)